CCP aftur með langmesta skattafrádráttinn vegna nýsköpunar

Skattafrádráttur fyrirtækja hérlendis sem stóðu í rannsóknar- eða þróunarvinnu nam alls 10,4 milljörðum króna í ár og rann til 264 fyrirtækja. Sem fyrr fær tölvuleikjafyrirtækið CCP mesta frádráttinn, en hann nam 550 milljónum króna.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Auglýsing

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fær alls 550 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá skatt­inum í ár vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfa sem unnin voru í fyrra, mest allra fyr­ir­tækja á Íslandi. Þetta kemur fram í nýupp­færðum lista Skatts­ins yfir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem fengu skatta­frá­drátt.

Tvö­falt meiri en í fyrra

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem stjórn­ar­ráðið birti á mánu­dag­inn nema end­ur­greiðslur rík­is­sjóðs vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar alls 10.431 millj­ónir króna í ár. Þetta er rúm­lega tvö­falt meira en end­ur­greiðsl­urnar í fyrra, sem námu sam­tals 5.186 millj­ónum króna.

Stjórn­ar­ráðið segir þessa miklu aukn­ingu vera meðal ann­ars til komin vegna tíma­bund­innar hækk­unar á end­ur­greiðslu­hlut­falli og hækk­unar á frá­drátt­ar­bærum kostn­aði. Ef fyr­ir­tækin skila hagn­aði gengur þessi afsláttur upp í tekju­skatt, en ann­ars er hann útgreið­an­legur að fullu.

Auglýsing

Alls fá 264 lög­að­ilar stuðn­ing­inn í ár en þeir voru 201 á síð­asta ári. Sam­kvæmt skatt­inum er hámark skatta­frá­dráttar 385 millj­ónir króna hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, en 275 millj­ónir króna hjá stórum fyr­ir­tækjum í ár.

CCP skráir í gegnum tvö félög

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður hefur CCP, sem er skil­greint sem stórt fyr­ir­tæki, hins vegar fengið allt að tvö­falda end­ur­greiðslu frá Skatt­inum á síð­ustu árum, þar sem fyr­ir­tækið skiptir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­inum af starf­semi sinni upp í tvö félög. Hið sama er uppi á ten­ingnum í ár, CCP fær 275 millj­óna króna frá­drátt í gegnum félagið CCP ehf. og aðra jafn­háa upp­hæð í gegnum félagið CCP Plat­form ehf.

Að CCP und­an­skildu fær upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tækið Origo mesta skatta­frá­drátt­inn í ár, en hann nemur alls 372 millj­ónum króna, ef tal­inn er með 44,5 pró­senta eign­ar­hlutur þess í fyr­ir­tæk­inu Tempo. LS Retail er svo með þriðja mesta skatta­frá­drátt­inn í ár, en hann nemur alls 317 millj­ónum króna. Þar á eftir koma Össur og Alvot­ech, sem hvort um sig fær 275 millj­ónir króna í skatta­af­slátt vegna nýsköp­un­ar.

Mestur frá­dráttur vegna hug­bún­að­ar­gerðar

Af þeim 38 félögum sem fengu skatta­frá­drátt­inn og eru til­greindir á vef Skatts­ins fengu 10 þeirra end­ur­greiðslu vegna hug­bún­að­ar­gerð­ar. Þeirra á meðal voru CCP og LS Retail, en fyr­ir­tækin Act­i­vity Str­eam, Men and Mice og GRID fá einnig yfir 100 millj­ónir króna í skatta­frá­drátt á þessum for­send­um.

Sex af þessum fyr­ir­tækjum fá aftur á móti skatta­frá­drátt vegna fram­leiðslu á tækj­um, vélum og bún­aði og er hann yfir 100 millj­ónum króna hjá þeim öll­um. Mest fá Öss­ur, Marel og Controlant, en Nox Med­ical, Skag­inn og 3X Technology eru einnig nefnd­ir.

Fyr­ir­tæki fengu einnig skatta­frá­drátt vegna starf­semi sína á ýmsum öðrum svið­um, líkt og útgáfu tölvu­leikja, heil­brigð­is­þjón­ustu, gagna­vinnslu og upp­lýs­inga­tækni. Íslenska net­ör­ygg­is­fyr­ir­tækið Awa­reGO ehf. var einnig á list­an­um, en sam­kvæmt Skatt­inum fékk það end­ur­greiðslu vegna bóka­út­gáfu sinn­ar.

Fyr­ir­vari: Hjálmar Gísla­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri GRID, er hlut­hafi og stjórn­ar­maður í Kjarn­anum með 17,68% eign­ar­hlut.

Upp­fært 22/11: Upp­lýs­ingum um skatta­frá­drátt til Origo og Tempo var bætt við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent