Bára Huld Beck Áslaug Arna
Bára Huld Beck

„Við gerum ekki reglugerðarbreytingar til að bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla“

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að stjórnvöld stöðvi brottvísun fjögurra barna og fjölskyldu þeirra. Ummæli dómsmálaráðherra vegna málsins hafa verið harðlega gagnrýnd.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra telur ekki ástæðu til að beita sér sér­stak­lega í máli sex manna fjöl­skyldu frá Egypta­landi sem dvalið hefur hér á landi í yfir tvö ár en til stendur að vísa fjöl­skyld­unni úr landi í næstu viku. 

Ummæli Áslaugar Örnu í kvöld­fréttum RÚV í vik­unni hafa vakið mikla athygli en þar sagði hún þegar hún var spurð út í það hvort ekki kæmi til greina að gera reglu­gerð­ar­breyt­ingu til að bjarga þess­ari til­teknu fjöl­skyldu: „Við gerum ekki reglu­gerð­ar­breyt­ingar til að bjarga ein­staka fjöl­skyldum sem fara í fjöl­miðla.“ 

Þessi ummæli hafa verið sett í sam­hengi við breyt­ingar á máls­með­ferð­ar­tíma sem dóms­mála­ráðu­neytið kynnti þann 2. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þá var ákveðið að fresta brott­vísun barna í þeim málum þar sem máls­­með­­­ferð hefur farið yfir 16 mán­uði. Í lok jan­úar og byrjun febr­úar komst mál Muhammeds Zohair Fai­sal og fjöl­skyldu hans í hámæli í fjöl­miðlum en þá höfðu átján þús­und manns skorað á íslensk stjórn­völd að virða Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og hætta við brott­vísun Muhammeds Zohair Fai­sal en hann hafði dvalið hér­­­lendis í meira en tvö ár.  

Auglýsing

Hafa lært íslensku, eign­ast vini og fundið sér áhuga­mál

Málið sem nú hefur ratað í fjöl­miðla snýst um fjögur börn, þau Abdalla, Rewi­da, Hamza og Mustafa, sem komu til Íslands þann 7. ágúst árið 2018 ásamt for­eldrum sínum Doaa og Ibra­him. Nú stendur yfir und­ir­skrifta­söfnun þar sem þess er kraf­ist að stjórn­völd stöðvi brott­vísun þess­ara ungu barna „sem eru hluti af sam­fé­lag­inu okkar og drepið ekki drauma þeirra og fram­tíð. Ykkur ber laga­leg og sið­ferð­is­leg skylda til þess að veita þessum börnum skjól og vernd og þið getið gert það án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því,“ segir í áskor­un­inn­i. 

Þar kemur fram að á þessum rúmum tveimur árum sem þau hafa verið hér hafi börnin gengið í skóla og leik­skóla, lært íslensku, eign­ast vini, fundið sér áhuga­mál og velt því fyrir sér hvað þau vilji verða þegar þau verða stór. Þau hafi fest hér rætur og yngstu strák­arnir þekki ekki mikið annað en að vera á Íslandi. Þau hafi upp­lifað öryggi, frelsi, frið og skjól með þeim hætti að þau sjái raun­veru­lega fyrir sér fram­tíð – eitt­hvað sem sé ekki mjög algengt á meðal flótta­barna.

Börnin fjögur sem dvalið hafa hér á landi í yfir tvö ár og aðlagast íslensku samfélagi.
Solaris

Í áskor­un­inni segir að lög­reglan hafi mætt heim til þeirra fyrir stuttu og til­kynnti þeim að þau fengju ekki að vera á Íslandi lengur og að hér sé ekki pláss fyrir þau. „Að íslensk yfir­völd vilji nú losna við þau sem fyrst – nánar til­tekið þann 16. sept­em­ber næst­kom­andi. Þá verða þau sótt af lög­regl­unni heim til sín, neydd upp í flug­vél og flogið til Egypta­lands – þaðan sem þau þurftu að flýja vegna ofsókna og ofbeldis af hálfu stjórn­valda þar í landi. Þar geta þau ekki verið og því mun þessi brott­vísun frá Íslandi þýða að þau munu aftur þurfa að leggja á flótta.“

Enn fremur segir að algjör­lega óháð óskilj­an­legri nið­ur­stöðu yfir­valda um að veita fjöl­skyld­unni ekki vernd á sínum tíma þá sé ekki með nokkru móti hægt að reyna að rétt­læta það að senda flótta­börn úr landi sem hafa verið á Íslandi í meira en tvö ár og að öllu leyti orðin hluti af sam­fé­lag­inu. Það sé ekk­ert annað en ofbeldi af hálfu íslenska rík­is­ins að ætla sér að fram­kvæma slíka brott­vísun og íslensk yfir­völd geti gleymt því að slík mann­vonska og grimmd verði lið­in. 

„Enn og aftur opin­bera íslensk stjórn­völd grimmi­lega og ómann­úð­lega stefnu sína í mál­efnum fólks á flótta sem felur fyrst og fremst í sér það mark­mið að veita sem fæstum vernd og koma fólki sem fyrst úr landi. Þegar íslensk yfir­völd eru ekki að reyna að end­ur­senda flótta­börn í skelfi­legar aðstæður á Grikk­landi reyna þau að losa sig við börn sem hafa verið hér á landi í meira en tvö ár.

Við viljum ekki þessa stefnu ykkar sem bygg­ist á illsku, skiln­ings­leysi, for­dóm­um, mann­rétt­inda­brot­um, algjörum skorti á sam­kennd og kerf­is­bundnu ofbeldi á fólki á flótta.

Við krefj­umst þess að þið stöðvið brott­vísun þess­ara ungu barna sem eru hluti af sam­fé­lag­inu okkar og drepið ekki drauma þeirra og fram­tíð. Ykkur ber laga­leg og sið­ferð­is­leg skylda til þess að veita þessum börnum skjól og vernd og þið getið gert það án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því,“ segir í áskor­un­inn­i. 

Auglýsing

Útlend­inga­stofnun synj­aði fjöl­skyld­unni um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun stað­fest af kæru­nefnd útlend­inga­mála rúmum fimmtán mán­uðum síð­ar. Reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra um að veita skuli dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum ef máls­með­ferð hefur varað lengur en í sextán mán­uði á því ekki við um fjöl­skyld­una.

Til stendur að vísa þeim út landi á mið­viku­dag­inn næst­kom­andi en eins og áður segir hyggst dóms­mála­ráð­herra ekki beita sér sér­stak­lega í mál­in­u. 

„Við höfum stytt máls­með­ferð­ar­tíma og sér­stak­lega í málum barna svo að það taki ekki lengur en sextán mán­uði í til­viki þeirra að afgreiða mál og ef það tekur lengri tíma en það þá fær fólk hér mann­úð­ar­leyf­i,“ sagði Áslaug Arna á RÚV

Furða sig á kald­lyndi og ónær­gætni í ummælum ráð­herra

Eftir orð dóms­mála­ráð­herra á RÚV sendi stjórn Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi frá sér ályktun þar sem hún harmar ummæl­in. 

„Stjórn Sol­aris furðar sig á kald­lyndi og ónær­gætni í ummælum ráð­herra um fólk í neyð sem lýsa algjöru skiln­ings­leysi á því óör­yggi, ótta, örvænt­ingu og óvissu sem flótta­fólk býr við.

Þá hafnar stjórn Sol­aris til­raun ráð­herra til þess að frýja sig ábyrgð í mála­flokki sem hann ber ábyrgð á og hvetur ráð­herra til þess beita sér fyrir því strax að öll börn sem hafa verið hér í svo langan tíma eins og tvö ár eru fyrir börn fái hér skjól og vernd. Það á við um Abdalla, Rewi­da, Hamza og Mustafa eins og önnur börn í svip­aðri stöðu sem hafa fest hér rætur og upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu. Það er með öllu óásætt­an­legt að komið sé fram við börn í við­kvæmri stöðu með þeim ómann­úð­lega og óskilj­an­lega hætti sem brott­vísun á slíkum tíma­punkti er. Við hljótum öll að vera sam­mála um það.

Að lokum vill stjórn Sol­aris koma því á fram­færi við ráð­herra að það væri ósk­andi að stjórn­völd settu sér stefnu í mál­efnum fólks á flótta sem byggir á mann­úð, sam­kennd og mann­rétt­ind­um. Það yrði ef til vill til þess að fólk neydd­ist ekki til þess að fara með sín við­kvæmu mál­efni í fjöl­miðla, sem er staða sem eng­inn finnur sig í án þess að vera neyddur til þess af örvænt­ing­u,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar