Tvílembingar

Úlfar Þormóðsson fjallar um fjendur Ríkisútvarpsins, þá Óla Björn Kárason, Björn Bjarnason og Staksteina Morgunblaðsins.

Auglýsing

Þeir eru komnir í gang, fjendur Rík­is­út­varps­ins. Og það er ekki eins og að þeir umli; frá þeim ber­ast lang­dregin vein, ang­ist­ar­hljóð. En þau ná hvorki að vekja sam­hug né sam­úð, fjöld­inn finnur að hljóðin úr þeim, hljóm­ur­inn, er hol­ur.

Að venju eru tví­lembing­arnir Óli Björn Kára­son, nýorð­inn for­maður þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna og Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og ýmis­legt fram­hleypn­astir í ang­ist­ar­kórn­um. Stak­steinar Morg­un­blaðs­ins syngja óskil­getna auka­rödd þegar þurfa þyk­ir.

Stak­steinar dags­ins 15.12.´21 fjalla um fjár­hag Rúv og segja að við áskrift­ar­tekjur þess hafi „bæst um tveir millj­arðar árlega sem telj­ast til tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem eru fyrst og fremst aug­lýs­inga­tekj­ur. Þær tekjur eru teknar af sam­keppn­is­mark­aði, það er að segja frá öðrum sem bjóða aug­lýs­inga­birt­ing­ar, fyrst og fremst af fjöl­miðlum í einka­eig­u.”

Það er alkunn aðferð við gerð fals­frétta að mis­nota orð. Þetta er dæmi um það. Orða­lag­ið, að umræddar tekjur séu „tekn­ar” af „fjöl­miðlum í einka­eign”, er falskt, vill­andi. Sá sem veitir þjón­ustu ákveður hvar hann aug­lýsir það sem hann hefur að bjóða. Hann kýs þann vett­vang sem lík­leg­ast er að skili honum árangri. Hann velur Rík­is­út­varpið því það er ekki aðeins öfl­ug­asti aug­lýs­inga­mið­ill lands­ins heldur drífur það líka vönd­uð­ustu frétta­stof­una. Auk þessa er Rík­is­út­varpið ein helsta menn­ing­ar­stofnun lands­ins og minja­safn margs konar lista. Ótal margt annað mætti tína til sem sýnir að Rík­is­út­varpið gnæfir yfir aðra fjöl­miðla. Það „tek­ur” ekk­ert frá öðrum fjöl­miðl­um; það skapar og upp­sker.

Auglýsing
Óla Björns vitnar í dag, mið­viku­dag 15.12.´21, í stjórn­mála­á­lyktun flokks­ráðs­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í aðdrag­anda kosn­inga og birtir í Morg­un­blað­inu: „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur áherslu á að rekstur sjálf­stæðra fjöl­miðla sé tryggður og leggst gegn beinum rík­is­styrkjum til þeirra. Umfang RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði og sam­keppni við stór erlend tækni­fyr­ir­tæki, sem búa við mun hag­stæð­ara skattaum­hverfi, hafa haft veru­lega nei­kvæð áhrif á rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum má ekki hamla frjálsri sam­keppni og raska rekstr­ar­grund­velli ann­arra fjöl­miðla. Tak­marka á veru­lega umfang RÚV og bæta skattaum­hverfi fjöl­miðla.“

Í þess­ari holta­þoku sann­leik­ans skrifar svo Óli Björn af eigin viti, maður með fræga hrak­falla­sögu í fjöl­miðla­rekstri:

„Fjöl­breytni og fjár­hags­legt sjálf­stæði frjálsra fjöl­miðla næst ekki með því að stinga þeim í sam­band við súr­efn­is­vélar rík­is­sjóðs, heldur með því að koma í veg fyrir að fyr­ir­ferð Rík­is­út­varps­ins á mark­aði grafi undan þeim.”

Og hann brýnir raustina, tví­lemb­ing­ur­inn og vitnar í flokks­bróður sinn:

„Það er rétt sem Björn Bjarna­son segir í dag­bók­ar­færslu á vef sínum að ekki sé und­ar­legt að stjórn­endur miðla í sam­keppni við Rík­is­út­varpið „telji þennan fjár­austur „óskilj­an­legan“. Raunar ættu þeir sem verða að gera sér þjón­ustu RÚV að góðu að vera sömu skoð­unar vegna þess hve henni hnignar þrátt fyrir óstöðv­andi fjár­streymið og ein­kenn­ist sífellt meira af end­ur­teknu efni. Metn­að­ar­leysið magn­ast eftir því sem minna þarf að leggja á sig til að fá greitt fyrir það.“ 

Hann er stoltur af skrifum sín­um, bar­átt­u­gleði sinni og þekk­ingu, þing­flokks­for­mað­ur­inn og lýkur Morg­un­blaðs­grein sinni með þessum orð­um: „Ásamt nokkrum sam­herjum mínum hef ég lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um Rík­is­út­varp­ið, þar sem rík­is­fyr­ir­tækið er dregið út af sam­keppn­is­mark­aði aug­lýs­inga.”

Úr því að annar tví­lemb­ing­ur­inn dró hinn fram í kast­ljósið er rétt að benda á grein eftir hann með yfir­skrift­inni Mátt­laust, dýrt almanna­út­varp og birt­ist mánu­dag­inn 13. des­em­ber síð­ast­lið­inn á síðu sinni. Þegar hún er lesin er ómaks­ins vert að velta því fyrir sér með hvaða hætti höf­und­ur­inn gæti verið vensl­aður prent- sjón­varps- og útvarps­miðlum ef svo má taka til orða.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar