Aðsendar myndir

Vilja ekki kísilverið

Flestir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eru mótfallnir því að kísilverið í Helguvík verði endurræst eins og eigandi þess, Stakksbergs, hyggst gera. Aðrir vilja stíga varlega til jarðar og að gerðar verði ítrustu kröfur hafi eigandinn hug á að hefja starfsemi aftur.

Nýtt deiliskipu­lag er for­senda þess að end­ur­upp­bygg­ing kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík geti átt sér stað og bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefur vald til að hafna eða sam­þykkja til­lögu að deiliskipu­lagi. Ákvörðun um hvort kís­il­verið hefur starf­semi á ný er því póli­tísk og ræðst í atkvæða­greiðslu kjör­inna full­trúa.Þetta segir Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, um afstöðu bæj­ar­yf­ir­valda til end­ur­ræs­ingar kís­il­vers­ins í Helgu­vík.Miðað við þau svör sem Kjarn­inn fékk frá bæj­ar­full­trúum um afstöðu þeirra til máls­ins er ljóst að meiri­hluti núver­andi bæj­ar­stjórn­ar, sem á tæp tvö ár eftir af sínu kjör­tíma­bili, mun ekki gefa grænt ljós á það að kís­il­verk­smiðjan í Helgu­vík verði end­ur­bætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakks­berg, sem er í meiri­hluta eigu Arion banka, fyr­ir­hug­ar. „Ég er á móti því að kís­il­verið verði end­ur­ræst,“ segir Frið­jón Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður bæj­ar­ráðs. Guð­brandur Ein­ars­son, full­trúi Beinnar leiðar og for­seti bæj­ar­stjórn­ar, seg­ist gera sér grein fyrir þeim miklu fjár­munum sem búið sé að leggja í verk­efnið „en ég tel ekki rétt að eyða millj­örðum í þessa verk­smiðju til þess að koma henni í gang aft­ur. Þetta er jú sama dótið sem þarna er og það verður aldrei sátt við íbúa um þessa verk­smiðju eftir það sem á undan er geng­ið. Er ekki rétt að nota pen­ing­inn í eitt­hvað ann­að?“Jóhann Frið­rik Frið­riks­son, full­trúi Fram­sókn­ar, telur mun væn­legra að leita ann­ara leiða til atvinnu­upp­bygg­ingar en að ræsa kís­il­verið að nýju.Full­trúar minni­hlut­ans er ýmist alfarið á móti starf­semi kís­il­vers­ins eða vilja gera ítr­ustu kröfur til nýrra eig­enda. Gunnar Þór­ar­ins­son, bæj­ar­full­trúi Frjáls afls, sem er í minni­hluta ásamt full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks, telur reyndar enga þörf á því að taka afstöðu til end­ur­ræs­ingar kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík, „því það mun ekki ger­ast“.Þórður Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Stakks­bergs, segir hins vegar við Kjarn­ann að stefnt sé að því að ljúka umhverf­is­mati vegna end­ur­bóta á verk­smiðj­unni „með það að mark­miði að hefja fram­leiðslu á kísli á ný“.

Auglýsing

Frum­mats­skýrsla Stakks­bergs ehf., sem er alfarið í eigu Arion banka, um end­ur­bætur og stækkun kís­il­vers­ins í Helgu­vík var aug­lýst í byrjun maí. Í 1. áfanga er m.a. ráð­gert að reisa einn 52 metra háan skor­stein og nýta einn ljós­boga­ofn, líkt og United Sil­icon gerði, til fram­leiðsl­unn­ar. Að loknum 4. áfanga yrði verk­smiðjan full­byggð með fjórum ljós­boga­ofnum og tveimur 52 metra háum skor­stein­um.Umhverf­is­stofnun sagði í umsögn sinni um frum­mats­skýrsl­una að áhrifin af starf­sem­inni yrðu á heild­ina litið tals­vert nei­kvæð. Áhrif á loft­gæði yrðu sömu­leiðis tals­vert nei­kvæð og mögu­lega veru­lega nei­kvæð. Einnig yrðu áhrif á lykt­ar­meng­un, á vatnafar og ásýnd tals­vert nei­kvæð.Tugir íbúa Reykja­nes­bæjar skil­uðu athuga­semdum við skýrsl­una. Í þeim var farið yfir þau nei­kvæðu heilsu­fars­legu áhrif sem verk­smiðjan hafði á starfs­tíma sínum og allir leggj­ast þeir gegn því að verk­smiðjan verði end­ur­ræst.

Unnið úr umsögnum og athuga­semdumArion banki hefur lýst því yfir að hann vilji selja verk­smiðj­una sem hann fékk í fangið við gjald­þrot United Sil­icon. Tekið er fram í frum­mats­skýrsl­unni að gert sé ráð fyrir að mati á umhverf­is­á­hrifum verði lokið um mitt ár og að í fram­haldi af því verði sótt um bygg­ing­ar­leyfi fyrir ný mann­virki og end­ur­skoðun á starfs­leyfi aug­lýst. Í nýlegu hálfs árs upp­gjöri bank­ans segir að mark­miðið sé enn að selja Stakks­berg á grund­velli þess­arar und­ir­bún­ings­vinn­u. Ljóst er að sá tímara­mmi sem settur var fram í frum­mats­skýrsl­unni í vor mun ekki stand­ast. Enn er unnið að úrvinnslu umsagna stofn­ana og athuga­semda almenn­ings og segir Þórður að Stakks­berg leggi áherslu á að vanda þá vinnu. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær úrvinnsl­unni ljúki og að hægt verði að senda mats­skýrslu til með­ferðar hjá Skipu­lags­stofn­un. Í kjöl­farið verður að sögn Þórðar sótt um bygg­inga­leyfi til Reykja­nes­bæj­ar. Hvenær það verður ráð­ist af því hvenær Skipu­lags­stofnun ljúki sinni vinnu.

Mun taka lengri tímaEftir að mats­skýrsla berst stofn­un­inni hefur hún lögum sam­kvæmt fjórar vikur til að gefa end­an­legt álit sitt. „En í svo umfangs­miklum málum mun það fyr­ir­sjá­an­lega krefj­ast lengri tíma,“ segir Ásdís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar, og bendir á heim­ild í lögum til að víkja frá frestum í til­teknum til­vik­um. Hún segir að auk umfangs­ins hafi verk­efna­á­lag það í för með sér að umhverf­is­mats­mál taka lengri tíma í afgreiðslu en sem nemur frestum sem til­greindir eru í lög­un­um.Áfalla­saga kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík er flestum lands­mönnum vel kunn. Hún hóf starf­semi í lok árs 2016 en var stöðvuð með ákvörðun Umhverf­is­stofn­unar um tíu mán­uðum síðar í kjöl­far ítrek­aðra rekstr­ar­erf­ið­leika og athuga­semda frá íbú­um. Í maí árið 2018 gaf Rík­is­end­ur­skoðun út skýrslu um verk­efnið í heild sinni og gerði fjöl­margar athuga­semdir við aðkomu og eft­ir­lit stjórn­valda í tengslum við útgáfu leyfa og eft­ir­lit með rekstr­in­um. „Þegar horft er til kís­il­verk­smiðju Sam­ein­aðs Síli­kons er ljóst að fram­kvæmdin var hvorki í sam­ræmi við mat á umhverf­is­á­hrifum né sam­þykkt skipu­lag svæð­is­ins. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar er þetta gagn­rýn­is­vert,“ sagði m.a. í skýrsl­unni.Félagið Toma­hawk Develop­ment, félag aðila sem síðar stofn­uðu Sam­einað síli­kon, vann á árunum 2007-2012 að opnun kís­il­vers í Helgu­vík. Skipu­lags­stofnun gaf álit sitt á umhverf­is­mats­skýrslu fram­kvæmd­ar­innar árið 2013 og fengu aðstand­endur verk­efn­is­ins starfs­leyfi hjá Umhverf­is­stofnun um ári síð­ar. Þá hafði þegar verið samið við Lands­virkjun um kaup á raf­orku og skrifað undir fjár­fest­ing­ar­samn­ing við rík­is­stjórn Íslands. Fyrsta skóflustungan að verk­smiðj­unni var tekin í lok ágúst árið 2014 og í des­em­ber það ár gaf Reykja­nes­bær út bygg­ing­ar­leyfi.Í ljós kom að verk­smiðju­húsin voru ekki í sam­ræmi við deiliskipu­lag og gerði Skipu­lags­stofnun athuga­semdir við afgreiðslu bæj­ar­ins á bygg­ing­ar­leyfi um hálfu ári eftir að ljós­boga­ofn United Sil­icon var kyntur í fyrsta sinn. Leyfið var hvorki í sam­ræmi við deiliskipu­lag né mats­skýrslu. Bygg­ing­ar­full­trú­an­um, sem afgreitt hafði leyf­in, var í kjöl­farið sagt upp störf­um.Eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar árið 2018 var sam­þykkt á fundi bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæjar að gerð yrði úttekt á þeim verk­ferlum sem við­hafðir höfðu verið í sam­skiptum bæj­ar­fé­lags­ins við United Sil­icon hf. Lúð­vík Arnar Stein­ars­son lög­maður var ráð­inn til verks­ins og var úttektin lögð fram á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í júní síð­ast­liðn­um. Megin nið­ur­staða skýrsl­unnar er að ann­markar hafi verið á útgáfu bygg­ing­ar­leyfa og bygg­ingar því ekki í sam­ræmi við deiliskipu­lag og umhverf­is­mat. Svo virð­ist sem mik­ill pressa hafi verið sett á emb­ætt­is­menn um að afgreiða erindi fram­kvæmda­að­ila með hraði sem hafi leitt til veru­legra mis­taka. 

Sömdu um stuttan afgreiðslu­frestÞrennt er til­tekið sem aflaga fór. Í fyrsta lagi hafi Reykja­nes­bær skuld­bundið sig með samn­ingi til að afgreiða umsóknir um bygg­ing­ar­leyfi innan sex virkra daga „og má því ljóst vera að mikil pressa var á að afgreiða umsókn­irnar eins fljótt og auðið er. Engin heim­ild er fyrir stjórn­völd til að semja fyr­ir­fram um slíka máls­með­ferð. Við útgáfu bygg­ing­ar­leyfis ber sveit­ar­fé­lagi að fara eftir lögum og er þeim óheim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi ef skil­yrði mann­virkja­laga og bygg­ing­ar­reglu­gerðar eru ekki upp­fyllt. Það að semja fyr­ir­fram um skamman afgreiðslu­frest á slíkum beiðnum grefur undan eft­ir­lits­hlut­verki sveit­ar­fé­lags, eykur líkur á að umsókn sé sam­þykkt sem upp­fyllir ekki þær kröfur sem gera ber“.Í öðru lagi voru umsókn­irnar afgreiddar án þess að með þeim fylgdu mæli- og hæða­blöð líkt og áskilið er í bygg­ing­ar­reglu­gerð. Í þriðja lagi bar Reykja­nesbæ að til­kynna Skipu­lags­stofnun um útgáfu leyfa vegna fram­kvæmda sem háðar eru mati á umhverf­is­á­hrif­um. Hefði það verið gert hefði Skipu­lags­stofnun átt að sjá að útgefin leyfi voru ekki í sam­ræmi við mat á umhverf­is­á­hrif­um. „Nið­ur­staðan er því sú að afgreiðsla umsókna United Sil­icon hf. um bygg­ing­ar­leyfi var ekki í sam­ræmi við lög“ og „að áliti skýrslu­höf­unda var því veru­legur mis­brestur á afgreiðslu umsókn­anna“.

Útgáfa bygg­ing­ar­leyfa ekki í sam­ræmi við lögNið­ur­staða stjórn­sýslu­út­tekt­ar­innar er einnig sú að ekk­ert bendi til þess að ann­ar­leg sjón­ar­mið hafi ráðið för í sam­skiptum stjórn­enda sveit­ar­fé­lags­ins við fyr­ir­tæk­ið. Þó er áréttað að samn­ingur um máls­með­ferð útgáfu bygg­ing­ar­leyfa var ekki í sam­ræmi við lög eða vand­aða stjórn­sýslu­hætti.„Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar telur að bæj­ar­fé­lagið hafi verið illa í stakk búið til þess að ráða við svo viða­mikið verk­efn­i,“ sagði í bókun sem bæj­ar­full­trúar sam­þykktu í sumar er úttektin lá fyr­ir. „Mik­il­vægt er að lær­dómur sé dreg­inn af þeim hrak­förum sem áttu sér stað við upp­bygg­ingu kís­il­vers United Sil­icon í Helgu­vík.“

Starfsemi kísilversins á Bakka var stöðvuð í sumar.
Sunna Ósk Logdóttir

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var við völd í Reykja­nesbæ í tólf ár frá stofnun sveit­ar­fé­lags­ins árið 1994. Hann var því við völd er hug­myndir um kís­il­verið voru fyrst viðr­að­ar. Í kosn­ing­unum árið 2014, þegar áform um verk­smiðj­una voru vel á veg komn­ar, tók nýr meiri­hluti Beinnar leið­ar, Frjáls afls og Sam­fylk­ingar og óháðra við stjórn­ar­taumun­um. Odd­vitar þess­ara þriggja flokka eru enn í bæj­ar­stjórn.Í dag er meiri­hluti bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæjar skip­aður sex full­trúum þriggja flokka: Beinnar leið­ar, Fram­sóknar og Sam­fylk­ing­ar. Í minni­hluta eru þrír full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, einn full­trúi Mið­flokks­ins og einn full­trúi Frjáls afls. Allir full­trúar meiri­hlut­ans eru mót­fallnir því að verk­smiðjan hefji starf­semi á ný, full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks vilja halda því opnu með ströngum skil­yrðum en full­trúi Mið­flokks­ins vill kís­il­verið burt. Full­trúi Frjáls afls telur ljóst að verk­smiðjan verði aldrei end­ur­ræst.

Vilja aðra upp­bygg­ingu í Helgu­víkUmhverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­nes­bæjar var meðal umsagn­ar­að­ila við frum­mat­skýrslu Stakks­berg í sum­ar. Umsögn þess var harð­orð og afdrátt­ar­laus. „Í ljósi for­sög­unnar er umhverf­is- og skipu­lags­ráð ekki sann­fært um að áætl­aðar mót­væg­is­að­gerð­ir, sem eiga að auka rekstr­ar­ör­yggi verk­smiðj­unnar og minnka óþæg­indi íbúa vegna henn­ar, reyn­ist full­nægj­and­i.“Einnig kom fram að ráðið væri „ekki sam­mála nið­ur­stöðum frum­mats­skýrsl­unnar varð­andi loft­gæði, sam­fé­lag, atvinnu­líf og heilsu og telur mjög ólík­legt að efna­hags­leg áhrif fram­kvæmd­ar­innar séu það mikil að þau vegi upp á móti nei­kvæðum áhrifum hennar á þann veg að þau nái að gera heild­ar­á­hrif verk­smiðj­unnar á sam­fé­lagið jákvæð“.Nokkrum dögum síðar kom bæj­ar­stjórn saman og tók undir umsögn umhverf­is- og skipu­lags­ráðs og hvatti eig­endur kís­il­vers­ins til að „vinna frekar að annarri upp­bygg­ingu á svæð­inu í sátt við íbúa bæj­ar­fé­lags­ins“.Auglýsing

Frið­jón Ein­ars­son, Sam­fylk­ingu„Mín afstaða hefur verið ansi skýr leng­i,“ segir Frið­jón Ein­ars­son, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í bæj­ar­stjórn og for­maður bæj­ar­ráðs. „Ég er á móti því að kís­il­verið verði end­ur­ræst.“ Hann bendir á að umhverf­is­mat verk­smiðj­unnar sé hluti af til­lögu að nýju deiliskipu­lagi svæð­is­ins sem sé í vinnslu og að bæj­ar­stjórn hafi vald til að hafna eða sam­þykkja til­lögu að deiliskipu­lagi.Guð­brandur Ein­ars­son, Beinni leiðGuð­brandur Ein­ars­son, full­trúi Beinnar leiðar og for­seti bæj­ar­stjórn­ar, seg­ist ekki vera hlynntur meng­andi stór­iðju í Helgu­vík. Verk­smiðjan sé of nálægt byggð og hann þekki fjöl­marga sem urðu veikir á meðan hún starf­aði. „Þær skýrslur sem unnar hafa verið bæði af rík­inu en einnig af Reykja­nesbæ sýna svart á hvítu að þessi fram­kvæmd var í skötu­líki og eft­ir­lits­að­ilar brugð­ust alger­lega.“ Greini­lega sé erfitt að byggja og reka kís­il­verk­smiðju svo vel sé og tekur verk­smiðj­una á Bakka sem dæmi. Rekstur hennar hafi ekki gengið vel „þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit“.Hann er einnig þeirrar skoð­unar að verk­efnið sé af þeirri stærð­argráðu að ekki sé hægt að reikna með að lítil sveit­ar­fé­lög ráði við það. Að hans mati þarf einnig að skerpa á lagaum­gjörð­inni í kringum svona starf­semi, s.s. fjár­fest­ing­ar­samn­inga og eft­ir­lit. „Ég geri mér að sjálf­sögðu grein fyrir þeim fjár­munum sem búið er að eyða í þetta en ég tel ekki rétt að eyða millj­örðum í þessa verk­smiðju til þess að koma henni í gang aft­ur. Þetta er jú sama dótið sem þarna er og það verður aldrei sátt meðal íbúa um þessa verk­smiðju eftir það sem á undan er geng­ið. Er ekki rétt að nota pen­ing­inn í eitt­hvað ann­að?“Díana Hilm­ars­dótt­ir, Fram­sóknDíana Hilm­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar, segir að afstaða sín til kís­il­vers í Helgu­vík hafi verið skýr frá upp­hafi. „Ég er alfarið á móti meng­andi stór­iðju í Helgu­vík og þar af leið­andi end­ur­ræs­ingu kís­il­vers­ins. Helsta ástæða þess er að meng­andi stór­iðja á ekki heima í Helgu­vík sem er stað­sett í útjaðri íbúa­byggðar Reykja­nes­bæj­ar. Meng­andi stór­iðja hefur marg­vís­leg umhverf­is­á­hrif á nærum­hverfið og getur mælst í fleiri kíló­metra fjar­lægð. Þá eru áhrif sem meng­unin getur haft á heilsu­far og lífs­gæði íbúa talin veru­leg eins og ber­sýni­lega kom í ljós þegar verk­smiðja United Sil­icon var í gang­i.“Hún seg­ist líta svo á að sá fjöldi und­ir­skrifta og athuga­semda sem kom frá íbúum svæð­is­ins séu skýr skila­boð til hennar sem kjör­ins full­trúa um „að íbúar vilji ekki meng­andi starf­semi í bak­garð­inum hjá sér. Slík starf­semi fer ekki saman með áherslum Reykja­nes­bæjar sem heilsu­efl­andi sam­fé­lag“.Efna­hags­leg áhrif séu ekki meira virði en þau nei­kvæðu umhverf­is- og heilsu­fars­legu áhrif sem verk­smiðjan myndi hafa á íbúa. „Mín fram­tíð­ar­sýn fyrir iðn­að­ar­svæðið í Helgu­vík er breytt skipu­lag þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni meng­andi stór­iðju. Með því er svæðið gert meira aðlað­andi fyrir fyr­ir­tæki í umhverf­is­vænum rekstri. Svæðið býður uppá marga spenn­andi kosti með öfl­ugt dreifinet fyrir raf­orku, mögu­leika á öfl­ugum flutn­ings­leiðum um Helgu­vík­ur­höfn og athafna­svæði hafn­ar­innar í næsta nágrenni. Með því að hafna meng­andi stór­iðju á svæð­inu gerir það svæðið að aðlað­andi kosti fyrir fyr­ir­tæki í umhverf­is­vænni starf­semi. Vil ég nota tæki­færið og hvetja fyr­ir­tæki sem falla þar undir til að setja sig í sam­band við bæj­ar­yf­ir­völd.“Verksmiðijuhús kísilversins í Helguvík.
United Silicon

Jóhann Frið­rik Frið­riks­son, Fram­sóknJóhann Frið­rik Frið­riks­son, sem einnig er bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar, tekur undir með Díönu og telur mun væn­legra að leita ann­arra leiða í atvinnu­upp­bygg­ingu í Helgu­vík en að end­ur­ræsa kís­il­ver. „And­staða mín við þær fyr­ir­ætl­anir hafa ekk­ert breyst,“ segir hann og vísar til ræðu sem hann hélt á Alþingi haustið 2018 um mál­ið. „Ég tel að sorg­ar­saga máls­ins hafi leitt af sér gríð­ar­lega and­stöðu íbúa við starf­sem­ina, mengun sem olli heilsu­fars­legum áhrifum hafði mjög nei­kvæð áhrif og sú upp­bygg­ing sem til stóð hafði í för með sér gríð­ar­legt fjár­hags­legt tap að auki, bæði fyrir bæj­ar­fé­lag­ið, fjár­festa og fleiri.“Guðný Birna Guð­munds­dótt­ir, Sam­fylk­inguGuðný Birna Guð­munds­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir sína afstöðu einnig ætíð hafa verið skýra: „Ég styð ekki að Stakks­berg opni kís­il­ver í Helgu­vík.“ Helstu ástæð­urnar séu van­efndir United Sil­icon við Reykja­nes­bæ, gríð­ar­leg lykt­ar­mengun sem hlaust af starf­sem­inni en þó aðal­lega sú stað­reynd að meiri­hluti íbúa Reykja­nes­bæjar sé á móti end­ur­ræs­ingu kís­il­vers­ins. „Það má alveg segja að Stakks­berg sé ekki það sama og United Sil­icon en Arion banki hefur þó verið með í þessu verk­efni frá byrj­un,“ segir Guðný Birna. „Við áttum okkur á gríð­ar­legu tapi kís­il­vers­ins en hér verða íbúar okkar að vera í fyrsta sæt­i.“Auglýsing

Styrmir Gauti Fjeld­sted, Sam­fylk­inguStyrmir Gauti Fjeld­sted, sem einnig er bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist enn sömu skoð­unar og þegar hann sam­þykkti bókun meiri­hlut­ans í bæj­ar­stjórn í byrjun síð­asta árs þar sem Arion banki sem og aðstand­endur fyr­ir­hug­aðs kís­il­vers Thors­ils í Helgu­vík voru hvattir til að falla frá áformum sín­um. „Nýtt deiliskipu­lag er for­senda þess að starf­semin geti haf­ist aftur og við í bæj­ar­stjórn höfum vald til að hafna eða sam­þykkja þetta nýja deiliskipu­lag ef það berst á borð okk­ar.“Bæj­ar­ful­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­insÞrír bæj­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þau Mar­grét Sand­ers, Baldur Guð­munds­son og Anna Sig­ríður Jóhann­es­dótt­ir, svör­uðu fyr­ir­spurn Kjarn­ans sam­eig­in­lega og sögðu reynsl­una af starf­semi kís­il­vers­ins í Helgu­vík hafa valdið sveit­ar­fé­lag­inu og sam­fé­lag­inu ómældum skaða. „Viljum við stíga mjög var­lega til jarðar í fram­hald­in­u.“Þre­menn­ing­arnir benda á að ótal tæki­færi felist í hafn­ar­að­stöð­unni í Helgu­vík sem hafi goldið fyrir nei­kvæða umræðu um kís­il­ver­ið. „Al­mennt séð viljum við ekki gera upp á milli fyr­ir­tækja sem hafa áhuga á að starfa á okkar atvinnu­svæði svo fremi sem þau upp­fylla öll almenn skil­yrði sem gerð eru til þeirra. Kís­il­verið í Helgu­vík brást gagn­vart öllum hags­muna­að­il­um, hvort sem það voru verk­takar, fjár­fest­ar, starfs­menn eða sam­fé­lag­ið. Af þeim sökum gerum við enn meiri kröfur til nýrra eig­enda ef þeir hafa hug á að hefja starf­semi aft­ur.“Mar­grét Þór­ar­ins­dótt­ir, Mið­flokkiMar­grét Þór­ar­ins­dótt­ir, full­trúi Mið­flokks­ins, segir það hafa verið eitt helsta kosn­inga­mál flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar að berj­ast gegn því að kís­il­verið verði end­ur­ræst. Arion banki eigi að horfa til sam­fé­lags­legrar ábyrgðar og selja verk­smiðj­una úr landi enda sé hún í and­stöðu við vilja íbúa. „Við héldum á lofti þeim hug­myndum að farið yrði í íbúa­kosn­ingu um málið til að fá fram raun­veru­legan vilja bæj­ar­búa. Við því var ekki orðið þrátt fyrir að íbúar hefðu safnað lög­bundnu lág­marki um íbúa­kosn­ingu. Meiri­hlut­inn vís­aði því frá á tækni­legum grunni. Á þeim tíma var eng­inn vilji hjá meiri­hluta bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar.“

Mar­grét bendir einnig á að í stjórn­sýslu­út­tekt­inni sem kynnt var bæj­ar­yf­ir­völdum í sumar komi fram að sá samn­ingur sem Reykja­nes­bær gerði við United Sil­icon, um hraða afgreiðslu umsókna fyr­ir­tæk­is­ins um bygg­ing­ar­leyfi, hafi verið ólög­leg­ur. „Hafa ber í huga þessi ólög­mæti samn­ingur skrif­ast fyrst og fremsta á meiri­hluta bæj­ar­stjórnar á þeim tíma. Emb­ætt­is­menn á vegum sveit­ar­fé­lags­ins koma ekki að slíkri samn­inga­gerð, ef svo ólík­lega vildi til, væri það aldrei gert nema að fyr­ir­mælum meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar.“Á dag­inn hafi komið að mörg afdrifa­rík mis­tök hafi átt sér stað af hálfu starfs­manna og stofn­ana sveit­ar­fé­lags­ins. „Nið­ur­staða skýrsl­unnar er slá­andi og áfell­is­dómur yfir stjórn­sýslu bæj­ar­ins. Afleið­ing­arnar voru afdrifa­ríkar og öllum bæj­ar­búum kunn­ar. Ábyrgðin er fyrst og fremst póli­tísk, það má glöggt sjá í áður­nefndum ólög­mætum sex daga samn­ingi. Brott­rekstur þáver­andi bygg­inga­full­trúa var fyrst og fremst tákn­rænn. Ábyrgðin er hjá þáver­andi meiri­hluta sem sá um dag­legan rekstur bæj­ar­fé­lags­ins og var æðsti yfir­maður starfs­liðs.“Gunnar Þór­ar­ins­son, Frjálsu afliGunnar Þór­ar­ins­son, bæj­ar­full­trúi Frjáls afls, sem setið hefur í bæj­ar­stjórn frá árinu 2010, segir núver­andi eig­anda kís­il­verk­smiðj­unn­ar, Arion banka, hafa til­kynnt að hann ætli ekki að starf­rækja hana sjálfur heldur reyna að selja hana í pört­um, vænt­an­lega til erlendra aðila. Bank­inn hafi svo greini­lega engin kauptil­boð feng­ið. „Ljóst er að nú blasir við mikið atvinnu­leysi á svæð­inu og því hefði verið kær­komið að rekstur hefði haldið áfram,“ segir Gunn­ar. „Verk­smiðjan hefði þá þurft að upp­fylla allar þær kröfur sem skipu­lags- og umhverf­is­stofn­anir gera eða eiga að gera til slíkrar verk­smiðju, sem hún gerði ekki. Þar af leið­andi er engin ástæða til að taka afstöðu til end­ur­ræs­ingar kís­il­vers Stakks­bergs í Helgu­vík, því það mun ekki ger­ast.“Auglýsing

Stefna Stakks­bergs er þó enn sú að ljúka umhverf­is­mati, sækja um bygg­ing­ar­leyfi og hefja fram­leiðslu kís­ils á ný. Tíma­bundin lokun hins kís­il­vers­ins sem starf­rækt var á Íslandi, PCC Bakka á Húsa­vík, breytir engu þar um. „Heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hefur valdið gríð­ar­lega erf­iðum aðstæðum á nán­ast öllum mörk­uðum og mark­aður fyrir kís­il­af­urðir er þar ekki und­an­skil­inn,“ segir Þórður en að Stakks­berg telji þetta ástand hins vegar tíma­bundið og að áfram séu lang­tíma­horfur fyrir kísil mjög góð­ar. „Við gerum ráð fyrir að verð á kísli verði komið í jafn­vægi þegar verk­smiðjan tekur aftur til starfa og því hefur núver­andi ástand ekki áhrif á okkar vinn­u.“Í frum­mats­skýrsl­unni kemur fram að mark­miðið sé að hefja starf­semi kís­il­vers­ins á ný í sátt við íbúa Reykja­nes­bæj­ar. Í fleiri tugum athuga­semda þeirra er þess kraf­ist að verk­smiðj­unni verði lokað fyrir fullt og allt.„Stakks­berg tekur umsagnir og áhyggjur íbúa í Reykja­nesbæ alvar­lega,“ segir Þórður og að þær séu mik­il­vægur þáttur í umhverf­is­mats­ferl­inu. Alvar­leg­ustu áhyggj­urnar snúi að mögu­legri lykt­ar­mengun og annarri loft­meng­un. Útblást­urs­bún­aður verk­smiðj­unnar hafi verið end­ur­hann­aður til að lág­marka lykt­ar­mengun og draga úr styrk meng­andi efna. Hann segir nið­ur­stöður loft­dreifi­út­reikn­inga stað­festa að „mjög veru­lega“ muni draga úr lykt­ar­mengun og styrkur meng­andi efna minnka marg­falt og verða vel undir skil­greindum heilsu­fars­mörk­um. „Stakks­berg hefur því stigið stór skref og mun leggja í miklar fjár­fest­ingar til að tryggja að verk­smiðjan megi starfa í sátt við íbúa Reykja­nes­bæj­ar.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar