Eigandinn segir mikinn kaupáhuga á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík

Í febrúar sagði bankastjóri Arion banka að litlar vonir væru um að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík myndi starfa aftur. Nú segir bankinn að mikill áhugi sé á henni vegna breyttra markaðsaðstæðna og að viðræður standi yfir við áhugasama kaupendur.

Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Auglýsing

Stjórn­endur Arion banka segja að jákvæðar breyt­ingar á mark­aði fyrir kísil hafi leitt til þess að mik­ill áhugi hafi skap­ast á eign dótt­ur­fé­lags bank­ans, Stakks­bergs, en þar er um að ræða verk­smiðju í Helgu­vík á Suð­ur­nesjum sem áður var kennd við fyr­ir­tækið United Sil­icon. Á kynn­ingu sem fór fram á mark­aðs­degi bank­ans á mið­viku­dag segir að við­ræður við áhuga­sama aðila standi yfir. 

Bók­fært virði Stakks­bergs í bókum Arion banka var tæp­lega 1,7 millj­arður króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins.

Fjallað er um stöðu mála hjá Stakksbergi í kynningu sem fór fram á markaðsdegi Arion banka á miðvikudag.

Í síð­asta birta árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sagði að félagið væri á loka­metr­unum með nýtt umhverf­is­mat á kís­il­verk­smiðj­unni. Áætl­aður kostn­aður við þær úrbætur sem átti að ráð­ast í á verk­smiðj­unni sam­kvæmt úrbóta­á­ætlun Stakks­bergs er um 4,5 millj­arðar króna.  ­Á­ætl­anir um breyt­ingar á verk­smiðj­unni eru sagðar vera á loka­stigi sam­þykkt­ar.

Sagði litlar vonir um að kveikt yrði aftur á verk­smiðj­unni

Þetta er tölu­verður við­snún­ingur frá því sem fram kom á upp­gjörs­fundi Arion banka sem fram fór í febr­úar síð­ast­liðn­um. Þar sagði Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, að þar sem bank­inn bók­­færði aðeins hrakvirði á verk­smiðj­una væri það „vís­bend­ing um að litl­ar vonir séu um að verk­­smiðjan muni starfa aft­­ur, á­huga­vert væri að sjá aðra og grænni starf­­semi eiga sér stað þar í fram­­tíð­inn­i.”

Auglýsing
Bók­fært virði félags­­ins, sem er það sama og nú, end­­ur­­spegl­aði „einkum verð­­mæti lóðar og end­ur­sölu­virði tækja­­bún­­að­­ar.“

Arion banki var stærsti kröf­u­hafi verk­efn­is­ins og tók yfir verk­smiðj­una. Til­­­­­gang­­­ur­inn átti að vera sá að greiða úr þeim vand­­­kvæðum sem voru til staðar við rekstur henn­­­ar, upp­­­­­fylla þau leyfi sem þurfti til og selja hana síðan þegar verk­­­smiðjan væri orðin starf­hæf að nýju. 

Verksmiðjan í Helguvík.

Bank­inn segir í árs­­reikn­ingi sínum að Stakks­berg sé nú á loka­­stigi vinnu við gerð nýs umhverf­is­­mats fyrir verk­smiðj­una. „Mark­mið bank­ans er að selja rekstur Stakks­bergs á grund­velli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í þessu skyn­i.“ 

Mikil and­­staða íbúa við end­­ur­ræs­ingu

Erfitt er þó að sjá að kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan verði end­­ur­ræst, að minnsta kosti í fyr­ir­­sjá­an­­legri fram­­tíð. Þar ræður miklu gríð­­ar­­lega and­­staða íbúa sem búa í nágrenni við verk­smiðj­una sem hafa kvartað mjög undan mengun sem frá henni kom á meðan að verk­­smiðjan var starf­­rækt.

Nýtt deiliskipu­lag er for­­senda þess að end­­ur­­upp­­­bygg­ing verk­smiðj­unnar í geti átt sér stað og bæj­­­ar­­stjórn Reykja­­nes­bæjar hefur vald til að hafna eða sam­­þykkja til­­lögu að deiliskipu­lagi. Ákvörðun um hvort kís­­il­­málm­­verið hefur starf­­semi á ný er því póli­­tísk og ræðst í atkvæða­greiðslu kjör­inna full­­trúa.

Kjarn­inn greindi frá því í sept­­em­ber í fyrra að miðað við þau svör sem bár­ust frá bæj­­­ar­­full­­trúum í Reykja­­nesbæ um afstöðu þeirra til máls­ins sé ljóst að meiri­hluti núver­andi bæj­­­ar­­stjórnar mun ekki gefa grænt ljós á það að kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan í Helg­u­vík verði end­­ur­bætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakks­berg fyr­ir­hug­­ar.

Frum­­mats­­skýrsla Stakks­bergs um end­­ur­bætur og stækkun kís­­il­ver­s­ins í Helg­u­vík var aug­lýst í byrjun maí í fyrra. Í 1. áfanga er m.a. ráð­­gert að reisa einn 52 metra háan skor­­stein og nýta einn ljós­­boga­ofn, líkt og United Sil­icon gerði, til fram­­leiðsl­unn­­ar. Að loknum 4. áfanga yrði verk­­smiðjan full­­byggð með fjórum ljós­­boga­ofnum og tveimur 52 metra háum skor­­stein­­um.

Umhverf­is­­stofnun sagði í umsögn sinni um frum­­mats­­skýrsl­una að áhrifin af starf­­sem­inni yrðu á heild­ina litið tals­vert nei­­kvæð. Áhrif á loft­­gæði yrðu söm­u­­leiðis tals­vert nei­­kvæð og mög­u­­lega veru­­lega nei­­kvæð. Einnig yrðu áhrif á lykta­­meng­un, á vatnafar og ásýnd tals­vert nei­­kvæð.

Tugir íbúa Reykja­­nes­bæjar skil­uðu athuga­­semdum við skýrsl­una. Í þeim var farið yfir þau nei­­kvæðu heilsu­far­s­­legu áhrif sem verk­­smiðjan hafði á starfs­­tíma sínum og allir löggð­ust þeir gegn því að verk­­smiðjan verði end­­ur­ræst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent