Störf án staðsetningar munu snúa íbúaþróun við

Ritstjóri Skessuhorns gerir upp árið 2021 á Vesturlandi. Hann telur að á árinu megi greina ýmis merki þess að fólk kjósi í auknum mæli að búa á landsbyggðinni. Mikil tækifæri liggi í því að boðið verði upp á störf án staðsetningar.

Auglýsing

Árið 2021 fellur sjálf­sagt seint í hóp skemmti­leg­ustu eða líf­leg­ustu ára í mann­kyns­sög­unni. Það held ég eigi við hvort sem átt er við Vest­ur­land, þar sem ég starfa, landið allt eða heims­byggð­ina alla. Kóvid var ein­hvern veg­inn alltum­lykj­andi, beint eða óbeint. Ferða­tak­mark­anir og þar af leið­andi kreppa í ferða­þjón­ustu, vöru­skort­ur, vand­ræða­gangur í flutn­ing­um, menn­ing var hvorki fugl né fiskur og félags­starf lam­að. En samt er það svo að vand­ræðum á sumum sviðum fylgja tæki­færi á öðr­um. Ég kýs að líta til tæki­fær­anna.

Engum blöðum er um það fletta að hæfni fólks í tækni hefur auk­ist. Nú hafa allir lært á hin ýmsu sam­skipta­for­rit og sam­fé­lags­miðla, en ókrýndir sér­fræð­ingar á því sviði eru vissu­lega nem­endur fram­halds­skól­anna sem sumir hafa nú eytt meiri­hluta náms til stúd­ents­prófs heima í stofu, framan við skjá­inn í kósígall­an­um. Þá sjaldan þegar þeir hitta jafn­aldra sína kafroðna þeir og verða vand­ræða­leg­ir. Ekki fengið að hitt­ast á böllum eða í félags­starfi yfir­leitt. Með hækk­andi sól og minnk­andi kóvid þurfum við full­orðna fólkið að hvetja unga fólkið til auk­ins félags­starfs og sam­skipta án þess að tölvur eða símar séu þar milli­lið­ir. Að öðrum kosti eykst enn frekar hættan á að þau dagi uppi í for­eldra­hús­um!

Segja má að kóvid hafi gefið allri umræðu um fjórðu iðn­bylt­ing­una vængi. Það mun ger­ast hraðar en við jafn­vel æskjum að nútíma­væða hina og þessa starf­semi, fækka störfum og auka arð­semi eig­enda fyr­ir­tækj­anna. Það er því styttra í borg­ara­laun en við höld­um.

Auglýsing

Hér á Vest­ur­landi hafa margar atvinnu­greinar blómstrað á árinu. Jafn­vel meira en mörg und­an­farin ár. Nú er álverð í hæstu hæðum og þess nýtur stærsti vinnu­staður lands­hlut­ans; Norð­urál á Grund­ar­tanga. Þar und­ir­búa menn nú stækkun verk­smiðj­unnar og byggja nýjan steypu­skála þar sem ál verður full­unnið fyrir kröfu­harða við­skipta­vini úti í heimi. Sam­hliða stækkun mun störfum fjölga. Stór­iðjan kallar á aukna raf­orku en þá kemur dálítið babb í bát­inn. Í ljós kemur að við Íslend­ingar höfum virkjað of lítið í langan tíma og flutn­ings­kerfið er þar að auki komið að fótum fram. Sú stað­reynd að knýja verði loðnu­bræðslu í vetur með olíu er skýrt dæmi um að við höfum sofnað á verð­inum í upp­bygg­ingu einna mik­il­væg­ustu inn­viða okk­ar. Miklu betur hefur gengið að koma fjar­skiptum í lag, þótt glompur sé þar enn að finna í síma­sam­bandi. Lagn­ing ljós­leið­ara hefur gert það að verkum að nú er miklu raunhæf­ara en áður að tala um störf án stað­setn­ing­ar. Fólk leitar úr þéttri höf­uð­borg út á land af því það er hægt og af því það er skyn­sam­legt. Ekki síst vegna þess að sífellt fleiri meta kosti lands­byggð­ar­inn­ar, víð­átt­una, hreina loft­ið, tæra vatnið og nátt­úru­feg­urð­ina. Allt mót­sagnir við hug­takið þétt­ari byggð. Nú má ekki einu sinni Bústaða­veg­ur­inn vera í friði! Þetta leiðir til þess að lands­byggðin á mikið inni og þess sjást nú þegar merki að fólks­flótt­inn frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu er haf­inn. Sel­foss er hástökkvari í fólks­fjölg­un, en einnig aðrar nágranna­byggðir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, eins og Reykja­nes, Hvera­gerði, Ölfus og Akra­nes. Á þessu ári var kynnt nýtt skipu­lagt svæði fyrir heils­árs búsetu í hinu fagra Húsa­felli. Skemmst er frá því að segja að lóð­irnar og óbyggð hús á þeim seld­ust upp á nokkrum dög­um. Þar hófst því í vor verk­efni sem full­búið mun kosta um fimm millarða króna. Þetta verk­efni er skýrt dæmi um vilja fólks til að flytja út á land til búsetu og starfa og segja skilið við bið­ina í enda­lausum bíla­röð­um.

Þrátt fyrir heims­far­aldur þarf fólk áfram að nær­ast. Þar sem við erum mat­væla­þjóð hefur það komið sér vel að hér veiðist úrvals­fiskur sem aldrei fyrr. Við höfum fylgst með því hvernig fisk­verð hefur hækkað á árinu og útgerð­ir, stórar sem smá­ar, bera sig vel. Meira að segja fannst mér strand­veiði­sjó­menn brosa breiðar í sumar og síð­sum­ars fengu þeir meira að segja smá­vegis aukn­ingu á kvóta. Nú er fram undan stærsta loðnu­ver­tíð í tvo ára­tugi. Ekki þarf að ræða hversu mikla þýð­ingu það hefur fyrir fjöl­marga útgerð­ar­staði hring­inn um land­ið. Meira að segja má búast við upp­gripum á Akra­nesi við fryst­ingu síðar í vetur þegar belg­full loðnan gengur vestur fyrir land til hrygn­ing­ar. Á þessum forna útgerð­ar­stað er útvegur að öðru leyti nán­ast lið­inn undir lok, því mið­ur. Sjálfur flutti ég á Akra­nes fyrir tveimur ára­tugum og náði að upp­lifa skottið á þess­ari blóm­legu útgerð sem ein­kenndi Skagann. Maður fann og heyrði dynk­ina þegar tog­ar­arnir mjök­uð­ust inn fyrir hafn­ar­kjaft­inn til lönd­un­ar. Höfnin iðaði af lífi og í fisk­vinnsl­unni voru á annað hund­rað ein­stak­lingar að störf­um. En svo var kvót­inn seldur úr pláss­inu og hnignun hófst strax upp úr því. Fram­selj­an­leiki veiði­heim­ilda frá útgerð­ar­stöð­um, saga sem víða um land hefur markað djúp spor, gerð­ist hér einnig.

Land­bún­aður er nú að taka stór­stíg­ari breyt­ingum en góðu hófi gegn­ir. Sam­þjöppun er mikil í mjólk­ur­fram­leiðslu og fram­leiðslu­réttur flyst í aðrar sýsl­ur. Gjarnan þær sýslur þar sem þol­in­mótt fjár­magn er til staðar svo hægt sé að styðja bændur við kvóta­kaup. Hér á Vest­ur­landi eigum við því miður ekki fjár­sterkt kaup­fé­lag og því leitar kvót­inn annað og sveit­irnar verða tóm­legri. Sauð­fjár­rækt heldur sömu­leiðis áfram að drag­ast sam­an, hér eins og ann­ars staðar á land­inu. Kaup­lið­inn vantar því miður í atvinnu­grein­ina og því ekki við öðru að búast en dragi úr ætt­liða­skipt­um. Lík­lega mun afkoman í grein­inni ekki batna að nýju fyrr en fram­leiðslan verður búin að drag­ast enn meira saman og mun ná ákveðnu jafn­vægi við eft­ir­spurn­ina hér inn­an­lands. Öll þessi breyt­ing hefur að sjálf­sögðu gríð­ar­leg áhrif á þau héruð sem byggt hafa líf sitt og afkomu af land­bún­aði í áranna rás. Breyt­ing­arnar taka því á meðan þær standa yfir – allt þar til nýjar byggj­ast upp. Annað tekur við.

En þrátt fyrir breyt­ing­arnar er ég sann­færður um að fjórða iðn­bylt­ingin gefur stærstu tæki­færin á lands­byggð­inni. Störf án stað­setn­ingar eru lyk­ill­inn að þeim breyt­ingum sem nú þegar eru byrj­að­ar. Fólks­flótt­inn til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mun snú­ast við. Kannski erum við einmitt komin á þann punkt í Íslands­sög­unni, hver veit?

Ég óska les­endum og lands­mönnum öllum gleði­legrar hátíð­ar, ást og frið­ar.

Höf­undur er rit­stjóri Skessu­horns, hér­aðs­frétta­blaðs Vest­ur­lands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiÁlit