Fáum verið vísað frá Noregi og Danmörku til Grikklands á grundvelli verndar þar

Samkvæmt svörum sem Kjarninn fékk frá yfirvöldum útlendingamála í Noregi og Danmörku hefur fáum einstaklingum með viðurkennda stöðu flóttamanna í Grikklandi verið vísað aftur þangað á þeim grundvelli undanfarin tvö ár.

Mynd úr safni, tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd úr safni, tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Auglýsing

Á síð­ustu tveimur árum hafa Norð­menn sam­an­lagt vísað 19 manns til Grikk­lands á grund­velli þess að fólkið hafi þegar verið með við­ur­kennda stöðu flótta­fólks þar í landi. Danir hafa svo frá því í upp­hafi árs 2021 hafnað 14 umsóknum um alþjóð­lega vernd á grund­velli þess að fólk sé þegar með við­ur­kennda stöðu flótta­manns í Grikk­landi.

Þetta kemur fram í svörum sem Kjarn­anum hafa borist frá yfir­völdum útlend­inga­mála í lönd­unum tveim­ur, Útlend­inga­stofnun (Utlend­ings­di­rekt­ora­tet) í Nor­egi og inn­flytj­enda- og aðlög­un­ar­ráðu­neyti Dan­merk­ur.

Kjarn­inn beindi sömu spurn­ingum til yfir­valda útlend­inga­mála í ríkj­unum tveimur og beint var til yfir­valda útlend­inga­mála í Þýska­landi fyrir skemmstu, þ.e. hversu margir ein­stak­lingar sem hefðu þegar hlotið alþjóð­lega vernd í Grikk­landi hefðu leitað til land­anna og sótt um vernd á und­an­förnum tveimur árum og hve mörgum í þeirri stöðu hefði verið vísað til Grikk­lands á sama tíma.

Fjór­tan í fyrra, níu í ár

Sam­kvæmt svari sem barst frá fjöl­miðla­full­trúa norsku Útlend­inga­stofn­un­ar­innar getur stofn­unin ekki kallað fram upp­lýs­ingar úr gagna­grunnum sínum um það hve margir með stöðu flótta­manns í Grikk­landi hafa leitað til Nor­egs og lagt fram umsókn um vernd.

Hins vegar eru til­tækar upp­lýs­ingar um brott­vís­anir fólks úr þeim hópi. Í fyrra var 10 manns vísað sem sótt­ust eftir hæli í Nor­egi vísað úr landi aftur til Grikk­lands og það sem af er þessu ári eru brott­vís­an­irnar níu tals­ins.

Fjórtán neit­anir um vernd í Dan­mörku

Í svar­inu sem barst frá danska ráðu­neyt­inu skrá dönsk inn­flytj­enda­yf­ir­völd það ekki sér­stak­lega hvort umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eru þegar með stöðu flótta­manna í öðru Evr­ópu­ríki.

Auglýsing

Hins vegar var danska ráðu­neyt­inu mögu­legt að kalla fram upp­lýs­ingar um fjölda þeirra sem voru með við­ur­kennda stöðu flótta­manns í Grikk­landi og hefur verið neitað um vernd í Dan­mörku á þeim grund­velli. Alls 14 manns höfðu fengu neitun um vernd á þeim grund­velli frá því í árs­byrjun 2021 og til 13. nóv­em­ber á þessu ári, sam­kvæmt danska ráðu­neyt­inu. Ekki kemur fram í svari danskra yfir­valda hve mörgum þeirra hefur verið vísað úr landi.

Í svari danskra yfir­valda er sér­stak­lega bent á að hæl­is­leit­endur með stöðu flótta­manna í Grikk­landi sem „hverfa eða draga umsókn sína til baka áður en nið­ur­staða fæst, eða fá umsókn sína tekna til efn­is­með­ferðar í Dan­mörku, til dæmis á grund­velli sér­lega við­kvæmrar stöðu, eru ekki inni í þess­ari töl­fræð­i“. Einnig er tekið fram að töl­urnar nái ekki heldur yfir þá ein­stak­linga sem hlotið hafa við­bót­ar­vernd í Grikk­landi.

Tvö Evr­ópu­ríki hafa á þessu ári ákveðið að hætta nær alfarið end­ur­send­ingum á flótta­fólki aftur til Grikk­lands, vegna aðstæðna sem þau sem hlotið hafa alþjóð­lega vernd í land­inu búa við. Eins og Kjarn­inn sagði frá fyrr í mán­uð­inum var ákvörðun Þýska­lands í þessum efnum tekin í kjöl­far úrskurða ýmissa þýskra dóm­stóla, sem telja að hætta á örbirgð og van­virð­andi með­­­ferð, í skiln­ingi Mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu, vofi yfir flótta­­fólki sem sent yrði aftur til Grikk­lands.

Hitt landið er Holland, en þar í landi hafði rík­is­ráðið ítrekað snúið við ákvörð­unum yfir­valda útlend­inga­mála um að synja umsækj­endum um vernd um efn­is­með­ferð á grund­velli þess að þau hafi þegar stöðu flótta­fólks í Grikk­landi.

Rauði kross­inn telur flutn­ing til Grikk­lands ófor­svar­an­­legan

Í kjöl­far fjölda­­flutn­ings­ flótta­fólks í þess­ari stöðu til Grikk­lands í upp­hafi mán­aðar ítrek­aði Rauði kross­inn á Íslandi fyrri skila­­boð sín um að brott­­flutn­ingur flótta­­fólks til Grikk­lands væri ófor­svar­an­­leg­ur að mati sam­tak­anna.

„Rauði kross­inn á Íslandi for­­­dæmir brott­vís­­­anir íslenskra stjórn­­­­­valda á umsækj­endum um alþjóð­­­lega vernd sem þegar hafa fengið stöðu sína við­­­ur­­­kennda í Grikk­landi. Félagið hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­­­anir til Grikk­lands og telur að þær skapi fólki hættu sem íslensk stjórn­­­völd beri ábyrgð á,“ sagði í yfir­­lýs­ingu sam­tak­anna.

Á vor­mán­uðum birti Rauði kross­inn ítar­­lega grein­­ar­­gerð um aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi, þar sem fjallað var um ýmsar hindr­­­anir sem standa í vegi þeirra sem fá úthlut­aðri alþjóð­legri vernd í land­inu. Meðal ann­­ars var þar fjallað um tak­­markað aðgengi að heil­brigð­is­­þjón­ustu, hús­næði, atvinnu og félags­­­legri aðstoð og fram­­færslu.

„Rauði kross­inn telur í ljósi fjöl­marga heim­ilda sem ber saman um óvið­un­andi aðstæður flótta­­fólks í Grikk­landi, að end­­ur­­send­ingar þess til Grikk­lands feli í sér veru­­lega hættu á því þau verði fyrir ómann­úð­­legri eða van­virð­andi með­­­ferð,“ segir í sam­an­­tekt Rauða kross­ins á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent