Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt

Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.

Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Auglýsing

„Við erum að haga okkur öðruvísi, það er það sem er að hafa mestu áhrifin,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um hverju við væri að búast af hinu breska afbrigði kórónuveirunnar í samfélaginu nú. Kári var spurður út í þetta í lok málþingsins Varið land – hvað höfum við lært af COVID-19? sem fram fór í dag á vegum ÍE. Á málþinginu, sem var streymt í beinni á Facebook, var farið yfir niðurstöður rannsókna sem fyrirtækið hefur unnið að frá því að faraldurinn kom upp, m.a. þær sem tengjast raðgreiningum og mótefnamælingum og nú langvinnum áhrifum sjúkdómsins á heilsu þeirra sem veiktust.

Auglýsing

„Ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur,“ sagði Kári. Hvernig maðurinn hagar sér skipti miklu meira máli heldur en af hvaða afbrigði veiran sé. Undanfarnar vikur hafi smit lekið yfir landamærin og „fólki gengur misvel að fara eftir sóttkví,“ sagði Kári. „Við verðum einhvern veginn að finna leið til að takast á við það. Takast á við það án þess að misbjóða fólki sem við setjum í sóttkví. Þessar aðferðir sem Þórólfur [Guðnason] og hans fólk hefur sett saman þær duga til þess að hemja þetta svo fremi sem við förum að þeim ráðum sem við fáum.“

Það var Þórólfur sóttvarnalæknir sem hafði lokaorðin á málþinginu. Hann byrjaði á því að rifja upp orð Kára frá því í upphafi faraldursins. „Hann sagði að nálgast þyrfti svona faraldur eins og vísindaverkefni. Það þyrfti að spyrja ákveðinna spurninga sem reynt yrði að svar með vísindalegum aðferðum. Þetta held ég að hafi verið alveg hárrétt hjá honum.“

Hann sagði að með þeim hætti þyrfti að undirbúa sig fyrir faraldra framtíðarinnar. „Hvernig ætlum við að fást við þá? Því þeir koma aftur. Heimsfaraldur inflúensu á eftir að koma aftur. Við eigum eftir að fá nýjar veirur. Þá þurfum við að vera í stakk búin til að taka á þessu á vísindalegan máta. Svara spurningum og grípa til réttra aðgerða.“

Þórólfur þakkaði að lokum Íslenskri erfðagreiningu fyrir þeirra þátt og þeirra vinnu í baráttunni gegn COVID-19. „Þetta hefur verið algjörlega ómetanlegt og mjög ánægjulegt samstarf,“ sagði Þórólfur og bætti svo við á léttum nótum: „Svona langoftast. Og næstum því alltaf.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent