Mynd: EPA Facebook
Mynd: EPA

Tugir milljarða streyma óskattlagðir út af íslenska fjölmiðlamarkaðinum en RÚV styrkir stöðu sína

Erlend fyrirtæki sem borga ekki skatta á Íslandi taka til sín 40 prósent af auglýsingatekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Á átta árum hafa næstum 50 milljarðar króna flætt til þeirra, og út af íslenska markaðnum. Eina fjölmiðlafyrirtækið á Íslandi sem verður ekki fyrir tekjutapi vegna þessa er RÚV. Hlutdeild RÚV í tekjum fjölmiðla hérlendis var 26 prósent árið 2020 og hafði ekki verið hærri frá því á tíunda áratug síðustu aldar.

Frá 1997 til 2016 juk­ust tekjur fjöl­miðla á Íslandi á hverju ein­asta ári í krónum talið með einni und­an­tekn­ingu, árinu 2009 þegar eft­ir­köst banka­hruns­ins komu fram. Frá 2016 hafa þær hins vegar lækkað á milli allra ára sem liðin eru.

Það ár voru sam­an­lagðar tekjur íslenskra fjöl­miðla 28,1 millj­arðar króna. Árið 2020 voru þær 25,1 millj­arður króna og höfðu því lækkað um tæp ell­efu pró­sent á fjórum árum. 

Þetta má lesa úr nýjum tölum sem Hag­stofa Íslands birti í síð­ustu viku og sýna þróun á tekjum fjöl­miðla á Íslandi.

Mestur hefur sam­drátt­ur­inn orðið hjá þeim fjöl­miðlum sem gefa út dag­blöð og viku­blöð. Tekjur þeirra hafa farið úr 7,3 í 4,5 millj­arða króna á þessu fjög­urra ára tíma­bili. Það er sam­dráttur upp á rúm­lega 38 pró­sent. Tekjur ann­arra blaða og tíma­rita hafa sömu­leiðis hrunið frá 2016, um alls 28 pró­sent. 

Eini þátt­tak­and­inn á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði sem hefur ekki orðið fyrir áhrifum af þessum breyt­ingum er Rík­is­út­varp­ið. Tekjur þess, sem koma að mestu úr opin­berum sjóðum en líka úr aug­lýs­inga­sölu, hafa þvert á móti auk­ist ár frá ári. Árið 2016 voru tekjur RÚV 5,8 millj­arðar króna en hækk­uðu í 6,6 millj­arða króna 2020, sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stof­unn­ar. Það er aukn­ing upp á tæp 14 pró­sent. Það eru lægri tekjur en til­greindar eru í árs­reikn­ingi RÚV, þar sem rekstr­ar­tekj­urnar eru sagðar tæp­lega 6,9 millj­arðar króna. Af þeim komu yfir 70 pró­sent beint úr opin­berum sjóðum eða 4,9 millj­arðar króna.

Alls tekur RÚV til sín yfir 26 pró­sent af öllu fjár­magni sem fer inn á íslenskan fjöl­miðla­markað og mark­aðs­hlut­deild opin­bera fjöl­mið­ils­ins hefur ekki verið hærri frá árinu 1997, sem var fyrsta árið sem Hag­stofan tók saman rekstr­ar­tölur um fjöl­miðla. Mark­aðs­hlut­deild RÚV var tæp­lega 21 pró­sent árið 2016.

Ekk­ert bendir til þess að breyt­ing verði á þess­ari stöðu. Sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2022 voru fram­lög til RÚV hækk­uð um 430 millj­ónir króna, sem er 40 millj­ónum krónum meira en sam­an­lagðir styrkir til ann­arra fjöl­miðla úr opin­berum sjóð­um. Þeir styrkir voru lækk­aðir milli ára.

Tekjur vef­miðla dreg­ist saman frá 2016

Þrátt fyrir afar breytta neyslu­hegð­un, sem felst aðal­lega í því að fólk sækir sér mun meira frétta- og afþrey­ing­ar­efni á net­ið, hafa tekjur vef­miðla dreg­ist saman á síð­ustu árum. Frá 2002 og fram til árs­ins 2016 höfðu þær vaxið ár frá ári, úr 76 millj­ónum króna í tæp­lega 2,1 millj­arð króna. Frá því ári hafa tekjur vef­miðla hins vegar dreg­ist sam­an, alls um 13,3 pró­sent. Svo virt­ist sem við­spyrna væri að eiga sér stað á árinu 2019, þegar tekjur hækk­uðu um rúm fjögur pró­sent milli ára, en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn kippti þeim við­snún­ingi til baka. Alls féllu tekjur vef­miðla um rúm­lega sex pró­sent á árinu 2020 og höfðu ekki verið lægri í krónum talið síðan 2015. 

Í grein­ingu Hag­stof­unnar er vef­miðlum skipt í sjálf­stæða vefi og fjöl­miðla­vefi. Fjöl­miðla­vef­irn­ir, sem eru að uppi­stöðu þeir frétta­vef­miðlar sem Íslend­ingar nota dags dag­lega, nán­ast tvö­föld­uðu tekur sínar á árunum 2013 til 2018. Frá því ári hafa tekjur þeirra hins vegar dreg­ist saman um sex pró­sent.

Næstum 50 millj­arðar til erlendra á átta árum

Ein stærsta eðl­is­breyt­ingin sem orðið hefur á íslensku fjöl­miðlaum­hverfið á síð­ustu árum er inn­koma erlendra aðila, sem greiða enga skatta né gjöld á Íslandi, inn á mark­að­inn fyrir aug­lýs­inga­birt­ing­ar. Árið 2012 voru erlendir aðilar með fjögur pró­sent hlut­deild í aug­lýs­inga­tekjum hér­lend­is. Strax árin 2013 var sú hlut­deild komin upp í 29 pró­sent og und­an­farin ár hefur hún verið 40 pró­sent. Frá byrjun árs 2013 og til loka árs 2020 runnu alls 48,6 millj­arðar króna af íslenska mark­aðnum til erlendra aðila vegna kaupa á aug­lýs­ing­um, mark­aðs­rann­sóknum eða skoð­ana­könn­un­um. 

Umtals­verður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birt­ingar aug­lýs­inga í erlendum miðlum rennur til tveggja aðila, Face­book og Google (ásamt YouTu­be). Í  umfjöllun Hag­stof­unnar segir að „upp­lýs­ingar um greiðslu­korta­við­skipti vegna aug­lýs­inga og skyldrar starf­semi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa und­an­farin ár runnið til þess­ara tveggja aðila.“

Árið 2012 var mark­aðs­hlut­deild Face­book og Google í íslensku aug­lýs­inga­tekjukök­unni 3,3 pró­sent. Árið 2020 var hún orðin 25 pró­sent. Tekjur Face­book og Google á Íslandi hafa vaxið úr 371 milljón króna á ári árið 2013 í um 3,9 millj­arða króna árið 2019, þegar þær náðu hámarki (aug­lýs­inga­tekjur erlendra aðila lækk­uðu í far­aldr­inum um 13 pró­sent, sem er sama lækkun og varð á tekjum íslenskra fjöl­miðla). Þær tíföld­uð­ust því á sjö árum.

Árlegar aug­lýs­inga­tekjur inn­lendra fjöl­miðla dróg­ust saman um 4,5 millj­arða króna milli áranna 2016 og 2020, eða um 31 pró­sent. 

Starf­andi fækkað um næstum helm­ing á tveimur árum

Afleið­ing þess­arar þró­unar hefur átt sér margs­konar birt­ing­ar­mynd­ir. Ein slík birt­ist í Menn­ing­ar­vísum Hag­stof­unnar sem birtir voru í fyrra­sum­ar. Þar kom fram að árið 2013 hefðu 2.238 manns starfað í fjöl­miðlun á Íslandi. Árið 2020 voru þeir orðnir tæp­­lega 876 tals­ins. Fækk­­unin hafði ágerst hratt á síð­­­ustu árum. Frá árinu 2018 og út árið 2020 fækk­­aði starf­andi fólki í fjöl­miðlum 45 pró­­sent, eða 731 manns. 

Sam­hliða fækkun starfs­­manna fjöl­miðla hefur launa­sum­­ma, árleg summa stað­greiðslu­­skyldra launa­greiðslna launa­­fólks,  einnig dreg­ist saman meðal rekstr­­ar­að­ila í fjöl­mið­l­un. Árið 2018 var launa­summan 8,1 millj­­arður króna. Árið 2020 var hún hins vegar komin niður í 5,3 millj­­arða króna og hafði því dreg­ist saman um 35 pró­­sent á tveimur árum. 

Mikil umræða en litlar aðgerðir

Bág rekstr­­ar­­staða fjöl­miðla hefur verið til umræðu hér­­­lendis árum sam­­an. Árið 2016 var skipuð nefnd til að fjalla um vand­ann, svo var rituð skýrsla sem skilað var rúmum tveimur árum síðar með sjö til­­lögum til úrbóta, þá var unnið úr til­­lögum hennar og loks smíðuð frum­vörp. 

Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra fjölmiðlamála í nýrri ríkisstjórn. Hún var með málaflokkinn á sinni könnu á síðasta kjörtímabili líka.
Mynd: Bára Huld Beck

Ein­ungis ein þeirra til­­lagna, styrkja­­kerfið fyrir einka­rekna fjöl­miðla þar sem 400 millj­­ónum króna er útdeilt til þeirra, hefur náð í gegn. Þorri þeirrar upp­hæðar fer til þriggja stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­urs, Torgs og Sýn­ar. Tvö fyrr­nefndu fyr­ir­tækin reka einu eft­ir­stand­andi prent­uðu dag­blöð lands­ins, sem hafa hrunið í lestri á und­an­förnum árum. Frétta­blaðið hefur tapað 40 pró­sent les­enda sinna og Morg­un­blaðið 35 pró­sent frá byrjun árs 2016.

Ekk­ert hefur verið gert með til­­lögur um að breyta stöðu RÚV á aug­lýs­inga­­mark­aði, lækka virð­is­auka­skatt á tekjur þeirra enn frekar, heim­ila aug­lýs­ingar sem hafa verið bann­aðar hér­­­lendis en eru leyf­i­­legar í flestum öðrum lönd­­um. Þá lagði nefndin til að settar yrðu skýrar reglur um gagn­­sæi í aug­lýs­inga­­kaupum hins opin­bera þannig að opin­berum aðilum beri að birta sund­­ur­lið­aðar upp­­lýs­ingar um kaup á aug­lýs­ing­­um. Af því hefur ekki orð­ið.

Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri RÚV.
Mynd: Bára Huld Beck

Til við­­bótar við ofan­­greint hef­ur, líkt og áður sagði, það haft mikil áhrif á rekstr­­ar­um­hverfi fjöl­miðla að aug­lýs­inga­­tekjur hafa flætt frá hefð­bundnum íslenskum miðlum til alþjóð­­legra sam­­fé­lags­miðla- og net­­fyr­ir­tækja sem greiða ekki skatta af þeim tekjum hér­­­lend­­is. Um er að ræða tugi millj­arða króna. Íslensk stjórn­völd hafa ekki gert neinar til­raunir til að skatt­leggja þessar tekj­ur.

Fjöl­miðla­frelsi á Íslandi dregst hratt saman

Stuðn­­ingur við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla er umtals­verður á hinum Norð­­ur­lönd­un­­um.

Í vísi­­tölu sam­tak­anna Blaða­­manna án landamæra raða þau sér í efstu sætin yfir þau lönd þar sem ríkir mest fjöl­miðla­frelsi. Nor­egur er í fyrsta sæti, Finn­land er í öðru sæti, Dan­­­mörk í þriðja sæti og Sví­­­þjóð í fjórða sæti.

Ísland situr hins vegar í 16. sæti á lista sam­tak­anna og féll um eitt sæti á milli ára. 

Mestur er stuðn­­ing­­ur­inn í Nor­egi, því landi þar sem fjöl­miðla­frelsi mælist mest í heim­in­­um. Þar hefur verið mik­ill vilji til að auka við opin­bera styrki frekar en að draga úr þeim enda hefur reynslan af þeim verið jákvæð. Hinn 7. mars 2017 skil­aði nefnd sem skipuð var af norskum stjórn­­völdum hvít­­bók sem inn­i­hélt til­­lögur til að efla fjöl­miðla þar í landi. Meðal þeirra til­­lagna sem settar voru fram í hvít­­bók­inni var að auka styrk­veit­ingar til smærri fjöl­miðla, ein­falda umsókn­­ar­­ferlið og gæta jafn­­ræðis milli fjöl­miðla óháð því hvernig efni er mið­l­að. 

Danska rík­is­stjórnin kynnti nýjar til­lögur um stuðn­ing við fjöl­miðla í síð­ustu viku. Þar eru lagðar til marg­hátt­aðar til­lögur til að styrkja umhverfi sem á veru­lega undir högg að sækja, meðal ann­ars með því að skatt­leggja erlenda aðila sem starfa á mark­aðnum og með því að veita allskyns styrkti til að efla fjöl­breytta fjöl­miðl­un. Kynn­ing­ar­bæk­lingur um fjöl­miðla­stefn­una hefst á yfir­lýs­ingu um að sterkir og frjálsir fjöl­miðlar séu for­senda fyrir heil­brigðu lýð­ræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar