Harma að fjáraukalög innihaldi ekki framlög til þjónustu við fatlaða né reksturs Strætó

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru skúffuð yfir því að í fjáraukalagafrumvarpi fjármálaráðherra sé hvorki að finna aukið fé til lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk, né aukin framlög til Strætó bs. vegna tekjutaps í gegnum veirufaraldurinn.

Innstigum í strætisvagna fækkaði verulega í kórónuveirufaraldrinum. Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins biðla á ný til þingsins um að bæta tekjutap Strætó bs. vegna faraldursins.
Innstigum í strætisvagna fækkaði verulega í kórónuveirufaraldrinum. Sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins biðla á ný til þingsins um að bæta tekjutap Strætó bs. vegna faraldursins.
Auglýsing

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) lýsa yfir von­brigðum með það, í umsögn um frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til fjár­auka­laga, að þar sé ekki að finna til­lögur um frek­ari fram­lög úr rík­is­sjóði til mála­flokks fatl­aðs fólks né aukin rekstr­ar­fram­lög til Strætó.

Í umsögn­inni segir að nýfram­lögð fjár­auka­lög beri það ekki með sér að tekið hafi verið mark á sjón­ar­miðum sveit­ar­fé­laga lands­ins um fjár­hags­lega leið­rétt­ingu vegna mála­flokks­ins, eins og gerð var krafa um í ályktun Lands­þings Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga í lok sept­em­ber.

„Mik­il­vægt er og enn hægt, að taka á þessu máli, þ.e. í fjár­auka­lögum árs­ins 2022 og síðan til fram­tíðar í fjár­lögum rík­is­ins árið 2023. Lögð er þung áhersla á að sveit­ar­fé­lögin fái fjár­hag­lega leið­rétt­ingu frá rík­inu til að standa undir útgjöldum vegna þjón­ustu við fatlað fólk eins og farið hefur verið yfír m.a. á fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­lag­anna í byrjun októ­ber þar sem full­trúar rík­is­ins tóku þátt. Eins og komið hefur fram er þetta mikið hags­muna­mál fyrir sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en áætlað er að um 87% hall­ans falli til hjá sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ segir í umsögn SSH.

Þar er vísað til þess að halli af mála­flokknum árið 2020 hafi verið um 8,9 millj­arðar króna, eins og fram kom í skýrslu starfs­hóps sem greindi kostn­að­ar­þróun í þjón­ustu við fatlað fólk. Nú sé svo unnið að sam­bæri­legri grein­ingu fyrir árið 2021 og ætla megi að nið­ur­staðan hafi versnað um allt að 3 millj­arða króna, sem setur heild­ar­hall­ann upp í 12-13 millj­arða króna.

„Van­fjár­mögnun mála­flokks­ins er ein meg­in­or­sök þess rekstr­ar­halla sem hefur birst í árs­hluta­upp­gjörum sveit­ar­fé­lag­anna 2022, en þau hafa með ábyrgum hætti brugð­ist við lögum sem sett hafa verið um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir, án þess að vera­fjár­mögnuð með eðli­legum hætt­i,“ segir í umsögn SSH.

Ítreka beiðni um aukin fram­lög til rekstur Strætó

Í umsögn SSH er svo „ít­rekuð beiðni um að rík­is­sjóður komi með fram­lag til rekst­urs Strætó bs. til að létta sveit­ar­fé­lög­unum það fjár­hags­lega tap sem orðið hefur vegna far­ald­urs­ins“ og sett fram mynd sem sýnir hvernig inn­stig í stræt­is­vagna þró­uð­ust í far­aldr­in­um.

Þróun innstiga í Strætó á árunum 2019-2022. Mynd: Úr umsögn SSH.

Á það er bent að ef tekju­streymi Strætó hefði verið sam­bæri­leg og fyrir heims­far­ald­ur­inn væru upp­safn­aðar tekjur á árunum 2020-2022 um 1,7-2 millj­örðum hærri en reyndin er.

Auglýsing

„Sveit­ar­fé­lögin hafa þegar brugð­ist við þess­ari stöðu með því að leggja Strætó bs. til fjár­magn, hækka gjald­skrár og hag­ræða í rekstr­in­um. Sam­kvæmt skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um mat á árangri aðgerða til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru kemur fram að um 17,5 millj­arðar kr. voru greiddir úr rík­is­sjóði til rekstr­ar­að­ila vegna nei­kvæðra áhrifa af Covid-19. Strætó bs. fékk á árinu 2021 fram­lag að upp­hæð 120 millj­ónir kr og Ijóst er að sú upp­hæð dugar hvergi upp í þann mikla halla sem varð á rekstr­inum vegna Covid-19,“ segja sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Þau segja að rök­styðja megi beiðn­ina „með því að sveit­ar­fé­lögin gerðu það sem þau gátu til að halda upp sem mestri þjón­ustu á tímum Covid m.a. til að mik­il­vægir fram­línu­starfs­menn ættu þess kost að kom­ast til vinnu og sinna þeim mik­il­vægu störfum sem þurfti á Covid tím­an­um“, auk þess sem UITP, alþjóða­sam­tök um almenn­ings­sam­göng­ur, hafi lagt áherslu á mik­il­vægi þess að rík­is­stjórnir haldi áfram að styðja við almenn­ings­sam­göngur á meðan þær séu að „ná sér uppúr þeim öldu­dal sem þær lentu í við Covid-19 far­ald­ur­inn.“

Fjár­laga­halli minni en áætlað var þrátt fyrir 75 millj­arða útgjalda­aukn­ingu

Í frum­varpi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til fjár­auka­laga, sem lagt var fram 9. nóv­em­ber, kom fram að útlit væri fyrir að afkoma rík­is­sjóðs á næsta ári yrði 60 millj­örðum króna betri en útlit var fyrir þegar fjár­lög voru lögð fram fyrr í haust.

Helsta ástæðan fyrir því er sú að ein­sýnt þykir að tekjur rík­is­ins af skatt­heimtu og trygg­inga­gjöldum verði yfir 100 millj­örðum meiri en áætlað var er fjár­laga­frum­varpið var lagt fram. Rík­is­fjár­laga­hall­inn stefnir því í að verða 126 millj­arðar á næsta ári, í stað 186 millj­arða króna.

Alls eru vænt útgjöld rík­is­ins árið 2023 að aukast um tæpa 75 millj­arða króna frá því sem áður var áætlað sam­kvæmt fjár­auka­laga­frum­varp­inu. Þar munar lang­mestu um 37 millj­arða króna aukin útgjöld vegna end­ur­met­innar þarfar um vaxta­gjöld rík­is­sjóðs, vegna áhrifa verð­bólgu á verð­tryggðar skuldir rík­is­ins. Einnig er gert ráð fyrir 16,6 millj­arða króna útgjalda­heim­ildum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, að uppi­stöðu til heil­brigð­is­stofn­ana.

En ekk­ert bæt­ist við fram­lög til Strætó, né til mála­flokks fatl­aðs fólks. Og það harma sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent