Ísland – rafmagnslaust eða hugsunarlaust?

Tryggvi Felixson bendir á að engin þjóð í heiminum framleiði jafn mikið rafmagn á íbúa og Íslendingar. Langbesti virkjunarkosturinn sem standi til boða sé að bæta nýtni orkunnar og styrkja flutningsnetið.

Auglýsing

Þeir sem ein­ungis hafa lesið fyr­ir­sagnir í fjöl­miðlum og stutt skila­boð á sam­fé­laga­miðlum gætu haldið að Ísland væri u.þ.b að verða raf­magns­laust. Sem betur fer er ástandið annað og betra. Engin þjóð í heim­inum fram­leiðir jafn mikið raf­magn á íbúa og Íslend­ing­ar. Það er raunar svo mikið að við getum ráð­stafað 80% orkunnar til fáeinna orku­frekra fyr­ir­tækja. Þessi fyr­ir­tæki hafa einmitt komið sér fyrir á Íslandi vegna þess að orku­verðið er mjög hag­stætt miðað við það sem þeim býðst ann­ars­stað­ar. Því er engin ástæða til að hafa áhyggjur af að ekki sé eða verði til nægj­an­legt raf­magn til að lýsa upp heim­ili lands­manna eða að lífs­kjörum verði ógnað með raf­magns­leysi.

Er þá ekk­ert að? Jú! Það er til­fallandi vanda­mál fyrir loðnu­bræðslur og álver, sem hafa með­vitað samið um að nýta svo­kall­aða skerð­an­lega orku (mætti kannski kalla „um­fram afl“) á góðum kjörum, að sum­arið 2021 rigndi lítið á hálend­inu suð­vestan Vatna­jök­uls. Slíkt ger­ist reglu­lega og er því ekki stór­frétt. Það dró svo enn frekar úr afl­getu kerf­is­ins að bilun varð í einni vatns­afls­virkjun og reglu­legt við­hald er í gangi í einni jarð­varma­virkj­un. Við þetta tíma­bundna ástand þarf að sýna fyr­ir­hyggju beita ákvæðum um að stöðva sölu á skerð­an­legri orku – sem orku­fyr­ir­tækin gera þegar verður að tryggja föstum kaup­endum þá raf­orku sem þeir hafa samið um. 

Þarf meira raf­magn fyrir orku­skipt­in?

Orku­skiptin taka tíma og ger­ast í áföng­um. Við erum í fyrsta áfanga, orku­skipti í mann­flutn­ingum á landi. Þau ganga nokkuð vel, en þeim þarf að hraða til að ná 55% mark­mið­inu um sam­drátt 2030 og jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland 2040, sem ný rík­is­stjórn hefur sett á dag­skrá. Raf­orkunn­ar, sem þarf til fyrsta áfanga í orku­skipt­un­um, má afla með því að bæta nýtni orkunnar og styrkja flutn­ings­netið (skv. upp­lýs­ingum frá Orku­veitu Reykja­vík­ur). Þetta tvennt er lang­besti virkj­un­ar­kost­ur­inn sem stendur til boða!

Auglýsing
En hvað með orku­skipti á sjó og í inn­an­lands­flugi? Nokkrum hugs­an­legum tækni­legum lausnum hefur verið lýst með almennum hætti; hver þeirra verður fyrir val­inu ræður miklu um hversu mikla raf­orku þarf fyrir þann þátt orku­skipt­anna. Segja má að fyrstu skref orku­skipta á sjó séu hafin með Herj­ólfi sem siglir á milli lands og Eyja knú­inn raf­magni. Nú bendir ýmis­legt til þess að fyrir lengri skipa­ferðir verði raf­elds­neyti nauð­syn­legt, en það kann að breyt­ast með örum tækni­fram­för­um. Ef raf­mót­orar verða megin úrræðið fyrir orku­skipti í skipum eða inn­an­lands­flugi verður orku­þörfin mun minni en ef fram­leiða þarf raf­elds­neyti, til að mynda vetni, ammón­íak eða met­anól. 

Í nýlegri skýrslu sem birt­ist á heima­síðu Sam­orku segir að til að fram­leiða það raf­elds­neyti sem þarf til að klára orku­skipti í haf­tengdri starf­semi er áætlað að árlega þurfi um 3.5 TWh af raf­orku, eða tæp­lega 20% þeirrar raf­orku sem fram­leidd er í dag. En ef tekst að nýta raf­magnið með beinum hætti verður orku­þörfin umtals­vert minni. Afskrift­ar­tími skipa er allt að 40 ára og margar nýjar og hag­kvæmar lausnir eiga eflaust eftir að koma fram á þeim tíma. Hugs­an­lega verðu ein­hver stór­iðja á Íslendi afskrifuð á þessum tíma þannig bundin raf­orka losnar til ann­ara brýnna þarfa. 

Ódýra orkan er hreint ekki svo ódýr

En hvað með alla hina sem vilja kaupa meiri orku til að skapa atvinnu og verð­mæti fyrir þjóð­ar­bú­ið? Lands­virkjun seg­ist ekki geta svarað eft­ir­spurn – að áhuga­samir kaup­endur séu handan við horn­ið. Þá er gott að hafa í huga að lík­lega er eft­ir­spurn eftir „ódýrri orku“ óend­an­leg og því ómögu­legt að mæta henni. Ef raf­magns­verð end­ur­spegl­aði þann óbeina kostnað sem felst í eyði­legg­ingu íslenskrar nátt­úru er afar lík­legt að eft­ir­spurn eftir orku væri minni í dag en raun er.

Meng­un­ar­bóta­reglan var inn­leidd í íslensk lög 2012. Skv. henni skal sá er mengar bera kostn­að­inn af því umhverfistjóni er af athæf­inu hlýst. Því miður hefur regl­unni ekki verið beitt við verð­lagn­ingu á raf­magni hér­lend­is, þrátt fyrir ráð­legg­ingar OECD þar um.

For­gangs­röðun í þágu mann­lífs og nátt­úru

Það er engin ástæða til að ótt­ast að vel­sæld á Íslandi fram­tíðar verði ógnað þó vöxtur í orku­fram­leiðslu verði tak­mark­aður næstu ára­tugi. Við sem þjóð höfum val. Ann­ars vegar um leið mik­illar orku­vinnslu sem mun spilla nátt­úru lands­ins enn frek­ar. Hins vegar leið betri nýtni og for­gangs­röð­unar þar sem gætt er að vernd nátt­úru, víð­erna og lands­lags og hlúð er að atvinnu­líf­inu almennt. Er ekki tími þekk­ing­ar­sam­fé­lags­ins runn­inn upp á Ísland­i?

Almenn sam­staða ríkir um það mark­mið að nýta orku­lindir Íslands til nauð­syn­legra umskipta í orku­bú­skapnum og mæta brýnum þörfum fram­tíð­ar­inn­ar. En nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd verða að hald­ast í hend­ur. Þar ætti því að vera for­gangs­verk­efni að bæta nýt­ingu á fyr­ir­liggj­andi mann­virkj­um, lag­færa flutn­ings­kerfið og for­gangs­raða í hvað orkan fer, til að skapa svig­rúm til að leysa af hólmi jarð­efna­elds­neyti í sam­göngum á landi. Við­fangs­efnið er leys­an­legt án þess að verð­mætri nátt­úru og lands­lagi verði fórnað undir stór­kalla­leg orku­mann­virki. Ef þörf er fyrir frek­ari orku­öflun en nú er, þarf að meta vand­lega hvar og með hvaða hætti það verður best gert. Ramma­á­ætlun og vandað mat á umhverf­is­á­hrifum sem mark er tekið á, mun leiða að far­sælli nið­ur­stöðu. Óða­got í virkj­un­ar­á­formum vegna meints orku­skorts leiðir okkur í ógöngur og til sund­ur­lynd­is.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar