Ekki gert ráð fyrir að setja pening úr ríkissjóði í nýja þjóðarleikvanga út árið 2026

Í fyrrahaust sendu stjórnvöld frá sér tilkynningar um byggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Gefið var í skyn að framkvæmdir væru á næsta leiti. Ekkert er að finna um fjármögnun verkefnanna í nýrri fjármálaáætlun.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á mánudag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á mánudag.
Auglýsing

Hvorki er gert ráð fyrir því að setja fjármagn í nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026 né nýjan þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í fyrradag.

Þar segir að áform um þjóðarleikvang í knattspyrnu séu enn það skammt á veg komin að ekki þótti tímabært að gera ráð fyrir fjármögnun í þessari áætlun. Ekkert er minnst á byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta. 

Í fyrrahaust sendu stjórnvöld frá sér tilkynningar þar sem sagt var að vonir stæðu til að nýr þjóðarleikvangur í knattspyrnu myndi rísa á næstu fimm árum og að fram undan væri að tryggja fjármögnun fyrir nýja höll fyrir inniíþróttir.

Hagkvæmast að byggja nýjan 15 þúsund manna völl

Þann 10. nóvember 2020 sendi mennta- og menningarmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt á fundi sínum þann dag að hefja við­ræður við Reykja­vík­ur­borg um næstu skref vegna bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs, að til­lögu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Í tilkynningunni var meðal annars haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra,  að það væri löngu tímabært að ráðast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og að hún væri „vongóð um að hann muni rísa á næstu fimm árum.“

Auglýsing
Haft var eftir fjármála- og efnahagsráðherra í sömu tilkynningu að nú þyrfti að meta hvernig haga skyldi útboði á helstu verk­þátt­um, t.d. verkefnisstjórn, hönnun og byggingaverktöku, en jafn­framt þurfa máls­að­ilar að semja um mik­il­væga þætti eins og eign­ar­hald og fjár­mögn­un. „Ég er er fullur bjart­sýni um að lend­ing náist í því og að nýr þjóð­ar­leik­vangur rísi sem allra fyrst,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Nú, rúmum fjórum mánuðum síðar, er ekki gert ráð fyrir því í áformum stjórnvalda að fjármagni verði veitt í verkefnið út árið 2026. 

Við­ræð­urnar við Reykjavíkurborg­ áttu að byggja á val­kosta­grein­ingu breska ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins AFL, sem varð hlut­skarp­ast í útboði sem efnt var til á evr­ópska efna­hags­svæð­inu snemma árs í fyrra.

Niðurstaða AFL var að hag­kvæm­asti kost­ur­inn varð­andi bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs í knatt­spyrnu væri að byggja nýjan fót­bolta­völl með sætum fyrir 15 þús­und áhorf­endur og að ekki væri fýsi­legt til langs tíma að ráð­ast í end­ur­bætur á Laug­ar­dals­velli.

Átti að „grípa skófluna“

Skömmu áður en að niðurstaða AFL lá fyrir, nánar tiltekið 22. september 2020, var birt tilkynning á vef stjórnarráðsins um að starfshópur um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir hefði skilað skýrslu um helstu valkosti er snúa að uppbyggingu slíks íþróttamannvirkis. Mennta- og menningarmálaráðherra hafði skipað starfshópinn til þess að afla upplýsinga um kröfur sem gerðar voru til mannvirkja sem hýsa alþjóðlega leiki og mót auk þess að greina þarfir fyrir slíkt mannvirki hérlendis. 

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.

Helstu niðurstöður hópsins voru þær að engin mannvirki á Íslandi uppfylltu þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóðlegra keppna eða landsleikja í handknattleik og körfuknattleik.

Til að uppfylla alþjóðlegar kröfur yrði að byggja nýtt mannvirki. Verkís verkfræðistofa var fengin til þess að gera kostnaðarmat á byggingu mannvirkis ásamt því að leggja mat á rekstrarkostnað, þar sem mið var tekið af nýreistri íþróttahöll í Þrándheimi í Noregi sem tekur 8.600 manns í sæti.

Í tilkynningunni var haft eftir mennta- og menningarmálaráðherra að fram undan væri að tryggja fjármögnun og samvinnu við helstu samstarfsaðila. Síðar þyrfti að „ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga, íþróttaunnendur og iðkendur á öllum aldri.“

Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í byggingu þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir í fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent