Ekkert hægt að fullyrða um mismunandi vernd bóluefna

Flestir bólusettra sem smitast hafa í yfirstandandi bylgju fengu bóluefni Pfizer. Það sama á við um þá bólusettu sjúklinga sem lagðir hafa verið inn. Ekki er þó hægt að reikna virkni bóluefna út frá þessum tölum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Frá 1. júlí hafa rúm­lega 9.200 manns greinst með COVID-19 hér landi og um 60 pró­sent voru full­bólu­sett við grein­ingu. Flest hinna smit­uðu á þessu tíma­bili hafa verið bólu­sett með Pfiz­er, þá Jans­sen, svo Astr­aZeneca og loks Moderna. Að sögn sótt­varna­læknis er ekki hægt að sjá út frá þessum tölum hvort eitt bólu­efni fremur en annað sé að veita meiri eða minni vernd.

Auglýsing

190 hafa lagst inn á sjúkra­hús í þess­ari bylgju og voru flest þeirra bólu­sett með Pfiz­er, síðan Astr­aZeneca, þá Jans­sen og loks Moderna. „Sömu­leiðis er ekki hægt að reikna virkn­ina út frá þessum tölum því mis­mun­andi margir voru bólu­settir með bólu­efn­unum og eins var ald­ur­inn mis­mun­andi og tíðni und­ir­liggj­andi sjúk­dóma,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við Kjarn­ann spurður út í virkni ólíkra bólu­efna.

Um helm­ingur allra bólu­settra hér á landi hefur fengið bólu­efni Pfiz­er. Fæstir hafa fengið bólu­efni Moderna eða aðeins 7,2 pró­sent lands­manna.

Her­ferð örv­un­ar­bólu­setn­ingar er hafin og í henni eru notuð mRNA-­bólu­efnin tvö; Pfizer og Moderna. Allir sextán ára og eldri munu fá boð í slíka bólu­setn­ingu og mun her­ferðin standa að minnsta kosti fram í febr­úar á næsta ári.

„Við notum enn tölu­vert af Jans­sen en Astr­aZeneca er ekki lengur flutt inn,“ segir Þórólf­ur. „Það nýt­ist betur í öðrum löndum út af þeim tak­mörk­unum sem við höfðum sett á notkun þess með til­liti til ald­urs og kyns.“

Þeir skammtar af bólu­efni Astr­aZeneca sem eru til í land­inu eru not­aðir í seinni skammta þeirra sem hafa ekki klárað bólu­setn­ingu tím­an­lega eða hófu hana erlendis og vilja klára með sama bólu­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent