Eigandinn segir mikinn kaupáhuga á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík

Í febrúar sagði bankastjóri Arion banka að litlar vonir væru um að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík myndi starfa aftur. Nú segir bankinn að mikill áhugi sé á henni vegna breyttra markaðsaðstæðna og að viðræður standi yfir við áhugasama kaupendur.

Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Auglýsing

Stjórn­endur Arion banka segja að jákvæðar breyt­ingar á mark­aði fyrir kísil hafi leitt til þess að mik­ill áhugi hafi skap­ast á eign dótt­ur­fé­lags bank­ans, Stakks­bergs, en þar er um að ræða verk­smiðju í Helgu­vík á Suð­ur­nesjum sem áður var kennd við fyr­ir­tækið United Sil­icon. Á kynn­ingu sem fór fram á mark­aðs­degi bank­ans á mið­viku­dag segir að við­ræður við áhuga­sama aðila standi yfir. 

Bók­fært virði Stakks­bergs í bókum Arion banka var tæp­lega 1,7 millj­arður króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins.

Fjallað er um stöðu mála hjá Stakksbergi í kynningu sem fór fram á markaðsdegi Arion banka á miðvikudag.

Í síð­asta birta árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sagði að félagið væri á loka­metr­unum með nýtt umhverf­is­mat á kís­il­verk­smiðj­unni. Áætl­aður kostn­aður við þær úrbætur sem átti að ráð­ast í á verk­smiðj­unni sam­kvæmt úrbóta­á­ætlun Stakks­bergs er um 4,5 millj­arðar króna.  ­Á­ætl­anir um breyt­ingar á verk­smiðj­unni eru sagðar vera á loka­stigi sam­þykkt­ar.

Sagði litlar vonir um að kveikt yrði aftur á verk­smiðj­unni

Þetta er tölu­verður við­snún­ingur frá því sem fram kom á upp­gjörs­fundi Arion banka sem fram fór í febr­úar síð­ast­liðn­um. Þar sagði Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, að þar sem bank­inn bók­­færði aðeins hrakvirði á verk­smiðj­una væri það „vís­bend­ing um að litl­ar vonir séu um að verk­­smiðjan muni starfa aft­­ur, á­huga­vert væri að sjá aðra og grænni starf­­semi eiga sér stað þar í fram­­tíð­inn­i.”

Auglýsing
Bók­fært virði félags­­ins, sem er það sama og nú, end­­ur­­spegl­aði „einkum verð­­mæti lóðar og end­ur­sölu­virði tækja­­bún­­að­­ar.“

Arion banki var stærsti kröf­u­hafi verk­efn­is­ins og tók yfir verk­smiðj­una. Til­­­­­gang­­­ur­inn átti að vera sá að greiða úr þeim vand­­­kvæðum sem voru til staðar við rekstur henn­­­ar, upp­­­­­fylla þau leyfi sem þurfti til og selja hana síðan þegar verk­­­smiðjan væri orðin starf­hæf að nýju. 

Verksmiðjan í Helguvík.

Bank­inn segir í árs­­reikn­ingi sínum að Stakks­berg sé nú á loka­­stigi vinnu við gerð nýs umhverf­is­­mats fyrir verk­smiðj­una. „Mark­mið bank­ans er að selja rekstur Stakks­bergs á grund­velli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í þessu skyn­i.“ 

Mikil and­­staða íbúa við end­­ur­ræs­ingu

Erfitt er þó að sjá að kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan verði end­­ur­ræst, að minnsta kosti í fyr­ir­­sjá­an­­legri fram­­tíð. Þar ræður miklu gríð­­ar­­lega and­­staða íbúa sem búa í nágrenni við verk­smiðj­una sem hafa kvartað mjög undan mengun sem frá henni kom á meðan að verk­­smiðjan var starf­­rækt.

Nýtt deiliskipu­lag er for­­senda þess að end­­ur­­upp­­­bygg­ing verk­smiðj­unnar í geti átt sér stað og bæj­­­ar­­stjórn Reykja­­nes­bæjar hefur vald til að hafna eða sam­­þykkja til­­lögu að deiliskipu­lagi. Ákvörðun um hvort kís­­il­­málm­­verið hefur starf­­semi á ný er því póli­­tísk og ræðst í atkvæða­greiðslu kjör­inna full­­trúa.

Kjarn­inn greindi frá því í sept­­em­ber í fyrra að miðað við þau svör sem bár­ust frá bæj­­­ar­­full­­trúum í Reykja­­nesbæ um afstöðu þeirra til máls­ins sé ljóst að meiri­hluti núver­andi bæj­­­ar­­stjórnar mun ekki gefa grænt ljós á það að kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan í Helg­u­vík verði end­­ur­bætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakks­berg fyr­ir­hug­­ar.

Frum­­mats­­skýrsla Stakks­bergs um end­­ur­bætur og stækkun kís­­il­ver­s­ins í Helg­u­vík var aug­lýst í byrjun maí í fyrra. Í 1. áfanga er m.a. ráð­­gert að reisa einn 52 metra háan skor­­stein og nýta einn ljós­­boga­ofn, líkt og United Sil­icon gerði, til fram­­leiðsl­unn­­ar. Að loknum 4. áfanga yrði verk­­smiðjan full­­byggð með fjórum ljós­­boga­ofnum og tveimur 52 metra háum skor­­stein­­um.

Umhverf­is­­stofnun sagði í umsögn sinni um frum­­mats­­skýrsl­una að áhrifin af starf­­sem­inni yrðu á heild­ina litið tals­vert nei­­kvæð. Áhrif á loft­­gæði yrðu söm­u­­leiðis tals­vert nei­­kvæð og mög­u­­lega veru­­lega nei­­kvæð. Einnig yrðu áhrif á lykta­­meng­un, á vatnafar og ásýnd tals­vert nei­­kvæð.

Tugir íbúa Reykja­­nes­bæjar skil­uðu athuga­­semdum við skýrsl­una. Í þeim var farið yfir þau nei­­kvæðu heilsu­far­s­­legu áhrif sem verk­­smiðjan hafði á starfs­­tíma sínum og allir löggð­ust þeir gegn því að verk­­smiðjan verði end­­ur­ræst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent