Ráðuneyti og dómsmálaráðherra „komu ekki að ákvörðun tímasetningar“ á brottflutningi flóttafólksins

Útlendingastofnun, stoðdeild ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið segja að hvorki dómsmálaráðherra né starfsmenn hans ráðuneytis hafa haft afskipti af frávísun hóps flóttafólks sem átti sér stað í byrjun nóvember.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra eða full­trúar ráðu­neytis hans áttu enga aðkomu að því að hópi fólks sem hér leit­aði alþjóð­legrar vernd­ar, var vísað úr landi í byrjun nóv­em­ber. Þetta kemur fram í svörum frá Útlend­inga­stofn­un, stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og ráðu­neyt­inu sjálfu.

Þann 3. nóv­em­ber var fimmtán mann­eskjum í leit að vernd vísað frá land­inu og flogið í fylgd 41 lög­reglu­manns, í leiguflug­vél á vegum stjórn­valda, frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Aþenu í Grikk­landi. Hóp­ur­inn sam­an­stóð af ell­efu körlum og fjórum kon­um, fólki sem flúði upp­runa­lega Afganistan, Írak, Palest­ínu eða Sýr­land.

Ýmis­legt hefur verið gagn­rýnt við þessa aðgerð, m.a. tíma­setn­ingin – að margir í hópnum hefðu dvalið hér á landi lengi og biðu nið­ur­stöðu kæru­nefndar útlend­inga­mála við beiðnum um end­ur­upp­töku mála sinna. Þá var ung­ur, fatl­aður karl­maður frá Írak, sem not­ast við hjóla­stól, sendur úr landi en hann beið þess að kæru­mál hans gegn íslenska rík­inu yrði tekið fyrir í hér­aðs­dómi. Fólkið var að sumt hvert hand­tekið og sett í gæslu­varð­hald, haldið í fjötrum í flug­inu og seg­ist ekki hafa fengið að taka með sér per­sónu­legar eigur sín­ar. Þá hefur það einnig verið gagn­rýnt að fólk sé vísað aftur til Grikk­lands yfir höf­uð, þar sem sýnt sé að aðstæður eru fólki á flótta sér­stak­lega erf­ið­ar.

Auglýsing

Á svip­uðum tíma og frá­vísun fólks­ins var fram­kvæmd lagði Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra fram frum­varp að breyt­ingu á lögum um útlend­inga og lýsti því í við­tali að nauð­syn­legt væri að vera með lok­aðar búðir fyrir hæl­is­leit­endur sem kæmu til lands­ins en væri synjað um hæli. Þá sagð­ist honum hugn­ast vel að koma á fót mót­töku­búðum fyrir flótta­fólk. „Þá fer fólk á dval­ar­stað á ákveðnum stað, þar er tak­markað aðgengi, tak­markað ferða­frelsi, á meðan að fólk er að bíða frá­vís­unar og brott­vís­unar úr land­i,“ sagði Jón við RÚV um miðjan októ­ber.

Aðkoma eða til­vilj­un?

Um tveimur vikum síðar var hópi flótta­manna, sem hefði fallið undir þá skil­grein­ingu Jóns að eiga að vera í lok­uðum búð­um, vísað frá land­inu. Og spurn­ingar vökn­uðu um hvort að ráð­herr­ann hefði mögu­lega beitt sér með ein­hverjum hætti fyrir því að fólkið var sent úr landi á einmitt þessum tíma­punkti.

Svo er ekki, miðað við þau svör sem Kjarn­inn fékk við fyr­ir­spurnum sínum um málið sem bent var til Útlend­inga­stofn­un­ar, stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Það var lög­reglan sem ákvað tíma­setn­ing­una í sam­ræmi við verk­beiðnir sem Útlend­inga­stofnun hafði komið til henn­ar.

Þórhildur Hagalín.

„Dóms­mála­ráðu­neytið hefur ekki spurst fyrir um þessi mál hjá Útlend­inga­stofn­un,“ segir Þór­hildur Ósk Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­innar í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Ráðu­neytið fái reglu­lega fá almennar töl­fræði­legar upp­lýs­ingar frá Útlend­inga­stofnum meðal ann­ars um fjölda mála í vinnslu og fjölda afgreiddra mála en þær varði ekki stöðu ein­stakra mála. „Að frá­vís­unin skyldi hafa verið fram­kvæmd á þessum tíma­punkti var ákvörðun stoð­deild­ar. Útlend­inga­stofnun hefur engar upp­lýs­ingar um að ráðu­neytið hafi haft aðkomu að þeirri ákvörð­un.“

Þetta stað­festir Gunnar Hörður Garð­ars­son, sam­skipta­stjóri emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ráðu­neyti og dóms­mála­ráð­herra komu ekki að ákvörðun tíma­setn­ingar á fylgd stoð­deild­ar,“ segir hann. „Slík aðkoma stjórn­valda er ekki hluti af verk­lagi í skipu­lagi stoð­deildar á und­ir­bún­ingi og tíma­setn­ingum á fylgd­um.“

Fjalar Sigurðarson.

Fjalar Sig­urð­ar­son, upp­lýs­inga­full­trúi dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, segir í sínu svari að ráðu­neyti dóms­mála „hafi ekki afskipti af stjórn­sýslu ein­stakra mála“, hvorki hjá Útlend­inga­stofn­un, kæru­nefnd útlend­inga­mála eða stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

„Brott­flutn­ingur á vegum stoð­deildar er verk­efni sem er sífellt í gangi með einum eða öðrum hætt­i,“ segir hann spurður um hvenær ráðu­neytið hefði fengið upp­lýs­ingar um aðgerð­irn­ar. „Emb­ætt­is­menn í ráðu­neyt­inu höfðu veður af þessum brott­flutn­ingi þegar hann var í und­ir­bún­ingi ein­hverjum dögum áður.“

Um leið og Útlend­inga­stofnun og kæru­nefnd útlend­inga­mála taka end­an­lega ákvörðun um að hafna umsókn um alþjóð­lega vernd, og þar með gera við­kom­andi skylt að yfir­gefa land­ið, þá býr Útlend­inga­stofnun til verk­beiðni til stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, segir Gunnar Hörður um ferlið sem lög­reglan vinni eft­ir. „Þá þegar tekur emb­ættið á sig þá skyldu að fylgja við­kom­andi úr land­i,“ segir hann. Verk­beiðnin snúi ekki að fram­kvæmd fylgda og tíma­setn­ingum heldur að ákvörð­un­inni um að við­kom­andi skuli yfir­gefa land­ið.

Gunnar Hörður Garðarsson.

„Stoð­deild leit­ast við að ein­stak­lingar á verk­beiðna­lista yfir­gefi landið sjálf án lög­reglu­fylgdar en hefur svo und­ir­bún­ing á lög­reglu­fylgd, með öflun gildra ferða­skil­ríkja við­kom­andi ef við á og sam­þykkis mót­töku­ríkis til að mynda, ef að við­kom­andi vill ekki yfir­gefa land­ið,“ segir hann. „Lög­reglu­fylgd úr landi er íþyngj­andi aðgerð og síð­asta úrræði sem stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra beitir þegar ljóst er aðrar leiðir virka ekki til þess að fram­kvæma vilja stjórn­valda um að við­kom­andi skuli yfir­gefa land­ið.“

Und­ir­bún­ingur frá­vís­ananna sem fram­kvæmdar voru í byrjun nóv­em­ber hafi staðið yfir í nokkrar vik­ur. „Stoð­deild óskaði eftir að verk­beiðna­listi yrði yfir­far­inn af Útlend­inga­stofnun áður en kom að fram­kvæmd fylgd­ar­inn­ar, slík yfir­ferð er hluti af verk­lagi stoð­deildar og Útlend­inga­stofn­un­ar, og er þar horft til þess hvort staða við­kom­andi á Íslandi og for­sendur til að vera á land­inu hafi breyst áður en við­kom­andi er fylgt úr land­i.“

Höfðu sum dvalið hér frá árinu 2020

Öllum þeim sem vísað var frá land­inu 3. nóv­em­ber hafði verið veitt vernd í Grikk­landi áður en þau sóttu um vernd á Íslandi. Sjö þeirra sóttu um vernd hér á landi árið 2020, fjögur árið 2021 og fjögur árið 2022. „Öllum var synjað um efn­is­lega með­ferð á grund­velli þess að njóta þegar virkrar verndar í öðru ríki, að und­an­gengnu mati á ein­stak­lings­bundnum aðstæðum þeirra og aðstæðum í Grikk­land­i,“ segir Þór­hildur hjá Útlend­inga­stofn­un. Kæru­nefnd útlend­inga­mála hafi svo stað­fest ákvarð­anir Útlend­inga­stofn­unar í öllum til­vik­um.

Auglýsing

Með­al­máls­með­ferð­ar­tími í þessum 15 málum hjá Útlend­inga­stofnun voru tæpir fjórir mán­uð­ir. Með­al­máls­með­ferð­ar­tími hjá kæru­nefnd útlend­inga­mál voru tæpir þrír mán­uð­ir. „Að jafn­aði voru ein­stak­ling­arnir fimmtán því búnir að fá end­an­lega nið­ur­stöðu á stjórn­sýslu­stigi, um að þeir fengju ekki efn­is­lega með­ferð og bæri að yfir­gefa land­ið, sjö mán­uðum frá umsókn,“ segir Þór­hild­ur. Sá sem beið skemmst fékk end­an­lega nið­ur­stöðu á báðum stjórn­sýslu­stigum fjórum mán­uðum frá umsókn og sá sem beið lengst fékk end­an­lega nið­ur­stöðu 10 mán­uðum frá umsókn.

Af þessum fimmtán mann­eskjum ósk­uðu ell­efu eftir því við kæru­nefnd útlend­inga­mála að hún frestaði rétt­ar­á­hrifum úrskurða sinna til að þeir gætu verið staddir á land­inu á meðan þeir færu með mál sín fyrir dóm­stóla. Nefndin hafn­aði öllum slíkum beiðn­um.

Mál­unum lokið en ekki hægt að frá­vísa

Eftir að end­an­legar nið­ur­stöður lágu fyrir í málum fólks­ins sendi Útlend­inga­stofnun verk­beiðnir til stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra um að hún fram­kvæmdi ákvarð­anir stjórn­valda „með því að fylgja fólk­inu til baka til Grikk­lands,“ segir Þór­hild­ur. Þegar til aðgerð­anna kom voru yngstu verk­beiðn­irnar innan við eins mán­aðar gamlar en sú elsta var send stoð­deild fyrir 20 mán­uð­um.

Sú töf á frá­vísun skýrist fyrst og fremst af því að mán­uðum saman gátu stjórn­völd ekki sent fólk til Grikk­lands vegna heims­far­ald­urs­ins.

Átta manns úr hópnum höfðu lagt fram beiðnir um end­ur­upp­töku máls síns til kæru­nefndar útlend­inga­mála. Nefndin hefur að sögn Þór­hildar þegar hafnað hluta beiðn­anna en nokkrar þeirra eru enn í vinnslu. „Beiðni um end­ur­upp­töku frestar ekki rétt­ar­á­hrifum gild­andi nið­ur­stöðu og því hafa slíkar beiðnir ekki áhrif á skyldu ein­stak­linga, sem ekki hafa heim­ild til dvalar á land­inu, til að yfir­gefa land­ið.“

Hún ítrekar að það sé stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra sem beri ábyrgð á fram­kvæmd frá­vís­ana. „Á meðan verk­beiðnir eru til staðar er það hlut­verk stoð­deildar að hafa uppi á þeim ein­stak­lingum sem þar eiga undir og tryggja að þeir yfir­gefi land­ið, með eða án fylgd­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent