Ekki gert ráð fyrir að setja pening úr ríkissjóði í nýja þjóðarleikvanga út árið 2026

Í fyrrahaust sendu stjórnvöld frá sér tilkynningar um byggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Gefið var í skyn að framkvæmdir væru á næsta leiti. Ekkert er að finna um fjármögnun verkefnanna í nýrri fjármálaáætlun.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á mánudag.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á mánudag.
Auglýsing

Hvorki er gert ráð fyrir því að setja fjár­magn í nýjan þjóð­ar­leik­vang í knatt­spyrnu í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2022-2026 né nýjan þjóð­ar­leik­vang fyrir inni­í­þróttir sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í fyrra­dag.

Þar segir að áform um þjóð­ar­leik­vang í knatt­spyrnu séu enn það skammt á veg komin að ekki þótti tíma­bært að gera ráð fyrir fjár­mögnun í þess­ari áætl­un. Ekk­ert er minnst á bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs fyrir inni­í­þróttir á borð við hand­bolta og körfu­bolta. 

Í fyrra­haust sendu stjórn­völd frá sér til­kynn­ingar þar sem sagt var að vonir stæðu til að nýr þjóð­ar­leik­vangur í knatt­spyrnu myndi rísa á næstu fimm árum og að fram undan væri að tryggja fjár­mögnun fyrir nýja höll fyrir inni­í­þrótt­ir.

Hag­kvæm­ast að byggja nýjan 15 þús­und manna völl

Þann 10. nóv­em­ber 2020 sendi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið frá sér til­kynn­ingu þar sem greint var frá því að rík­is­stjórnin hefði sam­þykkt á fundi sínum þann dag að hefja við­ræður við Reykja­vík­­­ur­­borg um næstu skref vegna bygg­ingu nýs þjóð­­ar­­leik­vangs, að til­­lögu mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra og fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Í til­kynn­ing­unni var meðal ann­ars haft eftir Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra,  að það væri löngu tíma­bært að ráð­ast í bygg­ingu nýs þjóð­ar­leik­vangs og að hún væri „von­góð um að hann muni rísa á næstu fimm árum.“

Auglýsing
Haft var eftir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í sömu til­kynn­ingu að nú þyrfti að meta hvernig haga skyldi útboði á helstu verk­þátt­um, t.d. verk­efn­is­stjórn, hönnun og bygg­inga­verk­töku, en jafn­­framt þurfa máls­að­ilar að semja um mik­il­væga þætti eins og eign­­ar­hald og fjár­­­mögn­un. „Ég er er fullur bjart­­sýni um að lend­ing náist í því og að nýr þjóð­­ar­­leik­vangur rísi sem allra fyrst,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son.

Nú, rúmum fjórum mán­uðum síð­ar, er ekki gert ráð fyrir því í áformum stjórn­valda að fjár­magni verði veitt í verk­efnið út árið 2026. 

Við­ræð­­urnar við Reykja­vík­ur­borg­ áttu að byggja á val­­kosta­­grein­ingu breska ráð­gjafa­­fyr­ir­tæk­is­ins AFL, sem varð hlut­skarp­­ast í útboði sem efnt var til á evr­­ópska efna­hags­­svæð­inu snemma árs í fyrra.

Nið­ur­staða AFL var að hag­­kvæm­­asti kost­­ur­inn varð­andi bygg­ingu nýs þjóð­­ar­­leik­vangs í knatt­­spyrnu væri að byggja nýjan fót­­bolta­­völl með sætum fyrir 15 þús­und áhorf­endur og að ekki væri fýsi­­legt til langs tíma að ráð­­ast í end­­ur­bætur á Laug­­ar­dals­velli.

Átti að „grípa skófl­una“

Skömmu áður en að nið­ur­staða AFL lá fyr­ir, nánar til­tekið 22. sept­em­ber 2020, var birt til­kynn­ing á vef stjórn­ar­ráðs­ins um að starfs­hópur um þjóð­ar­leik­vang fyrir inni­í­þróttir hefði skilað skýrslu um helstu val­kosti er snúa að upp­bygg­ingu slíks íþrótta­mann­virk­is. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hafði skipað starfs­hóp­inn til þess að afla upp­lýs­inga um kröfur sem gerðar voru til mann­virkja sem hýsa alþjóð­lega leiki og mót auk þess að greina þarfir fyrir slíkt mann­virki hér­lend­is. 

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.

Helstu nið­ur­stöður hóps­ins voru þær að engin mann­virki á Íslandi upp­fylltu þær kröfur sem gerðar eru til sér­sam­banda vegna alþjóð­legra keppna eða land­s­leikja í hand­knatt­leik og körfuknatt­leik.

Til að upp­fylla alþjóð­legar kröfur yrði að byggja nýtt mann­virki. Ver­kís verk­fræði­stofa var fengin til þess að gera kostn­að­ar­mat á bygg­ingu mann­virkis ásamt því að leggja mat á rekstr­ar­kostn­að, þar sem mið var tekið af nýreistri íþrótta­höll í Þránd­heimi í Nor­egi sem tekur 8.600 manns í sæti.

Í til­kynn­ing­unni var haft eftir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra að fram undan væri að tryggja fjár­mögnun og sam­vinnu við helstu sam­starfs­að­ila. Síðar þyrfti að „ráð­ast í hönnun og grípa skófl­una og byggja fram­tíð­ar­leik­vanga fyrir lands­lið Íslend­inga, íþróttaunn­endur og iðk­endur á öllum aldri.“

Ekki er gert ráð fyrir fjár­magni í bygg­ingu þjóð­ar­leik­vangs fyrir inni­í­þróttir í fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2022-2026.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent