Ísland – rafmagnslaust eða hugsunarlaust?

Tryggvi Felixson bendir á að engin þjóð í heiminum framleiði jafn mikið rafmagn á íbúa og Íslendingar. Langbesti virkjunarkosturinn sem standi til boða sé að bæta nýtni orkunnar og styrkja flutningsnetið.

Auglýsing

Þeir sem ein­ungis hafa lesið fyr­ir­sagnir í fjöl­miðlum og stutt skila­boð á sam­fé­laga­miðlum gætu haldið að Ísland væri u.þ.b að verða raf­magns­laust. Sem betur fer er ástandið annað og betra. Engin þjóð í heim­inum fram­leiðir jafn mikið raf­magn á íbúa og Íslend­ing­ar. Það er raunar svo mikið að við getum ráð­stafað 80% orkunnar til fáeinna orku­frekra fyr­ir­tækja. Þessi fyr­ir­tæki hafa einmitt komið sér fyrir á Íslandi vegna þess að orku­verðið er mjög hag­stætt miðað við það sem þeim býðst ann­ars­stað­ar. Því er engin ástæða til að hafa áhyggjur af að ekki sé eða verði til nægj­an­legt raf­magn til að lýsa upp heim­ili lands­manna eða að lífs­kjörum verði ógnað með raf­magns­leysi.

Er þá ekk­ert að? Jú! Það er til­fallandi vanda­mál fyrir loðnu­bræðslur og álver, sem hafa með­vitað samið um að nýta svo­kall­aða skerð­an­lega orku (mætti kannski kalla „um­fram afl“) á góðum kjörum, að sum­arið 2021 rigndi lítið á hálend­inu suð­vestan Vatna­jök­uls. Slíkt ger­ist reglu­lega og er því ekki stór­frétt. Það dró svo enn frekar úr afl­getu kerf­is­ins að bilun varð í einni vatns­afls­virkjun og reglu­legt við­hald er í gangi í einni jarð­varma­virkj­un. Við þetta tíma­bundna ástand þarf að sýna fyr­ir­hyggju beita ákvæðum um að stöðva sölu á skerð­an­legri orku – sem orku­fyr­ir­tækin gera þegar verður að tryggja föstum kaup­endum þá raf­orku sem þeir hafa samið um. 

Þarf meira raf­magn fyrir orku­skipt­in?

Orku­skiptin taka tíma og ger­ast í áföng­um. Við erum í fyrsta áfanga, orku­skipti í mann­flutn­ingum á landi. Þau ganga nokkuð vel, en þeim þarf að hraða til að ná 55% mark­mið­inu um sam­drátt 2030 og jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland 2040, sem ný rík­is­stjórn hefur sett á dag­skrá. Raf­orkunn­ar, sem þarf til fyrsta áfanga í orku­skipt­un­um, má afla með því að bæta nýtni orkunnar og styrkja flutn­ings­netið (skv. upp­lýs­ingum frá Orku­veitu Reykja­vík­ur). Þetta tvennt er lang­besti virkj­un­ar­kost­ur­inn sem stendur til boða!

Auglýsing
En hvað með orku­skipti á sjó og í inn­an­lands­flugi? Nokkrum hugs­an­legum tækni­legum lausnum hefur verið lýst með almennum hætti; hver þeirra verður fyrir val­inu ræður miklu um hversu mikla raf­orku þarf fyrir þann þátt orku­skipt­anna. Segja má að fyrstu skref orku­skipta á sjó séu hafin með Herj­ólfi sem siglir á milli lands og Eyja knú­inn raf­magni. Nú bendir ýmis­legt til þess að fyrir lengri skipa­ferðir verði raf­elds­neyti nauð­syn­legt, en það kann að breyt­ast með örum tækni­fram­för­um. Ef raf­mót­orar verða megin úrræðið fyrir orku­skipti í skipum eða inn­an­lands­flugi verður orku­þörfin mun minni en ef fram­leiða þarf raf­elds­neyti, til að mynda vetni, ammón­íak eða met­anól. 

Í nýlegri skýrslu sem birt­ist á heima­síðu Sam­orku segir að til að fram­leiða það raf­elds­neyti sem þarf til að klára orku­skipti í haf­tengdri starf­semi er áætlað að árlega þurfi um 3.5 TWh af raf­orku, eða tæp­lega 20% þeirrar raf­orku sem fram­leidd er í dag. En ef tekst að nýta raf­magnið með beinum hætti verður orku­þörfin umtals­vert minni. Afskrift­ar­tími skipa er allt að 40 ára og margar nýjar og hag­kvæmar lausnir eiga eflaust eftir að koma fram á þeim tíma. Hugs­an­lega verðu ein­hver stór­iðja á Íslendi afskrifuð á þessum tíma þannig bundin raf­orka losnar til ann­ara brýnna þarfa. 

Ódýra orkan er hreint ekki svo ódýr

En hvað með alla hina sem vilja kaupa meiri orku til að skapa atvinnu og verð­mæti fyrir þjóð­ar­bú­ið? Lands­virkjun seg­ist ekki geta svarað eft­ir­spurn – að áhuga­samir kaup­endur séu handan við horn­ið. Þá er gott að hafa í huga að lík­lega er eft­ir­spurn eftir „ódýrri orku“ óend­an­leg og því ómögu­legt að mæta henni. Ef raf­magns­verð end­ur­spegl­aði þann óbeina kostnað sem felst í eyði­legg­ingu íslenskrar nátt­úru er afar lík­legt að eft­ir­spurn eftir orku væri minni í dag en raun er.

Meng­un­ar­bóta­reglan var inn­leidd í íslensk lög 2012. Skv. henni skal sá er mengar bera kostn­að­inn af því umhverfistjóni er af athæf­inu hlýst. Því miður hefur regl­unni ekki verið beitt við verð­lagn­ingu á raf­magni hér­lend­is, þrátt fyrir ráð­legg­ingar OECD þar um.

For­gangs­röðun í þágu mann­lífs og nátt­úru

Það er engin ástæða til að ótt­ast að vel­sæld á Íslandi fram­tíðar verði ógnað þó vöxtur í orku­fram­leiðslu verði tak­mark­aður næstu ára­tugi. Við sem þjóð höfum val. Ann­ars vegar um leið mik­illar orku­vinnslu sem mun spilla nátt­úru lands­ins enn frek­ar. Hins vegar leið betri nýtni og for­gangs­röð­unar þar sem gætt er að vernd nátt­úru, víð­erna og lands­lags og hlúð er að atvinnu­líf­inu almennt. Er ekki tími þekk­ing­ar­sam­fé­lags­ins runn­inn upp á Ísland­i?

Almenn sam­staða ríkir um það mark­mið að nýta orku­lindir Íslands til nauð­syn­legra umskipta í orku­bú­skapnum og mæta brýnum þörfum fram­tíð­ar­inn­ar. En nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd verða að hald­ast í hend­ur. Þar ætti því að vera for­gangs­verk­efni að bæta nýt­ingu á fyr­ir­liggj­andi mann­virkj­um, lag­færa flutn­ings­kerfið og for­gangs­raða í hvað orkan fer, til að skapa svig­rúm til að leysa af hólmi jarð­efna­elds­neyti í sam­göngum á landi. Við­fangs­efnið er leys­an­legt án þess að verð­mætri nátt­úru og lands­lagi verði fórnað undir stór­kalla­leg orku­mann­virki. Ef þörf er fyrir frek­ari orku­öflun en nú er, þarf að meta vand­lega hvar og með hvaða hætti það verður best gert. Ramma­á­ætlun og vandað mat á umhverf­is­á­hrifum sem mark er tekið á, mun leiða að far­sælli nið­ur­stöðu. Óða­got í virkj­un­ar­á­formum vegna meints orku­skorts leiðir okkur í ógöngur og til sund­ur­lynd­is.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar