Mynd: Stjórnarráðið Bjarni Benediktsson Mynd: Stjórnarráðið
Mynd: Stjórnarráðið

Reynt að aftengja efnahagslega kjarnorkusprengju sem búin var til úr pólitískum mistökum

Hvað eiga kerfi til að fjármagna loforð um 90 prósent lán Íbúðalánasjóðs, Leiðréttingin og skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sameiginlegt? Allt eru þetta pólitískar ákvarðanir sem hafa lagt sitt að mörkum til að skapa þá stöðu að ÍL-sjóður mun að óbreyttu tapa 200 milljörðum króna. Nú þarf að ákveða hver eigi að bera það tap. Almenningur í gegnum ríkissjóð eða almenningur í gegnum lífeyrissjóði.

Rík­­­is­­­stjórn Sjálf­­­stæð­is­­­flokks og Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks, sem mynduð var eftir alþing­is­­­kosn­­­ingar vorið 1995, boð­aði í mál­efna­­­samn­ingi veru­­­legar breyt­ingar á hús­næð­is­­­mál­­­um. Í þeim fólst m.a. að leggja niður Hús­næð­is­­­stofnun rík­­­is­ins, fyrri lán­veit­ingum í félags­­­­­legum til­­­­­gangi var hætt og öll lána­­­starf­­­semi Bygg­inga­­­sjóðs verka­­­manna var aflögð. Félags­lega íbúða­kerfið eins og það var á þeim tíma var ein­fald­lega lagt niður með lögum sem tóku gildi 1999. Áður en það var gert voru félags­legar íbúðir í land­inu um ell­efu þús­und tals­ins. 

Mið­punkt­ur­inn í hinu nýja kerfi hús­næð­is­mála var Íbúða­lána­sjóð­ur, sem stofn­aður var árið 1998. Hann lán­aði þeim sem eftir því sótt­u­st, meðal ann­ars þeim sem keyptu félags­legu íbúð­irn­ar, fyrir íbúð­ar­kaup­um. Sjóð­ur­inn tók við hinu svo­kall­aða hús­bréfa­kerfi, sem hafði verið tekið upp árið 1989. Í því fólst að lán­tak­endur gáfu út skulda­bréf til Íbúða­lána­sjóðs með veði í fast­eignum sínum en fengu í stað­inn rík­is­tryggð verð­bréf, svokölluð hús­bréf, sem Íbúða­lána­sjóður gaf út. Virði hús­bréf­anna réðst svo af ávöxt­un­ar­kröfu á mark­aði á hverjum tíma en afföll af hús­bréfum voru algeng og jafn­vel umtals­verð. Munur á vaxta­kjörum hús­bréfa og fast­eigna­lána sjóðs­ins átti svo að standa undir rekstri Íbúða­lán­sjóðs. 

Þegar Fram­sókn lof­aði 90 pró­sent lánum

Árið 2004 var ákveðið að leggja hús­bréfa­kerfið niður og taka upp nýtt íbúða­lána­kerfi. Það gerð­ist í kjöl­far kosn­inga­lof­orðs Fram­sókn­ar­flokks­ins í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2003 um að Íbúða­lána­sjóður myndi bjóða lands­mönnum upp á 90 pró­sent íbúða­lán, en hámarks­veð­hlut­fall hafði áður verið 65 pró­sent. 

Í nýja kerf­inu gaf Íbúða­lána­sjóður út skulda­bréf með skil­málum sem áttu að vera aðlað­andi fyrir erlenda fjár­festa. Hug­myndin var að aðkoma slíkra myndi lækka fjár­mögn­un­ar­kostnað kerf­is­ins og fyrir vikið væri hægt að bjóða upp á skap­legri lán. Þetta var á þeim tíma, á banka­bólu­ár­un­um, sem Íslend­ingar héldu að þeir hefðu fundið upp nýja teg­und fjár­mála­leikja sem tæki öðrum fram. Uppi­staðan í þeim leikjum var að selja hávaxta­skulda­bréf sem gefin voru út í íslenskum krónum til erlendra aðila sem gátu þá fjár­magnað sig á lægri vöxtum erlendis og grætt á vaxta­mun­in­um. Íbúða­lána­sjóður tók þátt í þeim leik. 

Þetta sama ár hélt Deuts­he-­bank útboð á fjórum skulda­bréfa­flokkum Íbúða­lána­sjóðs sem höfðu mis­langan líf­tíma. Einn lifði í tíu ár, næsti í 20, sá þriðji í 30 og fjórði var með síð­asta gjald­daga árið 2044. Höf­uð­stóll lán­anna var verð­tryggður og vextir fastir 3,75 pró­sent. 

Ríkisstjórnin sem sat á Íslandi árið 2004 var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þeir höfðu starfað saman í ríkisstjórn frá 1995 og áttu eftir að starfa saman til 2007.
Mynd: Stjórnarráðið

Skulda­bréfin seld­ust vel, enda skýrt í útgáfu­lýs­ingu þeirra að þau nutu ein­faldrar rík­is­á­byrgð­ar, sem í fólst að ríkið ábyrgð­ist allt greiðslu­flæði skulda­bréfanna, og að Íbúða­lána­sjóður gæti ekki orðið gjald­þrota. Fyrir vikið fengu útgáf­urnar sömu láns­hæf­is­ein­kunn og íslenska ríkið hafði á þessum tíma, AAA hjá Moody´s. Það er hæsta ein­kunn sem hægt er að fá hjá því láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki.

Úr útgáfulýsingu eins skuldabréfaflokkanna.

Þetta útboð átti eftir að hafa marg­vís­legar afleið­ingar í för með sér fyrir Ísland. Flestar afar nei­kvæð­ar. 

Efna­hags­leg kjarn­orku­sprengja

Lyk­il­at­riði í þessu fyr­ir­komu­lagi var að Íbúða­lána­sjóður gat ekki greitt upp skulda­bréfin áður en þau komu á gjald­daga. Hann skuld­batt sig til að greiða af þeim út líf­tíma þeirra. Þeir sem tóku lán hjá Íbúða­lána­sjóði, sem fjár­mögnuð voru með útgáfu skulda­bréfa­flokk­anna, gátu hins vegar greitt þau upp og fært lánin sín annað ef hag­stæð­ari kostur bauðst. Þá sat Íbúða­lána­sjóður eftir með það að þurfa að greiða niður lánin sem höfðu verið tekin til að fjár­magna íbúða­lán við­kom­andi, en án vaxta­tekna til að standa undir þeim greiðsl­um.

Það gerð­ist nán­ast sam­stundis eftir að þessi kerf­is­breyt­ing var inn­leidd að íslensku bank­arnir réð­ust í sam­keppni við sjóð­inn. Þeir buðu ekki bara 90 pró­sent lán heldur í mörgum til­fellum 100 pró­sent. Þeir buðu líka betri vaxta­kjör og voru til­búnir að lána hærri fjár­hæð­ir. Þeir kaf­sigldu Íbúða­lána­sjóð. Afleið­ingin varð efna­hags­leg kjarn­orku­sprengja sem hefur verið að tifa alla tíð síð­an. 

Strax árið 2005, rúmu ári eftir kerf­is­breyt­ing­una, var reynt að bregð­ast við ástand­inu með því að leggja á svokölluð upp­greiðslu­gjöld. Þá var þeim sem tóku lán hjá Íbúða­lána­sjóði, sem í mörgum til­vikum voru þeir verst settu í sam­fé­lag­inu sem af ein­hverjum ástæðum fengu ekki lán hjá bönk­um, boðið að greiða aðeins lægri vexti en ella gegn því að sam­þykkja að þurfa að greiða upp­greiðslu­gjald. Til­gang­ur­inn var að festa hóp­inn inni og draga úr getu hans til að hreyfa sig á milli lán­veit­enda. Enn þann dag í dag, tæpum tveimur ára­tugum eftir að þessi breyt­ing var inn­leidd, er tek­ist hart á um lög­mæti þess­ara gjalda og Hæsti­réttur Íslands sam­þykkti í sumar að taka fyrir for­dæm­is­gef­andi mál í þeim efn­um.

Lán­tak­endur flúðu sjóð­inn sem mátti ekki greiða upp skuldir sínar

Vanda­mál Íbúða­lána­sjóðs var þó sann­ar­lega ekki leyst með upp­töku upp­greiðslu­gjalda. Flótti lán­tak­enda frá honum og yfir til ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja sem buðu skap­legri kjör var þegar haf­inn. Á árunum 2004 til 2006 voru lán upp á 112 millj­arða króna greidd upp. Þrátt fyrir þetta hélt Íbúða­lána­sjóður áfram að gefa út skulda­bréf, alls fyrir 69 millj­arða króna. Hann sat því uppi með 181 millj­arða króna í lausu fé sem engin þörf var fyrir á lána­mark­að­i. 

Laga­leg óvissa var um hvort og þá hvernig hann mætti fjár­festa fyrir þetta lausa fé til að geta borgað af skuldum sín­um. 

Þegar aðrir lánveitendur fóru að bjóða skaplegri kjör á íbúðarlánum þá flúðu lántakendur frá Íbúðalánasjóði.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ein leið sem þó var valið að fara fól í sér að Íbúða­lána­sjóður lán­aði reiðu­féð sem hann sat uppi með til sam­keppn­is­að­ila sinna á íbúða­lána­mark­aði, banka og spari­sjóða. Þeir not­uðu það fé svo til að lána til íbúð­ar­kaupa og með því jókst flótt­inn frá Íbúða­lána­sjóði. Allar ákvarð­anir sem teknar voru á þessum árum virð­ast hafa gert stöð­una verri. 

Svo kom hrun.

Það fór illa með efna­hags­reikn­ing Íbúða­lána­sjóðs. Í nýlegri skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um mál­ið, sem birt var á vef Alþingi í síð­ustu viku, segir að útlána­töp hafi orðið mikil og ýmsar aðgerðir í þágu skuld­ara leiddu til afskrifta án þess að svig­rúm til þess væri í raun til stað­ar. Mest voru áhrifin vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, aðgerðar sem rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks ákvað að ráð­ast í árið 2014. Undir hatti hennar var 72,2 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði dreift til þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009. Greiðsl­­urnar fóru að mestu til tekju­hærri og eign­­­­ar­­­­meiri hópa sam­­­­fé­lags­ins. Hin hliðin á úrræð­inu fól síðan í sér að lands­­mönnum áttu að vera gert kleift að nota sér­­­­­eigna­­­sparnað sinn skatt­frjálst til að borga niður hús­næð­is­lán sín í þrjú ár, frá miðju ári 2014 og fram til 30. júní 2017. Búið er að fram­­lengja þessa nýt­ingu þrí­­­vegis síð­­an: fyrst fram á sum­­­arið 2019, svo, í tengslum við gerð lífs­kjara­­samn­ing­anna, fram á mitt ár 2021 og loks var hún fram­­lengd í tvö ár í við­­bót í fyrra. Úrræðið er því í boði út júní 2023 sem stend­­ur.

Báðar þessar aðgerðir höfðu nei­kvæð áhrif á efna­hag Íbúða­lána­sjóðs, og juku vanda hans. Í árs­reikn­ingi sjóðs­ins vegna árs­ins 2014 var áætlað að skulda­úr­ræði rík­is­stjórn­ar­innar myndu valda honum vaxta­tapi að fjár­hæð um 900 til 1.350 millj­ónir króna á ári á þávirði eða sem nam um helm­ingi hreinna vaxta­tekna sjóðs­ins. Vaxta­gjöldin héld­ust hins vegar óbreytt, enda skuldir Íbúða­lána­sjóðs óupp­greið­an­leg­ar. 

Íbúða­lána­sjóður tap­aði einnig tals­verðum fjár­munum vegna krafna á þrotabú föllnu bank­anna. 

Leiðréttingunni var hrint í framkvæmd af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2014.
Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Allt þetta þýddi að dæla þurfti pen­ingum í Íbúða­lána­sjóð til að halda honum á floti. Á árunum 2010 til 2016 fóru sam­tals 60 millj­arðar króna úr rík­is­sjóði til hans í formi eig­in­fjár- og rekstr­ar­fram­laga. Ef þessi fram­lög eru fram­reiknuð með með­al­á­vöxt­un­ar­kröfu lengsta flokks íbúða­bréfa á þessu tíma­bili eru þau tæp­lega 100 millj­arðar króna virði á verð­lagi dags­ins í dag. 

Höftin nýtt til að fá erlenda fjár­festa til að selja

Hrunið bjó þó líka til ákveðið svig­rúm til þess að taka á vanda­málum Íbúða­lána­sjóðs. Sett voru upp gjald­eyr­is­höft sem síð­ar, árið 2012, voru þrengd þannig að erlendir fjár­festar sem voru fastir innan múra hafta máttu ekki skipta afborg­unum af skulda­bréfum Íbúða­lána­sjóðs í erlenda gjald­miðla. Fyrir vikið safn­að­ist upp mikil eign þeirra í íslenskum krón­um. Þessi eign mynd­aði hluta þess sem varð þekkt almennt sem „snjó­hengj­an“, krónu­eign erlendra aðila sem ekki var hægt að skipta í aðra gjald­miðla vegna fjár­magns­hafta Íslend­inga. Ástæðan fyrir þessu fyr­ir­komu­lagi var sú að ef slík skipti yrðu heim­iluð myndi íslenska krónan hrynja, og íslenskur efna­hagur með. 

Ráð­ist var í allskyns æfingar til að fá eig­endur þess­ara króna til að losa sig við þær með afslætti. Seðla­bank­inn stóð til að mynda fyrir gjald­eyr­is­út­boðum þar sem eig­endum króna sem vildu losna út var boðið að selja krón­urnar sínar með afslætti gegn því að mega fara með þær. Á móti var þeim sem vildu skipta erlendum gjald­eyri í íslenskar krónur boðið að kaupa þessar krónur með virð­is­auka, oft upp að 20 pró­sent. 

Fyr­ir­ferða­mest þess­ara leiða var fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, en á grund­velli hennar komu yfir 200 millj­arðar króna inn til lands­ins. Nær ekk­ert var gert til að kanna hvaðan þessir fjár­munir komu og Seðla­banki Íslands hefur lítið sem ekk­ert vilja upp­lýsa um það. Fjöl­miðlar hafa þó greint frá því að á meðal þeirra sem færðu fé til Íslands með þessum hætti hafi verið ein­stak­lingar sem síðar hlutu þunga dóma í efna­hags­brota­mál­um. Virð­is­aukn­ing þessa hóps inn­lendra og erlendra aðila, var 48,7 millj­arðar króna. Kjarn­inn er nú með mál fyrir úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál vegna synj­unar Seðla­bank­ans á því að veita upp­lýs­ingar um þá sem nýttu leið­ina. 

Seðlabanki Íslands breytti sér í kjörbúð fyrir gjaldeyrisviðskipti á haftatímanum. Í versluninni gátu þeir sem vildu komast út úr íslenskum höftum skipt krónunum sínum fyrir erlendan gjaldeyri sem ekkert var kannað hvaðan kom. Þeir sem áttu gjaldeyrinn fengu allt að 20 prósent virðisaukningi. Þeir sem áttu krónurnar gáfu eftir sama hlutfall af sínu fé.
Mynd: Bára Huld Beck

Með þessum þving­unum tókst að lækka eign­ar­hald erlendra fjár­festa á íslenskum skulda­bréfum íbúða­lána­sjóðs. Það var sér­stak­lega mik­il­vægt vegna þess flokks sem var á gjald­daga 2014, sem var sá flokkur sem erlendir áttu lang­mest í. Í byrjun árs 2017, skömmu áður en höftum var lyft, var heild­ar­eign erlendra aðila í skulda­bréfum Íbúða­lána­sjóðs, svoköll­uðum HFF-bréf­um, komin niður í 5,4 millj­arða króna, eða um eitt pró­sent af nafn­virði þeirra. 

Ríkið finnur sjóð til að lána sér 190 millj­arða

Árið 2019 var ákveðið að skipta Íbúða­lána­sjóði upp. Verk­efni stofn­un­ar­innar og lán­veit­ingar til íbúð­ar­hús­næðis sem skil­greind voru ein­göngu á félags­legum for­sendum voru flutt í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un. Skulda­bréfa­flokk­arnir og vanda­málin voru skilin eftir í sjóði sem fékk nafnið ÍL-­sjóð­ur. Eigið fé hans við stofnun var nei­kvætt um 180 millj­arða króna. Það þýðir að ef hann seldi allar eignir sínar á bók­færðu virði og not­aði ágóð­ann til að borga upp skuldir þá myndi sjóð­ur­inn samt skulda 180 millj­arða króna þegar allar eign­irnar væru seld­ar. Skuld­irnar voru alls 196 millj­arðar króna. Alls 96 pró­sent þeirra voru skulda­bréfa­flokk­arnir sem gefnir voru út 2004. 

Yfir­lýstur til­gangur þess að skipta Íbúða­lána­sjóði upp með þessum hætti var að takast á við þennan vanda sem blasti við öll­um. Vanda sem varð til vegna póli­tískra ákvarð­ana á árunum 1998 til 2014, og hafði fengið að vaxa í þá ógn sem hann var orð­inn.

En svo skall á kór­ónu­veiru­far­ald­ur, og þá var ákveðið að bíða með stefnu­mörkun um skulda­vanda sjóðs­ins þar til áhrif far­ald­urs­ins á rík­is­sjóð væru komin betur í ljós. Í skýrsl­unni um ÍL-­sjóð sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra birti í síð­ustu viku stóð að þar sem mikil óvissa hefði ríkt bæði á inn­lendum og erlendum fjár­mála­mörk­uðum hafi þótt óvar­legt að ÍL-­sjóður réð­ist í fjár­fest­ingar á mark­aði á sama tíma. 

Þess í stað var honum breytt í lána­sjóð fyrir rík­ið, sem var rekið í mörg hund­ruð millj­arða króna halla á árunum 2020 og 2021. Auk þess verður halli á rekstri hans í ár, á næsta ári og senni­lega í nokkur ár eftir það, að óbreyttu. Sam­hliða juk­ust upp­greiðslur á útlánum hratt enda fóru vextir á íbúða­lánum niður í sögu­legar lægðir á veiru­tím­um, eftir að Seðla­bank­inn lækk­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent. Við slíkar aðstæður var bein­línis óðs manns æði að halda sig við verð­tryggðu, háu og föstu vext­ina á gömlu Íbúða­lána­sjóðs­lán­un­um. Á árinu 2020, 2021 og fyrri helm­ingi árs­ins 2022 fór útlána­safn Íbúða­lána­sjóðs úr 294 millj­örðum króna í 134 millj­arða króna. Nú eru útlán ein­ungis fimmt­ungur eigna ÍL-­sjóðs. Stærsti eign­ar­flokk­ur­inn eru nú rík­is­skulda­bréf, enda veitti sjóð­ur­inn rík­is­sjóði 190 millj­arða króna lán á árunum 2020 og 2021.

Efnahagspakkar ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins kostuðu mikla fjármuni. Þeir voru meðal annars teknir að láni úr ÍL-sjóði.
Mynd: Bára Huld Beck

Í áður­nefndri skýrslu um ÍL-­sjóð segir að skulda­bréfin beri „verð­tryggða vexti sem taka mið af kjörum rík­is­sjóðs á mark­aði til þess tíma sem metið er að sjóð­ur­inn þurfi á þessum fjár­munum að halda til greiðslu afborg­ana af skuld­um. Sam­kvæmt áætl­unum er gert ráð fyrir að rík­is­sjóður byrji end­ur­greiðslu á árinu 2026 og að þeim verði að fullu lokið 2034.“

Um 200 millj­arða króna tap fyr­ir­liggj­andi

Í skýrsl­unni segir að ÍL-­sjóður eigi eignir til að þjón­usta skuldir sínar út árið 2033. Á árinu 2034 verði fjár­þörf sjóðs­ins um 36 millj­arðar króna á verð­lagi þess árs og fer svo hækk­andi ár frá ári til árs­ins 2044 þegar líf­tími skulda er upp­runn­inn. „Þegar fjár­þörf sjóðs­ins raun­ger­ist á sjóð­ur­inn eignir fyrir rúm­lega 100 millj­arða króna svo mögu­legt er að fresta fjár­þörf­inni um tvö til þrjú ár með sölu eigna [...] Frá árinu 2034 byrjar svo að byggj­ast upp ófjár­magnað tap ef ekk­ert er að gert.“

Í hverjum mán­uði tapar sjóð­ur­inn 1,5 millj­arði króna og líkur eru á að sú staða versni frekar en hitt á næstu árum. Þegar síð­asti skulda­bréfa­flokk­ur­inn sem gef­inn var út 2004 kemur á gjald­daga 2044 þá mun tap sjóðs­ins verða 450 millj­arðar króna, sem er um 200 millj­arðar króna á núvirði.

Ef ekk­ert verður að gert mun rík­is­sjóð­ur, skatt­greið­end­ur, þurfa að axla þetta tap. 

Hótar laga­setn­ingu ef eig­endur bréf­anna semja ekki fyrir árs­lok

Það sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur ákveðið að gera er að reyna að ná sam­komu­lagi við eig­endur skulda­bréf­anna um að þeir gefi eftir hluta eigna sinna. Með þess­ari leið á að spara rík­is­sjóði 150 millj­arða króna. Frá þessu greindi Bjarni á blaða­manna­fundi eftir lokun mark­aða á fimmtu­dag.

Tak­ist ekki að ná þessu sam­komu­lagi ætlar Bjarni, sam­kvæmt því sem fram kom í Morg­un­blað­inu á föstu­dag, að leggja fram frum­varp fyrir árs­lok sem feli í sér að ÍL-­sjóði verði slitið á næsta ári, skuldir hans látnar gjald­falla og með því myndi ein­föld rík­is­á­byrgð virkj­ast. 

Við það myndu 47 millj­arðar króna falla á rík­is­sjóð og skatt­greið­endur spara sér um 150 millj­arða króna á núvirði. Þessi áætlun byggði á lög­fræði­á­liti sem ráðu­neytið væri búið að láta vinna fyrir sig sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að þetta væri ger­legt. Sá sem skrifar álitið er Jóhannes Karl Sveins­son lög­mað­ur.

Það tap þyrftu þá aðrir að axla. Þessir aðrir eru að uppi­stöðu sami hópur og sá sem á að verja, almenn­ingur í land­inu. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins áttu nefni­lega íbúða­bréf útgefin af Íbúða­lána­sjóði fyrir 643 millj­arða króna í ágúst síð­ast­liðn­um. Það eru um 75 pró­sent af öllum slíkum bréf­um. Davíð Rúd­ólfs­son, for­stöðu­maður eigna­stýr­ingar Gild­is, sagði enda í Morg­un­blað­inu á laug­ar­dag að þarna væri rík­is­sjóður að fara í vasa almenn­ings. „Þetta er til­raun til þess að ganga í sparnað almenn­ings, sparnað sem sem liggur í líf­eyr­is­sjóðum og verð­bréfa­sjóðum sem eru í eigu lands­manna.“ 

Til að setja málið í sam­hengi þá áætla líf­eyr­is­sjóð­irnir að sú leið sem Bjarni boðar muni kosta þá yfir 100 millj­arða króna. Það er nálægt öllum inn­greiðslum í alla líf­eyr­is­sjóði lands­ins allt árið 2021. Verið er að meta hvort slíkt högg muni leiða til þess að skerða þurfi líf­eyr­is­greiðsl­ur.

Afleið­ingin sú að nú er dýr­ara fyrir ríkið að taka lán

Hótun fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að setja lög sem muni rýra eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða um meira en 100 millj­arða króna sam­þykki þeir ekki að gefa eftir sam­bæri­lega upp­hæð í frjálsum samn­ingum hafði strax nei­kvæð áhrif á mark­aði á föstu­dag. Ávöxt­un­ar­krafa á rík­is­skulda­bréf hækk­aði, sem þýðir á manna­máli að dýr­ara varð fyrir íslenska ríkið að fjár­magna sig með lán­tök­um. Kaup­höllin setti skulda­bréf ÍL-­sjóðs á athug­un­ar­lista sem vísar til aðstæðna sem leiða af sér umtals­verða óvissu varð­andi útgef­and­ann eða verð­myndun fjár­mála­gern­ing­anna.

Bjarni kall­aði sjálfur orð Dav­íðs Rúd­ólfs­son­ar, um að verið væri að seil­ast í vasa almenn­ings, „ótrú­lega afbökun á stöðu máls­ins“ í færslu á Face­book á laug­ar­dag. Öllu væri snúið á hvolf með því að segja það aðför að sparn­aði. „Krafan um að rík­is­sjóður gangi í sjálf­skuld­ar­á­byrgð fyrir skuldum ÍL-­sjóðs byggir ekki á lög­um, og er í reynd krafa fyrir hönd afmark­aðs hóps á hendur öllum almenn­ingi um að ábyrgð rík­is­ins verði útvíkkuð og þessu risa­stóra máli sópað undir tepp­ið. Það væri engum til góðs.“

Nokkrar stuttar athuga­semdir í til­efni af þess­ari frétt. Það skiptir miklu máli að rétt sé farið með stað­reyndir í...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sat­ur­day, Oct­o­ber 22, 2022

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, gagn­rýndi Bjarna harð­lega í færslu á Face­book á laug­ar­dag fyrir að hafa ekki brugð­ist við fyrr og spurði hvort hann væri dýr­asti fjár­mála­ráð­herra sög­unn­ar. „Ráð­herr­ann hefur árum saman þekkt þessa stöðu. Þannig lá t.d. fyrir í apríl 2013 skýrsla um fram­tíð­ar­horfur sjóðs­ins þar sem fjallað var um mikla rekstr­ar­erf­ið­leika. Fjár­mála­ráð­herra hefur einmitt setið í emb­ætti frá 2013. Hann hefur haft tæpan ára­tug til að draga úr tjóni almenn­ings. Í Morg­un­blað­inu í gær svar­aði ráð­herr­ann þeirri spurn­ingu hvort ekki hefði mátt bregð­ast fyrr við. Þar seg­ist hann hafa verið að skoða þessi mál gaum­gæfi­lega frá 2019. Bara þessi þriggja ára skoðun ráð­herr­ans hefur þá kostað tugi millj­arða króna. Það er rán­dýrt aðgerða­leysi og það er almenn­ingur sem tekur reikn­ing­inn.“

Dýr­asti fjár­mála­ráð­herra Íslands­sög­unn­ar? Eftir lokun mark­aða á fimmtu­dag hélt fjár­mála­ráð­herra blaða­manna­fund þar sem...

Posted by Thor­bjorg Sigri­dur Gunn­laugs­dottir on Sat­ur­day, Oct­o­ber 22, 2022

Bjarni brást við og skrif­aði í ummælum við færsl­una að málið hefði ekki komið inn á borð hans ráðu­neytis fyrr en 2020.

Skýrslan um ÍL-­sjóð, það ferli sem Bjarni hefur boðað og afleið­ingar þess á almenn­ing verða rædd á Alþingi á þriðju­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar