Meirihluti fjárlaganefndar hafnar beiðni um lögfræðiálit um ÍL-sjóð

Þingmaður Viðreisnar segir meirihluta fjárlaganefndar ekki vilja fá svör við því hvort vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðherra sem varða ÍL-sjóð standist lög.

Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefndar hefur hafnað beiðni Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur, þing­manns Við­reisn­ar, að unnið verði lög­fræði­á­lit fyrir Alþingi um hvort vinnu­brögð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem snýr að því að setja ÍL-­sjóð í þrot, stand­ist lög.

„Þau hafa ekki áhuga á því að fá slíkt álit,“ sagði Þor­björg Sig­ríður í upp­hafi þing­fundar í dag þar sem hún bað um orðið um fund­ar­stjórn for­seta.

Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, greindi frá því í síð­­asta mán­uði að hann vildi semja við kröf­u­hafa ÍL-­­­sjóðs um að þeir sam­­­þykki að gefa eftir hluta eigna sinna. Líf­eyr­is­­­sjóðir eiga um 75-80 pró­­­sent allra skulda­bréfa sem útgefin eru af ÍL-­­­sjóði og þeir þurfa því að taka mesta högg­ið, eigi til­­­laga Bjarna að ganga upp. Tak­ist ekki að semja ætlar Bjarni að leggja fram frum­varp fyrir árs­­­­lok sem felur í sér að ÍL-­­­­sjóði verði slitið á næsta ári, skuldir hans látnar gjald­­­­falla og með því myndi ein­­­­föld rík­­­­is­á­­­­byrgð virkj­­­­ast.

Auglýsing

Bjarni hefur sjálfur látið vinna lög­fræði­á­lit um þessa fram­kvæmd. „Þar er vísað í neyð­ar­lögin sem blasir auð­vitað við að eiga ekk­ert skylt við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku sam­fé­lag­i,“ sagði Þor­björg Sig­ríð­ur.

„Skraulegar og mjög krea­tífar skýr­ing­ar“

Hún segir að í fyrstu hafa verið vel tekið í ósk hennar um að lög­fræði­á­lit yrði unnið fyrir þing­ið. „En síðan fóru að heyr­ast alls konar skraut­legar og mjög krea­tífar skýr­ing­ar, að Alþingi ætti kannski ekki fyrir lög­fræði­á­liti, hefði kannski ekki burði til að láta vinna svo­leiðis álit og svo fram­veg­is, það væri ekki tíma­bært að vinna álit þrátt fyrir að fjár­mála­ráð­herra hefði hótað laga­setn­ingu um þetta mál fyrir ára­mót. Ég held að skýr­ingin sé ein­fald­lega sú að meiri­hlut­inn á Alþingi vill ekki fá þau svör sem slíkt lög­fræði­á­lit myndi leiða í ljós,“ sagði Þor­björg Sig­ríð­ur.

ÍL-­­­sjóður varð til á grund­velli laga sem sam­­­þykkt voru árið 2019, og skiptu Íbúða­lána­­­sjóði upp í tvennt. Hluti hans, sá sem snýr að fjár­­­­­mögnun á félags­­­­­legri upp­­­­­bygg­ingu á hús­næði, færð­ist í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­un. Skuldir og eignir vegna íbúða­lána á almennum mark­aði, sem rekja má að mestu til skulda­bréfa­út­­­­­gáfu á árinu 2004, voru sett í ÍL-­­­sjóð. Skulda­bréf­in, sem eru með gjald­daga til 2044, eru ekki upp­­­greið­an­­­leg en lánin sem sjóð­­­ur­inn veitti eru það hins veg­­­ar.

Vandi ÍL-­­­sjóðs er til­­­kom­inn vegna þess að íbúða­lán bank­ans hafa verið greidd upp á miklum hraða, og eru nú ein­ungis um 20 pró­­­sent af eignum sjóðs­ins, á meðan að enn þarf að þjón­usta skulda­bréf­in. Áætlað er að tap vegna þessa fyr­ir­komu­lags verði að óbreyttu 200 millj­­­arðar króna.

Ekki einn stjórn­ar­þing­maður í þing­sal

Fleiri stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn tóku undir með þing­manni Við­reisn­ar. Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði mál­efni ÍL-­sjóðs einnig snú­ast um orð­spor og orð­spors­á­hættu.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck.

„Ég vil benda á að við erum nýbúin að taka hérna við skýrslu frá Rík­is­end­ur­skoðun þar sem er sér­stak­lega hnýtt í bæði stjórn­völd og þing­nefnd­ir, það er meiri­hlut­ann í tveimur þing­nefnd­um, fyrir að van­meta orð­spors­á­hættu þegar teknar voru afdrifa­ríkar ákvarð­anir um hags­muni rík­is­sjóðs. Nú er svo sann­ar­lega til­efni til þess að fjár­laga­nefnd taki þetta mál sem varðar ÍL-­sjóð upp að eigin frum­kvæði og látið vinna óháð lög­fræði­á­lit fyrir brota­brot af þeim fjár­munum sem eru undir í mál­inu sjálfu, athugum það, lög­fræði­á­lit um þessi áform fjár­mála­ráð­herra um að setja ÍL-­sjóð í þrot með lögum og varpa þannig kostn­að­inum yfir á eig­endur líf­eyr­is­sjóð­anna,“ sagði Jóhann Páll.

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði áhuga­leysi stjórn­ar­liða á starfi sínu sem snýr að sinna eft­ir­lits­hlut­verki sorg­legt. „Það er pínu­lítið átak­an­legt að horfa á þingsal­inn núna. Það er ekki einn þing­maður stjórn­ar­flokk­anna í saln­um, ekki einn,“ sagði Helga Vala.

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, sagði það gjör­sam­lega óþol­andi að þurfa að koma síend­ur­tekið upp í pontu Alþingis til að ræða hvernig meiri­hlut­inn valtar yfir minni­hlut­ann í nefndum þings­ins, sama um hvaða nefnd ræð­ir.

Fjár­laga­nefnd ekki form­lega með neitt mál í hönd­unum

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefndar og þing­maður Vinstri grænna, kom síðar upp í pontu og sagði nefnd­ina ekki enn vera komna með neitt mál í hend­urnar frá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar. Mynd: Bára Huld Beck.

Hún fór yfir það sem fram kom á fundi fjár­laga­nefnd­ar. „Ég lét það líka fylgja þegar ég sagði þetta að ef við fengjum mál til okkar og þörf væri talin á því að fá eitt­hvert sér­stakt álit umfram það sem við værum með í hönd­unum þá myndum við að sjálf­sögðu verða við því. Leið­bein­ing­arnar eru þær því að við erum ekki form­lega með neitt mál í hönd­un­um. Skýrslu var skilað til Alþingis og hún er ekki til umfjöll­unar inni í nefnd­inni sem slík.“

Jóhann Páll sagði for­mann fjár­laga­nefndar vera að hengja sig í forms­at­riði. „ Auð­vitað getur nefndin tekið upp þetta mál að eigin frum­kvæði og kallað eftir lög­fræði­á­lit­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent