Opið bréf til landbúnaðarráðherra um feril blóðmeramálsins

Árni Stefán Árnason spyr hvað Svandís Svavarsdóttir ætli að fá upp á yfirborðið, sem sé ekki þegar komið fram í blóðmeramálinu og mörgum öðrum, sem lýtur að starfsháttum MAST.

Auglýsing

Ágæta Svandís!

Vel­komin í stól land­bún­að­ar­ráð­herra. Við erum mál­kunnug eftir fund í Umhverf­is­ráðu­neyt­inu, þá er þú varst umhverf­is­ráð­herra, vegna mál­efna hrossa og þetta opna bréf fjallar um.

Þú hefur nú gert fyrstu ráð­staf­anir vegna blóð­mera­máls­ins. Ætlun þín er að skipa starfs­hóp um málið og þú ætlar að óska eftir til­nefn­ingu frá Mat­væla­stofnun og Sið­fræði­stofnun HÍ í það verk­efni. Þetta eru jákvæð fyrstu við­brögð þó ég skilji alls ekki af hverju þú tekur hrein­lega ekki á þessu máli sjálf. Þá er mér hulin ráð­gáta í hvaða til­gangi þú gerir þetta. Ég spyr mig hvað þú ætlar að fá upp á yfir­borð­ið, sem er ekki þegar komið fram í þessu máli og mörgum öðrum, sem lúta að starfs­háttum MAST. Ég verð því að láta hug­ann reika um það af því ég er ástríðu­fullur áhuga­maður um bætta dýra­vernd á Íslandi.

Vill ráð­herr­ann skoða með hvaða hætti þetta gat yfir höfuð borið að? Ég get svarað því. Þetta bar að með þeim hætti að for­veri þinn og æðsti emb­ætt­is­maður mála­flokks­ins voru ekki að fylgj­ast með mála­flokki, sem hefur verið afhjúp­aður oft og fyrst í jan­úar 2019 og síðan í fjöl­mörg  skipti með áber­andi hætti í ýmsum fjöl­miðlum með greina­skrifum og rök­stuðn­ingi í frum­varpi um blóð­töku­bann á s.l. vetri. 

Auglýsing
Fyrrverandi og núver­andi for­stjórar MAST ásamt yfir­dýra­lækni og settum yfir­dýra­lækni eru undir sömu sök seld­ir. Um málið hefur frá því fyrir og eftir kosn­ingar verið fjallað af mér 5 sinnum í Kjarn­an­um. Þá vakti Inga Sæland þing­maður ræki­lega athygli á þessu með því að leggja fram frum­varp um bann við blóð­mera­haldi s.l. vetur og var nið­ur­lægð í kjöl­farið í umsögn­um, hún færi með fleip­ur.

Ætlar þú nú að hlusta á ein­stak­linga, sem MAST til­nefnir og ég er hand­viss um að for­stjóri MAST og yfir­dýra­læknir munu velja til að vernda ásýnd MAST? Nógu vel þekki ég til starfs­hátta stofn­un­ar­innar á liðnum árum til að geta full­yrt það. 

Starfs­hópar geta verið til þess fallnir að gefa kol­ranga mynd af raun­veru­leik­anum nema tryggt sé að fengnir séu til starfans aðil­ar, sem hafa engra hags­muna að gæta og búi yfir þekk­ingu til að fást við verk­efn­ið. Til­nefn­ing frá Sið­fræði­stofnun HÍ er afbragðs hug­mynd enda málið veru­legt sið­ferði­legt álita­mál en ég spyr mig um leið hvaða þekk­ingu hafa heim­spek­ingar þar á fræða­svið­inu animal ethics/­dýrasið­fræð­i,  sem fjallar um umgengni manns­ins við dýr og nýt­ingu hans á þeim. Sú spurn­ing teygir sig reyndar til alls búfjár­halds til mann­eldis og fisk­veiða. Ég kann­ast ekki við að neinn þar hafi slíka þekk­ingu og í raun veit ég bara um tvo ein­stak­linga á háskóla­stigi, sem eitt­hvað hafa sett sig inn í það svið í tengslum við rann­sóknir sínar á háskóla­stigi. Hins vegar er fjöldi slíkra hágæða­fræð­inga við flesta Evr­ópska háskóla enda fræða­sviðið kenndur þar og eru íslenskir háskólar eina und­an­tekn­ingin í álf­unni þó við kennum okkur við að vera fyr­ir­mynd­ar­land búfjár­halds.

Höf­undur er dýra­rétt­ar­lög­fræð­ing­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar