„Þessi vegferð endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt“

Auglýsing

Yfir lands­mönnum hangir vandi sem fæstir átt­uðu sig á að væri til stað­ar, og enn færri átt­uðu sig á hversu stór hann væri. Þar er átt við úrslausn hins svo­kall­aða ÍL-­sjóðs, sem fyrir liggur að muni tapa 200 millj­örðum króna á núvirði. Ein­hver þarf að taka það tap á sig. Eins og stendur er það rík­is­sjóð­ur, en rík­is­stjórnin reynir nú að velta stærstum hluta þess yfir á aðra.

Stað­reyndir máls­ins eru þess­ar: Árið 2004 ákváðu stjórn­völd að fara vissa veg­ferð með Íbúða­lána­sjóð. Hún fólst í breyttum útlánum og fjár­mögnun hans, aðal­lega til að geta staðið við kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins um að sjóð­ur­inn myndi lána almenn­ingi 90 pró­sent íbúða­lán. Í fyrsta lagi var hús­bréfa­kerfið lagt niður og íbúða­bréfa­kerfið tekið upp með beinum pen­inga­lán­um. Í öðru lagi var hámarks­láns­fjár­hæð hækkuð mikið og veð­hlut­fall almennra lána sjóðs­ins hækkað úr 65 í 90 pró­sent. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um Íbúða­lána­sjóð, sem birt var sum­arið 2013, ­sagði ein­fald­lega: „Þessi veg­ferð end­aði illa og varð þjóð­inni dýr­keypt.“

Frum­varpið sem hrinti þess­ari ógæfu af stað var lagt fram á þingi 22. mars 2004. Ýmsir vör­uðu við því að ráð­ist yrði í þessa breyt­ingu, meðal ann­ars Seðla­banki Íslands. Í umsögn hans sagði orð­rétt: „Ef upp kæmi sú staða að sam­keppni við íbúða­lána­sjóð þrýsti niður vöxtum fast­eigna­fjár­mögn­unar gæti sjóð­ur­inn lent í vanda. Lán­tak­endur hans skuld­breyttu í ódýr­ari lán en skildu sjóð­inn eftir með óbrúað gat sem ekki yrði með góðu móti fjár­magnað með vaxta­hækk­un, þar sem hærri vextir sjóðs­ins leiddu til minni áhuga lán­taka og hugs­an­legs flótta úr sjóðn­um. Ef sjóð­ur­inn færi siðan að í sam­ræmi við ætlan frum­varps­ins og gripi til upp­greiðslu­á­lags myndu vaxta­kjör leiða til þess að lán­veit­ingar stöðv­uð­ust alfar­ið.“ 

Pétur Blön­dal heit­inn, trygg­inga­stærð­fræð­ingur og þá þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í þing­ræðu sinni: „Menn þurfa að átta sig á þessu og ganga með galopin augun af því að þeir eru að taka á sig mjög mikla skuld­bind­ingu fyrir rík­is­sjóð og ég vara við því.“

Allt kom fyrir ekki. Frum­varpið var sam­þykkt mót­at­kvæða­laust með 34 greiddum atkvæðum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Frjáls­lynda flokks­ins þann 27. maí 2004. Á meðal þeirra sem sögðu já þennan örlaga­ríka dag eru fjórir þing­menn sem enn sitja á þingi. Þeir eru Bjarni Bene­dikts­son og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem báðir eru ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands og berj­ast mögu­lega um for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokknum um kom­andi helgi, Birgir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þá þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks en nú for­maður Við­reisn­ar. 

Mik­ill vandi gerður verri

Það sem Seðla­bank­inn var­aði við raun­gerð­ist nán­ast strax. Á árunum 2004 til 2006 voru lán greidd upp fyrir 112 millj­arða króna. Samt hélt sjóð­ur­inn, af ein­hverri óskilj­an­legri ástæðu, áfram að gefa út skulda­bréf, alls fyrir 69 millj­arða króna, þótt honum vant­aði alls ekki pen­ing til að lána fólki í íbúða­lán. Sjóð­ur­inn sat því uppi með 181 millj­arð króna í lausu fé sem engin þörf var fyrir á lána­mark­aði með tak­mark­aðar leiðir til að ávaxta það fé þannig að það stæði undir lán­töku­kostn­aði. Hluta af þessum pen­ingum ákvað sjóð­ur­inn að lána til sam­keppn­is­að­ila sinna á lána­mark­aði sem leiddi til þess að flótti lán­taka frá Íbúða­lána­sjóði jókst enn frek­ar. 

Auglýsing
Svo kom hrunið sem end­an­lega gekk frá sjóðnum vegna útlánatapa, bæði vegna þess að venju­legt fólk gat ekki borgað af íbúða­lán­unum sínum og bank­arnir sem Íbúða­lána­sjóður lán­aði lausa féð gátu ekki greitt kröfur sínar nema að hluta. 

Í kjöl­far hruns­ins réð­ust rík­is­stjórnir líka í allskyns aðgerðir fyrir skuld­ara, sem leiddu til tug­millj­arða afskrifta hjá Íbúða­lána­sjóði og jók enn á vanda hans. Þar má auð­vitað helst nefna Leið­rétt­ing­una, með 72,2 millj­arða króna nið­ur­greiðslu á höf­uð­stól þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, og skatt­frjálsa nýt­ingu á sér­eign­ar­sparn­aði til nið­ur­greiðslu á höf­uð­stól íbúða­lána. Þetta voru ákvarð­anir sem rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, leidd af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni og Bjarna Bene­dikts­syni, tóku. 

Á árunum 2010 til 2016 voru teknir um 100 millj­arðar króna á verð­lagi dags­ins í dag úr rík­is­sjóði og settir inn í Íbúða­lána­sjóð til að hann færi ekki á haus­inn. Þetta er þegar orðið tap skatt­greið­enda. Þeirra sem lifa og anda í dag og þeirra sem munu lifa í fram­tíð­inn­i. 

Sam­hliða voru erlendir eig­endur íbúða­bréfa þving­aðir til að selja þau með afföllum með laga­setn­ingum og gjald­eyr­is­út­boð­u­m. 

Rík­is­sjóður tekur risa­lán hjá sjóði sem heyrir undir ráð­herra

Þrátt fyrir að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar um Íbúða­lána­sjóð, þar sem staða hans sem tif­andi tíma­sprengju fyrir almenn­ing í land­inu er máluð upp í skærum lit­um, hafi verið birt árið 2013 var ekki gripið til aðgerða fyrr en 2019. Þá var sjóðnum skipt upp í tvennt. Áfram­hald­andi starf­semi, til dæmis lán­veit­ingar á félags­legum for­send­um, voru færð til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Afgang­ur­inn, tíma­sprengjan sem fólst í eldra lána­safni sjóðs­ins til almenn­ings, fékk nafnið ÍL-­sjóð­ur. Í lögum um úrvinnslu eigna og skulda hans sem sam­þykkt voru á Þor­láks­messu 2019, sagði að mark­mið þeirra væri að „lág­marka áhættu og kostnað rík­is­sjóðs vegna upp­safn­aðs fjár­hags­vanda Íbúða­lána­sjóðs.“ Eigið fé hans var þá þegar nei­kvætt um 180 millj­arða króna. Sá sem fer með yfir­stjórn yfir ÍL-­sjóði sam­kvæmt lög­unum er fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Svo var ekk­ert gert til að vinna úr stöðu sjóðs­ins í næstum þrjú ár. Þess í stað ákvað rík­is­sjóður að nota ÍL-­sjóð sem lána­sjóð til að borga fyrir hall­ann sem skap­að­ist í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Fyrst gaf ríkið út skulda­bréf í jan­úar 2021 upp á 102 millj­arða króna sem bar 0,87 pró­sent verð­tryggða vexti og er á gjald­daga í árs­byrjun 2032 og lét ÍL-­sjóð kaupa. Ári síðar var gefið út annað skulda­bréf, nú upp á 88 millj­arða króna, sem ber 0,52 pró­sent verð­tryggða vexti og er á gjald­daga í árs­byrjun 2029. 

Auglýsing
Svo virð­ist sem að þessi kjör sem rík­is­sjóður fékk hafi verið lág­marks­krafa á mark­aði á þessum tíma. Þeir sem vel til þekkja á skulda­bréfa­mark­aði segja að afar ósenni­legt sé að ríkið hafi getað fengið svona mikla upp­hæð, sam­tals 190 millj­arða króna, að láni á svo lágri kröfu með eðli­legri útgáfu. Á sama tíma kom lán­taka rík­is­sjóðs, þar sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra tók lán hjá sjóði sem hann fer með yfir­stjórn á, í veg fyrir að ÍL-­sjóður sækt­ist eftir hærri ávöxtun á laust fé sitt á mark­aði, sem gæti hafa dregið úr tapi hans. 

Sam­hliða leiddu aðgerðir ríkis og Seðla­banka Íslands, sem fólu meðal ann­ars í sér fram­leng­ingu á skatt­frjálsri nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til að borga niður íbúða­lán og lækkun á stýri­vöxtum niður í 0,75 pró­sent, í sér að fleiri íbúða­lán ÍL-­sjóðs voru greidd upp. Nú eru þau ein­ungis 20 pró­sent af eignum hans. 

Engin góð lausn

Vegna alls ofan­greinds er staðan þannig að ÍL-­sjóður á ein­ungis eignir til að borga af skuldum sínum út árið 2033. Þá er rúmur ára­tugur eftir af lengsta skulda­bréfa­flokknum sem gef­inn var út. Fyrir liggur að það vantar 200 millj­arða króna á núvirði til að sjóð­ur­inn geti staðið við þær skuld­bind­ingar sem hann stofn­aði til 2004. 

Vegna þessa boð­aði Bjarni Bene­dikts­son til blaða­manna­fundar fyrir rúmri viku og sagð­ist ætla að spara rík­is­sjóði 150 millj­arða króna með því að annað hvort ná sam­komu­lagi við eig­endur íbúða­bréf­anna um að gefa eftir eignir sín­ar, eða með því að knýja fram slit sjóðs­ins með laga­setn­ingu fyrir árs­lok. Þá yrði tap rík­is­sjóðs aðeins 47 millj­arðar króna, en ekki 200.

Það er rétt sem Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt að það er engin góð lausn á þessu máli. Árlegt áætlað tap er 18 millj­arðar króna á ári, eða 1,5 millj­arðar króna á mán­uði. Það þarf ein­hver að axla þetta tap. 

Um hræði­legan afleik er að ræða sem á rætur sínar í póli­tískri tæki­fær­is­mennsku eins flokks að tryggja sér atkvæði í kosn­ingum og ann­ars að tryggja sér áfram­hald­andi völd fyrir næstum tveimur ára­tugum síð­an. Sömu flokkar höfðu skömmu áður einka­vætt banka­kerfi á svip­uðum for­sendum sem lagði grunn­inn að vít­is­vél sem sprakk yfir almenn­ing í land­inu í októ­ber 2008 með til­heyr­andi verð­bólgu, geng­is­falli, atvinnu­missi, kaup­mátt­arrýrnun og eigna­til­færslu. Halda þurfti Íslandi í fjár­magns­höftum til árs­ins 2017 til að hreinsa upp afleið­ing­arn­ar. Margir lands­menn hafa aldrei jafnað sig.

Strá­mannapóli­tík gengur í end­ur­nýjun líf­daga

Á hafta­tíma­bil­inu varð til strá­mannapóli­tík sem í fólst að búa til óljósan and­stæð­ing þjóð­ar­innar í flestum mál­um. Aðal­lega vonda útlend­inga. Óljósan hóp kröfu­hafa sem hægt væri að sam­eina þjóð­ina um að hafa andúð á. Þess­ari aðferða­fræði var beitt til heima­brúks, með miklum póli­tískum árangri, í Ices­ave og í við­ræðum vegna upp­gjörs á slita­búum föllnu bank­anna, sem lauk með sam­komu­lagi árið 2015. Lyk­il­at­riði í þess­ari popúl­ísku nálgun var að stilla íslenskri þjóð og þeim sem voru að sækja hags­muni sína upp sem and­stæð­ing­um. Að strá­mað­ur­inn óbil­gjarnir útlend­ingar væri að reyna að setja klyfjar á heim­ili og fram­tíð­ar­kyn­slóðir lands­ins til að græða pen­ing­inn. 

Nú er þessi aðferða­fræði að ganga í end­ur­nýjun líf­daga í umræðu um skuld­bind­ingar ÍL-­sjóðs. Í  svari við fyr­ir­spurn Kristrúnar Frosta­dóttur, verð­andi for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um málið á mið­viku­dag sagði Bjarni Bene­dikts­son að hún væri að segja að strjúka þyrfti fjár­mála­öfl­unum í land­inu, kröfu­höf­un­um, og að fjár­mála­mark­að­irnir verði ávallt að vera í for­gangi. „Ég er hér til að mæla fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóðir þessa lands sem eiga það ekki skilið að við útvíkkum rík­is­á­byrgð sem var skýrt skil­greind ein­föld rík­is­á­byrgð, engin sjálf­skuld­ar­á­byrgð.“

Vanda­málið við þennan mál­flutn­ing er að þeir sem Bjarni seg­ist vera að verja eru þeir sem hann ætlar að uppi­stöðu að láta axla kostn­að­inn af því að slíta ÍL-­sjóði. Um 80 pró­sent af íbúða­bréf­unum sem eru orsök þess að ÍL-­sjóður er skapa tap upp á 200 millj­arða króna eru í eigu líf­eyr­is­sjóða, sem er í eigu almenn­ings. Á meðal ann­arra eig­enda þess­ara bréfa eru til dæmis Styrkt­ar­sjóður hjart­veikra barna. Þetta eru nýju vondu og óbil­gjörnu kröfu­haf­arn­ir.

Auglýsing
Þeir sem starfa fyrir þessa aðila eru hins vegar ekk­ert beinir hags­muna­að­il­ar. Þeir eru ekki að verja eigið féð eða að reyna að græða, heldur að standa vörð um hags­muni ann­arra, meðal ann­ars hjart­veikra barna og líf­eyr­is­þega, með því að krefj­ast þess að staðið verði við þá samn­inga sem gerðir voru 2004. Ætlar ein­hver með fullu viti, í alvöru, að trúa því að þessi hópur sé vondi kall­inn?

Getur haft nei­kvæð áhrif á láns­kjör rík­is­sjóðs

Málið er líka stærra en bara hvar tapið end­ar. Þegar íbúða­bréfin voru gefin úr voru þau með AAA-láns­hæf­is­ein­kunn, þá bestu sem hægt er að fá. Á leik­manna­máli þýðir það að nán­ast úti­lokað átti að vera útgef­and­inn, Íbúða­lána­sjóð­ur, myndi ekki standa við skuld­bind­ingar sín­ar. Ástæða þess að bréfin fengu svona góða ein­kunn var ein­föld: það var rík­is­á­byrgð á þeim. Í útgáfu­lýs­ingu sagði hreint út að Íbúða­lána­sjóður gæti ekki orðið gjald­þrota vegna þessa.

Auglýsing
Fyrir liggur að sú leið sem verið er að fara, að hóta að knýja fram slit sjóðs rúmum tveimur ára­tugum áður en lengstu skulda­bréf hans eru á gjald­daga, semji kaup­endur bréf­anna ekki um að gefa eftir rúm­lega 100 millj­arða króna greiðslu­flæði, getur haft nei­kvæð áhrif á láns­kjör rík­is­sjóðs til fram­tíð­ar. Og þar með aukið vaxta­kostnað fram­tíð­ar­kyn­slóða.

Hvernig sem litið er á málið þá er verið að breyta leik­regl­unum eftir á. Í ljósi þess að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru neyddir með lögum til að kaupa meira og minna allt sem þeir geta keypt hér inn­an­lands í ljósi stærðar sinn­ar, þar með talið rík­is­skulda­bréf, þá verður að telj­ast lík­legt að þeir muni ekki taka full­yrð­ingum um rík­is­á­byrgð jafn alvar­lega og hingað til. Það getur leitt til þess að líf­eyr­is­sjóðir telji aukna áhættu vera af því að lána rík­inu pen­ing, eða að taka þátt í verk­efnum sem ríkið ætlar þeim að fjár­magna, nema að reikna inn í það áhættu­á­lag.

Almenn­ingur borgar úr hægri vas­anum eða þeim vinstri

Þessi saga er sorg­ar­saga póli­tískra axar­skafta. Ítrek­aðra axar­skafta sem fram­kvæmd hafa verið fram á síð­asta dag. Alls­konar stjórn­mála­menn, úr alls­konar flokk­um, bera ábyrgð á þeim.

Af­leið­ingin er sú að almenn­ingur mun þurfa að borga, annað hvort úr hægri vas­anum eða þeim vinstri. Það er ekki verið að spara neinum neitt. Það er ekki verið að bjarga neinu. Það er verið að reyna að takast á við vanda­mál sem fengið hefur að vaxa af miklu ábyrgð­ar­leysi frá árinu 2013, þrátt fyrir vit­neskju um að það myndi alltaf á end­anum springa í and­litið á okk­ur. Fyrir vikið er vand­inn nú stærri en hann var. Það að reyna að gera líf­eyr­is­sjóði og hjart­veik börn að strá­manni til að ráð­ast á breytir engu þar um.

Þessi vandi hefur verið falin fyrir okk­ur. Í umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp segir til að mynda að sam­kvæmt skulda­reglu laga um opin­ber fjár­mál væru skuldir rík­is­sjóðs 38,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu ef tekið væri til­lit til ÍL-­sjóðs, en ekki 33,4 pró­sent líkt og hún er sögð vera. Þetta er eins og að stæra sig af því hversu góð skulda­staða heim­ilis er en sleppa því að telja bíla­lánið með.

Ofan á allt saman hefur vont mál verið gert miklu verra með því að draga úrlausn þess inn í það verð­bólgu­um­hverfi sem nú er. Í fjár­laga­frum­varp­inu segir að há verð­bólga und­an­farna mán­uði hafi hækkað höf­uð­stól skulda  þrátt fyrir afborg­­an­ir.

Úrlausn þessa máls verður alltaf sárs­auka­full. Almenn­ingur tapar alltaf. 

Eina póli­tíska ábyrgðin sem verður öxluð verður fram­kölluð í kjör­klef­anum í næstu kosn­ing­um. Ef lands­menn muna þá enn eftir því hverjir það voru sem settu okkur í þessa stöð­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari