Blaðamannafélagið vill að styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði hækkaðir

Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði til RÚV hækki um 430 milljónir króna, sem er 40 milljónum krónum meira en samanlagðir styrkir til annarra fjölmiðla.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands hvetur fjár­laga­nefnd til að end­ur­skoða fyr­ir­ætl­anir um tveggja pró­senta lækkun fram­lags til styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þess í stað leggur félagið til að styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla verði auknir í sam­ræmi við auknar fjár­veit­ingar til Rík­is­út­varps­ins (RÚ­V), eða um átta pró­sent. Það þýðir aukn­ing styrkupp­hæðar um 30 millj­ónir króna í stað sam­dráttar um átta millj­ónir króna.

Þetta kemur fram í umsögn Blaða­manna­fé­lags­ins um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Þar er bent á sama tíma og styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla verði skertir milli ára er aukn­ing á fram­lagi til Rík­is­út­varps­ins upp á 430 millj­ónir sem er hærri upp­hæð en allir styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi sam­an­lagt. „Lækkun styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla milli ára er jafn­framt í hel­beru ósam­ræmi við stöðu einka­rek­inna miðla, sem eru í meiri krísu en nokkurn tím­ann hefur þekkst. “

Hækkun til RÚV 40 millj­ónum meiri en allir styrkir til hinna

Miðað við fjár­lög 2021 er aukn­ingin í fjár­laga­frum­varpi 2022 vegna skuld­bind­andi samn­inga vegna fjöl­miðla, sem eru fram­lög til Rík­is­út­varps­ins, 430 millj­ónir króna. Fram­lög til Rík­is­út­varps­ins eiga því að fara úr 4.655 þús­und krónum á fjár­lögum 2021 í 5.085 þús­und krónur sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2022. 

Auglýsing
Í umsögn Blaða­manna­fé­lags­ins segir að þó þessi aukn­ing sé fjár­mögnuð með 2,5 pró­sent hækkun útvarps­gjalds skjóti það skökku við að á sama tíma og ríkið telji að nauð­syn­legt sé að hækka fram­lög til Rík­is­út­varps­ins um 430 millj­ónir króna sé gerð aðhalds­krafa upp á tvö pró­sent til styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla. „Til þess að setja þessa hækkun fram­laga til Rík­is­út­varps­ins í sam­hengi má benda á að hún er um 40 millj­ónum krónum meiri en sam­an­lagðir styrkir til allra einka­rek­inna fjöl­miðla lands­ins á árinu 2022.“

Í umsögn­inni segir að starfs­fólki í fjöl­miðlum hafi fækkað um 45 pró­sent á árunum 2018 til 2020, eða um 731 alls. „Reynslan af þeim tveimur árum sem einka­reknir fjöl­miðlar hafa fengið opin­bera styrki hefur sýnt að þeir skipta gríð­ar­lega miklu máli fyrir fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í vexti og sem eru að þróa sjálf­bæran rekstur og hafa jafn­vel leitt til fjölg­unar starfa á þeim miðl­um. [...] Til að mynda má benda á að á árinu 2020 fékk útgáfu­fé­lag Stund­ar­innar styrk upp á 17,8 millj­ónir króna en tekjur þess juk­ust um 38,8 millj­ónir króna, eða 21 pró­sent. Á sama ári fékk útgáfu­fé­lag Kjarn­ans styrk upp á 9,3 millj­ónir króna en tekjur þess juk­ust um 18,3 millj­ónir króna á því ári, eða 31 pró­sent. Í til­felli þess­ara miðla sést skýrt að hver króna í styrk leiðir af sér aðra krónu í nýjum tekj­um. Þær tekjur umbreyt­ast svo í ný störf.“

Í til­felli stærri fjöl­miðla­fyr­ir­tækja, sem treysta að uppi­stöðu á aug­lýs­inga­tekj­ur, þá hafi styrkirnir mildað það högg sem kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn veitti þeim ásamt breyttum for­sendum á aug­lýs­inga­mark­aði og gert þeim kleift að forð­ast fjölda­upp­sagn­ir.“

Vilja að rík­is­stjórnin grípi til enn frek­ari aðgerða

Í nið­ur­lagi umsagn­ar­inn­ar, sem Sig­ríður Dögg Auð­uns­dóttir fom­aður Blaða­manna­fé­lags Íslands skrifar und­ir, segir að félagið árétti að til þess að standa við áform sín um að ráð­ast í aðgerðir til að tryggja fjöl­breytni á fjöl­miðla­mark­aði og öfl­ugt almanna­út­varp þurfi rík­is­stjórn­in, og fjár­laga­nefnd, að taka til skoð­unar að grípa til enn frek­ari aðgerða en beinna styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla. „Bendir Blaða­manna­fé­lagið í því sam­hengi á áskorun félags­ins til stjórn­mála­flokka sem send var út fyrir síð­ustu kosn­ingar þar sem félagið leggur til stuðn­ings  einka­rek­inna fjöl­miðla.“

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­­­­­­­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­­­­­­ings­greiðsl­­­­­um úr rík­is­sjóði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent