CCP aftur með langmesta skattafrádráttinn vegna nýsköpunar

Skattafrádráttur fyrirtækja hérlendis sem stóðu í rannsóknar- eða þróunarvinnu nam alls 10,4 milljörðum króna í ár og rann til 264 fyrirtækja. Sem fyrr fær tölvuleikjafyrirtækið CCP mesta frádráttinn, en hann nam 550 milljónum króna.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Auglýsing

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP fær alls 550 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá skatt­inum í ár vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfa sem unnin voru í fyrra, mest allra fyr­ir­tækja á Íslandi. Þetta kemur fram í nýupp­færðum lista Skatts­ins yfir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem fengu skatta­frá­drátt.

Tvö­falt meiri en í fyrra

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem stjórn­ar­ráðið birti á mánu­dag­inn nema end­ur­greiðslur rík­is­sjóðs vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar alls 10.431 millj­ónir króna í ár. Þetta er rúm­lega tvö­falt meira en end­ur­greiðsl­urnar í fyrra, sem námu sam­tals 5.186 millj­ónum króna.

Stjórn­ar­ráðið segir þessa miklu aukn­ingu vera meðal ann­ars til komin vegna tíma­bund­innar hækk­unar á end­ur­greiðslu­hlut­falli og hækk­unar á frá­drátt­ar­bærum kostn­aði. Ef fyr­ir­tækin skila hagn­aði gengur þessi afsláttur upp í tekju­skatt, en ann­ars er hann útgreið­an­legur að fullu.

Auglýsing

Alls fá 264 lög­að­ilar stuðn­ing­inn í ár en þeir voru 201 á síð­asta ári. Sam­kvæmt skatt­inum er hámark skatta­frá­dráttar 385 millj­ónir króna hjá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, en 275 millj­ónir króna hjá stórum fyr­ir­tækjum í ár.

CCP skráir í gegnum tvö félög

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður hefur CCP, sem er skil­greint sem stórt fyr­ir­tæki, hins vegar fengið allt að tvö­falda end­ur­greiðslu frá Skatt­inum á síð­ustu árum, þar sem fyr­ir­tækið skiptir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­inum af starf­semi sinni upp í tvö félög. Hið sama er uppi á ten­ingnum í ár, CCP fær 275 millj­óna króna frá­drátt í gegnum félagið CCP ehf. og aðra jafn­háa upp­hæð í gegnum félagið CCP Plat­form ehf.

Að CCP und­an­skildu fær upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tækið Origo mesta skatta­frá­drátt­inn í ár, en hann nemur alls 372 millj­ónum króna, ef tal­inn er með 44,5 pró­senta eign­ar­hlutur þess í fyr­ir­tæk­inu Tempo. LS Retail er svo með þriðja mesta skatta­frá­drátt­inn í ár, en hann nemur alls 317 millj­ónum króna. Þar á eftir koma Össur og Alvot­ech, sem hvort um sig fær 275 millj­ónir króna í skatta­af­slátt vegna nýsköp­un­ar.

Mestur frá­dráttur vegna hug­bún­að­ar­gerðar

Af þeim 38 félögum sem fengu skatta­frá­drátt­inn og eru til­greindir á vef Skatts­ins fengu 10 þeirra end­ur­greiðslu vegna hug­bún­að­ar­gerð­ar. Þeirra á meðal voru CCP og LS Retail, en fyr­ir­tækin Act­i­vity Str­eam, Men and Mice og GRID fá einnig yfir 100 millj­ónir króna í skatta­frá­drátt á þessum for­send­um.

Sex af þessum fyr­ir­tækjum fá aftur á móti skatta­frá­drátt vegna fram­leiðslu á tækj­um, vélum og bún­aði og er hann yfir 100 millj­ónum króna hjá þeim öll­um. Mest fá Öss­ur, Marel og Controlant, en Nox Med­ical, Skag­inn og 3X Technology eru einnig nefnd­ir.

Fyr­ir­tæki fengu einnig skatta­frá­drátt vegna starf­semi sína á ýmsum öðrum svið­um, líkt og útgáfu tölvu­leikja, heil­brigð­is­þjón­ustu, gagna­vinnslu og upp­lýs­inga­tækni. Íslenska net­ör­ygg­is­fyr­ir­tækið Awa­reGO ehf. var einnig á list­an­um, en sam­kvæmt Skatt­inum fékk það end­ur­greiðslu vegna bóka­út­gáfu sinn­ar.

Fyr­ir­vari: Hjálmar Gísla­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri GRID, er hlut­hafi og stjórn­ar­maður í Kjarn­anum með 17,68% eign­ar­hlut.

Upp­fært 22/11: Upp­lýs­ingum um skatta­frá­drátt til Origo og Tempo var bætt við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent