Það helsta hingað til: United Silicon verður gjaldþrota og grunur um glæpi

Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er gjaldþrot United Silicon og kærur þeirra sem settu fjármuni í félagið til yfirvalda vegna gruns um stórfelld lögbrot helstu stjórnenda.

Magnús.jpg
Auglýsing

Hvað?

United Silicon, félag utan um rekstur kísilmálmverksmiðju, var sett í gjald­þrot 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Félagið hafði þá verið í greiðslu­stöðvun frá því í ágúst 2017.

Um miðjan febrúar náðist samkomulag milli skipta­stjóra þrota­bús United Silicon og Arion banka um að bank­inn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félags­ins.

Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Silicon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók yfir hlutafé í United Silicon og bók­færir virði eign­anna á 5,4 millj­arða króna. Auk þess eru útistand­andi lánslof­orð  og ábyrgðir upp á um 900 millj­ónir króna.

Auglýsing

Arion banki ábyrgð­ist rekstur United Silicon frá því að félagið var sett í greiðslu­stöðvun og fram að gjald­þroti og borg­aði um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna rekstur þess á því tíma­bili.

En fleiri hafa tapað stórum fjár­hæð­um. Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­ónum króna í United Silicon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­ur­inn á í félag­inu um 90 pró­­­­sent. Um var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­launa­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­­ur­­­­færslan einnig 90 pró­­­­sent­­­­um. Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna Bún­­­­að­­­­ar­­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­un­­­­ar­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­stöðvum hans í Borg­­­­ar­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Festa 875 millj­­­ónir króna í United Silicon. Hann hefur einnig fram­­­kvæmt var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Af hverju?

Starfsemi kísilverksmiðju United Silicon stöðvuð 1. september í fyrra. eftir að Umhverf­is­­stofnun tók ákvörðun þess efn­­is. Óheim­ilt var að end­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­legri heim­ild frá stofn­un­inni að loknum full­nægj­andi end­­ur­­bótum og ítar­­legu mati á þeim. Það mat mun, líkt og áður sagði, taka allt að 20 mán­uði.

Í bréfi sem Umhverf­is­­stofnun sendi til for­svar­s­­manna United Silicon föstu­dag­inn 19. jan­úar kom fram að ráð­­ast þurfi í úrbætur sem kosta um þrjá millj­­arða króna áður en að verk­­smiðjan fær að fara í gang að nýju. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að setja félagið í þrot.

Hver var niðurstaðan?

Nýtt félag verður stofnað um starf­semi kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Mark­mið Arion banka er að vinna að úrbótum á verk­smiðj­unni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það mun hins vegar taka 18-20 mán­uði að koma verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík aftur af stað.

Ljóst er að verk­smiðjan verður ekki ræst að nýju fyrr en að vinnu við gerð nýs umhverf­is­mats verði lokið og sú vinna er talin geta tekið þann tíma.

Sjö til átta alþjóð­legir aðilar hafa áhuga á verk­smiðj­unni en eng­inn þeirra hefur hug á því að taka hana í sundur og flytja ann­að. Um aðila úr alþjóð­lega kísilmálmsgeiranum er að ræða. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hafa þeir sent teymi hingað til lands til að ræða við t.d. Lands­virkjun og Umhverf­is­stofnun um stöðu verk­smiðj­unn­ar.

En ýmsir aðrir angar málsins eru óhnýttir. Í liðinni viku lögðu stjórnir þeirra lífeyrissjóða sem fjárfest höfðu í United Silicon fram kæru til hér­aðs­sak­sókn­ara þar sem óskað er eftir það að emb­ættið taki til rann­sóknar nokkur alvar­leg til­vik sem grunur leikur á að feli í sér refsi­verð brot af hálfu Magn­úsar Ólafs Garð­ars­son­ar, fyrrum fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­manns United Silicon hf., og eftir atvikum ann­arra stjórn­enda, stjórn­ar­manna og starfs­manna félags­ins. Áður hafði stjórn United Silicon og Arion banki, stærsti kröfu­hafi félags­ins, sent kærur vegna gruns um refsi­verða hátt­semi Magn­úsar til yfir­valda. Þetta var því þriðja kæran sem berst vegna gruns um brot hans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar