Telja að heimilislausum muni fjölga og mansal aukast ef útlendingalögum verði breytt

Sveitarfélög landsins segja að ef fella á niður alla grunnþjónustu við flóttafólk 30 dögum eftir endanlega synjun um vernd muni það auka álag á félagsþjónustu þeirra og fela í sér aukinn kostnað fyrir þau.

Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Auglýsing

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga telur að sú boð­aða breyt­ing á útlend­inga­lögum að fella niður alla grunn­þjón­ustu til hæl­is­leit­enda 30 dögum eftir að end­an­leg ákvörðun á stjórn­sýslu­stigi um umsókn hans til verndar liggur fyr­ir, muni fjölga heim­il­is­lausum á Íslandi. Það muni hafa í för með sér aukn­ingu á álagi á félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og auk­inn kostnað fyrir þau. „Óhjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur slíkrar neyðar hlýtur ávallt að vera aukin hætta á því að hlut­að­eig­andi ein­stak­lingar verði ber­skjald­aðri fyrir hver kyns mis­neyt­ingu, man­sali og ofbeld­i.“

Þetta kemur fram í umsögn sam­bands­ins um fram­lagt frum­varp Jóns Gunn­ars­sonar um breyt­ingar á lögum um útlend­inga sem nú er til með­ferðar á þingi.

Fá ekki þjón­ustu 30 dögum eftir synjun

Umsækj­endur um alþjóð­lega vernd njóta marg­vís­legrar þjón­ustu á meðan mál þeirra eru til með­ferðar hjá stjórn­völd­um, svo sem hús­næð­is, fram­færslu og ann­arrar grunn­þjón­ustu. Í grunn­þjón­ustu felst m.a. heil­brigð­is­þjón­usta, þar á meðal vegna and­legra veik­inda, tann­lækna­þjón­usta og grunn­skóla- og leik­skóla­ganga fyrir börn.

Í frum­varp­inu eru meðal ann­ars lagðar til breyt­ingar á er lúta að því að skýra frekar þau rétt­indi sem útlend­ing­um, sem lögum sam­kvæmt ber að fara af landi brott, stendur til boða og þær breyt­ingar sagðar í sam­ræmi við lög­gjöf og fram­kvæmd ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um.

Helsta breyt­ingin er sú að ný meg­in­regla er lögð til. Í henni felst að útlend­ingur sem fengið hefur end­an­lega synjun á umsókn sinni um alþjóð­lega vernd njóti áfram allra þeirra rétt­inda sem lögin kveða á um þar til hann hefur farið af landi brott en að hámarki í 30 daga frá því ákvörðun verður end­an­leg á stjórn­sýslu­stig­i. 

Frá þeim tíma­fresti eiga öll rétt­indi niður að falla nið­ur, með nokkrum til­greindum und­an­tekn­ingum sem varða per­sónu­lega eig­in­leika eða sér­stakar aðstæður sem taka þarf til­lit til. 

Aukn­ingin öll vegna Venes­ú­ela og Úkra­ínu

Sam­­kvæmt flótta­­manna­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna voru 103 millj­­ónir manna á flótta í heim­inum um mitt þetta ár. Alls 72 pró­­sent þeirra koma upp­­haf­­lega frá fimm lönd­um: Sýr­landi, Venes­ú­ela, Úkra­ínu, Afganistan og Suð­­ur­-Súd­­­an.

Mikil aukn­ing hefur orðið á komu flótta­manna til Íslands það sem af er ári, en 3.467 sóttu um vernd á Íslandi á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins.  Alls 1.999 þeirra eru frá Úkra­ínu og 764 frá Venes­ú­ela. Átta af hverjum tíu eru því frá þessum tveimur löndum.

Auglýsing
Það byggir á því að árið 2018 var ákveðið að Útlend­inga­­stofnun veitti umsækj­endum um alþjóð­­lega vernd frá Venes­ú­ela við­­bót­­ar­vernd með vísan til almennra aðstæðna í heima­­ríki óháð ein­stak­l­ings­bundnum aðstæðum hvers umsækj­anda. Reynt var að breyta þess­­ari fram­­kvæmd frá 1. jan­úar 2022 til að draga úr komu þessa fólks. Kæru­­nefnd útlend­inga­­mála felldi hins vegar úrskurð í júlí síð­­ast­liðnum þar sem stóð að ástandið í Venes­ú­ela hefði ekk­ert lag­­ast frá því að upp­­haf­­lega ákvörð­unin var tek­in, og raunar farið versn­andi „og að umfang og alvar­­leiki glæpa gegn mann­kyni hafi auk­ist.“ Bætt ástand í Venes­ú­ela gat því ekki verið rök­­stuðn­­ingur fyrir því að synja umsækj­endum um við­­bót­­ar­vernd hér á land­i. 

Þann 4. mars á þessu ári ákvað Jón Gunn­­ar­s­­son dóms­­mála­ráð­herra að virkja ákvæði útlend­inga­laga sem fól í sér að mót­­taka flótta­­manna frá Úkra­ínu hér­­­lendis myndi ná til sömu skil­­greindu hópa og þeirra sem Evr­­ópu­­sam­­bandið hafði ákvarð­að. „Þessi aðferð er fyrst og fremst til þess að geta veitt þeim sem flýja Úkra­ínu skjóta og skil­­virka aðstoð, nánar til­­­tekið tíma­bundna vernd, án þess að mót­takan og aðstoðin verði vernd­­ar­­kerfi Íslands ofviða.“

Fyrir utan þá sem koma frá þessum tveimur ríkjum hafa komið hingað 704 flótta­­menn á fyrstu tíu mán­uðum ársin s. Það eru færri en komu hingað árin 2016, 2017, 2018, 2019 og 2021. Eina árið sem það komu færri var 2020, þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geis­aði af mestum krafti og lam­aði alþjóð­legar sam­göng­ur. Þá komu hingað til lands 654 flótta­menn.

Þarf meiri stuðn­ing við sveit­ar­fé­lög

Stór hluti þeirrar þjón­ustu sem flótta­fólk þarf á að halda og er tryggð sam­kvæmt lögum kemur frá sveit­ar­fé­lögum sem þeir eru búsettir í. Lang­flestir flótta­menn hafa verið búsettir í þremur sveit­ar­fé­lög­um: Reykja­vík, Hafn­ar­firði og Reykja­nes­bæ. Þeir sækja því þjón­ustu til þeirra.

Auglýsing
Í umsögn sam­bands Íslenskra sveit­ar­fé­laga segir að þessi staða hafi í för með sér umtals­verð áhrif á starf­semi sveit­ar­fé­laga og upp­lifa þau almennt mikið álag á sam­fé­lags­lega inn­viði vegna mik­illar fjölg­unar umsækj­enda, með til­heyr­andi fyr­ir­höfn og kostn­að­ar­auka. „Við þessum áskor­unum hefur að hluta verið brugð­ist með ramma­sam­komu­lagi um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks, sem und­ir­ritað var á þessu ári, ásamt því að mennta- og barna­mála­ráðu­neytið veitir sveit­ar­fé­lögum stuðn­ing vegna skóla­göngu barna á flótta. Ljóst er engu að síður að þörf er á meiri stuðn­ingi til sveit­ar­fé­laga til að þau geti staðið undir því flókna hlut­verki sem þeim er ætl­að.“

Lík­legt að heim­il­is­lausum fjölgi

Sam­bandið tekur fram í umsögn sinni að þær laga­breyt­ingar sem fel­ast í frum­varp­inu muni einar og sér ekki leysa allan vanda heldur þurfi jafn­framt að liggja fyrir skýr stefna og hlut­verka­skipt­ing, ásamt nauð­syn­legri fjár­mögnun sem tryggi skil­virkt verk­lag við fram­kvæmd lag­anna. „Óhætt er að segja að um sé að ræða eina af stærstu áskor­unum í íslenskri stjórn­sýslu um þessar mund­ir.“

Á meðal þess sem Sam­bandið bendir á, í ljósi ábend­inga sem það hefur mót­tek­ið, er að það telji mik­il­vægt að gæta almennt að því að skýrt sé hvað taki við eftir að 30 daga fresti lýk­ur. Það er að segja hvað tekur við þegar réttur ein­stak­lings til grunn­þjón­ustu fellur niður og bið kann að mynd­ast með til­liti til brott­flutn­ings hans. „Leiði laga­breyt­ingin til þess að auknar skyldur falli á sveit­ar­fé­lög, með til­heyr­andi kostn­að­ar­auka, er jafn­framt mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lög fái hann bættan að fullu. Þá er og lík­legt að við þessar aðstæður fjölgi heim­il­is­lausum ein­stak­lingum með til­heyr­andi álagi á félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og auk­ins kostn­aðar í þeim efn­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent