Úr frummatsskýrslu

„Litla verksmiðjan sem reyndist hið mesta skrímsli“

„Ég vil ekki anda að mér eiturlofti,“ skrifar einn. „Það var grátlegt að geta ekki sett barn út í vagn,“ skrifar annar. „Eftir síðustu tilraunir með þessa verksmiðju þurfti ég að leita læknis,“ skrifar sá þriðji. Um 350 athugasemdir frá einstaklingum bárust við frummatsskýrslu Stakksbergs um áformaða endurræsingu á kísilverinu í Helguvík.

Um 350 athuga­semdir frá ein­stak­lingum bár­ust Skipu­lags­stofnun vegna frum­mats­skýrslu Stakks­bergs um fyr­ir­hug­aðar end­ur­bæt­ur, end­ur­ræs­ingu og marg­falda stækkun kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Skipu­lags­stofnun hefur ekki yfir­farið umsagn­irnar en við yfir­ferð þeirra má sjá að undir lang­flestar þeirra ritar fólk úr Reykja­nesbæ nafn sitt.Allar eru athuga­semd­irnar frá fólki sem leggst gegn því að kís­il­verið verði end­ur­ræst. Margir lýsa per­sónu­legri reynslu af óþæg­indum og veik­indum sem þeir fundu fyrir á meðan verk­smiðjan starf­aði á sínum tíma. Íbú­arnir ótt­ast um heilsu barna sinna og barna­barna og finnst ekki for­svar­an­legt að hefja starf­semi að nýju sem vitað er að veldur óþæg­indum en ekki hvers vegna. Þeir vilja ekki taka þátt í slíkri lýð­heilsutil­raun. „Það er ekki ásætt­an­legt að vera með meng­andi verk­smiðju í tún­fæti Reykja­nes­bæjar og í næsta nágrenni við leik­skóla og grunn­skóla,“ skrifar einn íbúi.Þá segj­ast þeir enga ástæðu hafa til að treysta því að nú verði allt í himna­lagi – því hafi margoft verið lofað áður. Því sé reyndar ekki lofað að heilsu­fars­leg áhrif verði engin heldur að þau verði „óveru­leg“.

Auglýsing

End­ur­ræs­ing verk­smiðj­unnar er „hræði­leg til­hugs­un,“ skrifar einn og „slík starf­semi á ekki heima í heilsu­efl­andi sam­fé­lagi og ætti ekki að sam­rým­ast „grænni“ umhverf­is­stefnu eig­anda Stakks­bergs, þ.e. Arion banka.“Að mati þeirra sem skil­uðu inn athuga­semdum er því eini kost­ur­inn fyrir Stakks­berg sá að fara burt með kís­il­verk­smiðj­una – að hún verði „jöfnuð við jörðu hið fyrsta“.Margar athuga­semd­anna eru ítar­legar og í sumum er farið ítar­lega yfir efni frum­mats­skýrsl­unn­ar. Aðrir hafa svo tekið sig saman og senda athuga­semd sem hljóðar svona: „Ég mót­mæli því að iðn­að­ar­upp­bygg­ing á borð við kís­il­ver Stakks­bergs fari aftur í gang í bak­garði mínum og tek undir athuga­semdir sem umhverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­nes­bæjar hefur skilað og þeirra aðila sem styðja ekki áform Stakks­bergs.“Í umsögn umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­nes­bæjar sem vísað er til segir að ráðið telji að nei­kvæð umhverf­is­á­hrif fylgi áætl­uðum breyt­ingum á kís­il­verk­smiðj­unni og að þeim geti fylgt óþæg­indi, ónæði og mögu­lega nei­kvæð áhrif á heilsu íbúa. „Í ljósi for­sög­unnar er umhverf­is- og skipu­lags­ráð ekki sann­fært um að áætl­aðar mót­væg­is­að­gerð­ir, sem eiga að auka rekstr­ar­ör­yggi verk­smiðj­unnar og minnka óþæg­indi íbúa vegna henn­ar, reyn­ist full­nægj­and­i.“ Ráðið seg­ist því ekki sam­mála nið­ur­stöðum frum­mats­skýrsl­unnar og telur „mjög ólík­legt“ að efna­hags­leg áhrif yrðu það mikil að þau vegi upp á móti þeim nei­kvæðu áhrifum sem gætu orðið á loft­gæði, sam­fé­lag og heilsu.Hér að neðan eru brot úr nokkrum athuga­semdum ásamt þeim nöfnum sem undir þær eru skrif­uð.Bara „óveru­leg áhrif“„Að ósk Skipu­lags­stofn­unar er íbúum Reykja­nes­bæjar nú boðið á björt­ustu dögum sum­ars­ins að koma með athuga­semdir sínar við tæp­lega 150 blað­síðna frum­mats­skýrslu Stakks­bergs. Til þess er ætl­ast að á skömmum tíma setji íbúar sig inn í flókna eðl­is- og efna­fræði, arki­tektúr og reikn­ings­kúnst­ir. Allt þetta ferli hefði mátt ein­falda í ljósi fyrri rekstr­ar­reynslu og með hlið­sjón af rekstri kís­il­vers­ins á Bakka. Ein­fald­ast hefði verið að spyrja spurn­ing­ar­inn­ar: Vilt þú kís­il­ver í bak­garð­inn hjá þér?[...] Nú er það við­ur­kennd stað­reynd að langvar­andi og alvar­legir sjúk­dómar koma ekki alltaf strax fram. Krabba­mein vegna reyk­inga kemur ekki fram við fyrstu sígar­ettu sem reykt er, steinlungu vegna vinnu við asbest koma fram löngu eftir að við­kom­andi hefur kom­ist í snert­ingu við asbest­ið. Ekki treysta skýrslu­höf­und­ar, sótt­varna­læknir né aðrir sem þekkja til eit­ur­efna frá kís­ilfram­leiðsl­unni, sér til að full­yrða að heilsu­fars­leg áhrif á bæj­ar­búa verði eng­in. Skýrslu­höf­undar sem lítið vit hafa á mál­inu segja bara „óveru­leg áhrif“.[...]Þrátt fyrir mikla leit að eigin sögn hafa skýrslu­höf­undar engar heim­ildir um rann­sóknir á heilsu­fari íbúa í námunda við kís­il­ver. Er það for­svar­an­legt að heim­ila starf­semi þar sem vitað er að óþæg­indin eru til staðar en áhrifin eru ekki vit­uð? Við frá­biðjum okkur slíka lýð­heilsutil­raun, þar sem heilsa íbúa Reykja­nes­bæjar verður lögð að veði. Lög­mál eit­ur­efn­anna breyt­ast ekki þótt nýir eig­endur komi að kís­il­ver­inu. [...]Þau munu hlæja dátt að stjórn­kerf­inu og ykkur sam­visku­sama starfs­fólki þess og skála í kampa­víni við fagn­að­ar­læti tak­ist þeim að koma þessum ósóma af stað á ný. Yfir­gangur þeirra og lævís vinnu­brögð eru ekki traust­vekj­andi og í raun óásætt­an­leg fyrir okkur íbúa Reykja­nes­bæj­ar.“ – Sig­urður T. Garð­ars­son og Hannes Frið­riks­sonÞurfti að leita læknis

„Eftir síð­ustu til­raunir með þessa verk­smiðju þurfti ég að leita læknis og það er skráð í skýrslu læknis að eftir rann­sóknir þá telji hann miklar líkur á því að ert­ing í önd­un­ar­færum mínum stafi af þess­ari verk­smiðju.“ – Ragn­hildur L. Guð­munds­dóttirFann fyrir áhrifum

„Sem íbúi í Reykja­nesbæ sem fann vel fyrir áhrifum af starf­semi kís­il­vers í Helgu­vík áður en því var lokað MÓT­MÆLI ég þeirri iðn­að­ar­upp­bygg­ingu sem Stakks­berg stendur fyrir við bæj­ar­ræt­urn­ar.“ – Jón Fannar Karls­son TaylorÁtti erfitt með að anda

„Ég fann fyrir miklum lík­am­legum ein­kennum þegar kís­il­verið var starf­rækt á sínum tíma. Erf­ið­leikar við öndun og óþæg­indi og sviða­til­finn­ing í augum skertu mín lífs­gæði og höml­uðu mér frá því að vera úti í mínu eigin bæj­ar­fé­lagi. Við hjónin eigum tvær dætur og sú yngri er með mjög við­kvæmt ónæm­is­kerfi og vil ég gera allt sem ég get til þess að hún þurfi ekki að upp­lifa þessi óþæg­indi sem fylgja þess­ari kís­il­verk­smiðju.“ – Guð­rún Lísa Ein­ars­dóttirHélt börn­unum inni

„Ég fann á eigin skinni óþæg­indi af völdum þess­arar verk­smiðju þegar hún fékk að ganga og ausa yfir bæj­ar­búa súrri, meng­andi reykj­ar­lykt. Á meðan þetta ástand varði hélt maður börnum inni og forð­að­ist það sjálfur að vera utandyra.“ – Guð­mundur Árni Þórð­ar­sonAuglýsing

Skelfi­legt tíma­bil

„Þegar United Sil­icon ræsti sína verk­smiðju á sínum tíma hófst skelfi­legt tíma­bil hjá mér og minni fjöl­skyldu. Þó sér­stak­lega mér. [...]Mig sveið alltaf í háls­inn. Vakn­aði á nótt­unni hóstandi o.s.frv. Ég var far­inn að laum­ast í gam­alt ast­mapúst sem dóttir mín hafði feng­ið. Þetta vanda­mál var ekki til staðar fyrr en verk­smiðjan fór í gang. [...]Eins með önd­un­ar­færin þá var ég alltaf hálf rauð­eygð­ur. Augn­dropar urðu minn besti vinur á þessum tíma. [...] Lyktin fór ofboðs­lega illa í mig. Maður fann ekki einu sinni almenni­lega lykt­ina af matnum sem maður var að grilla. [...] Hvernig má rétt­læta það að ég og mín fjöl­skylda þurfum allt í einu – og á Íslandi þar að auki – að berj­ast fyrir þeim grund­vall­ar­mann­rétt­indum að anda að okkur hreinu loft­i?“ – Atli Gylfa­sonÓtt­ast um heilsu fjöl­skyld­unnar

„Mót­mæli mín byggja á fyrri reynslu og ótta um að heilsu fjöl­skyldu minnar muni hraka aftur ef kís­il­verið er gang­sett á ný.“ – Kar­vel GranzGat ekki sett barnið út í vagn

„Ég bjó nálægt þynn­ing­ar­svæð­inu þegar kís­il­verk­smiðjan var í gangi og var með barn hjá dag­mömmu og á leik­skól­anum Vest­ur­bergi. Það var grát­legt að geta ekki sett barn út í vagn, að þurfa að loka öllum gluggum til að reyna að loka eit­ur­guf­urnar úti og svo sam­visku­bitið að setja barn þarna í leik­skól­ann í þess­ari brælu. Það er fárán­legt að tekin sé þessi áhætta með heilsu og líf bæj­ar­bú­a.“ – Sig­rún Birta Sig­urð­ar­dóttirLenti í einu meng­un­ar­slys­inu

„Ég lenti heldur betur í einu af meng­un­ar­slys­unum þegar ég vakn­aði um morgun og fannst ég hafa reykt haug af við­ar­kolum með pípu. Þá hafði einn ofn­inn bilað um nótt­ina og ég andað að mér reyknum sem streymdi inn um svefn­her­berg­is­glugg­ann. Ef ég þarf að fara að sofa með gas­grímu til að lifa nótt­ina af þá neyð­ist maður til að flytja úr land­i.“ – Mart­einn Ein­ars­sonFann veru­leg óþæg­indi

„Ég varð fyrir veru­legum óþæg­indum heilsu­fars­lega af rekstri verk­smiðj­unnar vegna loft­meng­un­ar. [...] Ég hef búið í Kefla­vík alla mína tíð og þykir hart að vera hrakin á brott úr bænum með þessum hætt­i.“ – Guð­rún Sig­ur­veig Lúð­víks­dóttirRisa­skor­steinn bætir lítið

 „Per­sónu­lega varð ég fyrir veru­legri mengun vegna verk­smiðj­unnar meðan hún var starf­rækt og sé ekki að ástandið verði betra þó að risa­skor­steinn verði reist­ur.“ – Jóhannes Jens­sonKísilverið á Bakka hefur verið í erfiðleikum frá upphafi. Fyrr í sumar var tilkynnt um yfirvofandi en tímabundna lokun þess.
Sunna Ósk Logadóttir

Neydd­ust til að yfir­gefa heim­ilið

„Áður en verk­smiðjan var reist kynnti ég mér allt um hana mjög vel. Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi gögnum átti þetta að vera besta og full­komn­asta kís­il­ver sem reist hefur verið í heim­in­um. Mengun væri svo lítil að íbúar myndu ekki verða varir við hana. Eftir að hafa skoðað og kynnt mér umhverf­is­matið og fleira, þá hafði ég enga ástæðu til að mót­mæla henni. Enda fannst mér hið besta mál að fá meng­un­ar­lausan iðnað í bæj­ar­fé­lag­ið.En fljót­lega fór annað að koma í ljós, litla verk­smiðjan (eins og hún var kynnt) reynd­ist vera hið mesta skrímsli sem gnæfir langt yfir það sem okkur var sýnt á myndum og teikn­ing­um. Og ekki skán­aði það þegar verk­smiðjan tók til starfa og byrj­aði að dreifa yfir okkur bæj­ar­búa mengun – bæði í formi lyktar og ein­hverra efna sem urðu til þess að fjöldi fólks veikt­ist og þar á meðal heim­il­is­fólk mitt.Þrátt fyrir aug­ljósa mengun héldu for­svars­menn kís­il­vers­ins því fram að engin mengun kæmi frá þeim og þetta væri full­komn­asta verk­smiðja í heimi og var gefið í skyn að ég og aðrir sem urðu fyrir ónæði vegna meng­unar værum ímynd­un­ar­veikir ein­stak­lingar[...]Ég bý í 1.800 metra fjar­lægð frá verk­smiðj­unni og fljót­lega eftir að hún hóf starf­semi byrj­uðu veik­indi að herja á okkur fjöl­skyld­una. Verst varð kona mín fyrir barð­inu á þessum veik­indum og á nokkrum vikum þurfti hún að leita í þrí­gang á [heilsu­gæslu­stöð­ina] vegna radd­leysis og almenns slapp­leika. Við tengdum veik­indi okkar ekki í fyrstu við kís­il­ver­ið. Það var ekki fyrr en við átt­uðum okkur á því að heilsa okkar lag­að­ist í hvert sinn sem kís­il­verið brann eða lenti í löngu stoppi. Í tvígang neydd­umst við til að yfir­gefa heim­ilið vegna þess að það var ekki líft í hús­inu vegna ólyktar frá kís­il­ver­inu.[...]Þegar ég les yfir þessa nýju frum­mats­skýrslu Stakks­bergs og Ver­kís þá finnst mér eins og að ég sé að lesa gömlu mats­skýrsl­urnar frá Magn­úsi Garð­ars­syni og United Sil­icon. Skýrslan er sett upp eins og að verk­smiðjan sé lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem eng­inn þurfi að hafa áhyggjur af.[...]Það skondna er að í skýrsl­unni virð­ist eins og Stakks­berg telji sig mega menga and­rúms­loftið vegna þess að í nágrenn­inu séu önnur fyr­ir­tæki sem mengi líka. [...] Sam­kvæmt skýrsl­unni þá virð­ist Stakks­berg lítið sem ekk­ert gera til að stöðva meng­un­ina, þeirra töfrafor­múla er að dreifa henni bet­ur. Það er að segja, þeir sem búa næst verk­smiðj­unni fá aðeins minni mengun en þeir sem búa fjær henni fá aðeins meiri meng­un.[...]Ég tel mig eiga ský­lausan rétt á að búa í heilsu­sam­legu umhverfi og tel mig eiga full­kom­inn rétt til heilsu­sam­legs lífs og að réttur minn sé tek­inn fram yfir rétt Arion banka og Stakks­bergs til að starf­rækja þessa meng­un­ar­verk­smiðju, þó hún sé komin með nýja kenni­tölu og Arion banki þurfi að græða aðeins meira. Að lokum vil ég koma með spurn­ingu sem ég spurði Umhverf­is­stofnun að þegar meng­unin frá kís­il­ver­inu var sem mest: Þegar ekki er líft í hús­inu mínu fyrir mengun – hvað á ég að gera? Á ég að opna glugg­ana eða loka þeim eða á ég að yfir­gefa húsið mitt á meðan meng­unin er sem mest?“ – Guð­mundur Guð­bergs­sonKísilverksmiðjan í Helguvík er í nágrenni við íbúabyggð í Reykjanesbæ.
Af vef Verkís

Vill ekki anda inn eit­ur­lofti

„Ég und­ir­rituð vona inni­lega og ætl­ast til að þeir sem sjá um stjórn­sýslu hér í Reykja­nesbæ sjái eitt­hvað annað en meng­andi stór­iðju. Ég vil ekki anda að mér eit­ur­lofti og vona að þið viljið það ekki held­ur.“ – Helga P. Hrafnan Karls­dóttirFrekar að rækta

„Mætti ég heldur biðja um grænan reit þar sem ræktun mat­væla og lækn­inga­jurta á sér stað. Kyrr­staðan sem skap­að­ist í kjöl­far COVID-19 sýndi það og sann­aði að mengun jarðar er af manna­völdum og tími kom­inn til að snúa þess­ari þróun við.“ Magnea Ólafs­dóttirEkki til­búin að fórna heilsu dýra og manna

 „Það er engin trygg­ing fyrir því að þetta verði betra og ég er ekki til­búin að fórna heilsu minni, fjöl­skyldu minnar og hross­anna minna til að vera til­rauna­dýr fyrir stór­iðju í bak­garð­inum hjá mér. Held að sú til­rauna­starf­semi hafi toppað sig með öllum mis­tök­un­um, lyg­un­um, slys­unum og lífs­skerð­ing­unni sem dundu yfir okkur íbúa síð­ast­liðin ár. [...] Gerið okkur íbúum Reykja­nes­bæjar greiða með því að fjar­lægja þessa verk­smiðju úr bænum okk­ar, það verður aldrei sátt meðal íbú­anna um þennan rekst­ur.“ – Hrönn Auður Gests­dóttirLáta ekki blekkj­ast

„Íbúar í Reykja­nesbæ láta ekki fag­ur­gal­ann í þess­ari mats­skýrslu blekkja sig og ég sem íbúi er alfarið á móti kís­il­veri Stakks­bergs. [...] Ég vil ómeng­aðan Reykja­nesbæ með góðum loft­gæðum svo íbúar geti stundað heilsu­sam­lega hreyf­ingu úti við án þess að heilsu þeirra sé stefnt í hættu. Þar af leið­andi tel ég að eini kost­ur­inn fyrir Stakks­berg sé að velja núll­kost­inn.“ – Mar­grét S. Þór­ólfs­dóttirBörnin þurfi ekki að alast upp við þetta

 „Þessi skýrsla er algjör­lega óvið­un­andi eins og allar hinar skýrsl­urnar og allt sem við kemur þessu kís­il­veri. Það er á engan hátt ásætt­an­legt að bjóða íbúum þessa svæðis upp á þessa hörm­ung leng­ur. Ég bý í ein­ungis kíló­metra fjar­lægð frá þessum við­bjóði. Ég á fjögur börn og ég vil ekki að þau þurfi að upp­lifa stór­hættu­lega meng­un, bæði lykt­ar- og efn­is­meng­un, frá þess­ari verk­smiðju auk þess sem bæði leik- og grunn­skóli barna minna er í þessu hverf­i.“ – Guðný Hún­boga­dóttir og Gunn­hildur Þórð­ar­dóttirHvað olli heilsu­brest­i? 

„Ég tek undir ábend­ingu land­læknis um að vinna þurfi lýð­heilsu­mat í tengslum við fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur á kís­il­verk­smiðj­unni og fá álit sér­fræð­inga þar um. Ég tel einnig alveg ótækt að fara í fram­kvæmdir meðan ekki er ljóst hvað það var sem olli íbúum heilsu­bresti hjá fyrri rekstr­ar­að­il­u­m.“ – Hrafn­hildur Brynj­ólfs­dóttirFlytja ef ræst verður á ný

„Ég á lang­veikt barn sem er að kljást við lungna­vanda­mál. Ég sé fram á heilsu­brest hjá barn­inu mínu ef að áform um opnun og fram­tíðar stækkun þessa iðn­aðar ná fram að ganga. Ég og fjöl­skylda mín sjáum okkur ekki annan kost en að flytja úr Kefla­vík ef svo fer að verk­smiðjan verður end­ur­ræst.“ – Viggó Helgi Vigg­ós­sonÓskilj­an­leg þver­móðska

 „Ná­lægð verk­smiðj­unnar við íbúa­hverfi gerir meng­un­ina enn verri og ég hugsa til þess með hryll­ingi að verða neyddur til að hafa alla glugga lok­aða lang­tímum saman í NA-átt­inni. Mér er óskilj­an­leg þessi þver­móðska Stakks­bergs/­Arion banka að vilja þröngva þessum við­bjóð upp á okkur bæj­ar­bú­a.“ – Gunnar Már Yngva­sonAuglýsing

Skelfi­leg tíma­skekkja

„Ég veit satt að segja ekki hvort maður á að hlæja eða gráta eftir lestur frum­mats­skýrslu Stakks­bergs um end­ur­bætur á kís­il­málm­verk­smiðj­unni í Helgu­vík. Það er ekki nóg að setja fal­legar tölur á blað, ekki nóg að færa þetta í fal­legan bún­ing. Þessi skýrsla minnir um margt á sög­una um nýju fötin keis­ar­ans: Fal­legar umbúð­ir, fögur fyr­ir­heit – ekk­ert inni­hald. Bæj­ar­búar hafa áður fengið að heyra um „bestu fáan­legu tækni, enga loft­meng­un, að áhrif á aðra umhverf­is­þætti verði óveru­leg“ og fleira í þeim dúr. Raunin varð allt önnur þegar verk­smiðjan var reist og í ljósi þess geta bæj­ar­búar í Reykja­nesbæ engan veg­inn treyst því að hörm­ung­ar­saga verk­smiðj­unnar í Helgu­vík muni ekki end­ur­taka sig, verði hún ræst að nýju.[...]Ég á við önd­un­ar­vanda­mál að stríða og þurfti oft að loka mig inni á meðan verk­smiðjan var í gangi. Á góð­viðr­is­dögum mátti ég hír­ast inni í steikj­andi hita, loka öllum gluggum til að fá ekki óloftið inn til mín. [...] Ég þarf ekki að láta aðra segja mér hvernig mér líð­ur, hvorki ein­hverja skýrslu­höf­unda né heldur verk­smiðju­eig­end­ur, sem hugsa bara um veskin sín en ekki heilsu bæj­ar­búa.[...]Verk­smiðjan í Helgu­vík er ein­ungis í 2 km fjar­lægð frá byggð! Er það virki­lega svo að 5 manna stjórn í fjár­mála­fyr­ir­tæki geti lög­form­lega hafið eit­ur­efna­her­ferð á u.þ.b. 20 þús­und manna íbúa­byggð í þeim eina til­gangi að græða pen­inga á því? [...] Það hlýtur hver heil­vita maður að sjá að rekstur kís­il­málm­verk­smiðju, eins og þeirrar í Helgu­vík, er tíma­skekkja. Skelfi­leg tíma­skekkja.“ – Ástríður Helga Sig­urð­ar­dóttirBæj­ar­búa vilja ekki verið

„Mikið lif­andi skelf­ingar ósköp ætlar það að reyn­ast Arion­banka/­Stakks­bergi erfitt að með­taka þá stað­reynd að bæj­ar­búar vilja ekki þessa verk­smiðju yfir sig aft­ur. Þrátt fyrir nýja og stag­bætta mats­skýrslu og fögur fyr­ir­heit um að allt verði betra en síð­ast hafa bæj­ar­búar engan áhuga á að taka séns­inn á að svo verði, skað­brenndir eftir þær hörm­ungar sem þetta verk­smiðju­brölt leiddi yfir þá síð­ast.[...] Dettur mönnum það virki­lega í hug að bæj­ar­búar séu til í að fórna loft­gæðum og þar með lífs­gæðum sínum fyrir 70-80 störf? Jafn­vel þótt atvinnu­leysi sé 20% núna kemur þetta auð­vitað ekki til greina. Þó það væri 40%! [...] Heilsu og lífs­gæði 20 þús­und íbúa verður að taka fram yfir hags­muni eins fjár­mála­fyr­ir­tæk­is.“ – Ell­ert Grét­ars­son, Georg H. Georgs­son o.fl.Hvað mynduð þið vilja?

 „Setjið ykkur í okkar spor og svarið heið­ar­lega spurn­ing­unni um hvort þið mynduð vilja hafa eit­urspú­andi verk­smiðju við bæj­ar­dyrnar hjá ykk­ur.“ – Sum­ar­rós Sig­urð­ar­dóttirNei takk

„ Nei takk.“ – Guð­rún Reyn­is­dóttirVið þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent