Froskaflækjur

Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.

Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Auglýsing

Það er gangur í „bygg­inga­brans­an­um“ í Kaup­manna­höfn. Og veitir ekki af, íbúum fjölgar ár frá ári. Í borg­inni er mikið um hús­næði sem ekki upp­fyllir kröfur nútím­ans enda komið til ára sinna. Á und­an­förnum árum hefur fjöldi húsa, í eldri hverfum borg­ar­inn­ar, verið rif­inn og ný komið í stað­inn. Í nýjum húsum sem byggð hafa verið í stað þeirra eldri eru íbúð­irnar í mörgum til­vikum stærri og betri en jafn­framt færri. Þess konar end­ur­bygg­ing leysir því ekki hús­næð­is­vand­ann, meira þarf til.

Tak­markað land­rými

Land­rými til nýbygg­inga í Kaup­manna­höfn , sem ekki hefur þegar verið nýtt, er tak­mark­að. Á hafn­ar­svæð­un­um, sem ekki eru lengur í notk­un, Suð­ur­höfn­inni, Norð­ur­höfn­inni og Íslands­bryggju hefur mikið verið byggt á síð­ustu árum, sömu­leiðis Sví­þjóð­ar­megin á Ama­ger (við Ama­ger strand) og í Ørestad. Þessi svæði verða brátt full­byggð og því þarf að leita nýrra leiða. Eitt svæði sem horft hefur verið til sem hugs­an­legs nýbygg­inga­svæðis er á norð­vest­ur­hluta Ama­ger, Ama­ger fælled, en nánar verður vikið að því svæði síð­ar.

Fimm­tíu ára Kaup­manna­hafn­arplanið

Í októ­ber 2018 und­ir­rit­uðu Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra og Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar sam­komu­lag ríkis og borgar um upp­bygg­ingu á 200 hekt­ara svæði við hafn­ar­mynni Kaup­manna­hafn­ar. Svæðið sem fengið hefur nafnið Lynettehol­men teng­ist Refs­haleøen, fyrrum athafna­svæði Burmeister & Wain skipa­smíða­stöðv­ar­inn­ar. Lynettehol­men verður land­fyll­ing, allt efnið þarf að flytja að. Gert er ráð fyrir um það bil 20 þús­und íbúðum og hluti eyj­unnar er jafn­framt ætl­aður fyr­ir­tækj­um. Við und­ir­skrift­ina, með til­heyr­andi handa­bandi, sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að ef allt gengi eftir yrði verk­efn­inu lokið árið 2070. Jafn­framt er ætl­unin að byggja 15 þús­und nýjar íbúðir á Refs­haleøen.

Auglýsing

Ama­ger fælled

Eins og áður sagði hafði borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar og skipu­lags­yf­ir­völd borg­ar­innar um nokk­urra ára skeið haft uppi áætl­anir um að selja bygg­inga­rétt á hluta Ama­ger fælled. Svæðið sem um ræðir hefur lengi verið friðað og er óbyggt, fyrir utan eitt all­stórt far­hug­la­heim­ili sem hefur verið þarna um ára­tuga­skeið. Sam­komu­lag náð­ist um það í borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar árið 2019 að aflétta friðun á hluta Ama­ger fælled, í því skyni að leyfa að þar yrði byggt, og selja bygg­inga­rétt­inn. Danska þing­ið, Fol­ket­in­get, sam­þykkti líka aflétt­ingu frið­un­ar.

Amager fælled. Þar stendur til að byggja íbúðir og það er mörgum þvert um geð. Mynd: Af vefnum naturibyen.com

And­virði söl­unnar á bygg­inga­væð­inu yrði notað til að fjár­magna frek­ari upp­bygg­ingu lesta­kerf­is­ins (Metro). Fyr­ir­ætl­anir borg­ar­stjórnar um söl­una mættu frá upp­hafi mik­illi and­stöðu, tug­þús­undir skrif­uðu undir mót­mæla­skjöl, nátt­úr­vernd­ar­sam­tök lýstu mik­illi and­stöðu við ákvarð­anir borg­ar­stjórnar en það breytti engu, gengið var frá sölu svæð­is­ins. Sam­tökin Ama­ger Fælleds Venner lögðu ekki árar í bát en stefndu borg­inni til að reyna að hindra bygg­inga­á­form­in. Til að unnt yrði að höfða mál þurftu sam­tökin að leggja fram trygg­ingu, 2 millj­ónir danskra króna (um 40 millj­ónir íslenskar). Þeim pen­ingum var safnað á tveimur dögum og í ágúst sl. voru fram­kvæmdir sem hafnar voru (jarð­vegs­vinna) stöðv­að­ar, eftir úrskurð Bæj­ar­rétt­ar. Skrif­ari þessa pistils var í Kaup­manna­höfn fyrir skömmu og sá að á Ama­ger fælled var allt stopp. Nokkur stór vinnu­tæki stóðu á hinu fyr­ir­hug­aða bygg­inga­svæði, það var allt og sumt. Ekki er ljóst hvert fram­haldið verður en málið er nú hjá sér­stakri úrskurð­ar­nefnd Atvinnu­mála­ráðu­neyt­is­ins. Búist er við nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar í jan­úar 2022.

Á hverju strand­aði?

Nú má spyrja, er borg­inni ekki heim­ilt að breyta skipu­lagi og er hægt að koma í veg fyrir það, si svona?

Því er til að svara að lögin um nátt­úru­vernd eru mjög afdrátt­ar­laus. Sam­kvæmt þeim er ein­ungis hægt að aflétta friðun til­tek­ins svæðis ef brýn sam­fé­lags­leg nauð­syn kref­ur. Hvort um slíkt hafi verið að ræða í til­viki Ama­ger fælled er umdeil­an­legt. En það var annað sem þarna spil­aði inn í og vó þyngra: salamandra­frosk­ur­inn.

Alfriðuð teg­und

Lengi hefur verið vitað að á til­teknu svæði á Ama­ger fælled er að finna sjald­gæfa teg­und froska. Nánar til­tekið eitt afbrigði svo­kall­aðrar stóru sala­möndru, sem er þrátt fyrir nafnið lít­il. Þetta til­tekna afbrigði er alfriðað og sam­kvæmt sam­þykktum Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Dan­mörk hefur skuld­bundið sig til að hlíta, er strang­lega bannað að raska búsetu­skil­yrðum frið­aðra dýra. Það er þetta sem nú hefur stöðvað bygg­inga­á­formin á Ama­ger fælled. Borg­in, og bygg­inga­verk­tak­inn, sem keypti land­ið, segja að hægt sé að flytja sala­möndr­urnar á annað svæði, þar sem þær fái að vera í friði, en nátt­úru­vernd­ar­sinnar gefa lítið fyrir þær yfir­lýs­ing­ar. En, eins og er una sala­möndr­urnar vænt­an­lega glaðar við sitt, enda vita þær ekk­ert um ósætti í mann­heim­um.

Græn­bletta­frosk­arnir

Eftir und­ir­skrift danska for­sæt­is­ráð­herr­ans og yfir­borg­ar­stjóra Kaup­manna­hafnar um að hrinda úr vör „fimm­tíu ára áætl­un­inni“ hófst und­ir­bún­ingur þess sem nefnt er Lynetteholm verk­efn­ið. Eins og áður var á minnst verða hekt­ar­arnir 200 „til­búið land“, það er að segja land­fyll­ing. Ljóst er að þetta stóra verk­efni veldur margs konar raski á svæðum í nágrenn­inu. Mikil umferð stórra vöru­bíla, bygg­inga­krana og alls kyns vinnu­véla dag út og dag inn árum saman er fyr­ir­séð. Nátt­úru- og dýra­vernd­ar­sam­tök hafa bent á að á svæð­inu í nágrenni hinnar fyr­ir­hug­uðu land­fyll­ingar sé fjöl­breytt dýra­líf. Meðal ann­ars sé þar að finna sjald­gæfa teg­und froska, svo­nefnda græn­bletta­froska (grøn­broged tudse). Þessi froska­teg­und er alfrið­uð.

Mynd: Wikimedia Commons/Umberto Salvagnin

Í skýrslu sem ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Rambøll vann fyrir dönsku umferð­ar­stof­una, Trafik­styrel­sen, er minnst á græn­bletta­frosk­ana. Nið­ur­staða Rambøll var að á síð­ustu árum hafi ekki fund­ist græn­bletta­froskar á svæðum í nágrenni hins fyr­ir­hug­aða bygg­inga­svæð­is. Þess vegna þyrfti ekki að meta áhrif fram­kvæmda á froska og aðrar skyldar dýra­teg­und­ir. Þessi nið­ur­staða kom dýra­vernd­un­ar­sinnum á óvart, þeir segja vitað að umrædd svæði séu búsvæði margra dýra­teg­unda, ekki síst hinna frið­uðu græn­bletta­froska. Í skýrslu sem ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Amphi Consult vann fyrir dönsku nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin kemur fram að miklar líkur séu á að fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir raski við­kvæmu dýra­lífi á svæð­inu.

Íhuga máls­höfðun

Þegar ágrein­ingur rís vegna skipu­lags- og fram­kvæmda er i flestum til­vikum hægt að skjóta þeim ágrein­ingi til úrskurð­ar­nefnda. Þannig var það t.d með Ama­ger fælled mál­ið. En hvað varðar Lynettehol­men er slíkum mögu­leika ekki til að dreifa. Ástæðan er sú að danska þingið sam­þykkti sér­lög varð­andi þetta stóra verk­efni og það und­an­skilur það lögum um áfrýj­un. Dönsku nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin hafa sent sam­göngu­nefnd þings­ins sér­staka beiðni um að málið verði skoðað sér­stak­lega en hafa jafn­framt íhugað máls­sókn.

Lynetteholmen er blái flöturinn, Refshaleøen er sýnd í rauðum lit. Mynd: DR

Lögin gilda fyrir alla

Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken sagði Ellen Margrethe Basse pró­fessor í umhverf­is­rétti við Árósa­há­skóla að lögin væru skýr. Ef græn­bletta­froska er að finna á fram­kvæmda­svæðum skal meta áhrif fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda. ,,Það er skylt að tryggja öryggi græn­bletta­froskanna, það stendur skýrum stöfum í nátt­úru­vernd­ar­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins. Sú til­skipun gildir líka fyrir danska þing­ið.“

Fyr­ir­hugað er að fram­kvæmdir við Lynettehol­men hefj­ist á næsta ári. Hvort sú verður raunin er of snemmt að segja til um.

Kvakk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar