Embætti landlæknis segir nei við heimabruggi

Í frumvarpi um breytingu á áfengislögum er lagt til að bruggun áfengis til einkaneyslu með gerjun verði heimiluð. Ekki verður hægt að fylgjast með heildardrykkju þjóðarinnar nái frumvarpið fram að ganga, segir í umsögn Embættis landlæknis um frumvarpið.

Bjórbruggun til einkaneyslu er bönnuð hér á landi.
Bjórbruggun til einkaneyslu er bönnuð hér á landi.
Auglýsing

Með því að heimila heimabruggun verður ógerlegt að fylgjast með heildardrykkju þjóðarinnar að því er fram kemur í umsögn Embættis landlæknis við lagafrumvarp um breytingu á áfengislögum sem myndi heimila heimabruggun. Embættið er mótfallið því að bann við heimabruggun verði aflétt og leggst gegn breytingum á áfengislögum. Undir umsögnina skrifa þeir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, og Rafn Magnús Jónsson verkefnisstjóri á sviði lýðheilsu.

Í umsögn embættisins segir að það hafi ítrekað undanfarin ár varað við og lagst gegn breytingum á fyrirkomulagi á sölu áfengis á Íslandi. „Takmarkað aðgengi að áfengi, sem meðal annars felur í sér takmarkað aðgengi með einkasölu ríkisins á áfengi, er áhrifarík leið til að draga úr skaðlegum áhrifum vegna notkunar áfengis. Ekki þarf að efast um skaðleg áhrif áfengis á einstaklinga og samfélög en á hverju ári látast rúmlega þrjár milljónir manna í heiminum af áfengistengdum orsökum,“ segir þar enn fremur.

Eitt af markmiðum Heimsáætlunar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sé að draga úr heildaráfengisnotkun þjóða en með breytingu á áfengislögum verður ekki hægt að fylgjast með heildardrykkju þjóðarinnar.

Auglýsing

Frumvarpið flutt í fimmta sinn

Breytingin í lagafrumvarpinu sem um ræðir er fólgin í því að bruggun bjórs til einkaneyslu verði heimiluð, það er að segja að bruggun áfengis með gerjun verði leyfð. Bruggun áfengis til einkaneyslu með eimingu yrði því enn bönnuð. Þetta er í fimmta sinn sem frumvarpið er flutt en í upphaflegri mynd þess var ekki gerður greinarmunur á framleiðslu áfengis með gerjun og með eimingu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata.

Í greinargerð frumvarpsins er áfengisneysla sögð rótgróinn hluti af íslenskri menningu. Framleiðsla þess, sala og neysla hafi verið háð miklum takmörkunum vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem áfengisneysla veldur bæði þeim sem neyta og samfélaginu í heild. Með frumvarpinu sé þó hvorki lögð til rýmkun á heimildum til dreifingar né breyting á sölufyrirkomulagi.

Þar segir einnig að á síðustu árum hafi margar nýjar tegundir íslensks bjórs rutt sér til rúms á síðustu árum og að forvitni ferðamanna á íslenskum bjór hafi aukist samhliða þeirri þróun. Sú þróun megi ekki byggja á lögbroti, eða eins og segir í greinargerð frumvarpsins: „Það skýtur skökku við að vaxtarbroddur íslenskrar bjórmenningar og sú jákvæða ímynd sem tekist hefur að afla íslenskum bjór hvað varðar gæði grundvallist í reynd á afbroti sem þung refsing liggur við.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent