Störf án staðsetningar munu snúa íbúaþróun við

Ritstjóri Skessuhorns gerir upp árið 2021 á Vesturlandi. Hann telur að á árinu megi greina ýmis merki þess að fólk kjósi í auknum mæli að búa á landsbyggðinni. Mikil tækifæri liggi í því að boðið verði upp á störf án staðsetningar.

Auglýsing

Árið 2021 fellur sjálf­sagt seint í hóp skemmti­leg­ustu eða líf­leg­ustu ára í mann­kyns­sög­unni. Það held ég eigi við hvort sem átt er við Vest­ur­land, þar sem ég starfa, landið allt eða heims­byggð­ina alla. Kóvid var ein­hvern veg­inn alltum­lykj­andi, beint eða óbeint. Ferða­tak­mark­anir og þar af leið­andi kreppa í ferða­þjón­ustu, vöru­skort­ur, vand­ræða­gangur í flutn­ing­um, menn­ing var hvorki fugl né fiskur og félags­starf lam­að. En samt er það svo að vand­ræðum á sumum sviðum fylgja tæki­færi á öðr­um. Ég kýs að líta til tæki­fær­anna.

Engum blöðum er um það fletta að hæfni fólks í tækni hefur auk­ist. Nú hafa allir lært á hin ýmsu sam­skipta­for­rit og sam­fé­lags­miðla, en ókrýndir sér­fræð­ingar á því sviði eru vissu­lega nem­endur fram­halds­skól­anna sem sumir hafa nú eytt meiri­hluta náms til stúd­ents­prófs heima í stofu, framan við skjá­inn í kósígall­an­um. Þá sjaldan þegar þeir hitta jafn­aldra sína kafroðna þeir og verða vand­ræða­leg­ir. Ekki fengið að hitt­ast á böllum eða í félags­starfi yfir­leitt. Með hækk­andi sól og minnk­andi kóvid þurfum við full­orðna fólkið að hvetja unga fólkið til auk­ins félags­starfs og sam­skipta án þess að tölvur eða símar séu þar milli­lið­ir. Að öðrum kosti eykst enn frekar hættan á að þau dagi uppi í for­eldra­hús­um!

Segja má að kóvid hafi gefið allri umræðu um fjórðu iðn­bylt­ing­una vængi. Það mun ger­ast hraðar en við jafn­vel æskjum að nútíma­væða hina og þessa starf­semi, fækka störfum og auka arð­semi eig­enda fyr­ir­tækj­anna. Það er því styttra í borg­ara­laun en við höld­um.

Auglýsing

Hér á Vest­ur­landi hafa margar atvinnu­greinar blómstrað á árinu. Jafn­vel meira en mörg und­an­farin ár. Nú er álverð í hæstu hæðum og þess nýtur stærsti vinnu­staður lands­hlut­ans; Norð­urál á Grund­ar­tanga. Þar und­ir­búa menn nú stækkun verk­smiðj­unnar og byggja nýjan steypu­skála þar sem ál verður full­unnið fyrir kröfu­harða við­skipta­vini úti í heimi. Sam­hliða stækkun mun störfum fjölga. Stór­iðjan kallar á aukna raf­orku en þá kemur dálítið babb í bát­inn. Í ljós kemur að við Íslend­ingar höfum virkjað of lítið í langan tíma og flutn­ings­kerfið er þar að auki komið að fótum fram. Sú stað­reynd að knýja verði loðnu­bræðslu í vetur með olíu er skýrt dæmi um að við höfum sofnað á verð­inum í upp­bygg­ingu einna mik­il­væg­ustu inn­viða okk­ar. Miklu betur hefur gengið að koma fjar­skiptum í lag, þótt glompur sé þar enn að finna í síma­sam­bandi. Lagn­ing ljós­leið­ara hefur gert það að verkum að nú er miklu raunhæf­ara en áður að tala um störf án stað­setn­ing­ar. Fólk leitar úr þéttri höf­uð­borg út á land af því það er hægt og af því það er skyn­sam­legt. Ekki síst vegna þess að sífellt fleiri meta kosti lands­byggð­ar­inn­ar, víð­átt­una, hreina loft­ið, tæra vatnið og nátt­úru­feg­urð­ina. Allt mót­sagnir við hug­takið þétt­ari byggð. Nú má ekki einu sinni Bústaða­veg­ur­inn vera í friði! Þetta leiðir til þess að lands­byggðin á mikið inni og þess sjást nú þegar merki að fólks­flótt­inn frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu er haf­inn. Sel­foss er hástökkvari í fólks­fjölg­un, en einnig aðrar nágranna­byggðir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, eins og Reykja­nes, Hvera­gerði, Ölfus og Akra­nes. Á þessu ári var kynnt nýtt skipu­lagt svæði fyrir heils­árs búsetu í hinu fagra Húsa­felli. Skemmst er frá því að segja að lóð­irnar og óbyggð hús á þeim seld­ust upp á nokkrum dög­um. Þar hófst því í vor verk­efni sem full­búið mun kosta um fimm millarða króna. Þetta verk­efni er skýrt dæmi um vilja fólks til að flytja út á land til búsetu og starfa og segja skilið við bið­ina í enda­lausum bíla­röð­um.

Þrátt fyrir heims­far­aldur þarf fólk áfram að nær­ast. Þar sem við erum mat­væla­þjóð hefur það komið sér vel að hér veiðist úrvals­fiskur sem aldrei fyrr. Við höfum fylgst með því hvernig fisk­verð hefur hækkað á árinu og útgerð­ir, stórar sem smá­ar, bera sig vel. Meira að segja fannst mér strand­veiði­sjó­menn brosa breiðar í sumar og síð­sum­ars fengu þeir meira að segja smá­vegis aukn­ingu á kvóta. Nú er fram undan stærsta loðnu­ver­tíð í tvo ára­tugi. Ekki þarf að ræða hversu mikla þýð­ingu það hefur fyrir fjöl­marga útgerð­ar­staði hring­inn um land­ið. Meira að segja má búast við upp­gripum á Akra­nesi við fryst­ingu síðar í vetur þegar belg­full loðnan gengur vestur fyrir land til hrygn­ing­ar. Á þessum forna útgerð­ar­stað er útvegur að öðru leyti nán­ast lið­inn undir lok, því mið­ur. Sjálfur flutti ég á Akra­nes fyrir tveimur ára­tugum og náði að upp­lifa skottið á þess­ari blóm­legu útgerð sem ein­kenndi Skagann. Maður fann og heyrði dynk­ina þegar tog­ar­arnir mjök­uð­ust inn fyrir hafn­ar­kjaft­inn til lönd­un­ar. Höfnin iðaði af lífi og í fisk­vinnsl­unni voru á annað hund­rað ein­stak­lingar að störf­um. En svo var kvót­inn seldur úr pláss­inu og hnignun hófst strax upp úr því. Fram­selj­an­leiki veiði­heim­ilda frá útgerð­ar­stöð­um, saga sem víða um land hefur markað djúp spor, gerð­ist hér einnig.

Land­bún­aður er nú að taka stór­stíg­ari breyt­ingum en góðu hófi gegn­ir. Sam­þjöppun er mikil í mjólk­ur­fram­leiðslu og fram­leiðslu­réttur flyst í aðrar sýsl­ur. Gjarnan þær sýslur þar sem þol­in­mótt fjár­magn er til staðar svo hægt sé að styðja bændur við kvóta­kaup. Hér á Vest­ur­landi eigum við því miður ekki fjár­sterkt kaup­fé­lag og því leitar kvót­inn annað og sveit­irnar verða tóm­legri. Sauð­fjár­rækt heldur sömu­leiðis áfram að drag­ast sam­an, hér eins og ann­ars staðar á land­inu. Kaup­lið­inn vantar því miður í atvinnu­grein­ina og því ekki við öðru að búast en dragi úr ætt­liða­skipt­um. Lík­lega mun afkoman í grein­inni ekki batna að nýju fyrr en fram­leiðslan verður búin að drag­ast enn meira saman og mun ná ákveðnu jafn­vægi við eft­ir­spurn­ina hér inn­an­lands. Öll þessi breyt­ing hefur að sjálf­sögðu gríð­ar­leg áhrif á þau héruð sem byggt hafa líf sitt og afkomu af land­bún­aði í áranna rás. Breyt­ing­arnar taka því á meðan þær standa yfir – allt þar til nýjar byggj­ast upp. Annað tekur við.

En þrátt fyrir breyt­ing­arnar er ég sann­færður um að fjórða iðn­bylt­ingin gefur stærstu tæki­færin á lands­byggð­inni. Störf án stað­setn­ingar eru lyk­ill­inn að þeim breyt­ingum sem nú þegar eru byrj­að­ar. Fólks­flótt­inn til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mun snú­ast við. Kannski erum við einmitt komin á þann punkt í Íslands­sög­unni, hver veit?

Ég óska les­endum og lands­mönnum öllum gleði­legrar hátíð­ar, ást og frið­ar.

Höf­undur er rit­stjóri Skessu­horns, hér­aðs­frétta­blaðs Vest­ur­lands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit