Ekkert hægt að fullyrða um mismunandi vernd bóluefna

Flestir bólusettra sem smitast hafa í yfirstandandi bylgju fengu bóluefni Pfizer. Það sama á við um þá bólusettu sjúklinga sem lagðir hafa verið inn. Ekki er þó hægt að reikna virkni bóluefna út frá þessum tölum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Frá 1. júlí hafa rúm­lega 9.200 manns greinst með COVID-19 hér landi og um 60 pró­sent voru full­bólu­sett við grein­ingu. Flest hinna smit­uðu á þessu tíma­bili hafa verið bólu­sett með Pfiz­er, þá Jans­sen, svo Astr­aZeneca og loks Moderna. Að sögn sótt­varna­læknis er ekki hægt að sjá út frá þessum tölum hvort eitt bólu­efni fremur en annað sé að veita meiri eða minni vernd.

Auglýsing

190 hafa lagst inn á sjúkra­hús í þess­ari bylgju og voru flest þeirra bólu­sett með Pfiz­er, síðan Astr­aZeneca, þá Jans­sen og loks Moderna. „Sömu­leiðis er ekki hægt að reikna virkn­ina út frá þessum tölum því mis­mun­andi margir voru bólu­settir með bólu­efn­unum og eins var ald­ur­inn mis­mun­andi og tíðni und­ir­liggj­andi sjúk­dóma,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við Kjarn­ann spurður út í virkni ólíkra bólu­efna.

Um helm­ingur allra bólu­settra hér á landi hefur fengið bólu­efni Pfiz­er. Fæstir hafa fengið bólu­efni Moderna eða aðeins 7,2 pró­sent lands­manna.

Her­ferð örv­un­ar­bólu­setn­ingar er hafin og í henni eru notuð mRNA-­bólu­efnin tvö; Pfizer og Moderna. Allir sextán ára og eldri munu fá boð í slíka bólu­setn­ingu og mun her­ferðin standa að minnsta kosti fram í febr­úar á næsta ári.

„Við notum enn tölu­vert af Jans­sen en Astr­aZeneca er ekki lengur flutt inn,“ segir Þórólf­ur. „Það nýt­ist betur í öðrum löndum út af þeim tak­mörk­unum sem við höfðum sett á notkun þess með til­liti til ald­urs og kyns.“

Þeir skammtar af bólu­efni Astr­aZeneca sem eru til í land­inu eru not­aðir í seinni skammta þeirra sem hafa ekki klárað bólu­setn­ingu tím­an­lega eða hófu hana erlendis og vilja klára með sama bólu­efni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent