Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt

Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.

Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Auglýsing

„Við erum að haga okkur öðru­vísi, það er það sem er að hafa mestu áhrif­in,“ sagði Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, um hverju við væri að búast af hinu breska afbrigði kór­ónu­veirunnar í sam­fé­lag­inu nú. Kári var spurður út í þetta í lok mál­þings­ins Varið land – hvað höfum við lært af COVID-19? sem fram fór í dag á vegum ÍE. Á mál­þing­inu, sem var streymt í beinni á Face­book, var farið yfir nið­ur­stöður rann­sókna sem fyr­ir­tækið hefur unnið að frá því að far­ald­ur­inn kom upp, m.a. þær sem tengj­ast rað­grein­ingum og mótefna­mæl­ingum og nú lang­vinnum áhrifum sjúk­dóms­ins á heilsu þeirra sem veikt­ust.

Auglýsing

„Ekki gleyma því að þessi sjúk­dómur er að mörgu leyti hegð­un­ar­sjúk­dóm­ur,“ sagði Kári. Hvernig mað­ur­inn hagar sér skipti miklu meira máli heldur en af hvaða afbrigði veiran sé. Und­an­farnar vikur hafi smit lekið yfir landa­mærin og „fólki gengur mis­vel að fara eftir sótt­kví,“ sagði Kári. „Við verðum ein­hvern veg­inn að finna leið til að takast á við það. Takast á við það án þess að mis­bjóða fólki sem við setjum í sótt­kví. Þessar aðferðir sem Þórólfur [Guðna­son] og hans fólk hefur sett saman þær duga til þess að hemja þetta svo fremi sem við förum að þeim ráðum sem við fáum.“

Það var Þórólfur sótt­varna­læknir sem hafði loka­orðin á mál­þing­inu. Hann byrj­aði á því að rifja upp orð Kára frá því í upp­hafi far­ald­urs­ins. „Hann sagði að nálg­ast þyrfti svona far­aldur eins og vís­inda­verk­efni. Það þyrfti að spyrja ákveð­inna spurn­inga sem reynt yrði að svar með vís­inda­legum aðferð­um. Þetta held ég að hafi verið alveg hár­rétt hjá hon­um.“

Hann sagði að með þeim hætti þyrfti að und­ir­búa sig fyrir far­aldra fram­tíð­ar­inn­ar. „Hvernig ætlum við að fást við þá? Því þeir koma aft­ur. Heims­far­aldur inflú­ensu á eftir að koma aft­ur. Við eigum eftir að fá nýjar veir­ur. Þá þurfum við að vera í stakk búin til að taka á þessu á vís­inda­legan máta. Svara spurn­ingum og grípa til réttra aðgerða.“

Þórólfur þakk­aði að lokum Íslenskri erfða­grein­ingu fyrir þeirra þátt og þeirra vinnu í bar­átt­unni gegn COVID-19. „Þetta hefur verið algjör­lega ómet­an­legt og mjög ánægju­legt sam­starf,“ sagði Þórólfur og bætti svo við á léttum nót­um: „Svona langoft­ast. Og næstum því alltaf.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent