14 færslur fundust merktar „Unitedsilicon“

Bankastjóri Arion banka segir að litlar vonir séu um að verksmiðjan í Helguvík starfi á ný
Arion banki hefur fært niður bókfært virði félags utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon um 5,3 milljarða króna á innan við tveimur árum. Virði þess er nú sagt á 1,6 milljarða króna. Síðast var kveikt á verksmiðjunni í september 2017.
12. febrúar 2021
„Kísilver United Silicon, álver í Helguvík, kísilver Thorsil og stórskipahöfnin í Helguvík hafa engum tilgangi þjónað enn nema að brenna upp fjármuni og spilla heilsu íbúa.“
„Ekki ásættanlegt að gera áframhaldandi tilraunir á íbúum“
„Á meðan rökstuddur grunur leikur á að útblástur frá kísilverinu [í Helguvík] hafi verið ástæða veikinda íbúa [...] er rík ástæða til að óttast að heilsufari íbúanna verði stefnt í hættu með því að gangsetja verksmiðjuna aftur.“
29. júní 2020
Arion banki vill blása aftur lífi í kísilverið – og stækka það
Bæjarbúar fengu „upp í kok“ á kísilverinu í Helguvík, segir íbúi sem barðist fyrir lokun verksmiðjunnar. Honum hugnast ekki fyrirætlanir Stakksbergs, sem er í eigu Arion banka, að ræsa ljósbogaofninn að nýju og óttast að „sama fúskið“ endurtaki sig.
8. maí 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
16. febrúar 2020
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
20. október 2019
Mögulega margir bótaskyldir vegna United Silicon
Unnin hefur verið skýrsla fyrir þá fimm lífeyrissjóði sem fjárfestu í United Silicon, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrra. Í skýrslunni segir að skoða þurfi hvort þeir opinberu aðilar og ráðgjafar sem komu að verkefninu séu bótaskyldir.
2. febrúar 2019
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
14. desember 2018
Landsvirkjun: Öll skilyrði voru uppfyllt af bakhjörlum United Silicon
Kjarninn sendi spurningar til Landsvirkjunar til að fá betri upplýsingar um það, hvernig á því stóð að engar viðvörunarbjöllur fóru í gangi áður en United Silicon hóf starfsemi. Félagið fór í þrot og grunur leikur á umfangsmiklum lögbrotum.
9. nóvember 2018
Helguvík
Beiðni Stakksbergs frestað á bæjarstjórnarfundi
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar frestaði afgreiðslu á beiðni Stakksbergs um drög að matslýsingu nýs umhverfismats. Stakksberg segist fagna því að bæjarstjórn vandi skoðun sína á erindinu.
17. október 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Þrotabú United Silicon stefnir Magnúsi Garðarssyni öðru sinni
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er grunaður um að hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um yfir 600 milljóna króna fjárdrátt.
23. ágúst 2018
Það helsta hingað til: United Silicon verður gjaldþrota og grunur um glæpi
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er gjaldþrot United Silicon og kærur þeirra sem settu fjármuni í félagið til yfirvalda vegna gruns um stórfelld lögbrot helstu stjórnenda.
31. mars 2018
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á stjórnendum United Silicon
Fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í kísilmálmverksmiðju United Silicon hafa kært nokkur tilvik þar sem grunur leikur á að fyrrverandi framkvæmdastjóri og eftir atvikum aðrir stjórnendur, stjórnarmenn og starfsmenn, hafi brotið lög.
27. mars 2018
Arion banki tekur yfir allar eignir United Silicon
Verksmiðja United Silicon hefur vakið áhuga fjárfesta, eftir að starfsemin fór í þrot.
23. febrúar 2018
Forsvarsmenn United Silicon og þáverandi ráðherrar í ríkisstjórn taka skóflustungu að verksmiðju félagsins í ágúst 2014.
Stjórnmálaleg fyrirgreiðsla, meintur fjárdráttur, milljarðar tapaðir og gjaldþrot
Milljarðar hafa tapast vegna United Silicon, sem var sett í þrot á mánudag. Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstigi, lögðu sig mjög fram um að greiða fyrir því að verksmiðja félagsins yrði að veruleika.
28. janúar 2018