Auglýsing

Þær eru byrj­aðar aft­ur, skylm­ing­arnar um hvernig eigi að bjarga frjálsri fjöl­miðlun á Íslandi. Allt síð­asta kjör­tíma­bil fór í þær. Lengst af var málið í skot­gröf­um, að uppi­stöðu vegna þess að valdir stjórn­mála­menn ákváðu að nálg­ast málið út frá póli­tískum sér­hags­mun­um. Fram­ferði þeirra og til­lögur mið­uð­ust við að fjöl­miðlar sem voru þeim þókn­an­leg­ir, og end­ur­óma þeirra póli­tísku sýn, myndu fá sem mest en aðrir sem minnst. Og RÚV, sem þeim er sér­stak­lega illa við, þyrfti að að bremsa veru­lega af. Og helst blæða út.

Fyrir vikið dróg­ust þeir sem reka fjöl­miðla lands­ins inn í þennan ljóta leik, og sá þess merki t.d. í leið­ara­skrifum og nafn­lausum dálkum þeirra blaða sem enn stunda slíka for­tíð­ar­út­gerð.

Sá sem þetta skrifar er ekki sak­laus af þátt­töku, enda ekki óeðli­legt að bregð­ast við þegar póli­tísk tæki­fær­is­mennska ógnar afkomu­ör­yggi starfs­manna og sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tæk­is­ins.

Þetta hefur hins vegar leitt til þess að skort hefur á sam­stöðu hjá fjöl­miðlum lands­ins og van­getu til að horfa heild­rænt á stöð­una. Ef tekin eru nokkur skref til baka þá blasir nefni­lega við að engin ein leið mun tryggja það mark­mið sem sett er í nýjum stjórn­ar­sátt­mála um stöðu fjöl­miðla. Þar segir frjálsir fjöl­miðlar séu for­­senda opinnar lýð­ræð­is­­legrar umræðu og veiti stjórn­­völd­um, atvinn­u­líf­inu og helstu stofn­unum sam­­fé­lags­ins nauð­­syn­­legt aðhald. „Rík­­is­­stjórnin leggi áherslu á fjöl­breytni í flóru fjöl­miðla með öfl­­ugu almanna­út­­varpi og einka­reknum fjöl­mið­l­­um.“

Til þess þarf sam­stillt átak og inn­leið­ingu margra ólíkra þátta.

Rétt­indi og skyldur umfram önnur á mark­aði

Í jan­úar 2018 skil­aði nefnd undir for­ystu Björg­vins Guð­munds­sonar skýrslu. Í henni er til­tekið af hverju það þurfi að nálg­ast stöðu fjöl­miðla frá öðrum sjón­ar­hóli en fyr­ir­tækja á öðrum mörk­uð­um. Þar stend­ur: „Fjöl­miðlar hafa rík rétt­indi og skyldur umfram önnur fyr­ir­tæki á mark­aði. Þau rétt­indi og skyldur byggja á eðli starf­semi fjöl­miðla, m.a. til miðl­unar á fréttum og frétta­tengdu efni í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Frjálsir fjöl­miðlar þykja grund­völlur fjöl­breyttrar umræðu í sam­fé­lag­inu þar sem mis­mun­andi skoð­anir koma fram. Þeir miðla fréttum og upp­lýs­ing­um, eru vett­vangur skoð­ana­skipta og hafa það menn­ing­ar­lega hlut­verk að spegla sjálfs­mynd og sögu þjóð­ar­inn­ar.“

Auglýsing
Skýrslan inni­hélt til­­lögur um aðgerðir í sjö liðum sem gætu bætt rekstr­­ar­skil­yrði fjöl­miðla. 

Þær snéru meðal ann­­ars að stöðu RÚV á aug­lýs­inga­­mark­aði, breyt­ingum á skatta­­legu umhverfi, gagn­sæi í kaupum hins opin­bera á aug­lýs­ing­um, textun og tal­­setn­ingu til að vernda íslensku, áfeng­is­aug­lýs­ingum og end­­ur­greiðslu fram­­leiðslu­­kostn­aðar á fréttum og frétta­tengdu efni. Þá var einnig ítar­­leg sam­an­­tekt um opin­beran stuðn­­ing við fjöl­miðla í helstu nágranna­­ríkj­um.

Hug­myndin var ekki sú að leggja fyrir stjórn­mála­menn sjö ólíka val­mögu­leika og láta þá velja einn, heldur að inn­leið­ing þeirra allra – að minnsta kosti flestra – myndi leiða til þess að fjöl­miðlaum­hverfið yrði sterkara, þannig að frjálsir fjöl­miðlar geti sinnt því hlut­verki sem nefnd­in, almenn­ingur og íslensk lög ætla þeim. 

Stuðla að nýsköpun og sam­keppn­is­hæfni

Fyrsta til­lagan í skýrslu nefnd­ar­innar sner­ist um end­ur­greiðslur á allt að 25 pró­sentum af kostn­aði við rekstur frétta­rit­stjórna upp að ein­hverju hámarki, sem stjórn­mála­mönnum var falið að finna. Í skýrslu Björg­vins­nefnd­ar­innar seg­ir: „Með því að leggja til að hluti af kostn­aði vegna fram­leiðslu á fréttum og frétta­tengdu efni verði end­ur­greiddur er komið til móts við þau sjón­ar­mið að styðja við þann hluta í starf­semi fjöl­miðla sem sinnir lýð­ræð­is­legu hlut­verki með öflun og miðlun upp­lýs­inga til almenn­ings með það að mark­miði að efla tján­ing­ar­frelsi og lýð­ræðið í land­inu. Því mark­miði er náð með því að stuðla að nýsköpun og sam­keppn­is­hæfum fjöl­miðla­mark­aði sem og fjöl­breytni frétta og umræðu um mál­efni líð­andi stundar með gæðum á frétta­tengdu efni, sjálf­stæðri frétta­mennsku og sterkum fjöl­miðl­u­m.“

Í þessum texta kemur kjarni til­gangs þess­arar leiðar fram. Hún á ekki að bjarga stærri fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum út úr rekstr­ar­vand­ræðum heldur er helsti til­gangur end­ur­greiðslna að stuðla að nýsköp­un, auk­inni sam­keppn­is­hæfni og fjöl­breytn­i. 

Það þarf ólíkar lausnir fyrir ólíka fjöl­miðla

Þetta fór fram­hjá flestum þing­mönnum lands­ins á síð­asta kjör­tíma­bili. Þeir rifust að uppi­stöðu ein­ungis um þessa einu leið, hversu stór úthlut­un­ar­pott­ur­inn ætti að vera og hvað hver fjöl­mið­ill ætti að fá mik­ið. Fyrir vikið varð fyrsta útfærsla henn­ar, pakkað inn sem COVID-­styrk, að sér­tækri lausn til að færa þorra þeirra fjár­muna sem voru til skipt­anna til þriggja stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins, en fjöl­miðla­hluti þeirra allra var þá rek­inn í miklu tapi. 

Alls var 400 millj­ónum króna útdeilt en breytt aðferða­fræði stjórn­valda á loka­metr­un­um, til að mæta kröfum örfárra þing­manna úr einum flokki, gerðu það að verkum að 106 millj­ónir króna sem hefðu ann­ars farið til 20 smærri fjöl­miðla, end­uðu hjá þremur stærstu miðl­un­um. Sam­an­lagt fengu þrjú stærstu fyr­ir­tækin næstum tvær af hverjum þremur krónum af þeim 400 millj­ónum króna sem var úthlut­að. 

Auglýsing
Aðferðarfræðin var löguð þegar styrkja­kerfið var lög­fest til tveggja ára. Því var úthlut­unin sann­gjarn­ari í ár en í fyrra. Það blasir enda við að styrkja­kerfi sem byggir á nokkur hund­ruð millj­óna króna potti sem deilist á yfir 20 fyr­ir­tæki er ekki að fara að leysa rekstr­ar­vanda fyr­ir­tækja sem eru rekin í mörg hund­ruð milljón króna tapi á ári, og hafa þorra tekna sinna af sölu aug­lýs­inga. Það þarf meira og eitt­hvað allt annað til. 

Hluti þess þarf að koma frá stjórn­endum og hlut­höfum fyr­ir­tækj­anna, og fela í sér aðlögun að gjör­breyttum veru­leika. En ríkið getur líka stutt við þá umbreyt­ingu með til dæmis breyt­ingum á stöðu RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði, breyt­ingu á hömlum um hvaða vörur megi aug­lýsa, lækkun skatta á tekjur fjöl­miðla og með því að skatt­leggja tekjur sam­fé­lags­miðla í eigu alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja, sem hafa étið upp íslenskar aug­lýs­inga­tekjur hefð­bund­inna íslenskra fjöl­miðla, og útdeila ávinn­ingnum til inn­lendra fjöl­miðla.

Fyr­ir­mynd­ar­kerfi fyrir miðla í vexti

End­ur­greiðslu­kerfið nýt­ist hins vegar fjöl­miðlum sem eru í vexti gríð­ar­lega vel. Í nýlegri umsögn Blaða­manna­fé­lags Íslands um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er fjallað ágæt­lega um það. Þar seg­ir: „Reynslan af þeim tveimur árum sem einka­reknir fjöl­miðlar hafa fengið opin­bera styrki hefur sýnt að þeir skipta gríð­ar­lega miklu máli fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í vexti og sem eru að þróa sjálf­bæran rekstur og hafa jafn­vel leitt til fjölg­unar starfa. Til að mynda má benda á að á árinu 2020 fékk útgáfu­fé­lag Stund­ar­innar styrk upp á 17,8 millj­ónir króna en tekjur þess juk­ust um 38,8 millj­ónir króna, eða 21 pró­sent. Á sama ári fékk útgáfu­fé­lag Kjarn­ans styrk upp á 9,3 millj­ónir króna en tekjur þess juk­ust um 18,3 millj­ónir króna á því ári, eða 31 pró­sent. Í til­felli þess­ara miðla sést skýrt að hver króna í styrk leiðir af sér aðra krónu í nýjum tekj­um. Þær tekjur umbreyt­ast svo í ný störf.“

Auglýsing
Þetta er allt satt og rétt. Og við það má bæta að gangi áætl­anir fyrir jóla­mán­uð­inn í rekstri Kjarn­ans miðla eftir munu tekjur mið­ils­ins hafa vaxið yfir 80 pró­sent á tveimur árum. Sam­hliða hefur starfs­fólki fjölgað umtals­vert og rekst­ur­inn orðið sjálf­bær. Rík­is­styrk­ur­inn er um 13 pró­sent af heild­ar­tekjum fyr­ir­tæk­is­ins. Og aug­lýs­ingar eru undir 20 pró­sent þeirra. Það þýðir að meg­in­þorri tekna Kjarn­ans miðla kemur frá les­endum hans, í formi styrkja- og áskrift­ar­greiðslna. Þetta er í takti við þá skipt­ingu sem sum stærstu sjálf­bæru fjöl­miðla­fyr­ir­tæki heims hafa náð, og þykir eft­ir­sókn­ar­verð.

Önnur leið sem vert væri að feta er að gera fjöl­miðlum kleift að sækja um styrki til rann­sókna og þró­un­ar, sem rík­is­stjórnin ákvað að tvö­falda í fyrra úr fimm millj­örðum króna á ári í tíu. Ljóst er að fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sinna umfangs­mik­illi þróun og þegar fá fjöl­mörg fyr­ir­tæki sem fram­leiða fyrst og síð­ast afþrey­ing­ar­efni en búa ekki til tækni styrki úr þeim potti. Má þar nefna fram­leið­endur tölvu­leikja. 

Hækka fram­lög til RÚV en lækka til allra hinna

Því miður virð­ast litlar líkur á að stjórn­mála­menn­irnir ætli að taka af sér stríðs­hatta sér­hags­muna í þessum mál­um. Nýtt frum­varp nokk­urra þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks ber þess skýr merki að þar á að bæta í frekar en að leita skyn­samra mála­miðl­ana. 

Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er heldur ekki til þess fallið að auka trú á raun­veru­legan vilja þeirra sem rit­uðu stjórn­ar­sátt­mál­ann að standa við þau fyr­ir­heit um fjöl­miðla sem þar er að finna. 

Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu á að skerða end­ur­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla um tvö pró­sent, en auka fram­lög til RÚV um 430 millj­ónir króna. Við það fara fram­lög úr rík­is­sjóði til RÚV yfir fimm millj­arða króna auk þess sem hval­ur­inn í busllaug­inni tekur til sín um tvo millj­arða króna í sam­keppn­i­s­tekjur (að uppi­stöðu aug­lýs­inga­sala) á ári. Hækkun á fram­lag­inu til RÚV er 40 millj­ónum krónum hærra en allur pott­ur­inn sem á að skipt­ast á milli á þriðja tug einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja í end­ur­greiðslu­styrki.

Veljum sterka og fjöl­breytta fjöl­miðla

Það sem stjórn­mála­menn eiga að spyrja sig að núna er hvort þeir vilji í raun frjálsa og sterka fjöl­miðla á Íslandi sem geta keppt hver við annan og veitt ráð­andi öflum sam­fé­lags­ins eðli­legt aðhald. Ef svarið við þeirri spurn­ingu er já þá ættu þeir að skoða vel ástand mark­að­ar­ins og spyrja sig aftur hvort verið sé að ná því mark­mið­i. 

­Tölur Hag­stofu Íslands um að störfum í fjöl­miðlum hafi fækkað úr 2.238 í árs­lok 2013 í 876 í árs­lok 2020 benda ekki til þess. Þró­unin á síð­asta kjör­tíma­bili einu sam­an, þegar starf­andi fólki í fjöl­miðlum fækk­aði 45 pró­sent, eða 731 manns frá byrjun árs 2018 og fram til síð­ustu ára­móta, sýnir enn­fremur að þró­unin er að versna hratt til hins verra. 

Fjöldi þeirra afburða blaða­manna sem hefur yfir­gefið fagið til að ráða sig í sífellt umfangs­meira upp­lýs­inga­full­trúa­ger hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins í stað þess að gera blaða­manna­starfið að ævi­starfi er svo skýr­asti vitn­is­burð­ur­inn. Flestir sem réð­ust í slíka yfir­færslu gerðu það vegna vinnu­um­hverf­is, launa og álags, ekki vegna þess að þá hafi frekar dreymt um að senda út frétta­til­kynn­ingar í stað þess að vinna frétt­ir. 

Stjórn­mála­menn, fjöl­miðlar og aðrir hag­að­ilar þurfa að skipta um kúrs í þessum mála­flokki og ná sátt um nið­ur­stöðu sem virkar til að ná mark­miðum stjórn­ar­sátt­mál­ans. ­Stjórn­endur Kjarn­ans munu ekki láta sitt eftir liggja í þeim efn­um.

Hægt er að styrkja Kjarn­ann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari