Áslaug Arna frestar brottvísun barna sem hafa verið lengur en 16 mánuði

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fresta brottvísun þeirra barna sem leitað hafa eftir hæli á Íslandi, og hafa verið í kerfinu í meira en 16 mánuði. Að óbreyttu ætti Muhammed Zohair Faisal því ekki að verða vísað úr landi á morgun.

Muhammed Zohair Faisal.
Muhammed Zohair Faisal.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að fresta brott­vísun barna í þeim málum þar sem máls­með­ferð hefur farið yfir 16 mán­uði. Það þýðir að óbreyttu að hætt verður við brott­vísun Muhammeds Zohair Fai­sal sem vísa átti úr landi á morg­un, 3. febr­ú­ar, en hann hefur dvalið hér­lendis í meira en tvö ár. Alls hafa tæp­lega 18 þús­und manns skrifað undir áskorun til stjórn­valda um að fresta brott­vísun Muhammeds og fjöl­skyldu hans um helg­ina. 

Dóms­mála­ráð­herra ætlar einnig að kynna í rík­is­stjórn áform um að stytta hámarks­tíma máls­með­ferðar úr átján mán­uðum í sextán í hæl­is­málum þar sem börn eiga í hlut. 

Í frétt sem birt­ist á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins  í dag segir að að sam­kvæmt lögum um útlend­inga sé heim­ilt að veita útlend­ingi dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða að til­teknum skil­yrðum upp­fyllt­um, hafi hann sótt um alþjóð­lega vernd og ekki fengið nið­ur­stöðu í máli sínu á stjórn­sýslu­stigi innan 18 mán­aða.

„Ný­lega hefur athygli dóms­mála­ráð­herra verið vakin á því að í ein­stökum málum geti tím­inn orð­ið  óhæfi­lega lang­ur. Dóms­mála­ráð­herra vill leggja áherslu á að máls­með­ferð­ar­tími í vernd­ar­kerf­inu sé styttur eins og frekast er kost­ur. Tölu­verður árangur náð­ist í fyrra við að hraða með­ferð mála hjá Útlend­inga­stofn­un. Mik­il­vægt er að halda áfram á þeirri braut. Sér­stak­lega þarf að leggja áherslu á að for­gangs­raða í þágu barna og marka slíkri máls­með­ferð eins stuttan tíma og kostur er.“

Auglýsing
Þar segir að ráð­herr­ann hafi heim­ild til að setja í reglu­gerð nán­ari ákvæði um máls­með­ferð Útlend­inga­stofn­un­ar, kæru­nefndar útlend­inga­mála og lög­reglu, meðal ann­ars heim­ildir til að úrskurða um mál á ein­faldan og skil­virkan hátt með vísan til fyrri for­dæma. Enn fremur hafi ráð­herra heim­ild til að mæla nánar fyrir um máls­með­ferð­ar­tíma. „Í ljósi alls ofan­greinds mun dóms­mála­ráð­herra kynna í rík­is­stjórn áform um að stytta hámarks­tíma máls­með­ferðar úr átján mán­uðum í sextán í hæl­is­málum þar sem börn eiga í hlut. Standa vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta með­ferð slíkra mála. Ráð­herra leggur áherslu á að þetta sé hámarks­tími og máls­með­ferð eigi eigi alla jafna að taka skemmri tíma. Vilji lög­gjafans og stjórn­valda er skýr. Taka ber sér­stakt til­lit til hags­muna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóð­lega vernd.“

Þing­manna­nefnd um mál­efni útlend­inga fund­aði fyrir helgi um stöðu barna og fólks í við­kvæmri stöðu. Áslaug Arna hefur falið nefnd­inni að fylgja þeirri vinnu áfram eft­ir. 

Í til­kynn­ing­unni á vef ráðu­neyt­is­ins segir að Ísland taki nú á móti tölu­vert miklum fjölda umsókna um vernd. Ljóst er að til að ofan­greind mark­mið um máls­hraða náist þarf bæði að tryggja kerf­inu næga fjár­muni til að valda verk­efn­inu og jafn­framt að tryggja að efn­is­reglur hér á landi séu til þess fallnar að greina hratt á milli þeirra sem þarfn­ast verndar og ann­arra.

Þessar breyt­ingar verða útfærðar nánar í reglu­gerð. Þegar hefur verið ákveðið að fresta brott­vísun barna í þeim málum þar sem máls­með­ferð hefur farið yfir sextán mán­uð­i.“

Tæp­lega 18 þús­und manns skrifað undir

Á síð­unni þar sem und­ir­skriftun er safnað til að skora á rík­is­stjórn Íslands að bregð­ast við í máli Muhammeds kemur fram að vísa ætti drengnum og fjöl­skyldu hans til Pakistan á morg­un. Þar biði þeirra ekk­ert nema óvissa en þangað hefur dreng­ur­inn aldrei komið og for­eldr­arnir ekki í tíu ár. Þau hafi ástæðu til að ótt­ast hvað tekur við þeim í Pakistan og staða barns­ins yrði miklu verri en hér á landi. „Mu­hammed er ein­stak­lega heill­andi strák­ur, brosmild­ur, hlýr og lífs­glað­ur. Hér hefur Muhammed búið í meira en tvö ár og tengst sam­fé­lag­inu sterkum bönd­um. Hann er búinn að eign­ast marga vini, leik­skóla­fé­laga á Dverga­steini og skóla­fé­laga í Vest­ur­bæj­ar­skóla og Skýja­borg­um. Hann talar lýta­lausa íslensku, er frá­bær náms­maður svo eftir er tekið og hefur tek­ist að bræða hjörtu allra þeirra sem hafa kynnst hon­um.“

Alls hafa yfir 17.700 manns skrifað undir áskor­un­ina þegar þetta er skrif­að, en hún var sett af stað á föstu­dag.

Í text­anum sem fylgir und­ir­skrifta­söfn­un­inni, sem sett var af stað af blaða­mann­inum Val Grett­is­syni, segir að barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna kveði á um að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa for­gang í ákvörð­unum stjórn­valda. Það feli meðal ann­ars í sér að tryggja líf barns, þroska og öryggi, óháð laga­legri stöðu eða athafna for­eldra hans eða henn­ar. „Þegar máls­með­ferð ungs barns hefur staðið yfir í  rúm­lega tvö ár bera stjórn­völd ríkar skyldur gagn­vart barn­inu, sem dvalið hefur hér stóran hluta ævi sinnar og aldrei séð heima­land for­eldr­anna. Íslensk stjórn­völd hafa gefið það út að Ísland skuli verða besta land í heimi fyrir börn. Sýnum það í verki.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent