Plast er ekki bara plast

Umhverfis- og loftslagsmál verða að ná sem allra fyrst ásættanlegu flugi til grænnar framtíðar. Endurnýting hráefna er þar lykilatriði. Hugmyndir um stórtæka „hátækni“ brennslu plasts ganga ekki upp, skrifar Ari Trausti Guðmundsson, fyrrverandi þingmaður.

Auglýsing

End­ur­vinnsla plasts er afar mik­il­væg í öllu sam­hengi. Hún er flókin af því að marg­ar, ólíkar plast­teg­undir eru til. Samt á plast að vera stór hluti nýs hringrás­ar­hag­kerf­is. Það liðkar fyrir því að sam­fé­lög þrí­fist til langs tíma. Umhverf­is- og lofts­lags­mál verða að ná sem allra fyrst ásætt­an­legu flugi til grænnar fram­tíð­ar. End­ur­nýt­ing hrá­efna er þar lyk­il­at­riði. Hug­myndir um stór­tæka „há­tækni“ brennslu plasts ganga ekki upp. Meðal ann­ars vegna loft­meng­unar sem minnkar en hverfur ekki þrátt fyrir síun, efna­hvörf, háan hita og vegna mjög vand­með­far­innar ösku sem fylgir brennsl­unni. Sam­tímis verður að draga úr notkun og frum­fram­leiðslu plasts, án þess þó að kasta því fyrir róða. Sem liður hringrás­ar­hag­kerfi er plast fram­tíðar smíða­efni. Aðeins má brenna allra óæski­leg­asta, líf­rænum úrgangi.

Því miður hefur mikið af plasti verið urð­að. Bæði í vondum land­fyll­ingum þar sem öllu ægir sam­an, sbr. Gufu­nes og Geirs­nef í Reykja­vík og í meira flokk­uðum og eitt­hvað skárri fyll­ing­um, eins og á Álfs­nesi. Þessi háttur á „sorp­förg­un“ var því miður við­ur­kenndur af okkur öll­um. Nú er þekk­ing á plasti og vinnslu­tækni önnur og betri, og skiln­ingur bættur á nauð­syn­legri veg­ferð plasts og ótal ann­arra efna í ver­öld­inni.

Fyrir all­löngu hefur komið fram að það skortir á sem besta með­höndlun plasts hér á landi. Mestur hluti þess getur farið í end­ur­vinnslu en gerir það ekki. Minni hluti getur þar með verið fluttur úr í sér­hæfða end­ur­vinnslu og dálitlu verður brennt inn­an­lands. Því miður hefur mest af plasti sem til fellur hér á landi verið flutt út án nægrar vit­neskju um örlög þess. Fyrir all­löngu varð ljóst að með­ferð stórs hluta er ekki í sam­ræmi við ásætt­an­legar kröf­ur.

Auglýsing

Íslensk fyr­ir­tæki taka t.d. við veið­ar­færum úr svoköll­uðum gervi­efnum og senda út í verj­an­lega úrvinnslu. Íslenskt fyr­ir­tæki fram­leiðir t.d. að hluta umbúðir úr end­urunnu plasti. Íslenskt fyr­ir­tæki end­ur­vinnur t.d. ýmis konar plast, m.a. rúlluplast bænda, og notar jarð­varma við nýsköpun vinnslu­að­ferð­ar. Plast­end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki hefur almennt skort hrá­efni til inn­lendrar fram­leiðslu og þá um leið fram­lög frá Úrvinnslu­sjóði.

Sá sami sjóður hefur greitt fyrir útflutn­ing á plasti. Flókin saga þeirra mála verður ekki rakin hér né lögð fram rök­studd gagn­rýni á starfs­hætti hans und­an­farið eða á lög sem hann starfar eft­ir. Þau hafa þurft end­ur­skoð­unar við, í takt við tím­ann.

End­ur­skoðun fór fram undir lok síð­asta kjör­tíma­bils með frum­varpi umhverf­is­ráð­herra um „breyt­ingu á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, lögum um með­höndlun úrgangs og lögum um úrvinnslu­gjald (EES-­regl­ur, hringrás­ar­hag­kerf­i)“ eins og stendur í skjölum Alþingis (708. mál á 151.­þing­i). Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd vann vandað nefnd­ar­á­lit og lagði fram breyt­ing­ar­til­lög­ur. Ég var fram­sögu­maður nefnd­ar­inn­ar. Að álit­inu stóðu allir stjórn­ar­þing­menn­irn­ir, auk tveggja þing­manna Sam­fylk­ingar og Við­reisnar með fyr­ir­vara. Breyt­ing­arnar verða ekki raktar hér en fólu m.a. í sér þá skyldu Úrvinnslu­sjóðs að vita allan feril plast­s­ins erlendis og sjá til þess að hann stand­ist umhverfis­kröf­ur. Einnig var farið skýrt fram á end­ur­mat sjóðs­ins sjálfs, og ann­arra er end­ur­vinnslu­mál varða, á stuðn­ingi við og fyr­ir­komu­lagi á inn­lendri end­ur­vinnslu plasts í því augna­miði að auka hana veru­lega. Alþingi sam­þykkti enn fremur að emb­ætti Rík­is­end­ur­skoð­anda færi yfir starf­semi Úrvinnslu­sjóðs.

Ég rek þetta hér vegna umfjöll­unar í fjöl­miðlum um Úrvinnslu­sjóð og með­höndlun plast­úr­gangs. Tekið var á þeim málum af festu í þing­nefnd­inni, í sam­ráði við á þriðja tug umsagn­ar­að­ila. Læt hér fylgja stuttan kafla úr nefnd­ar­á­lit­inu með skýrum vilja mik­ils meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþing­is. Þingið afgreiddi frum­varpið með traustum meiri­hluta (sleppi til­vís­unum í lög og tölu­liði laga, og einnig síð­ustu máls­grein kafl­ans):

„Meiri hlut­inn áréttar að hag­kvæmn­is- og umhverf­is­vernd­ar­rök mæla með því að sem mest af plasti er til fellur í land­inu verði end­ur­unnið hér­lendis og sem minnstur hluti fluttur úr landi. Ef aðstæður til end­ur­vinnslu eru til staðar á land­inu er rétt að nýta þær enda sé um mik­il­vægan þátt í myndun hringrás­ar­hag­kerfis á Íslandi. Mik­il­vægt sé að ef plast verði flutt úr landi séu fyrir því gildar ástæð­ur. Tryggja verði að unnt sé að styrkja nýsköpun enn frekar á þessu sviði end­ur­vinnslu, aðstoða jafn­vel fyr­ir­tæki til þess að sinna end­ur­vinnslu plasts og auka jafnt sér­hæfni sem sam­keppni í þeim geira. Meiri hlut­inn fagnar þeim styrkt­ar­sjóðum sem snúa að nýsköpun í úrgangs­mál­um.

Meiri hlut­inn hvetur til þess að umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið efni til átaks sem miði að því að koma bæði umgjörð inn­lendrar plast­end­ur­vinnslu og fram­kvæmd hennar í horf sem hæfir hringrás­ar­hags­kerfi sem best. Þar þarf að kanna og ákvarða hvort og þá að hve miklu leyti end­ur­vinnslu­þátt­ur­inn verði aðskil­inn frá verk­efnum Úrvinnslu­sjóðs. Á það við um end­ur­vinnslu fleiri efna, t.d. glers og ef til vill málma á borð við ál.

Með vísan til fram­an­greindra sjón­ar­miða um mik­il­vægi þess að sem mest af plasti er fellur til á land­inu verði end­ur­unnið á Íslandi leggur meiri hlut­inn til breyt­ingu …. laga um úrvinnslu­gjald sem kveður á um skyldu Úrvinnslu­sjóðs að tryggja að full­nægj­andi gögn séu til staðar áður en greiðslur er inntar af hendi. Af því leiðir að Úrvinnslu­sjóður þarf að fá upp­lýs­ingar um end­an­lega ráð­stöfun plast­úr­gangs, hvar plastið verði end­ur­unnið og hver umhverf­is­á­hrif ráð­stöf­un­ar­leiðar eru. Liggi þessar upp­lýs­ingar ekki fyrir getur Úrvinnslu­sjóður ekki greitt út fyrir ráð­stöfun úrgangs­ins…”

Höf­undur var annar vara­for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis 2017-20121.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar