Fjármálaráðherra býður upp á útúrsnúning

Stefán Ólafsson segir að barnabætur séu ekki styrkur til foreldra, heldur tekjutilfærsla milli tímabila á starfsævinni. Að meðhöndla barnabætur eins og ölmusugreiðslur, eins og sumir stjórnmálamenn geri, sé því bæði rangt og algerlega óviðeigandi.

Auglýsing

Í byrjun vik­unnar birti Efl­ing-­stétt­ar­fé­lag fyrsta tölu­blað af Kjara­f­rétt­um,sem verður reglu­bundin útgáfa er kemur á fram­færi stað­reyndum um lífs­kjör lág­launa­fólks. Þar voru sýnd ný gögn frá OECD um örlæti barna­bóta í aðild­ar­ríkj­un­um, þ.m.t. Íslandi.

Þar kom skýr­lega fram að örlæti barna­bóta til ein­stæðra for­eldra sem eru nærri lág­marks­laun­um, með tvö börn (6 og 9 ára), er með minna móti á Íslandi í sam­an­burði við hin aðild­ar­ríkin og miklu minna en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Samt er þetta sá hópur sem fær hæstu barna­bæt­urnar út úr íslenska kerf­in­u. 

Hjón og sam­búð­ar­fólk, einnig með tvö börn á sama aldri, sem hafa tekjur mitt á milli með­al­launa og fátækt­ar­marka, fá lök­ustu barna­bæt­urnar af öllum aðild­ar­ríkj­unum sem á annað borð eru með barna­bætur fyrir hjóna­fólk. Ein­ungis þjóðir á mun lægra hag­sæld­ar­stigi en Íslend­ingar og þjóðir sem búa við afar slök vel­ferð­ar­kerfi eru neðar en við (t.d. Banda­rík­in).

Þetta er afleit útkoma fyrir hag­sæld­ar­ríki eins og Ísland sem vill vera með lífs­kjör sem eru sam­keppn­is­hæf við hinar nor­rænu þjóð­irn­ar.

Við­brögð fjár­mála­ráð­herra

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra brást við fréttum RÚV af mál­inu og sagði að horft væri fram­hjá því að Ísland er með há útgjöld til ann­arra þátta fjöl­skyldu­mála, einkum í rekstur leik­skóla og í fæð­ing­ar­or­lof. 

Boð­skap­ur­inn var sem sagt sá, að fyrst við erum með góða leik­skóla fyrir nær öll börn til 5 ára ald­urs þá þurfi fólk ekki að fá háar barna­bætur (til 18 ára ald­ur­s). Menn ættu að vera ánægðir með stöð­una eins og hún er.

Auglýsing
En hinar nor­rænu þjóð­irnar eru bæði með góða leik­skóla og ríf­legar barna­bæt­ur! Raunar eru þær einnig með löng og vel fjár­mögnuð fæð­ing­ar­or­lof. Þetta eru því engin rök gegn því að Ísland lagi örlæti barna­bóta, heldur útúr­snún­ing­ur.

Annað sem Bjarni Bene­dikts­son nefndi er að í sam­an­burði sem gerður var á vegum ráðu­neyt­is­ins fyrir nokkrum árum (skýrsla Axel Hall o.fl.) þá kom fram að „óskertar barna­bætur" væru ekki áber­andi lægri á Íslandi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Það er rétt, en segir bara hluta sög­unn­ar, því þá er horft fram þeirri sér­stöðu Íslands að hér eru bæt­urnar skertar harka­lega og það strax við lág­marks­laun. Það fá því fáir full­vinn­andi for­eldrar óskertar barna­bætur á Íslandi, nema helst þeir sem eru á stríp­uðum lág­marks­launum og svo skattsvik­arar sem gefa ekki upp neinar launa­tekj­ur.

Þegar lægst laun­aða fólkið freistar þess að auka vinnu sína til að bæta hag barna sinna þá hverfa barna­bæt­urnar hratt og lengja leið­ina til raun­veru­legra kjara­bóta. Þetta er afleið­ing af því hversu neð­ar­lega í launa­stig­anum skerð­ingin hefst.

Þess vegna er gerður sam­an­burður á „greiddum barna­bótum" í gögnum OECD, sem Kjara­f­réttir Efl­ingar styðj­ast við. Það er auð­vitað það sem máli skipt­ir, hvað fólk fær í hend­urnar - og útkoma er sem sagt afleit fyrir Ísland. 

Það þriðja sem Bjarni Bene­dikts­son nefnir og telur mik­inn kost við íslensku barna­bæt­urnar er að þær fari mest til þeirra tekju­lægri. Tekju­teng­ingar eru út af fyrir sig þol­an­legar á barna­bótum ef þær eru til að skerða út alvöru hátekju­fólk (í Dan­mörku er byrjað að skerða við um 1,3 millj­ónir á mán­uð­i). En á Íslandi eru bæt­urnar skornar hratt niður um leið og fólk skríður upp fyrir lág­marks­laun (351.000 á mán­uði, fyrir skatt) og eru að mestu búnar að fjara út þegar fólk nær með­al­laun­um. 

Með þessu er búið að breyta barna­bótum á Íslandi úr borg­ara­rétt­indum fyrir launa­fólk í ölm­usu til þeirra allra fátæk­ustu (og til skattsvik­ara), með miklu offari í skerð­ing­un­um. Við­un­andi kerfi ætti að vera þannig að skerð­ingar hefj­ist ekki fyrr en við með­al­tekjur eða nálægt þeim. Þá myndi kerfið virka eðli­lega og létta barna­fjöl­skyldum fram­færslu­byrð­arn­ar.

Til hvers eru barna­bæt­ur?

Barna­bætur eru ekki styrkur til for­eldra, heldur tekju­til­færsla milli tíma­bila á starfsæv­inni. Fólk fær barna­bætur á fyrri hlut­an­um, þegar það er að stofna fjöl­skyldu og koma sér upp hús­næði, það er þegar fram­færslu­byrðin er mest og launin lægst. Þær eru greiddar út sem lækkun á álögðum tekju­skatt­i. 

Svo á seinni hluta starfsæv­innar þegar börnin eru farin úr hreiðr­inu og launin orðin hærri, þá greiðir sama fólkið hærri tekju­skatt til að fjár­magna barna­bætur til næstu kyn­slóðar á eft­ir. Þetta er því fyr­ir­komu­lag til að dreifa fram­færslu­byrð­inni jafnar milli skeiða á lífs­hlaup­inu og fólkið greiðir fyrir þetta sjálft. 

Að með­höndla barna­bætur eins og ölm­usu­greiðsl­ur, eins og sumir stjórn­mála­menn gera, er því bæði rangt og alger­lega óvið­eig­andi. Þetta er bæði skyn­sam­legt og rétt­látt fyr­ir­komu­lag.

Á Íslandi er því verk að vinna við að laga stór­gallað barna­bóta­kerf­i. 

Höfnu­dur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar