Kristrún: Pólitískur leikur hjá Lilju að draga Icesave inn í umræðu um Íslandsbankasöluna

Formaður Samfylkingarinnar spurði menningar- og viðskiptaráðherra hvort allt hjá ríkisstjórninni í bankasölumálinu snerist um ráðherrastóla og pólitíska leiki. Í svari ráðherra sagði að það hefði ekki verið pólitískur leikur að segja nei við Icesave.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Kristrún Frosta­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum í dag hvort það væru engin prinsipp innan rík­is­stjórn­ar­innar þegar kæmi að afstöðu til nið­ur­stöðu skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um sölu­ferlið á Íslands­banka. Hún sagði að skýrslan væri slá­andi. „„Hún er einn stór áfell­is­dómur yfir verk­lagi Banka­sýsl­unnar og verk­lagi hæst­virts fjár­mála­ráð­herra.“

Það sem hafi valdið Kristrúnu mestum von­brigðum sé sá póli­tíski leikur sem stjórn­ar­liðar séu að spila eftir að nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar liggi fyr­ir. „Þetta er allt ein­hver póli­tískur spuna­leikur fyrir þeim. Þau eru sigri hrós­andi yfir því að Rík­is­end­ur­skoð­andi noti ekki orðið lög­brot í skýrsl­unni, þótt það hafi aldrei verið hlut­verk Rík­is­end­ur­skoð­anda að leika dóm­ara og kveða á um sekt eða sýkn­u.“

Hún óskaði eftir því að umræðan yrði hafin á hærra plan. „Það er ein­fald­lega allt of mikið í húfi og þjóðin er orðin þreytt á póli­tískum leikj­u­m.“ „Fólkið í land­inu hugsar „Æ, enn eitt mál­ið, aftur sami mað­ur­inn, ekk­ert breyt­ist“.

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafi tekið risa­stóra ákvörðun um tug millj­arða króna hags­muni íslenskra skatt­greið­enda „með bundið fyrir augum án þess að afla full­nægj­andi gagna og leggja mat á þau. [...] Snýst þetta allt um per­són­ur, og ráð­herra­stóla og póli­tíska leiki fremur en traust til emb­ætta og stofn­ana sem hér eru und­ir?“

Lilja svar­aði því til að hún vildi upp­lýsa Kristrúnu „um það að það er sann­ar­lega ekki póli­tískur leikur að koma með 600 millj­arða inn í rík­is­sjóð á sínum tíma í formi stöð­ug­leika­fram­laga. Það er ekki póli­tískur leikur að setja á fjár­magns­höft til að tryggja hags­muni Íslands. Það er ekki póli­tískur leikur að segja nei við Ices­a­ve. Það sem við höfum verið að gera á síð­ustu átta árum er að tryggja hags­muni Íslands.“

Auglýsing
Eitt af því sem hafi gerst hafi í þeirri veg­ferð, þegar stöð­ug­leika­fram­lögin komu inn, hafi verið að ríkið eign­að­ist Íslands­banka. Nú sé búið að selja eign­ar­hluti í honum fyrir að jafn­virði yfir 100 millj­arða króna. „Hvað erum við að gera við þessa fjár­muni? Jú, við erum að styðja við heil­brigð­is­kerf­ið, við erum að styðja við mennta­kerfið og menn­ing­una. Þetta er ekki póli­tískur leikur [...] Ég full­yrði að ef það hefði ekki verið Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sjálf­stæð­is­flokkur og Vinstri græn, þá hefði þetta aldrei tek­ist.“

Um hvað erum við eig­in­lega að tala hérna?

Kristrún veitti and­svar og sagð­ist ekki sjá betur „en að það sé póli­tískur leikur að draga Ices­ave inn í umræð­una um söl­una á Íslands­banka frá því í vor. Um hvað erum við eig­in­lega að tala hérna? Af hverju getum við ekki rætt um verk­lagið í þessu ferli? Það er öllu þjóðin að fylgj­ast hér með hvernig þið bregð­ist við verk­lagi í þessu ferli og þið farið að ræða um Ices­ave í þessu sam­hengi? Skiptir engu máli hvernig hlut­irnir eru gerð­ir? Það er það sem þjóðin vill vita.“

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Hún­ ­rifj­aði upp að Lilja hafi sagt í við­tali fyrr í vik­unni að þeir sem báru ábyrgð á þess­ari fram­kvæmd séu ekki að fara að bera ábyrgð á næstu fram­kvæmd. Um leið hafi hún sagt í fjöl­miðlum í gær að Bjarni Bene­dikts­son hefði þegar axlað ábyrgð á „banka­sölu­klúðr­inu með því að óska eftir umræddri skýrslu og við­ur­kennir þannig að ábyrgðin liggi hjá hon­um.“

Hún spurði í kjöl­farið hvort Lilja treysti Bjarna til að bera ábyrgð á áfram­hald­andi sölu á Íslands­banka. 

Auglýsing
Lilja svar­aði því til að um væri að ræða eru stjórn­mál. „Fyrir hvað við stöndum í stjórn­mál­um. Erum við til­búin að verja íslenska hags­muni, í raun og veru sama á hverju geng­ur. Fyrir það stendur til dæmis minn flokkur og hefur gert allan tím­ann. Staðið í lapp­irnar gegn því að það sé verið að veikja landið okk­ar. Í aðdrag­anda hruns­ins og í hrun­inu, voru fjöl­margir stjórn­mála­flokkar sem voru ekki til­búnir til þess að gera það. Þeir voru ekki til­búnir að segja: „Þetta Ices­a­ve, þetta er ekki reikn­ingur þjóð­ar­inn­ar“. Þetta skiptir máli vegna þess að þetta segir fyrir hvað við stönd­um.“

Hún sagð­ist treysta Bjarna til að fara í frek­ari sölu en vildi ítreka að enn ætti eftir að fá nið­ur­stöðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þeim anga sölu­ferl­is­ins sem það rann­sakar til að fá heild­ar­mynd á því hvernig til tókst.

Síð­ast kosið um Ices­ave 2011

Ices­a­ve-­­reikn­ing­­arnir voru net­­reikn­ingar sem bank­inn bauð upp á í Hollandi og Bret­landi sem báru mun hærri inn­­láns­vexti en aðrir voru að bjóða upp á. Því flykkt­ust við­­skipta­vinir til Lands­­bank­ans vegna þeirra, enda ávöxtun á fé mun hærri þar en ann­­ar­s­­stað­­ar. 

Þessi mikla aðsókn leiddi til þess að Ices­a­ve-inn­láns­­söfn­unin varð að risa­­vax­inni alþjóða­­deilu þegar ljóst var að hinn gjald­­þrota Lands­­banki gat ekki greitt inn­­­stæð­u­eig­endum eignir sínar strax eftir banka­hrun. Inn­­­stæð­u­­trygg­inga­­sjóðir land­anna tveggja greiddu hluta inn­­­stæð­anna til baka og við það eign­uð­ust þeir kröfu á Lands­­bank­ann. 

Alls voru gerðir þrír Ices­a­ve-­­samn­ingar milli íslenskra stjórn­­­valda ann­­ars vegar og Hol­­lend­inga og Breta hins veg­ar um greiðslu þeirrar skuld­ar. Tveir þeirra fóru í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu eftir að Ólafur Ragnar Gríms­­son, þá for­­seti Íslands, neit­aði að skrifa undir lög­­in. Seinni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan fór fram í apríl 2011, fyrir rúm­lega ell­efu árum síð­an.

Ices­a­ve-­­málið fór á end­­anum fyrir EFTA dóm­stól­inn þar sem Ísland var sýknað af kröfum Breta og Hol­­lend­inga í upp­­hafi árs 2013.

Í jan­úar 2016 fékk slitabú Lands­­bank­ans und­an­þágu frá Seðla­­banka Íslands­ frá fjár­­­magns­höft­um til að greiða síð­ustu greiðsl­una Hollands og Bret­lands og þar með Ices­a­ve-skuld­ina að fullu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent