Svona varð ég „glæpamaður“ á Íslandi

Anton Garbar, sem flúði Rússland ásamt eiginkonu sinni vegna ótta um pólitískar ofsóknir yfirvalda, segir frá reynslu sinni af því að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Til stendur að vísa honum og konu hans úr landi og til Ítalíu í fyrramálið.

Auglýsing

Ég heiti Anton Gar­bar og er 31 árs gam­all. Af öllum löndum heims eru þau tvö sem ég held mest upp á Rúss­land og Ísland. Nú koma þau bæði fram við mig eins og glæpa­mann. Rúss­land – sökum þess að ég var andsnú­inn árásinni á Úkra­ínu, Ísland – vegna þess að ég er með rúss­neskt vega­bréf.

Ég fædd­ist á Kalínín­grad-­svæð­inu. Á rúss­neskan mæli­kvarða má líkja því við Ísland: Þetta er lítil „eyja“ við Eystra­salt­ið, á milli Pól­lands og Litá­ens, langt frá afgangnum af „meg­in­landi“ Rúss­lands. Þar til nýlega lifði ég venju­legu frið­sælu lífi og starf­aði í banka. Árið 2016 kynnt­ist ég dásam­legri stelpu, Vikt­or­íu, sem varð eig­in­kona mín ári síð­ar. Við ferð­uð­umst mikið saman og vildum sýna öðru fólki feg­urð nátt­úr­unn­ar. Í því skyni opn­uðum við litla ferða­skrif­stofu og fórum með hópa ferða­manna til Evr­ópu, Jap­ans, Kína og að sjálf­sögðu, til okkar ást­kæra Íslands­.

Það er erfitt að stunda við­skipti í Rúss­landi, þar sem stundum virð­ist sem ríkið kæri sig ekki um einka­fram­tak. Senni­lega er það vegna þess að fólk í eigin rekstri er oft metn­að­ar­fullt og sjálf­stætt fólk. Ef eitt­hvað fer aflaga hjá rík­inu er slíkt fólk óhrætt við að standa upp og spyrja spurn­inga. Þetta er það sem kom fyrir mig. Á ákveðnum tíma­punkti fór ég að taka eftir umbóta­vanda­málum í borg­inni minni. Í fyrstu reyndi ég að draga athygli yfir­valda að þessum mál­um, jafn­vel með því að safna und­ir­skrift­um. En yfir­völd huns­uðu allar beiðn­ir. Á sam­fé­lags­miðlum sá ég að þetta er staðan um allt land. Það er verið að brjóta mann­rétt­indi, en öllum virð­ist vera sama. Og nú var ég byrj­aður að skipa mér í hóp mót­mæl­enda.

Þátt­taka í mót­mælum í Rúss­landi er alltaf „rúss­nesk rúl­letta“. Þú ferð og hrópar „Frelsi fyrir Alexei Navalní“ og „Frelsi fyrir póli­tíska fanga“ og í stað­inn öskrar lög­reglu­þjónn á þig í gegnum gjall­ar­horn að hann muni fang­elsa þig í 15 daga. Þegar mót­mæla­göngur fara fram kemur lög­reglan sér fyrir með­fram leið­inni, fólk er hand­tekið á hrotta­feng­inn hátt og barið af handa­hófi. Óháð dag­blöð og sam­fé­lags­miðlar lýsa því með lif­andi hætti hvað verður um þá sem eru hand­teknir í mót­mæl­um. Mót­mæl­endum getur verið gefið raf­lost, þeir barðir til óbóta eða nauðg­að. Engum lög­reglu­manni er refsað fyrir þetta og þeir vita það. Því er það svo, er þú gengur í mót­mæla­göng­um, að þú upp­lifir brenn­andi pirr­ing vegna órétt­læt­is­ins sem á sér stað í kringum þig og ótta um að þú munir ekki snúa heim þann dag­inn.

Þetta er ekki öll sag­an. Allir mót­mæl­endur eru teknir upp af lög­reglu og eft­ir­lits­mynda­vélum á götum úti. Þess vegna getur refs­ingin fyrir að tjá skoð­anir í mót­mælum átt sér stað dögum eða jafn­vel vikum seinna. Þeim koma heim til þín og fram­kvæma hús­leit, loka öllum greiðslu­kortum þínum og gera sím­ann þinn og tölv­una upp­tæka. Svo bíða þín mis­þungar refs­ing­ar, í versta falli senda þeir þig í pynt­inga­fang­elsi, en þú verður hið minnsta pott­þétt úrskurð­aður „er­lendur útsend­ari“ og þar með yfir­lýstur óvinur rúss­neska rík­is­ins.

Auglýsing

En það versta er að eftir mót­mælin breyt­ist ekk­ert í land­inu. Meiri­hluti Rússa er þegar vanur því að búa við fátækt, að heyra um pynt­ingar og lúta órétt­læti. Ef þú ert hand­tek­inn, þá áttar þú þig á því að eng­inn mun koma þér til varn­ar. Kúg­un­ar­vélin mun kjamsa á örlögum þín­um, eins og hún hefur áður gert við millj­ónir sam­landa þinna. Í besta falli getur þú von­ast eftir því að ein­hvern­tím­ann, kannski eftir 50 ár, muni land þitt birt­ast á lista yfir þá sem hlutu óverð­skuld­aða refs­ingu.

Er ég heyrði af árásum Rúss­lands á Úkra­ínu voru meira en 6.500 kíló­metrar á milli mín og Vikt­or­íu. Ég var með hóp ferða­fólks við dýpsta stöðu­vatn í heimi, Baikal-­vatn í Síber­íu, og konan mín var heima í Kalínín­grad. Frétt­irnar voru okkur áfall. Á sama tíma, og mjög skyndi­lega, byrj­uðu Evr­ópu­ríkin sem umlykja Kalínín­grad-­svæðið að loka loft­helgi sinni fyrir rúss­neskum flug­fé­lög­um. Því ótt­uð­umst við konan mín að við myndum ekki ná að hitt­ast.

Ég and­mælti stríð­inu strax opin­ber­lega á sam­fé­lags­miðlum og í stað­inn rigndi yfir mig sví­virð­ingum frá fyrr­ver­andi við­skipta­vin­um, fyrr­ver­andi vinum og jafn­vel nánum ætt­ingj­um. Á eftir sví­virð­ing­unum komu hót­an­ir, og það varð hættu­legt að vera um kyrrt. Við höfðum ein­ungis tvo val­kosti um fram­vind­una. Annað hvort að mót­mæla í Rúss­landi og verða án efa hand­tekin í kjöl­far­ið, eða að flýja land og reyna að hafa áhrif á ástandið utan frá.

Við völdum síð­ari kost­inn. Við yfir­gáfum heim­ili okkar í flýti og fórum suður til Kasakstan til tengda­for­eldra minna. Skömmu eftir það komu full­trúar frá rúss­nesku alrík­is­lög­regl­unni til móður minnar í Kalínín­grad. Þeir voru að leita að mér vegna þess sem ég hef skrifað gegn stríð­inu á sam­fé­lags­miðla. Lögum sam­kvæmt fram­selur Kasakstan fólk til Rúss­lands ef eftir því er óskað og við höfðum heyrt af fleiri en einu dæmi um slíkt. Það var því fremur spurn­ing um hvenær heldur en hvort ég yrði hand­tek­inn. Við þurftum að flýja á ný. Í þetta sinn fórum við til vest­urs, til eina lands­ins þar sem við áttum góða vini. Til Íslands.

Það að flýja til vest­urs er dap­ur­leg hefð rúss­nesku og sóvésku mennta­stétt­ar­inn­ar, sem átti sér stað marg­sinnis á 20. öld. Evr­ópu­lönd hafa alltaf verið ánægð með að taka á móti mennt­uðum Rússum, með frels­is­ást sem er of hættu­leg fyrir heima­land þeirra. Ísland virt­ist okkur töfr­andi land þar sem mann­rétt­indi væru sann­ar­lega virt, ólíkt Rúss­landi.

Viktoría og Anton.

Á meðan við vorum í Kasakstan gátum við ekki sótt um íslenska vega­bréfs­á­rit­un, en við vorum með gilda vega­bréfs­á­ritun til Ítalíu sem veitti okkur aðgang að Schen­gen-­svæð­inu. Við flugum til Kefla­víkur 5. apríl 2022 og sóttum strax um alþjóð­lega vernd hjá lög­reglu. Fyrst var okkur komið fyrir á Ásbrú og svo vorum við flutt á Hótel Sögu í Reykja­vík. Við sóttum um vernd hjá Útlend­inga­stofnun og fengum úthlut­uðum lög­fræð­ingi. Við héldum að við værum örugg. Það reynd­ist rangt.

Íslenska ríkið skip­aði okkur lög­fræð­ing, Vil­borgu Berg­mann. Eins og við komumst síðar að er hún sér­fræð­ingur í fjöl­skyldu­rétti, ekki útlend­inga­rétti. Auk þess hefur hún ítrekað sett fram opin­berar yfir­lýs­ingar sem lýsa útlend­inga­andúð. Hvorki ég né konan mín Vikt­oría vissum þetta og biðum róleg yfir því að Útlend­inga­stofnun veitti okkur við­tal. Hins vegar fóru und­ar­legir hlutir að eiga sér stað. Við hittum lög­fræð­ing­inn okkar fyrst 8. júní, í við­tal­inu við Útlend­inga­stofn­un, og höfðum aldrei rætt mál okkar við hana áður. Full­trúar Útlend­inga­stofn­unar sögðu að sam­talið sner­ist ein­ungis um með­ferð umsókn­ar­innar á Íslandi, en ekki umsókn okkar um hæli sem slíka.

Strax dag­inn eftir sagði Vil­borg Berg­mann okkur að hún teldi 80% líkur á að okkur yrði vísað úr landi. Á þessum tíma hafði hún ekki enn und­ir­búið umboð um að hún myndi fara með mál okk­ar, og lof­aði að gera það á næstu dög­um. Við fengum þetta mik­il­væga skjal frá henni mán­uði síð­ar. Allan tím­ann sem við vorum á Íslandi vorum við að leita að vinnu. Þann 10. júní létum við lög­fræð­ing­inn okkar hafa und­ir­rit­aðan samn­ing við vinnu­veit­anda okkar sem hún lof­aði að hengja við umsókn okkar um vernd. Þann 3. ágúst til­kynnti Útlend­inga­stofnun okkur í gegnum lög­fræð­ing­inn að sex dögum fyrr hafði stofn­unin tekið ákvörðun um að hafna umsókn okkar um hæli á Íslandi. Í skjal­inu var því haldið fram að Útlend­inga­stofnun hefði tekið mál okkar til efn­is­legrar með­ferð­ar, en það gerð­ist reyndar ekki. Í ákvörð­un­inni var ekki minnst á sönn­un­ar­gögn okkar um póli­tískar ofsóknir í Rúss­landi, fyrri ferðir okkar með ferða­fólk til Íslands, þörf fyrir sál­fræði­að­stoð vegna greinds þung­lyndis og vinnu­samn­ing á Íslandi. Það átti að vísa okkur úr landi til Ítal­íu.

Við fengum 15 daga frest til að kæra ákvörð­un­ina til kæru­nefndar útlend­inga­mála. Vik­urnar á undan hafði Vil­borg Berg­mann sagt okkur að henni væri sama þótt við vildum skipta um lög­fræð­ing og virt­ist hún jafn­vel hvetja okkur til þess. Þegar við ákváðum að gera það synj­aði hún okkur hins vegar skyndi­lega. Með erf­ið­leikum tókst okkur samt að skipta um lög­fræð­ing. Nú var Guð­mundur Narfi Magn­ús­son í for­svari fyrir okk­ur, og lagði fram áfrýj­un. Í milli­tíð­inni reyndum við að kynna okkur stöðu flótta­fólks á Ítal­íu. Við höfðum sam­band við sjálf­boða­liða á staðnum og full­trúa rík­is­ins. Okkur var sagt að þeir gætu hvorki útveg­að, hús­næði, bætur né vinnu. Sem þýðir að frá Íslandi er okkur vísað út á götur Mílanó. Þrátt fyrir vand­aða vinnu Guð­munds Narfa Magn­ús­sonar fengum við neitun frá kæru­nefnd­inni, þann 7. októ­ber, á fæð­ing­ar­degi Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta. Þá voru ekki fleiri lagalegar leiðir til að koma í veg fyrir brott­vís­un.

Við leit­uðum til íslenskra fjöl­miðla til þess að reyna að ná eyrum Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra. Mér tókst meira að segja að sjá hann í bíl nálægt Alþingi 10. nóv­em­ber, en hann svar­aði beiðnum mínum um að mót­taka gögn um mál okkar með því að skipa bíl­stjór­anum að aka í burtu án þess að opna bíl­rúð­una. Dag­inn eftir að fjallað var um okkur í Stund­inni vorum við boðuð á lög­reglu­stöð­ina til sam­tals. Eftir frétt um okkur á RÚV 7. nóv­em­ber komu lög­reglu­þjónar á Hótel Sögu og sögðu okkur að koma á lög­reglu­stöð­ina á hverjum degi. Þann 14. nóv­em­ber náðum við að fá áheyrn hjá Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og láta hana hafa máls­gögn okk­ar. Fimmtán mín­útum eftir fund­inn fengum við sím­tal frá lög­regl­unni og okkur tjáð að okkur yrði vísað úr landi 16. nóv­em­ber, kl. 5 að morgni.

Vikt­oría konan mín og ég sjálfur teljum enn að mál okkar sé hryggi­leg mis­tök íslenska útlend­inga­mála­kerf­is­ins, sem enn megi leið­rétta. Allt sem þarf er lítið krafta­verk – ákvörðun á síð­ustu stundu frá dóms­mála­ráð­herra. Hins­vegar er þessi trú, rétt eins og ímynd okkar af sann­gjörnu Íslandi, smám saman að fjara út.

Höf­undur flúði Rúss­land

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar