Fjármálaráðherra býður upp á útúrsnúning

Stefán Ólafsson segir að barnabætur séu ekki styrkur til foreldra, heldur tekjutilfærsla milli tímabila á starfsævinni. Að meðhöndla barnabætur eins og ölmusugreiðslur, eins og sumir stjórnmálamenn geri, sé því bæði rangt og algerlega óviðeigandi.

Auglýsing

Í byrjun vik­unnar birti Efl­ing-­stétt­ar­fé­lag fyrsta tölu­blað af Kjara­f­rétt­um,sem verður reglu­bundin útgáfa er kemur á fram­færi stað­reyndum um lífs­kjör lág­launa­fólks. Þar voru sýnd ný gögn frá OECD um örlæti barna­bóta í aðild­ar­ríkj­un­um, þ.m.t. Íslandi.

Þar kom skýr­lega fram að örlæti barna­bóta til ein­stæðra for­eldra sem eru nærri lág­marks­laun­um, með tvö börn (6 og 9 ára), er með minna móti á Íslandi í sam­an­burði við hin aðild­ar­ríkin og miklu minna en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Samt er þetta sá hópur sem fær hæstu barna­bæt­urnar út úr íslenska kerf­in­u. 

Hjón og sam­búð­ar­fólk, einnig með tvö börn á sama aldri, sem hafa tekjur mitt á milli með­al­launa og fátækt­ar­marka, fá lök­ustu barna­bæt­urnar af öllum aðild­ar­ríkj­unum sem á annað borð eru með barna­bætur fyrir hjóna­fólk. Ein­ungis þjóðir á mun lægra hag­sæld­ar­stigi en Íslend­ingar og þjóðir sem búa við afar slök vel­ferð­ar­kerfi eru neðar en við (t.d. Banda­rík­in).

Þetta er afleit útkoma fyrir hag­sæld­ar­ríki eins og Ísland sem vill vera með lífs­kjör sem eru sam­keppn­is­hæf við hinar nor­rænu þjóð­irn­ar.

Við­brögð fjár­mála­ráð­herra

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra brást við fréttum RÚV af mál­inu og sagði að horft væri fram­hjá því að Ísland er með há útgjöld til ann­arra þátta fjöl­skyldu­mála, einkum í rekstur leik­skóla og í fæð­ing­ar­or­lof. 

Boð­skap­ur­inn var sem sagt sá, að fyrst við erum með góða leik­skóla fyrir nær öll börn til 5 ára ald­urs þá þurfi fólk ekki að fá háar barna­bætur (til 18 ára ald­ur­s). Menn ættu að vera ánægðir með stöð­una eins og hún er.

Auglýsing
En hinar nor­rænu þjóð­irnar eru bæði með góða leik­skóla og ríf­legar barna­bæt­ur! Raunar eru þær einnig með löng og vel fjár­mögnuð fæð­ing­ar­or­lof. Þetta eru því engin rök gegn því að Ísland lagi örlæti barna­bóta, heldur útúr­snún­ing­ur.

Annað sem Bjarni Bene­dikts­son nefndi er að í sam­an­burði sem gerður var á vegum ráðu­neyt­is­ins fyrir nokkrum árum (skýrsla Axel Hall o.fl.) þá kom fram að „óskertar barna­bætur" væru ekki áber­andi lægri á Íslandi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Það er rétt, en segir bara hluta sög­unn­ar, því þá er horft fram þeirri sér­stöðu Íslands að hér eru bæt­urnar skertar harka­lega og það strax við lág­marks­laun. Það fá því fáir full­vinn­andi for­eldrar óskertar barna­bætur á Íslandi, nema helst þeir sem eru á stríp­uðum lág­marks­launum og svo skattsvik­arar sem gefa ekki upp neinar launa­tekj­ur.

Þegar lægst laun­aða fólkið freistar þess að auka vinnu sína til að bæta hag barna sinna þá hverfa barna­bæt­urnar hratt og lengja leið­ina til raun­veru­legra kjara­bóta. Þetta er afleið­ing af því hversu neð­ar­lega í launa­stig­anum skerð­ingin hefst.

Þess vegna er gerður sam­an­burður á „greiddum barna­bótum" í gögnum OECD, sem Kjara­f­réttir Efl­ingar styðj­ast við. Það er auð­vitað það sem máli skipt­ir, hvað fólk fær í hend­urnar - og útkoma er sem sagt afleit fyrir Ísland. 

Það þriðja sem Bjarni Bene­dikts­son nefnir og telur mik­inn kost við íslensku barna­bæt­urnar er að þær fari mest til þeirra tekju­lægri. Tekju­teng­ingar eru út af fyrir sig þol­an­legar á barna­bótum ef þær eru til að skerða út alvöru hátekju­fólk (í Dan­mörku er byrjað að skerða við um 1,3 millj­ónir á mán­uð­i). En á Íslandi eru bæt­urnar skornar hratt niður um leið og fólk skríður upp fyrir lág­marks­laun (351.000 á mán­uði, fyrir skatt) og eru að mestu búnar að fjara út þegar fólk nær með­al­laun­um. 

Með þessu er búið að breyta barna­bótum á Íslandi úr borg­ara­rétt­indum fyrir launa­fólk í ölm­usu til þeirra allra fátæk­ustu (og til skattsvik­ara), með miklu offari í skerð­ing­un­um. Við­un­andi kerfi ætti að vera þannig að skerð­ingar hefj­ist ekki fyrr en við með­al­tekjur eða nálægt þeim. Þá myndi kerfið virka eðli­lega og létta barna­fjöl­skyldum fram­færslu­byrð­arn­ar.

Til hvers eru barna­bæt­ur?

Barna­bætur eru ekki styrkur til for­eldra, heldur tekju­til­færsla milli tíma­bila á starfsæv­inni. Fólk fær barna­bætur á fyrri hlut­an­um, þegar það er að stofna fjöl­skyldu og koma sér upp hús­næði, það er þegar fram­færslu­byrðin er mest og launin lægst. Þær eru greiddar út sem lækkun á álögðum tekju­skatt­i. 

Svo á seinni hluta starfsæv­innar þegar börnin eru farin úr hreiðr­inu og launin orðin hærri, þá greiðir sama fólkið hærri tekju­skatt til að fjár­magna barna­bætur til næstu kyn­slóðar á eft­ir. Þetta er því fyr­ir­komu­lag til að dreifa fram­færslu­byrð­inni jafnar milli skeiða á lífs­hlaup­inu og fólkið greiðir fyrir þetta sjálft. 

Að með­höndla barna­bætur eins og ölm­usu­greiðsl­ur, eins og sumir stjórn­mála­menn gera, er því bæði rangt og alger­lega óvið­eig­andi. Þetta er bæði skyn­sam­legt og rétt­látt fyr­ir­komu­lag.

Á Íslandi er því verk að vinna við að laga stór­gallað barna­bóta­kerf­i. 

Höfnu­dur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar