Áslaug Arna frestar brottvísun barna sem hafa verið lengur en 16 mánuði

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fresta brottvísun þeirra barna sem leitað hafa eftir hæli á Íslandi, og hafa verið í kerfinu í meira en 16 mánuði. Að óbreyttu ætti Muhammed Zohair Faisal því ekki að verða vísað úr landi á morgun.

Muhammed Zohair Faisal.
Muhammed Zohair Faisal.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að fresta brott­vísun barna í þeim málum þar sem máls­með­ferð hefur farið yfir 16 mán­uði. Það þýðir að óbreyttu að hætt verður við brott­vísun Muhammeds Zohair Fai­sal sem vísa átti úr landi á morg­un, 3. febr­ú­ar, en hann hefur dvalið hér­lendis í meira en tvö ár. Alls hafa tæp­lega 18 þús­und manns skrifað undir áskorun til stjórn­valda um að fresta brott­vísun Muhammeds og fjöl­skyldu hans um helg­ina. 

Dóms­mála­ráð­herra ætlar einnig að kynna í rík­is­stjórn áform um að stytta hámarks­tíma máls­með­ferðar úr átján mán­uðum í sextán í hæl­is­málum þar sem börn eiga í hlut. 

Í frétt sem birt­ist á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins  í dag segir að að sam­kvæmt lögum um útlend­inga sé heim­ilt að veita útlend­ingi dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða að til­teknum skil­yrðum upp­fyllt­um, hafi hann sótt um alþjóð­lega vernd og ekki fengið nið­ur­stöðu í máli sínu á stjórn­sýslu­stigi innan 18 mán­aða.

„Ný­lega hefur athygli dóms­mála­ráð­herra verið vakin á því að í ein­stökum málum geti tím­inn orð­ið  óhæfi­lega lang­ur. Dóms­mála­ráð­herra vill leggja áherslu á að máls­með­ferð­ar­tími í vernd­ar­kerf­inu sé styttur eins og frekast er kost­ur. Tölu­verður árangur náð­ist í fyrra við að hraða með­ferð mála hjá Útlend­inga­stofn­un. Mik­il­vægt er að halda áfram á þeirri braut. Sér­stak­lega þarf að leggja áherslu á að for­gangs­raða í þágu barna og marka slíkri máls­með­ferð eins stuttan tíma og kostur er.“

Auglýsing
Þar segir að ráð­herr­ann hafi heim­ild til að setja í reglu­gerð nán­ari ákvæði um máls­með­ferð Útlend­inga­stofn­un­ar, kæru­nefndar útlend­inga­mála og lög­reglu, meðal ann­ars heim­ildir til að úrskurða um mál á ein­faldan og skil­virkan hátt með vísan til fyrri for­dæma. Enn fremur hafi ráð­herra heim­ild til að mæla nánar fyrir um máls­með­ferð­ar­tíma. „Í ljósi alls ofan­greinds mun dóms­mála­ráð­herra kynna í rík­is­stjórn áform um að stytta hámarks­tíma máls­með­ferðar úr átján mán­uðum í sextán í hæl­is­málum þar sem börn eiga í hlut. Standa vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta með­ferð slíkra mála. Ráð­herra leggur áherslu á að þetta sé hámarks­tími og máls­með­ferð eigi eigi alla jafna að taka skemmri tíma. Vilji lög­gjafans og stjórn­valda er skýr. Taka ber sér­stakt til­lit til hags­muna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóð­lega vernd.“

Þing­manna­nefnd um mál­efni útlend­inga fund­aði fyrir helgi um stöðu barna og fólks í við­kvæmri stöðu. Áslaug Arna hefur falið nefnd­inni að fylgja þeirri vinnu áfram eft­ir. 

Í til­kynn­ing­unni á vef ráðu­neyt­is­ins segir að Ísland taki nú á móti tölu­vert miklum fjölda umsókna um vernd. Ljóst er að til að ofan­greind mark­mið um máls­hraða náist þarf bæði að tryggja kerf­inu næga fjár­muni til að valda verk­efn­inu og jafn­framt að tryggja að efn­is­reglur hér á landi séu til þess fallnar að greina hratt á milli þeirra sem þarfn­ast verndar og ann­arra.

Þessar breyt­ingar verða útfærðar nánar í reglu­gerð. Þegar hefur verið ákveðið að fresta brott­vísun barna í þeim málum þar sem máls­með­ferð hefur farið yfir sextán mán­uð­i.“

Tæp­lega 18 þús­und manns skrifað undir

Á síð­unni þar sem und­ir­skriftun er safnað til að skora á rík­is­stjórn Íslands að bregð­ast við í máli Muhammeds kemur fram að vísa ætti drengnum og fjöl­skyldu hans til Pakistan á morg­un. Þar biði þeirra ekk­ert nema óvissa en þangað hefur dreng­ur­inn aldrei komið og for­eldr­arnir ekki í tíu ár. Þau hafi ástæðu til að ótt­ast hvað tekur við þeim í Pakistan og staða barns­ins yrði miklu verri en hér á landi. „Mu­hammed er ein­stak­lega heill­andi strák­ur, brosmild­ur, hlýr og lífs­glað­ur. Hér hefur Muhammed búið í meira en tvö ár og tengst sam­fé­lag­inu sterkum bönd­um. Hann er búinn að eign­ast marga vini, leik­skóla­fé­laga á Dverga­steini og skóla­fé­laga í Vest­ur­bæj­ar­skóla og Skýja­borg­um. Hann talar lýta­lausa íslensku, er frá­bær náms­maður svo eftir er tekið og hefur tek­ist að bræða hjörtu allra þeirra sem hafa kynnst hon­um.“

Alls hafa yfir 17.700 manns skrifað undir áskor­un­ina þegar þetta er skrif­að, en hún var sett af stað á föstu­dag.

Í text­anum sem fylgir und­ir­skrifta­söfn­un­inni, sem sett var af stað af blaða­mann­inum Val Grett­is­syni, segir að barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna kveði á um að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa for­gang í ákvörð­unum stjórn­valda. Það feli meðal ann­ars í sér að tryggja líf barns, þroska og öryggi, óháð laga­legri stöðu eða athafna for­eldra hans eða henn­ar. „Þegar máls­með­ferð ungs barns hefur staðið yfir í  rúm­lega tvö ár bera stjórn­völd ríkar skyldur gagn­vart barn­inu, sem dvalið hefur hér stóran hluta ævi sinnar og aldrei séð heima­land for­eldr­anna. Íslensk stjórn­völd hafa gefið það út að Ísland skuli verða besta land í heimi fyrir börn. Sýnum það í verki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent