„Fjármálalestarslys“ sem hangi yfir tæplega 20 árum eftir að Framsókn breytti ÍLS í spilavíti

„Hvort á ég að taka af þér peninginn úr buxnavasanum hægra megin eða vinstra megin,“ spurði þingmaður Samfylkingarinnar á þingi í dag þegar hann ræddi boðaða úrvinnslu ÍL-sjóðs.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Hvort á ég að taka af þér pen­ing­inn úr buxna­vas­anum hægra megin eða vinstra meg­in? Þetta eru kost­irnir sem hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra stillir upp líkt og um sé að ræða sér­staka sparn­að­ar­að­gerð fyrir almenn­ing. Ég er að sjálf­sögðu að tala um það fjár­mála­lest­ar­slys sem hangir ennþá yfir okkur tæp­lega 20 árum eftir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn breytti Íbúða­lána­sjóði (ÍLS) í spila­vít­i.“

Þetta sagði Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag undir liðnum störfum þings­ins, þegar hann ræddi þá stöðu sem upp er komin vegna ÍL-­sjóðs, sem fyrir liggur að muni að óbreyttu tapa 200 millj­örðum króna. 

Tapið er til­komið vegna skulda­bréfa­flokka sem gefnir voru út af Íbúða­lána­sjóði árið 2004 en voru ekki upp­greið­an­leg­ir. Lán­tak­endur flúðu síðar sjóð­inn og nú eru útlán ein­ungis um 20 pró­sent af eignum hans. Ávöxtun eigna stendur því ekki undir skuldum og sjóð­ur­inn verður tómur löngu áður en síð­ustu skulda­bréf­in, sem eru með gjald­daga 2044, eiga að koma til greiðslu.

Hvort á höggið að koma á rík­is­sjóð eða líf­eyr­is­sjóði?

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til­kynnti á blaða­manna­fundi fyrir helgi að reynt verði að ná sam­komu­lagi við eig­endur skulda­bréfa sem ÍL-­sjóður gaf út um að þeir gefi eftir hluta eigna sinna. 

Auglýsing
Tak­ist ekki að ná þessu sam­komu­lagi ætlar Bjarni að leggja fram frum­varp fyrir árs­­lok sem feli í sér að ÍL-­­sjóði verði slitið á næsta ári, skuldir hans látnar gjald­­falla og með því myndi ein­­föld rík­­is­á­­byrgð virkj­­ast. Við það myndu 47 millj­­arðar króna falla á rík­­is­­sjóð og skatt­greið­endur spara sér um 150 millj­­arða króna á núvirð­i. 

Það tap þyrftu þá aðrir að axla. Þessir aðrir eru að upp­i­­­stöðu sami hópur og sá sem á að verja, almenn­ingur í land­inu. Líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins áttu íbúða­bréf útgefin af Íbúða­lána­­sjóði fyrir 643 millj­­arða króna í ágúst síð­­ast­liðn­­­um. Það var um 75 pró­­sent af öllum slíkum bréf­um um mitt þetta ár. 

Jóhann Páll sagði í ræðu sinni í dag að heið­ar­leg­ast hefði verið af Bjarna að spyrja lands­menn á blaða­manna­fund­in­um: „Hvort viljið þið krakkar mínir taka á ykkur höggið í gegnum rík­is­sjóð eða í gegnum líf­eyr­is­sjóð­ina ykk­ar?“ 

„Hvaða merk­ingu hefur rík­is­á­byrgð héðan í frá“

Tals­menn líf­eyr­is­sjóða lands­ins hafa gagn­rýnt þá leið sem ráð­herr­ann boðar harð­lega og meðal ann­ars kallað hana til­raun til að ganga í sparnað almenn­ings. Már Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­­­málum við HÍ og stjórn­­­ar­­maður í Almenna líf­eyr­is­­sjóð­un­um, sagði í Kast­­ljósi í gær að það að slíta ÍL-­­sjóði jafn­­­gildi greiðslu­­falli rík­­is­­sjóðs og að það gæti haft nei­kvæð áhrif á láns­hæfi rík­is­sjóðs. Bjarni hefur mót­mælt þess­ari gagn­rýni og í hádeg­is­fréttum Bylgj­unnar líkti hann henni við þá orð­ræðu sem var uppi þegar verið að var að gera upp gömlu bankana, og ríkið átti í erjum við að mestu erlenda kröfu­hafa. 

Þegar umrædd skulda­bréf voru gefin út árið 2004 var skýrt í útgáfu­lýs­ingu þeirra að þau nutu rík­is­á­byrgð­ar. Fyrir vikið fengu útgáf­­urnar sömu láns­hæf­is­ein­kunn og íslenska ríkið hafði á þessum tíma, AAA hjá Moody´s. Það er hæsta ein­kunn sem hægt er að fá hjá því láns­hæf­is­­mats­­fyr­ir­tæki.

Jóhann Páll sagði stóru spurn­ing­una í mál­inu ein­falda. „Hvaða merk­ingu hefur rík­is­á­byrgð héðan í frá ef lög­gjaf­inn telur sig þess umkom­inn að gjör­breyta leik­regl­unum eftir á? Og hvaða afleið­ingar hefur það að umgang­ast rík­is­tryggð skulda­bréf og þá skil­mála sem liggja þeim til grund­vallar með þessum hætti? Hvað þýðir þetta fyrir láns­hæfi rík­is­sjóðs til lengri tíma? Hvað þýðir þetta fyrir sam­vinnu­verk­efnin sem ráð­ist verður í hér á næstu árum og sam­starf rík­is­sjóðs við stofn­ana­fjár­festa? Þetta eru stóru spurn­ing­arnar sem við þurfum að ræða hér í þing­sal á næstu dög­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent