Vilja Sundabraut í einkaframkvæmd, RÚV af auglýsingamarkaði og afnema stimpilgjöld

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki vilja að einkaaðilar fjármagni lagningu Sundabrautar, að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði án þess að það tekjutap verði bætt og afnema 7,1 milljarða stimpilgjöld. Þá vilja þeir að heimilshjálp verði frádráttarbær.

Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir eru á meðal flutningsmanna í öllum málunum.
Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir eru á meðal flutningsmanna í öllum málunum.
Auglýsing

Nokkrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks lögðu í gær fram eina þings­á­lykt­un­ar­til­lögu og þrjú laga­frum­vörp sem fela í sér umdeildar breyt­ingar á nokkrum mála­flokk­um. Öll málin hafa áður verið lögð fram en ekki hlotið braut­ar­gengi.

Sú fyrsta, sem Bryn­dís Har­alds­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður á, en Vil­hjálmur Árna­son, Har­aldur Bene­dikts­son, Njáll Trausti Frið­berts­son og Diljá Mist Ein­ars­dóttir eru líka skrifuð fyr­ir, fjallar um að sam­göngu­ráð­herra eigi að fela einka­að­ila að fjár­magna í heild lagn­ingu Sunda­braut­ar.

Það eigi að gera á grund­velli laga um sam­vinnu­verk­efni og sam­göngu­fram­kvæmd­ir, sem sam­þykkt voru í fyrra­sum­ar, og fela í sér heim­ild til að semja við einka­að­ila um fjár­mögnun fram­kvæmda, bygg­ingu mann­virkja og veg­hald. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að ​​flutn­ings­menn hennar telji „afar brýnt að ráð­ist verði sem fyrst í lagn­ingu Sunda­brautar þar sem ástand umferðar á ein­ungis eftir að versna frá því sem nú er og tryggja þarf örygg­is­leiðir út úr höf­uð­borg­inni til aust­urs og norð­urs ef til nátt­úru­ham­fara kem­ur.“

Vilja RÚV burt af aug­lýs­inga­mark­aði

Óli Björn Kára­son er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps til laga sem felur í sér að RÚV hætti þátt­töku á aug­lýs­inga­mark­aði í tveimur skrefum án þess að RÚV yrði bætt upp tekju­tap­ið. Hann lagði einnig fram sama frum­varp í sam­floti við Brynjar Níels­son, fyrr­ver­andi þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á síð­asta kjör­tíma­bili en það hlaut ekki braut­ar­geng­i. 

Auglýsing
Nú eru fleiri þing­menn flokks­ins á meðal flutn­ings­manna. Auk Óla Björns eru Vil­hjálm­ur, Diljá Mist, Berg­lind Ósk Guð­munds­dótt­ir, Ásmundur Frið­riks­son og Hildur Sverr­is­dóttir flutn­ings­menn. 

Frum­varpið á, að mati flutn­ings­manna, að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla og gera RÚV kleift að ein­beita sér að menn­ing­­ar­hlut­verki sín­u. 

Það gengur út á að frá byrjun næsta árs og út árið 2023 verði RÚV gert óheim­ilt að stunda beina sölu á aug­lýs­ing­um, hlut­­fall aug­lýs­inga megi ekki fara yfir fimm mín­útur á hvern klukku­­tíma í útsend­ing­­ar­­tíma, óheim­ilt verði að slíta í sundur dag­­skrár­liði með aug­lýs­ingum og bannað að selja kostun á efni. Þátt­­töku RÚV á aug­lýs­inga­­mark­aði verði svo hætt í byrjun árs 2024. 

Ekki er gert ráð fyrir því að RÚV verði bætt það tekju­tap sem fyr­ir­tækið yrði fyrir vegna þessa með öðrum hætti, en tekjur RÚV af sam­keppn­is­­rekstri voru 2,2 millj­­arðar króna árið 2019 og tæp­lega tveir millj­arðar króna í fyrra, þar af voru um 1,6 millj­arðar króna vegna aug­lýs­inga­sölu. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram and­staða við það end­ur­greiðslu­kerfi á rit­stjórn­ar­kostn­aði einka­rek­inna fjöl­miðla sem komið var á fót með lögum fyrr á þessu ári. „ Flutn­ings­menn telja að skyn­sam­legra sé að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla með því að tak­marka veru­lega sam­keppn­is­rekstur rík­is­ins fremur en að koma upp flóknu kerfi milli­færslna og rík­is­styrkja. Slíkt stuðlar að auknu heil­brigði á fjöl­miðla­mark­að­i.“

Afnám stimp­il­gjalda og skatt­frjáls heim­il­is­hjálp

Vil­hjálmur er svo fyrsti flutn­ings­maður frum­varpi til laga um afnám stimp­il­gjalda vegna kaupa ein­stak­linga á íbúð­ar­hús­næði, en ein­stak­lingum ber nú almennt að greiða 0,8 pró­sent stimp­il­gjald vegna kaupa á íbúð­ar­hús­næði en þó er veittur helm­ings­af­sláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Með honum á frum­varp­inu eru Diljá Mist, Njáll Trausti, Óli Björn, Berg­lind Ósk, Ásmundur og Hild­ur. 

Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi eru tekjur rík­is­sjóðs vegna stimp­il­gjalda áætl­aðar 7,1 millj­arðar króna á næsta ári. Flutn­ings­menn frum­varps­ins telja að gjaldið hafi áhrif til hækk­unar fast­eigna­verðs, dragi úr fram­boði og rýri hlut kaup­enda og selj­enda. „Af fram­an­greindu má ætla að afnám stimp­il­gjalds af fast­eigna­við­skiptum muni auð­velda verð­myndun á hús­næð­is­mark­aði með til­heyr­andi aukn­ingu á fram­boði sem hefur verið með minnsta móti und­an­farin ár.“

Vil­hjálmur er líka fyrsti flutn­ings­maður frum­varps sem hefur hefur þann til­gang að gera að heim­il­is­hjálp frá­drátt­ar­bæra frá skatti. Til slíkra starfa telj­ast t.d. hefð­bundin heim­il­is­störf, svo sem þrif og hrein­gern­ing­ar, hefð­bundin garð­yrkju­störf eða snjó­mokstur á gang­stéttum og í inn­keyrslu að heim­ili. Þegar hús­fé­lag fjöl­eign­ar­húss ann­ast greiðslu kostn­aðar úr sam­eig­in­legum sjóði vegna slíkra starfa á sam­eign getur ein­stak­lingur dregið sinn hlut í þeim kostn­aði frá tekju­skatts­stofni sín­um.

Auk hans eru flutn­ings­menn frum­varps­ins Diljá Mist, Óli Björn, Berg­ling Ósk, Birgir Þór­ar­ins­son og Guð­rún Haf­steins­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent