Ríkisstjórnum gert kleift að innheimta kolefnisskatt í rauntíma

Stofnandi Alein Pay segir neytendur ekki hafa hugmynd um hvert kolefnisspor vöru sem þeir versla sé. Með því að nýta nýja tækni hafi fyrirtæki samstundis hvata og fjárhagslegan ávinning af því að gera betur í umhverfismálum.

Auglýsing

Lengi vel þótti sam­fé­lags­leg ábyrgð vegna lofts­lags­breyt­inga vera rót­tækt mál­efni. Umhverf­is­vernd­ar­innar lifðu óhefð­bundum lífs­stíl og hugs­uðu út í smá­at­riði neyslu sinnar til þess að lág­marka afleið­ingar á umhverf­ið. Unnu rann­sókn­ar­vinnu í dag­legum inn­kaupum og vógu og mátu marg­vís­leg áhrif á umhverf­ið. Ný tækni sem er kennd við Web 3.0 gerir það að verkum að þetta þarf ekki að vera svona flók­ið. Sem sam­fé­lag getum við áorkað miklu ef við nýtum lausnir nýsköp­unar og frum­kvöðla. 

Ný tækni í greiðslu­miðlun skapar mögu­leika á að verð­miði vöru sýni kolefn­is­spor

Ef stjórn­völd hafa áhuga á að skatt­leggja kolefn­is­spor neyslu þá eru tækin ekki svo langt und­an. Hvernig væri að nýta gögn í greiðslu­ferli í almennum við­skiptum til að inn­heimta kolefn­is­skatt í raun­tíma, skapa jákvæða hvata fyrir fyr­ir­tæki til að gera betur og sýna neyt­and­anum á verð­mið­anum hvort við­skipti þeirra hafa jákvæð eða nei­kvæð áhrif á umhverfi sitt?

Tæknin sem Alein Pay hefur þróað gerir fólki kleift að fá greitt í raun­tíma sam­kvæmt snjall­samn­ingum í Web 3.0 umhverfi. Það þýðir að aðili sem fram­leiðir vöru, getur fengið greitt um leið og vara er keypt í verslun án milli­göngu versl­un­ar­inn­ar. Fast­eigna­eig­andi sem leigir versl­un­inni hús­næði fær hlut­fall hverrar greiðslu greidda inn á sitt elektróníska veski sam­kvæmt leigu­samn­ingi. Og ríkið getur fengið skatt greiddan í raun­tíma. Allt er þetta hægt með til­komu Web 3 tækni, sem gerir greiðslu­miðlun eins og við þekkjum hana nán­ast óþarfa. 

Auglýsing
Án þess að ég sé hér að hvetja til auk­innar skatt­lagn­ingar verð ég að við­ur­kenna að kolefn­is­skatt­ur, nýr, sjálf­virk­ur, sam­fé­lags­legur og umhverf­is­vænn skatt­ur, hljómar ekki illa. Hljómar mun betur en til dæmis tollar á aðfluttar vör­ur, með mun betri áhrif­um. Það er, að vörur sem fram­leiddar eru langt langt í burtu í gríð­ar­lega meng­andi verk­smiðjum eiga ekki lengur jafn greiðan aðgang inn á heim­il­in. 

Nú þegar eru íslensk sprota­fyr­ir­tæki á borð  Meniga, Klapp­ir, Green­bites, og fleiri að þjón­usta gögn um kolefn­is­spor á vörum og þjón­ustu. Neyt­endur og rík­is­sjóður gætu notið góðs af, en mestu gæti munað fyrir fyr­ir­tækin í land­inu sem geta og vilja stunda umhverf­is­vænni starf­semi og hljóta umbun fyr­ir. Með nýjum nálg­unum er hægt að nýta neyslu lands­manna sem vopn í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum - og ein­falda fólki lífið í leið­inn­i. 

Jákvæðir hvatar fyrir neyt­endur til þess að versla við sitt nær­sam­fé­lag

Í dag hef ég sem neyt­andi ekki hug­mynd um hvert kolefn­is­spor vöru er, þegar ég versla. Með því að nýta sér mögu­leik­ana sem Alein Pay sprota­fyr­ir­tækið okk­ar, býður upp á, hafa fyr­ir­tæki sam­stundis hvata og fjár­hags­legan ávinn­ing af því að gera betur í umhverf­is­mál­um. Fyr­ir­tæki sem fram­leiða græn­meti fyrir nær­sam­fé­lagið og nota til þess jarð­varma og græna orku og þeir aðilar sem standa sig best í íslenskum land­bún­aði myndu fá að njóta ávaxt­anna af þeirra jákvæða starfi í stað þess að það sé þeim fjötur um fót. 

Eitt öfl­ug­asta vopnið sem umhverf­is­sinn­aðir neyt­endur hafa er eigin neysla. Með því að veita krónum sínum í umhverf­is­væna starf­semi fram yfir aðra sem mengar meira geta neyt­endur haft áhrif í hvert sinn sem þeir fara út í búð til að versla í mat­inn. Þetta eru að minnsta kosti skila­boðin sem fólk fær þegar það spyr hvað venju­leg mann­eskja getur gert. En þetta er hæg­ara sagt en gert. Í heimi þar sem græn­þvottur er að verða reglan frekar en und­an­tekn­ingin og fram­leið­endur sjá sér hag í að merkja vörur sínar sem NÁTT­ÚRU­LEGAR er erfitt að átta sig á hvað er raun­veru­lega besti kost­ur­inn fyrir umhverf­ið. Vörur eru vott­aðar í bak og fyrir og merktar með mis skilj­an­legum vöru­merkjum og til að átta sig á hvað liggur þar að baki þarf rann­sókn­ar­vinnu og þekk­ingu. Þegar maður stendur úti í búð og er að velja á milli þriggja nátt­úru­legra flaskna af upp­þvotta­legi hefur maður ekki tíma til að vega og meta hver hafi bestu inni­halds­efn­in, umbúð­irnar og stystu vöru­flutn­inga­leið­ina. 

Tækni Alein Pay byggir á því að safna og deila meiri gögnum en þekk­ist í dag í greiðslu­miðl­un. En engu að síður að setja völdin yfir gögn­unum í hendur ein­stak­lings­ins. Þannig að þú sem neyt­andi eigir og stjórnir þínum gögnum aleinn og meira að segja bank­inn þinn þarf að biðja þig um leyfi til þess að skoða fjár­hags­sögu þína. Á sama tíma geta fram­leið­endur birt þér gögn um áhrif vöru sinnar á umhverfið svo að í einu vet­fangi viti neyt­endur nákvæm­lega hvað þeir eru að kjósa með vesk­in­u. 

Dæmi um upplýsingar sem neytendur gætu nálgast í færslusögu sinni.

Grænn og hag­rænn ávinn­ingur fyrir sam­fé­lög

Með því að nýta þá tækni sem við hjá Alein Pay nýttum COVID til að skapa, fá yfir­völd á Íslandi tæki­færi til að vinna að sínum mark­miðum í þágu þjóð­ar­inn­ar. Meiri upp­lýs­ingar í greiðslu­ferl­inu gera versl­unum kleift að birta upp­lýs­ingar um kolefn­is­skatt með verði vöru og rík­inu kleift að inn­heimta hann um leið og greiðsla á sér stað. 

Þó verðið sé svipað á vörum úr óæski­legum efnum sem fluttar eru langa leið og vörum sem fram­leiddar eru í nær­sam­fé­lag­inu og valda minni skaða er mik­ill munur á áhrif­unum á umhverf­ið. 

Aukin vit­neskja, minni fyr­ir­höfn

Í dag er það kvöð fyrir marga að breyta lífi sínu, starfi, fram­leiðslu og neyslu til betri vegar fyrir umhverf­ið. Það er erfitt að átta sig á því hvað maður getur gert, hvernig maður á að gera það og á meðan dynja stans­laust á manni dóms­dags­fyr­ir­sagnir um að það sé að verða of seint að bregð­ast við. 

Lausnin er ekki að allir verði dug­legri og leggi meira á sig. Lausnin er að gera fólki það ein­fald­ara að gera sitt til að hlúa að fram­tíð hnatt­ar­ins. Við getum ekki gert þá kröfu til neyt­and­ans að rann­saka fram­leiðslu­ferli á hverju epli sem hann stingur í körf­una en með gögnum og nútíma­tækni er auð­veld­lega hægt að koma því til skila á ein­faldan hátt hvor varan hafi meiri áhrif á umhverf­ið. Með nýjum nálg­unum er hægt að nýta neyslu lands­manna sem vopn í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Höf­undur er stofn­andi Alein Pay.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar