Ríkisstjórnum gert kleift að innheimta kolefnisskatt í rauntíma

Stofnandi Alein Pay segir neytendur ekki hafa hugmynd um hvert kolefnisspor vöru sem þeir versla sé. Með því að nýta nýja tækni hafi fyrirtæki samstundis hvata og fjárhagslegan ávinning af því að gera betur í umhverfismálum.

Auglýsing

Lengi vel þótti sam­fé­lags­leg ábyrgð vegna lofts­lags­breyt­inga vera rót­tækt mál­efni. Umhverf­is­vernd­ar­innar lifðu óhefð­bundum lífs­stíl og hugs­uðu út í smá­at­riði neyslu sinnar til þess að lág­marka afleið­ingar á umhverf­ið. Unnu rann­sókn­ar­vinnu í dag­legum inn­kaupum og vógu og mátu marg­vís­leg áhrif á umhverf­ið. Ný tækni sem er kennd við Web 3.0 gerir það að verkum að þetta þarf ekki að vera svona flók­ið. Sem sam­fé­lag getum við áorkað miklu ef við nýtum lausnir nýsköp­unar og frum­kvöðla. 

Ný tækni í greiðslu­miðlun skapar mögu­leika á að verð­miði vöru sýni kolefn­is­spor

Ef stjórn­völd hafa áhuga á að skatt­leggja kolefn­is­spor neyslu þá eru tækin ekki svo langt und­an. Hvernig væri að nýta gögn í greiðslu­ferli í almennum við­skiptum til að inn­heimta kolefn­is­skatt í raun­tíma, skapa jákvæða hvata fyrir fyr­ir­tæki til að gera betur og sýna neyt­and­anum á verð­mið­anum hvort við­skipti þeirra hafa jákvæð eða nei­kvæð áhrif á umhverfi sitt?

Tæknin sem Alein Pay hefur þróað gerir fólki kleift að fá greitt í raun­tíma sam­kvæmt snjall­samn­ingum í Web 3.0 umhverfi. Það þýðir að aðili sem fram­leiðir vöru, getur fengið greitt um leið og vara er keypt í verslun án milli­göngu versl­un­ar­inn­ar. Fast­eigna­eig­andi sem leigir versl­un­inni hús­næði fær hlut­fall hverrar greiðslu greidda inn á sitt elektróníska veski sam­kvæmt leigu­samn­ingi. Og ríkið getur fengið skatt greiddan í raun­tíma. Allt er þetta hægt með til­komu Web 3 tækni, sem gerir greiðslu­miðlun eins og við þekkjum hana nán­ast óþarfa. 

Auglýsing
Án þess að ég sé hér að hvetja til auk­innar skatt­lagn­ingar verð ég að við­ur­kenna að kolefn­is­skatt­ur, nýr, sjálf­virk­ur, sam­fé­lags­legur og umhverf­is­vænn skatt­ur, hljómar ekki illa. Hljómar mun betur en til dæmis tollar á aðfluttar vör­ur, með mun betri áhrif­um. Það er, að vörur sem fram­leiddar eru langt langt í burtu í gríð­ar­lega meng­andi verk­smiðjum eiga ekki lengur jafn greiðan aðgang inn á heim­il­in. 

Nú þegar eru íslensk sprota­fyr­ir­tæki á borð  Meniga, Klapp­ir, Green­bites, og fleiri að þjón­usta gögn um kolefn­is­spor á vörum og þjón­ustu. Neyt­endur og rík­is­sjóður gætu notið góðs af, en mestu gæti munað fyrir fyr­ir­tækin í land­inu sem geta og vilja stunda umhverf­is­vænni starf­semi og hljóta umbun fyr­ir. Með nýjum nálg­unum er hægt að nýta neyslu lands­manna sem vopn í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum - og ein­falda fólki lífið í leið­inn­i. 

Jákvæðir hvatar fyrir neyt­endur til þess að versla við sitt nær­sam­fé­lag

Í dag hef ég sem neyt­andi ekki hug­mynd um hvert kolefn­is­spor vöru er, þegar ég versla. Með því að nýta sér mögu­leik­ana sem Alein Pay sprota­fyr­ir­tækið okk­ar, býður upp á, hafa fyr­ir­tæki sam­stundis hvata og fjár­hags­legan ávinn­ing af því að gera betur í umhverf­is­mál­um. Fyr­ir­tæki sem fram­leiða græn­meti fyrir nær­sam­fé­lagið og nota til þess jarð­varma og græna orku og þeir aðilar sem standa sig best í íslenskum land­bún­aði myndu fá að njóta ávaxt­anna af þeirra jákvæða starfi í stað þess að það sé þeim fjötur um fót. 

Eitt öfl­ug­asta vopnið sem umhverf­is­sinn­aðir neyt­endur hafa er eigin neysla. Með því að veita krónum sínum í umhverf­is­væna starf­semi fram yfir aðra sem mengar meira geta neyt­endur haft áhrif í hvert sinn sem þeir fara út í búð til að versla í mat­inn. Þetta eru að minnsta kosti skila­boðin sem fólk fær þegar það spyr hvað venju­leg mann­eskja getur gert. En þetta er hæg­ara sagt en gert. Í heimi þar sem græn­þvottur er að verða reglan frekar en und­an­tekn­ingin og fram­leið­endur sjá sér hag í að merkja vörur sínar sem NÁTT­ÚRU­LEGAR er erfitt að átta sig á hvað er raun­veru­lega besti kost­ur­inn fyrir umhverf­ið. Vörur eru vott­aðar í bak og fyrir og merktar með mis skilj­an­legum vöru­merkjum og til að átta sig á hvað liggur þar að baki þarf rann­sókn­ar­vinnu og þekk­ingu. Þegar maður stendur úti í búð og er að velja á milli þriggja nátt­úru­legra flaskna af upp­þvotta­legi hefur maður ekki tíma til að vega og meta hver hafi bestu inni­halds­efn­in, umbúð­irnar og stystu vöru­flutn­inga­leið­ina. 

Tækni Alein Pay byggir á því að safna og deila meiri gögnum en þekk­ist í dag í greiðslu­miðl­un. En engu að síður að setja völdin yfir gögn­unum í hendur ein­stak­lings­ins. Þannig að þú sem neyt­andi eigir og stjórnir þínum gögnum aleinn og meira að segja bank­inn þinn þarf að biðja þig um leyfi til þess að skoða fjár­hags­sögu þína. Á sama tíma geta fram­leið­endur birt þér gögn um áhrif vöru sinnar á umhverfið svo að í einu vet­fangi viti neyt­endur nákvæm­lega hvað þeir eru að kjósa með vesk­in­u. 

Dæmi um upplýsingar sem neytendur gætu nálgast í færslusögu sinni.

Grænn og hag­rænn ávinn­ingur fyrir sam­fé­lög

Með því að nýta þá tækni sem við hjá Alein Pay nýttum COVID til að skapa, fá yfir­völd á Íslandi tæki­færi til að vinna að sínum mark­miðum í þágu þjóð­ar­inn­ar. Meiri upp­lýs­ingar í greiðslu­ferl­inu gera versl­unum kleift að birta upp­lýs­ingar um kolefn­is­skatt með verði vöru og rík­inu kleift að inn­heimta hann um leið og greiðsla á sér stað. 

Þó verðið sé svipað á vörum úr óæski­legum efnum sem fluttar eru langa leið og vörum sem fram­leiddar eru í nær­sam­fé­lag­inu og valda minni skaða er mik­ill munur á áhrif­unum á umhverf­ið. 

Aukin vit­neskja, minni fyr­ir­höfn

Í dag er það kvöð fyrir marga að breyta lífi sínu, starfi, fram­leiðslu og neyslu til betri vegar fyrir umhverf­ið. Það er erfitt að átta sig á því hvað maður getur gert, hvernig maður á að gera það og á meðan dynja stans­laust á manni dóms­dags­fyr­ir­sagnir um að það sé að verða of seint að bregð­ast við. 

Lausnin er ekki að allir verði dug­legri og leggi meira á sig. Lausnin er að gera fólki það ein­fald­ara að gera sitt til að hlúa að fram­tíð hnatt­ar­ins. Við getum ekki gert þá kröfu til neyt­and­ans að rann­saka fram­leiðslu­ferli á hverju epli sem hann stingur í körf­una en með gögnum og nútíma­tækni er auð­veld­lega hægt að koma því til skila á ein­faldan hátt hvor varan hafi meiri áhrif á umhverf­ið. Með nýjum nálg­unum er hægt að nýta neyslu lands­manna sem vopn í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Höf­undur er stofn­andi Alein Pay.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar