Þýskaland sendir nánast ekki nokkurn flóttamann aftur til Grikklands

Þýskir dómstólar telja endursendingar flóttafólks til Grikklands fela í sér hættu á að það verði fyrir ómannúðlegri meðferð. Einungis einn flóttamaður sneri frá Þýskalandi til Grikklands í fyrra. Rúm 50 þúsund sem hafa vernd í Grikklandi eru í Þýskalandi.

Þessi vegalausa fjölskylda frá Afganistan var mynduð af fréttaljósmyndara EPA í miðborg Aþenu haustið 2020. Þau höfðu, eins og margir aðrir flóttamenn sem fengið hafa hæli í Grikklandi, hafst við á götunni.
Þessi vegalausa fjölskylda frá Afganistan var mynduð af fréttaljósmyndara EPA í miðborg Aþenu haustið 2020. Þau höfðu, eins og margir aðrir flóttamenn sem fengið hafa hæli í Grikklandi, hafst við á götunni.
Auglýsing

Ein­ungis einn flótta­mað­ur, sem hlotið hafði alþjóð­lega vernd í Grikk­landi, en síðan komið sér til Þýska­lands og óskað hælis þar í landi, sneri aftur til Grikk­lands á síð­asta ári. Yfir­völd útlend­inga­mála í Þýska­landi álíta að þeim sé óheim­ilt að vísa fólki til Grikk­lands að svo stöddu, vegna úrskurða all­nokk­urra þýskra dóm­stóla, sem hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hætta á örbirgð og van­virð­andi með­ferð, í skiln­ingi Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, vofi yfir flótta­fólki sem sent yrði aftur til Grikk­lands.

Þetta kemur fram í svari til Kjarn­ans frá fjöl­miðla­full­trúa Alrík­is­skrif­stofu fólks­flutn­inga og flótta­manna í Þýska­landi (Bundesamt Für Migration und Flücht­linge, BAM­F).

Blaða­maður spurði að því hve margir ein­stak­ling­ar, sem þegar hefðu hlotið vernd í Grikk­landi hefðu komið til Þýska­lands og óskað eftir hæli á und­an­förnum árum, og einnig að því hversu margir ein­stak­lingar í þeirri stöðu hefðu verið sendir frá Þýska­landi og aftur til Grikk­lands á sama tíma.

Yfir 50 þús­und með vernd í Grikk­landi komið til Þýska­lands frá 2019

Í svar­inu kemur fram að frá árinu 2019 hafi verið mikil fjölgun í hópi þeirra sem sækja um hæli í Þýska­landi þrátt fyrir að hafa þegar við­ur­kennda stöðu flótta­manns í Grikk­landi. Frá upp­hafi árs 2019 og fram til 31. júlí 2022 voru umsókn­irnar um hæli í Þýska­landi alls 50.563 tals­ins. Árið 2021 voru umsókn­irnar 29.508 og á fyrstu sjö mán­uðum þessa árs voru þær 8.638.

Auglýsing

Fjöl­miðla­full­trúi BAMF segir jafn­framt að þrátt fyrir að sam­evr­ópskt reglu­verk um hæl­is­mál bjóði upp á að fólk sem hefur vernd í öðru landi sé sent þangað aftur hafi Evr­ópu­dóm­stóll­inn (ECJ) kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu í mars árið 2019 að brott­vísun flótta­manna til Grikk­lands væri í ósam­ræmi við 3. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sem kveður á um að eng­inn maður skuli sæta pynd­ingum eða ómann­legri eða van­virð­andi með­ferð eða refs­ingu.

Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands í heimsókn í Grikklandi í sumar. Mynd: EPA

„Í kjöl­farið á þessu hafa áfrýj­un­ar­stjórn­sýslu­dóm­stólar í Norð­ur­rín-Vest­fa­l­íu, Neðra-­Saxlandi og Berlín-Brand­en­burg – auk fjölda stórn­sýslu­dóm­stóla á fyrsta dóm­stigi – álitið að ein­stak­lingar sem hafa fengið vernd flótta­manns í Grikk­landi eigi á hættu að lenda í örbirgð ef þeim verði vísað þangað vegna skorts á stuðn­ingi. Brott­vís­un­ar­á­kvarð­anir BAMF sem fela í sér að fólk snúi aftur til Grikk­lands eru því ómögu­legar sem stend­ur. Árið 2021 fór ein­ungis ein mann­eskja aftur til Grikk­lands,“ segir í svar­inu frá þýsku stofn­un­inn­i.

Rauði kross­inn telur flutn­ing til Grikk­lands ófor­svar­an­legan

Í kjöl­far fjölda­flutn­ings­ins til Grikk­lands í síð­ustu viku ítrek­aði Rauði kross­inn á Íslandi skila­boð sín um að brott­flutn­ingur flótta­fólks til Grikk­lands væri ófor­svar­an­leg­ur.

„Rauði kross­inn á Íslandi for­­dæmir brott­vís­­anir íslenskra stjórn­­­valda á umsækj­endum um alþjóð­­lega vernd sem þegar hafa fengið stöðu sína við­­ur­­kennda í Grikk­landi. Félagið hefur ítrekað gagn­rýnt brott­vís­­anir til Grikk­lands og telur að þær skapi fólki hættu sem íslensk stjórn­­völd beri ábyrgð á,“ sagði í yfir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Á vor­mán­uðum birti Rauði kross­inn ítar­lega grein­ar­gerð um brott­flutn­ing til Grikk­lands, þar sem fjallað var um ýmsar hindr­anir sem standa í vegi þeirra sem eru með stöðu flótta­manna í Grikk­landi. Meðal ann­ars var þar fjallað um tak­markað aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, hús­næði, atvinnu og félags­legri aðstoð og fram­færslu.

„Rauði kross­inn telur í ljósi fjöl­marga heim­ilda sem ber saman um óvið­un­andi aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi, að end­ur­send­ingar þess til Grikk­lands feli í sér veru­lega hættu á því þau verði fyrir ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð,“ segir í sam­an­tekt Rauða kross­ins á Íslandi.

Fáar end­ur­send­ingar frá Evr­ópu­ríkjum til Grikk­lands á fyrri hluta árs

Kári Hólm­ar Ragn­­ar­s­­son, lektor við laga­­deild Há­­skóla Íslands, hélt erindi á fundi sem fram fór í Háskóla Íslands í hádeg­inu í gær, undir yfir­skrift­inni Erum við að drukkna í flótta­fólki?

Þar vakti hann athygli á tölu­legum upp­lýs­ing­um, sem stafa úr grísku þing­skjali, um end­ur­send­ingar flótta­fólks frá nokkrum öðrum Evr­ópu­löndum til Grikk­lands á fyrri hluta árs­ins.

Sam­kvæmt því sem þar kemur fram vís­uðu evr­ópsk ríki ein­ungis 96 flótta­mönnum aftur til Grikk­lands á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þar af höfðu Svíar vísað flestum til baka, alls 35 flótta­mönn­um, en fram kemur að end­ur­send­ingar frá Þýska­landi hafi verið átta tals­ins. Í svar­inu sem Kjarn­inn fékk frá þýsku stofn­un­inni var þess­ara end­ur­send­inga ekki get­ið.

Skjáskot úr erindi Kára Hólmars. Grafið er frá samtökunum Refugee Support Aegean og tölurnar koma úr skriflegri fyrirspurn á gríska þinginu.

Á fund­inum í gær benti Kári á að þessar tölur gæfu til kynna að íslenska kerfið væri ekki sér­stak­lega opið þegar kæmi að mót­töku flótta­fólks, eins og stundum mætti skynja á umræð­unni.

Í síð­ustu viku sendu íslensk yfir­völd alls 15 ein­stak­linga á brott með leiguflugi aftur til Grikk­lands og ætl­uðu sér raunar að senda 28 manns, en 13 fund­ust ekki þegar lög­reglu­mann reyndu að hafa uppi á þeim til flutn­ings af landi brott. Kári benti á að ein­ungis þessi fjöldi myndi skjóta Íslandi upp í annað sæti yfir end­ur­send­ingar til Grikk­lands á þessum lista.

Kári fékk einnig þá spurn­ingu úr sal á fund­in­um, hvað þyrfti að ger­ast hér­lendis til þess að íslensk yfir­völd myndu byrja að horfa á brott­vís­anir til Grikk­lands með sama hætti og þýsk yfir­völd hafa gert í kjöl­far nið­ur­staðna dóm­stóla þar í landi.

Lekt­or­inn svar­aði því til að dóma­fram­kvæmd í Evr­ópu væri bæði brota­kennt og flók­in, en benti svo á að hér­lendis gæti þetta gerst með stefnu­breyt­ingu stjórn­valda varð­andi fram­kvæmd­ina, eða þá með breyttu mati kæru­nefndar útlend­inga­mála á stöðu mála í Grikk­landi.

Síðan gætu mál af þessu tagi einnig komið til kasta dóm­stóla, sem gætu tekið „prinsipp-á­kvarð­an­ir“ sem hefðu for­dæm­is­gef­andi áhrif á þann veg að stöðva end­ur­send­ingar til Grikk­lands, þó að Kári sjálfur teldi lík­legra að hvert mál yrði skoðað fyrir sig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar