„Ekki ásættanlegt að gera áframhaldandi tilraunir á íbúum“

„Á meðan rökstuddur grunur leikur á að útblástur frá kísilverinu [í Helguvík] hafi verið ástæða veikinda íbúa [...] er rík ástæða til að óttast að heilsufari íbúanna verði stefnt í hættu með því að gangsetja verksmiðjuna aftur.“

„Kísilver United Silicon, álver í Helguvík, kísilver Thorsil og stórskipahöfnin í Helguvík hafa engum tilgangi þjónað enn nema að brenna upp fjármuni og spilla heilsu íbúa.“
„Kísilver United Silicon, álver í Helguvík, kísilver Thorsil og stórskipahöfnin í Helguvík hafa engum tilgangi þjónað enn nema að brenna upp fjármuni og spilla heilsu íbúa.“
Auglýsing

Stjórn Land­verndar fær ekki séð að Stakks­berg og eig­andi þess, Arion banki, hafi sýnt fram á að end­ur­bætur á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík muni tryggja öryggi íbúa í Reykja­nesbæ eða að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verði á því bili sem gert er ráð fyr­ir. Núll­kost­ur, að ræsa verk­smiðj­una ekki að nýju, er eini rök­rétti kost­ur­inn.



Þetta kemur fram í umsögn nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Land­verndar um frum­mats­skýrslu Stakks­berg vegna fyr­ir­hug­aðrar end­ur­ræs­ingu og stækk­unar kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Stakks­berg er að fullu í eigu Arion banka.



Í umsögn sinni bendir Land­vernd á að stór­iðju­upp­bygg­ing í Helgu­vík sé ein sorg­ar­saga.  „Kís­il­ver United Sil­icon, álver í Helgu­vík, kís­il­ver Thorsil og stór­skipa­höfnin í Helgu­vík hafa engum til­gangi þjónað enn nema að brenna upp fjár­muni og spilla heilsu íbúa. Það er full­komið til­lits­leysi við íbúa á Reykja­nesi og við fram­tíð­ar­kyn­slóðir að reyna að fara aftur af stað með starf­semi sem fékk fall­ein­kunn.“



Hvetur stjórn sam­tak­anna Arion banka til þess að falla frá hug­myndum um að end­ur­ræsa kís­il­ver­ið. Kís­il­verið í Helgu­vík sé „full­trúi hruns­ins og gamla tím­ans þar sem gegnd­ar­laus og ósjálf­bær ágangur á auð­lindir við­gekkst. Nútím­inn kallar á nýjar lausnir og fjár­fest­ingar sem efla hringrás­ar­hag­kerf­ið. Þar er fjár­munum bank­ans betur varið til heilla fyrir fram­tíð­ina.“

Auglýsing

Stakks­berg vill hefja rekstur kís­il­verk­smiðj­unnar á ný og bæta í fram­tíð­inni við þremur ljós­boga­ofnum til við­bót­ar. Mark­miðið er að fram­leiða 100 þús­und tonn af kísli á ári. Til þess þarf 80.000 tonn af kol­um, 8.000 tonn af við­ar­kolum og 90 þús­und tonn af við­ar­flís ásamt þús­undum kílóa af fleiri hrá­efn­um. 

130 MW þarf fyrir fjóra ofna

Raf­orku­þörfin fyrir slíka fram­leiðslu er um 1.300 Gwh. Núver­andi ofn verk­smiðj­unnar þarf um 32 MW við dæmi­gert álag og tryggir samn­ingur við Lands­virkjun það afl. Ekki er þó útlit fyrir að orkan fáist afhent fyrr en á fyrri hluta árs­ins 2022 og því er gert ráð fyrir að fram­leiðslan geti haf­ist þá. Ekki hefur verið samið við orku­fyr­ir­tækið um raf­orku fyrir stækkun kís­il­vers­ins en fjórir ofnar gætu þurft um 130 MW.



Land­vernd telur að ekki sé hægt að sam­þykkja stækkun kís­il­verk­smiðj­unnar eins og lagt er til í frum­mats­skýrslu af þremur meg­in­á­stæð­um:



  • Stakks­berg hefur ekki fundið neinar skýr­ingar á veik­indum íbúa í nágrenni kís­il­vers­ins sem þá var í eigu United Sil­icon. „Á meðan rök­studdur grunur leikur á að útblástur frá kís­il­ver­inu hafi verið ástæða veik­inda íbúa en ekki hefur fund­ist hvað í útblæstr­inum kanna að vera þess vald­andi er rík ástæða til að ótt­ast að heilsu­fari íbú­anna verði stefnt í hættu með því að gang­setja verk­smiðj­una aft­ur.“



  • Gríð­ar­leg aukn­ing í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fylgir stækk­un­inni. „Ef af fullri stækkun verður mun losun frá Íslandi aukast um 10% sem er and­stætt nauð­syn­legum aðgerðum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.“



  • Miklar rekstr­ar­trufl­anir sem voru á starf­semi kís­il­vers United Sil­icon þegar það var í gangi. „Ef marka má fréttir hafa einnig orðið bil­anir í kís­il­veri PCC á Bakka. Þar er því rík ástæða til að ætla að það sama ger­ist í áform­uðu end­ur­bættu kís­il­veri Stakks­bergs.“



Hvetur Land­vernd Skipu­lags­stofnun og aðra leyf­is­veit­endur af þessum sökum og með fleiri rökum til að hafna umsóknum til stækk­unar og end­ur­nýj­aðs rekst­urs verk­smiðj­unn­ar. „Þegar mikil óvissa er um áhrif fram­kvæmd­ar, og ekki síst ef heilsu­far í aðliggj­andi byggðum kann að vera í húfi, er skyn­sam­legt að grípa til var­úð­ar­regl­unn­ar.“

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Mynd: Bára Huld Beck



Á rekstr­ar­tíma kís­il­vers United Sil­icon í Helgu­vík fundu íbúar Reykja­nes­bæjar og víðar fyrir ýmsum nei­kvæðum heilsu­fars­á­hrif­um. Þar sem íbúa­byggð er ein­göngu kíló­metra frá athafna­svæði verk­smið­unnar má að sögn Land­verndar lítið út af bera til þess að hættu­leg efni fari yfir byggð­ina og mengi and­rúms­loft íbú­anna. „Fram kemur í frum­mats­skýrslu og í svörum við athuga­semdum úr sam­ráðs­ferli, að Stakks­berg hefur engar skýr­ingar fundið á veik­indum íbú­anna sem tengdar hafa verið við kís­il­verk­smiðj­una. Því er ekk­ert vitað um það hvort þær aðgerðir sem nú á að grípa til til þess að koma í veg fyrir að hættu­legum efnum verði dælt yfir íbúa­byggð muni virka. Á meðan orsök veik­ind­anna finnst ekki, er ekki hægt að tryggja að þau muni ekki end­ur­taka sig þegar verk­smiðjan verður aftur gang­sett. Hægt er að leiða líkum að því að hár skor­steinn fyrir útblástur dragi úr þessum áhrif­um. En reynslan ein fær úr því skor­ið. Það er ekki ásætt­an­legt að gera áfram­hald­andi til­raunir á íbúum án sam­þykkis þeirra.“



Í umsögn sinni segir Land­vernd að end­ur­bætur sem Stakks­berg fyr­ir­hugar á verk­smiðj­unni séu til ein­hverra bóta, eins og notkun skor­steins til þess að draga úr mengun yfir byggð­ina. Sam­tökin benda hins vegar á að samt sem áður sé verið að dæla jafn miklu (eða meira ef af stækkun verð­ur) af meng­andi efnum út í and­rúms­loft­ið. Einnig verði að taka inn í reikn­ing­inn að í mörgum til­fellum verði að hleypa meng­uðu lofti út um rjáfur ef bil­anir verða, eins og iðu­lega gerð­ist þegar verk­smiðjan var áður í rekstri. „Land­vernd hefur því ekki ástæðu til að ætla að fyr­ir­hug­aðar end­ur­bætur á verk­smiðj­unni séu nægj­an­legar til þess að koma í veg fyrir að þeir gríð­ar­miklu erf­ið­leikar í starf­semi verk­smiðj­unnar áður en henni var lok­að, end­ur­taki sig.“



Þá vill stjórn Land­verndar benda á að orðið „lykt­ar­meng­un“ sé vill­andi. „Lyktin er af efnum sem skyn­færi manna greina og þeim geta fylgt hættu­leg efni sem lykt­ar­skynið greinir ekki.“

Má finna millj­örð­unum betri not



Land­vernd telur að íbú­ar, vegna fyrri reynslu, verði að öllum lík­indum aldrei sáttir við verk­smiðj­una. „Það má því telja að affara­sæl­ast fyrir Arion banka sé að afskrifa verk­smiðj­una, sem fram til þessa hefur verið öllum til óheilla. End­ur­bætur kosta 4,5 millj­arða króna, helm­ing af því sem núver­andi rík­is­stjórn áætlar í lofts­lags­mál á 5 árum. Ef til vill mætti finna millj­örð­unum 4,5 ein­hver betri not.“



Þá gagn­rýnir Land­vernd þá orð­ræðu for­svars­manna orku­fyr­ir­tækja að í land­inu sé orku­skortur og segir fyr­ir­tækin hafa „stundað hræðslu­á­róður um að ekki sé til næg orka til dæmis til þess að knýja raf­bíla­flota lands­ins.“



Land­vernd telur að þessar full­yrð­ingar stand­ist ekki en telur að mik­il­vægt sé að taka með­vit­aðar ákvarð­anir um það í hvað orkan sem fram­leidd er á Íslandi með til­heyr­andi spjöllum á íslenskri nátt­úru sé not­uð. „Að mati stjórnar Land­verndar ætti meng­andi stór­iðja eins og kís­il­ver að vera neð­ar­lega á for­gangs­lista yfir orku­kaup­endur fram­tíð­ar­inn­ar. Það er óásætt­an­legt að orku­fyr­ir­tækin geri samn­inga við stór­kaup­endur að orku og full­yrði svo að ekki sé til næg orka í land­inu og að fara verði í frek­ari eyði­legg­ingu á nátt­úr­unni. Lands­virkjun hefur lofað orku til verk­smiðj­unnar óbreyttrar með afli sem nemur 35 MW. Þá orku væri heilla­væn­legra að nýta til ann­arra þarfa svo sem raf­bíla­væð­ingu, ræktun græn­metis eða raf­væð­ingu hafna.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent