Mynd: Bára Huld Beck Nýr stjórnarsáttmáli kynntur 28. nóvember 2021
Mynd: Bára Huld Beck

Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar

Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun. Hærri endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar eru festar í sessi en Miðhálendisþjóðgarður heyrir sögunni til og heildarendurskoðun stjórnarskrár í þverpólitísku samstarfi líka. Opnað verður á fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum, stjórn verður sett yfir Landspítalann og frítekjumark ellilífeyrisþega tvöfaldað. Þetta er á meðal þess sem nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fjallar um.

„Sam­starf þess­ara þriggja flokka, sem spanna lit­róf íslenskra stjórn­mála, skapar jafn­vægi sem er mik­il­vægur grund­völlur fram­fara.“ Þetta segir í upp­hafi nýs stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks undir for­sætis Katrínar Jak­obs­dótt­ur. 

Sátt­mál­inn, sem er nokkuð lengri en sá síð­asta sem rík­is­stjórn sömu flokka gerði fyrir fjórum árum (9.645 orð nú en 6.212 þá) ber þess merki að vera umgjörð utan um sam­starf flokka sem hafa mis­mun­andi póli­tískar áhersl­ur. 

Í inn­gangstexta segir að mark­mið síð­asta kjör­tíma­bils hjá þess­ari óvenju­lega sam­settu rík­is­stjórn frá hægri, yfir miðju og til vinstri, hafi verið að „byggja upp traust í sam­fé­lag­inu og efla inn­viði ásamt því að tryggja póli­tískan, félags­legan og efna­hags­legan stöð­ug­leika.“ 

Nú sé staðan hins vegar önnur og ná sam­starfi snú­ist um að horfa til fram­tíð­ar. 

Sátt­mál­inn sé leið­ar­stef stjórn­ar­innar um „efna­hags­legar og félags­legar fram­far­ir, vernd umhverf­is, kraft­mikla verð­mæta­sköp­un, jafn­rétti kynj­anna og jafn­vægi byggða og kyn­slóða“.

Líkt og svo oft vill verða í sátt­málum er stefnt að mörgu, lof­orð gefin um að hlutir verði greindir með það að mark­miði að breyta þeim og nefndir stofn­að­ar. Minna er þó um fast­settar áætl­anir um hvernig eigi að útfæra flest þeirra stefnu­mála eða mark­miða sem sett eru fram. 

Skatta­lækk­an­ir, banka­sala og fjár­magns­eig­endum gert að greiða útsvar

Engin áform eru uppi um skatta­hækk­anir eða frek­ari upp­töku þrepa­skipts skatt­kerf­is, líkt og bæði Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur boð­uðu í aðdrag­anda kosn­inga. Þess í stað er stefnt að skatta­lækk­unum á kjör­tíma­bil­inu en reglu­verk í kringum tekju­til­flutn­ing verður tekið til end­ur­skoð­unar þannig að þau sem hafa ein­göngu fjár­magnstekjur „reikni sér end­ur­gjald og greiði þannig útsvar.“ Þá verða skatt­mats­reglur end­ur­skoð­aðar og „komið í veg fyrir óeðli­lega og óheil­brigða hvata til stofn­unar einka­hluta­fé­laga“. 

Eign­ar­hlutir í bönkum verða seld­ir, lög­gjöf um með­ferð kaup­rétta og hluta­bréfa hjá nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum til starfs­manna í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum verður end­ur­skoðun „þannig að þeim verði gert kleift að keppa um starfs­fólk, stjórn­endur og ráð­gjafa með því að bjóða hlut­deild í fram­tíð­ar­á­vinn­ingi með hag­kvæmum hætt­i.“ Sam­keppn­is­eft­ir­litið verður sam­einað Neyt­enda­stofu og mögu­lega fleiri stofn­un­um.

Fyr­ir­komu­lag gjald­töku í ferða­þjón­ustu tekið til skoð­unar með það fyrir augum að „breikka skatt­stofn­inn og tryggja jafn­ræði aðila á mark­að­i“. Það mun meðal ann­ars fela í sér breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi gistin­átta­gjalds.

Hærri end­ur­greiðslur festar í sessi

Þá ætlar rík­is­stjórnin sem lagði niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra á síð­asta kjör­tíma­bili að efla skatt­rann­sóknir og beitt sér með virkum hætti gegn skattaund­anskotum og skatta­skjólum ásamt því að styðja alþjóð­legan 15 pró­sent lág­marks­skatt sem OECD hefur fyr­ir­ætl­anir um.

End­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar verða fram­lengdar og farið yfir fram­kvæmd þeirra og eft­ir­lit. Tíma­bundin hækkun end­ur­greiðslu­hlut­falls vegna kostn­aðar sem fellur til við rann­sóknir og þróun verður gerð var­an­leg og umsókn­ar­ferli um dval­ar- og atvinnu­leyfi fyrir ein­stak­linga sem sinna störfum sem krefj­ast sér­fræði­þekk­ingar verður ein­fald­að.

End­­ur­greiðslur rík­­is­­sjóðs vegna rann­­sókna- og þró­un­­ar­­kostn­aðar voru alls 10.431 millj­­ónir króna í ár vegna þess­arar hækk­un­ar. Það er rúm­­lega tvö­­falt meira en end­­ur­greiðsl­­urnar í fyrra, sem námu sam­tals 5.186 millj­­ónum króna.

Emb­ætti Rík­is­sátta­semj­ara eflt, en eina aðgerðin sem er nefnd í því sam­hengi er að komið verður á fót stand­andi gerð­ar­dómi. 

Fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið sett í nefnd

Svan­dís Svav­ars­dóttir fær það vanda­sama verk­efni að reyna að mynda sátt um nýt­ingu fisk­veiði­auð­lind­ar­innar og kerfið utan um þá nýt­ingu. Kann­anir hafa sýnt að afger­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar er ósáttur með fyr­ir­komu­lagið og umfang gjald­töku fyrir nýt­ing­una og telur kerfið bein­línis vera ógn við lýð­ræði á Íslandi.

Í sátt­mál­anum segir að skipuð verði nefnd til að „kort­leggja áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengdum greinum og meta þjóð­hags­legan ávinn­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins. Nefnd­inni verði falið að bera saman stöð­una hér og erlendis og leggja fram til­lögur til að hámarka mögu­leika Íslend­inga til frek­ari árang­urs og sam­fé­lags­legrar sáttar um umgjörð grein­ar­inn­ar.“ Þá á nefndin að fjalla um hvernig hægt sé að auka gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og þá sér­stak­lega meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. 

Svan­dís mun einnig fara með land­bún­að­ar­mál og þar ber helst til tíð­inda að auk­inni fram­leiðslu á græn­meti á að ná með föstu nið­ur­greiðslu­hlut­falli á raf­orku­verði til ylræktar og sér­stökum stuðn­ingi við úti­ræktun í gegnum búvöru­samn­inga. 

Meira virkjað en Mið­há­lend­is­þjóð­garður sleg­inn af

Lofts­lags- og orku­málum er slegið saman í nýtt ráðu­neyti sem stýrt verður af Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni. Engar breyt­ingar verða á mark­miðum Íslands í lofts­lags­málum þótt lög­festa eigi lands­mark­mið­ið. Áfram er stefnt að 55 pró­sent sam­drátt á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005 og að kolefn­is­hlut­leysi og fullum orku­skiptum eigi síðar en árið 2040. Þá er skjal­fest í sátt­mál­anum að ekki verði gefin út nein leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sögu Íslands. 

Tölu­vert er fjallað um virkj­anir og hvernig ákvarð­anir verða teknar um hvað verði virkj­að. 

Lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun verða end­ur­skoðuð frá grunni og sér­stök lög verða sett um nýt­ingu vind­orku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera. Það verður stefna mörkuð um vind­orku­ver á hafi. Lokið verður við þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar og kostum í bið­flokki verður fjölg­að.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sinnar á Kjarvalsstöðum í dag.
Mynd: Bára Huld Beck

Í stjórn­ar­sátt­mála sömu flokka sem var gerður fyrir fjórum árum sagði að stofn­aður yrði „þjóð­garður á mið­há­lend­in­u“. Hann varð ekki að veru­leika á síð­asta kjör­tíma­bili vegna and­stöðu Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks við mál­ið. Og í nýja stjórn­ar­sátt­mál­anum er búið að blása Mið­há­lend­is­þjóð­garð­inn af. Þess í stað verður stofn­aður „þjóð­garður á þegar frið­lýstum svæðum og jöklum í þjóð­lendum á hálend­inu með breyt­ingu á lögum um Vatna­jök­uls­þjóð­garð“. 

Heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár ekki lengur á dag­skrá

Í síð­asta stjórn­ar­sátt­mála stóð að rík­is­stjórnin vildi halda áfram „heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­inn­ar“. For­sæt­is­ráð­herra reyndi að koma tak­mörk­uðum stjórn­ar­skrár­breyt­ingum í gegn undir lok kjör­tíma­bils­ins en það reynd­ist árang­urs­laus veg­ferð.

Í nýja sátt­mál­anum er búið að leggja hug­mynd­inni um heild­ar­end­ur­skoðun og þess í stað á að setja af stað vinnu sér­fræð­inga um ákvæði stjórn­ar­skrár um Alþingi, kosn­ingar og kjör­dæma­skip­an, dóm­stóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mann­rétt­inda­á­kvæði. „Efnt verður til sam­starfs við fræða­sam­fé­lagið um umræðu og umfjöllun um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar“.

Utan­rík­is­póli­tík rík­is­stjórn­ar­innar er ekki flók­in, og hverf­ist um þá stefnu sem allir flokkar hennar eru að fullu sam­mála um: að hags­munum Íslands sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess utan er eft­ir­tekt­ar­verð­ast í þeim mála­flokki að laga­reglur um rýni á til­teknum fjár­fest­ingum erlendra aðila með hlið­sjón af þjóðar­ör­yggi og alls­herj­ar­reglu verða end­ur­skoð­aðar og styrkt­ar.

Stjórn yfir Land­spít­al­ann og frí­tekju­mark tvö­faldað

Í heil­brigð­is­mál­um, sem Willum Þór Þórs­son mun stýra, ber helst til tíð­inda að fag­leg stjórn verður skipuð yfir Land­spít­al­ann. Þá verður ný tækni og staf­rænar lausnir „nýttar í auknum mæli í vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu og þannig stuðlað að bættri þjón­ustu, gæðum og auk­inni hag­kvæmni í rekstri.  Sjúkra­trygg­ingar Íslands verða „efldar sem kaup­andi og kostn­að­ar­grein­andi heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir hönd rík­is­ins.“

Til stendur að end­ur­meta almanna­trygg­inga­kerfi eldri borg­ara og að tvö­falda frí­tekju­mark atvinnu­tekna þeirra um kom­andi ára­mót. 

Til stendur að gera örorkulif­eyr­is­kerfið ein­fald­ara og draga úr tekju­teng­ing­um, en ekki til­greint með hvaða hætti. Breyt­ing­arnar verða inn­leiddar í áföngum og þau sem eru með fullt örorku­mat við upp­töku á nýju kerfi hafa val um hvort þau fær­ast yfir í nýja kerf­ið.

Þátt­taka og end­ur­koma ein­stak­linga með skerta starfs­getu á vinnu­markað verður auð­velduð þannig að fólk hafi fjár­hags­legan hag af atvinnu­þátt­töku og fái tæki­færi á vinnu­mark­aði án þess að afkomu­ör­yggi þeirra sé ógn­að. 

Segðu Borg­ar­lína án þess að segja Borg­ar­lína

Í sam­göngu­málum verður mótuð stefna um jarð­göng og stefnt að því að Sunda­braut opni fyrir umferð árið 2031, eða eftir tíu ár. Þá verður unnið að „áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og fjár­mögnun hágæða almenn­ings­sam­gangna og ann­arra sam­göngu­mann­virkja á grund­velli sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“ Það þýðir að Borg­ar­lína, sem greitt verður fyrir af ríki og sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er áfram á dag­skrá án þess að hún sé nefnd sér­stak­lega á nafn. Fram­tíð­ar­tekju­öfl­un­ar­kerfi rík­is­sjóðs vegna umferðar og orku­skipta verður mótað og inn­leitt á kjör­tíma­bil­inu og stuðlað verður að „al­menn­ings­sam­göngum með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum milli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar“.

Þá verður ráð­ist í skil­greindar þjóð­hags­lega arð­samar flýtifram­kvæmdir í sam­göngum „á grund­velli fjöl­breytt­ari fjár­mögn­unar og sam­starfs við einka­að­ila“.

Fjár­hags­legir hvatar til að þrýsta á sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga

Hús­næð­is­mál og skipu­lags­mál verða færð í nýtt inn­við­a­ráðu­neyti undir stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar „til að tryggja betri sam­hæf­ingu með sveit­ar­fé­lögum og auk­inn stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­að­i“. Áætl­anir í sam­göngu­mál­um, hús­næð­is­málum og skipu­lags­málum verða sam­þættar og lagðar fram sam­hliða. Ráð­ist verður í sér­stakt átak til upp­bygg­ingar á leigu­hús­næði fyrir fatlað fólk og eldra fólk innan almenna íbúða­kerf­is­ins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mun stýra nýju innviðaráðuneyti.
Mynd: Bára Huld Beck

Athygli vekur að það á að beita fjár­hags­legum hvötum til að þrýsta á frek­ari sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga með það fyrir augum að slíkt hafi burði til að standa undir þeirri þjón­ustu sem íbúar eiga rétt á. 

Opnað á fjár­fest­ingar í innviðum

Líf­eyr­is­kerfið og líf­eyr­is­sjóðir eru tölu­vert til umfjöll­unar í sátt­mál­an­um. Þar segir til að mynda að útfærðar verði leiðir til að auka frelsi fólks til að ráð­stafa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aði og að lög­fest verði 15,5 pró­sent skyldu­ið­gjald til líf­eyr­is­sjóðs.

Græn­bók um líf­eyr­is­mál verður unnin í sam­vinnu við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og líf­eyr­is­sjóði á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins í því skyni að „skapa grund­völl fyrir umræðu, stefnu­mörkun og ákvarð­anir um líf­eyr­is­kerfið og fram­tíð­ar­þróun þess með heild­stæðum hætt­i“. Meðal ann­ars verður horft til ein­föld­unar kerf­is­ins og fjallað um grund­vall­ar­for­sendur varð­andi hlut­verk, upp­bygg­ingu, sjálf­bærni og umfang sjóð­anna í efna­hags­líf­inu, upp­bygg­ingu rétt­inda og sam­spil milli ólíkra stoða líf­eyr­is­kerf­is­ins, nauð­syn­lega hækkun líf­eyr­is­ald­urs og sveigj­an­leika til töku líf­eyris í sam­hengi við hækk­andi lífald­ur, trygg­inga­fræði­legar for­send­ur, fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir, starfs­um­hverfi og eft­ir­lit. 

Sér­stak­lega er til­tekið að horfa þurfi til þess hvernig megi auka þátt­töku sjóð­anna í inn­viða­fjár­fest­ing­um. Kjarn­inn greindi frá því í gær að sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækið Summa sé þegar byrjað á vinnu við upp­setn­ingu á slíkum sjóði sem ætli að bjóða líf­eyr­is­sjóðum upp á að fjár­festa í hag­rænum og félags­legum innviðum á Ísland­i. 

Þá verða tíma­bundnar heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til auk­innar fjár­fest­ingar í nýsköp­un­ar- og vaxt­ar­sjóðum gerðar var­an­leg­ar.

Rýmkað ákvæði um dval­ar­leyfi fyrir þá sem vinna

End­ur­skoða á lög um útlend­inga og lög um atvinnu­rétt­indi útlend­inga með það að mark­miði að rýmka ákvæði er varða útgáfu dval­ar­leyfa á grund­velli atvinnu­þátt­töku. Þá verði þeim sem hér fá dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða eða sér­stakra tengsla við landið veitt und­an­þága frá kröfu um atvinnu­leyf­i. 

Sér­stak­lega er til­tekið að efla þurfi „traust og gagn­sæi um ákvarð­anir útlend­inga­yf­ir­valda“ en ekk­ert sagt um hvernig það eigi að fara fram.

Unnið verður að útgáfu full­gildra opin­berra raf­rænna per­sónu­skil­ríkja.

Fjöl­miðl­ar, kvik­myndir og þjóð­ar­leik­vangar

Umfjöllun um stöðu fjöl­miðla á Íslandi í sátt­mál­anum er loð­in. Þar segir að frjálsir fjöl­miðlar séu for­senda opinnar lýð­ræð­is­legrar umræðu og veiti stjórn­völd­um, atvinnu­líf­inu og helstu stofn­unum sam­fé­lags­ins nauð­syn­legt aðhald. Rík­is­stjórnin leggi áherslu á fjöl­breytni í flóru fjöl­miðla með öfl­ugu almanna­út­varpi og einka­reknum fjöl­miðl­um.

Engar aðgerðir eru hins vegar til­teknar til að ná þessum mark­mið­um, heldur ein­ungis sagt að staða einka­rek­inna fjöl­miðla verði metin áður en núver­andi stuðn­ings­kerfi rennur út í lok næsta árs. Í kjöl­farið verði ákveðnar aðgerðir til að „tryggja fjöl­breytni á fjöl­miðla­mark­aði og öfl­ugt almanna­út­varp“.

Eitt stærsta kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins var að auka end­­ur­greiðslu­hlut­­fall vegna þess kostn­aðar sem fell­ur til við kvik­­mynda­­gerð hér á landi úr 25 í 35 pró­sent. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, gagn­rýndi þessi áform í aðdrag­anda kosn­inga. Þessi áform rata samt sem áður inn í sátt­mál­ann, en með útvötn­uðum hætti. Þar segir að stutt verði við kvik­mynda­gerð með hærri end­ur­greiðslum „á skýrt afmörk­uðum þáttum til að stuðla að því að fleiri stór verk­efni verði unnin alfarið á Íslandi og tryggja auk­inn fyr­ir­sjá­an­leika í fjár­mögnun kerf­is­ins.“ Ekki er til­greint hvaða skýrt afmörk­uðu þættir það eru.

Mikið hefur verið rætt um upp­bygg­ingu nýrra þjóð­ar­leik­vanga og margir með vænt­ingar til þess að ráð­ist verði í slíka upp­bygg­ingu sem fyrst. Engar skýrar ákvarð­anir virð­ast liggja fyrir í þeim mál­um. Í sátt­mál­unum segir ein­fald­lega:  Unnið verður áfram að upp­bygg­ingu þjóð­ar­hallar inni­í­þrótta og þjóð­ar­leik­vanga.

Upp­fært 16:18:

Upp­runa­lega sagði í frétta­skýr­ing­unni að í efl­ingu Sjúkra­trygg­inga Íslands sem kaup­anda að heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir hönd rík­is­ins fælist að sú þjón­usta yrði keypt af einka­að­il­um. Eftir ábend­ingu frá starfs­manni Vinstri grænna um að svo væri ekki var því breytt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar