Áfram óljóst hver ber ábyrgð á því að flugvallarstarfsmenn flóðlýstu fréttafólk

Þrátt fyrir tilraunir fjölmiðla, auk Blaðamannafélagsins, til að komast að því hvernig til þess koma að fréttatökuteymi frá RÚV var flóðlýst við Keflavíkurflugvöll í upphafi mánaðarins er það enn óljóst. Isavia vísar nú á ríkislögreglustjóra.

Fyrir liggur að fréttamenn voru flóðlýstir við Keflavíkurflugvöll í upphafi mánaðar. Hvorki Isavia né ríkislögreglustjóri hafa hins vegar gert grein fyrir því hvernig það atvikaðist.
Fyrir liggur að fréttamenn voru flóðlýstir við Keflavíkurflugvöll í upphafi mánaðar. Hvorki Isavia né ríkislögreglustjóri hafa hins vegar gert grein fyrir því hvernig það atvikaðist.
Auglýsing

Enn er óljóst hvernig á því stendur að starfs­menn Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli lýstu með bíl­ljósum á frétta­tökuteymi Rík­is­út­varps­ins í upp­hafi mán­að­ar­ins og hver ber á því ábyrgð.

Kjarn­inn óskaði í síð­ustu viku eftir því að fá skýr svör frá Isa­via um hvernig á því stæði að þetta hefði átt sér stað, og hver bæri á því ábyrgð.

Í svari sem barst Kjarn­anum í gær seg­ist Isa­via vísa öllum fyr­ir­spurnum um þetta til­tekna mál til emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra, um hafi verið að ræða lög­reglu­að­gerð sem emb­ættið beri ábyrgð á og það hafi farið með alla stjórn aðgerða á vett­vangi.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var sett fram í því skyni að reyna að upp­lýsa les­endur mið­ils­ins, í eitt skipti fyrir öll, um það hver bar ábyrgð á því að frétta­menn voru flóð­lýstir af starfs­mönnum Isa­via og þannig gert ókleift að mynda það sem þau vildu myndu innan flug­vall­ar­girð­ing­ar­inn­ar.

Isa­via sagði starfs­menn hafa fengið fyr­ir­mæli frá lög­reglu

Kjarn­inn sagði, í frétt sem birt­ist 3. nóv­em­ber, frá yfir­lýs­ingu Isa­via vegna máls­ins. Þar kom fram að lög­regla hefði farið fram á það við starfs­menn örygg­is­gæslu Isa­via að komið yrði í veg fyrir mynda­tökur af lög­reglu­að­gerð­inni á Kefla­vík­ur­flug­velli, þegar stoð­­deild rík­­is­lög­­reglu­­stjóra flutti 15 umsækj­endur um alþjóð­­lega vernd til Grikk­lands með leiguflugi.

Auglýsing

„Að mati Isa­via er það ekki hlut­verk örygg­is­­gæslu flug­­vall­­ar­ins að hindra störf fjöl­miðla. Isa­via harmar að það hafi gerst í nótt og biðst afsök­unar á því. Isa­via mun fara yfir þessa fram­­kvæmd með lög­­­reglu,“ sagði í yfir­­lýs­ing­unni frá Isa­via.

Lög­regla sagð­ist ekki hafa gefið fyr­ir­mæli um að byrgja fréttateymi sýn

Lög­reglan og Isa­via áttu svo fund á mið­viku­dag­inn í síð­ustu viku, 9. nóv­em­ber. Í kjöl­far þess fundar var send út yfir­lýs­ing, þar sem sagði frá því að við yfir­ferð á fram­kvæmd aðgerð­ar­innar hefði komið í ljós að til­mæli voru ekki nægi­lega skýr, og að verk­lag í aðgerðum sem þessum yrði tekið til gagn­gerrar end­ur­skoð­unar til að koma í veg fyrir „óskýr­leika á vett­vang­i“. Aldrei hefði verið „ætlun aðila að hindra störf fjöl­miðla með nokkrum hætt­i“.

Í kjöl­far þess að til­kynn­ingin var send út sendi emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra svo frá sér við­bót­ar­til­kynn­ingu, sem í sagði: „Það árétt­ist að lög­regla gaf ekki fyr­ir­mæli um að hindra frétta­flutn­ing á fylgd­um“.

Blaða­manna­fé­lagið telur frek­ari skýr­inga þörf

Í svari Isa­via til Kjarn­ans, sem raunar er sam­hljóða bréfi sem rík­is­fyr­ir­tækið sendi á Blaða­manna­fé­lag Íslands, segir meðal ann­ars að í vinnu Isa­via og lög­reglu verði áhersla lögð á „skýrt hlut­verk starfs­fólks Isa­via þannig að aldrei verði nokkur vafi um fyr­ir­mæli lög­reglu“.

„Isa­via hefur þegar harmað þau mis­tök sem gerð voru og beðist afsök­unar á þeim. Við erum nú sem fyrr reiðu­búin til að eiga gott sam­starf við fjöl­miðla þegar óskað er eftir að sinna störfum á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ segir einnig í svar­inu.

Í umfjöllun á vef Blaða­manna­fé­lags­ins segir að Sig­ríður Dögg Auð­uns­dóttir for­maður félags­ins muni kalla eftir fundi með Svein­birni Ind­riða­syni for­stjóra Isa­via til þess að ræða málið frek­ar.

„Að mati BÍ þarfn­ast þetta frek­ari skýr­inga af hálfu bæði Isa­via og emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra,“ segir á vef Blaða­manna­fé­lags­ins.

Nýjasta svar Isa­via til Kjarn­ans í heild sinni

Isa­via vísar öllum fyr­ir­spurnum um þetta til­tekna mál til emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra enda var um að ræða lög­reglu­að­gerð sem emb­ættið ber ábyrgð á og fór með alla stjórn aðgerða á vett­vangi.

Þegar rútan kom á Kefla­vík­ur­flug­völl með lög­reglu­fylgd var óskað eftir aðstoð starfs­manna Isa­vi­a við að koma rút­unni í skjól. Orðið var við beiðn­inni á vett­vangi og var lög­regla á öllum stundum upp­lýst um gang mála.

Starfs­fólk Isa­via hefur síðan farið yfir atburða­rás máls­ins og átti fund með full­trúum emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra. Á þeim fundi var farið yfir sam­skipti lög­reglu og starfs­fólks Isa­via. Ákveðið var að setja í gang sam­eig­in­lega vinnu beggja aðila þar sem ferli og verk­lag í aðgerðum af þessu tagi er tekið til end­ur­skoð­un­ar. Áhersla verður þar lögð á skýrt hlut­verk starfs­fólks Isa­via þannig að aldrei verði nokkur vafi um fyr­ir­mæli lög­reglu. 

Isa­via hefur þegar harmað þau mis­tök sem gerð voru og beðist afsök­unar á þeim. Við erum nú sem fyrr reiðu­búin til að eiga gott sam­starf við fjöl­miðla þegar óskað er eftir að sinna störfum á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent