Landsvirkjun: Öll skilyrði voru uppfyllt af bakhjörlum United Silicon

Kjarninn sendi spurningar til Landsvirkjunar til að fá betri upplýsingar um það, hvernig á því stóð að engar viðvörunarbjöllur fóru í gangi áður en United Silicon hóf starfsemi. Félagið fór í þrot og grunur leikur á umfangsmiklum lögbrotum.

landsvirkjun
Auglýsing

Samkvæmt gögnum sem Landsvirkjun fékk inn á borð sitt, vegna uppbyggingar United Silicon í Helguvík, áttu bakhjarlar og eigendur verkefnisins að vera traustsins verðir. 

Á þeim grunni var ákveðið að semja við þá um orkukaup. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Landsvirkjunar við fyrirspurnum Kjarnans, en eins og kunnugt er fór United Silicon verkefnið ekki eins og lagt var upp með, og er það nú í gjaldþrotameðferð. Arion banki og Frjálsi lífeyrissjóðurinn töpuðu milljörðum á þrotinu, en ekki eru öll kurl komin til grafar enn og dómsmál hafa ekki verið til lykta leidd. 

Auglýsing

Þau beinast meðal annars að Magnúsi Garðarssyni, sem var forstjóri og forsvarsmaður United Silicon.

Lýstar kröfur í búið námu 23,5 milljörðum króna, að því er Geir Gestsson hrl. greindi mbl.is frá í ágúst síðastliðnum. Stærsti kröfuhafinn var Arion banki með 9,5 milljarða kröfu.

Spurt og svarað

Fyrirspurnir Kjarnans til Landsvirkjunar miðuðu að því að fá betur fram á hvaða forsendum Landsvirkjun samdi um orkuviðskipti við United Silicon og hvort eitthvað hafi bent til þess, í skoðun á þessum framtíðarviðskiptum, að þau gætu ekki reynst traustsins verður þegar upp var staðið. 

Almenningur á mikið undir vegna viðskipta af þessu tagi, enda Landsvirkjun að fullu í eigu ríkisins og raforkuviðskipti til áratuga því mikilvæg í því ljósi. Fyrirtækið er langsamlega stærsta orkufyrirtæki landsins með heildareignir upp á 549 milljarða króna, miðað við lok árs í fyrra, og eigin fé upp á rúmlega 250 milljarða.

Landsvirkjun var ekki tilbúin að upplýsa um virði orkusölusamnings, og ber fyrir sig trúnaði í svörum til Kjarnans. Þá segir í svörunum að öll skilyrði hafi verið uppfyllt.

Úr kísilverinu. Það fór í þrot og náði aldrei að virka eins og það átti að gera. Mynd: United Silicon.

Hversu mikið tjón er af þessu fyrir Landsvirkjun, sé tekið tillit til orkusamnings vegna þess

„Viðskiptavinir Landsvirkjunar leggja almennt fram ábyrgðir vegna viðskipta sem ætlað er að koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón vegna mögulegra vanefnda.  Slíkar ábyrgðir voru fyrir hendi. Undanfarið hefur verið mikil eftirspurn eftir því að kaupa rafmagn af Landsvirkjun.  Því hefur Landsvirkjun getað selt orkuna sem annars hefði farið til kísilversins.“

Hver er heildarfjárfesting Landsvirkjunar vegna United Silicon? Var hún einhver? Og hvert er uppreiknað virði orkusölusamnings til fyrirtækisins?

„Landsvirkjun þurfti ekki að fara út í sérstaka fjárfestingu vegna rafmagnssamnings við USi.  Um var að ræða rafmagn sem þegar var til í kerfinu. Varðandi beiðni um upplýsingar um verð eða verðmæti samninga að þá eru slíkar upplýsingar bundnar trúnaði.“ 

Og hvernig fór mat Landsvirkjunar á áreiðanleika þessa kúnna fram? Hringdi engum bjöllum við skoðun á honum? Hvernig á því stóð að Magnús Garðarsson komst í gegnum nálaraugað með United Silicon, sem mögulegur orkukaupandi til áratuga?

Raforkusala Landsvirkjunar skiptist svona 2017.„Af hálfu Landsvirkjunar er í hverju tilfelli lagt mat á viðskiptavin og þann markað sem hann starfar á áður en samningar eru gerðir.  Þar að auki eru gerðar kröfur um að viðskiptavinur uppfylli fjölda skilyrða, þ.m.t. geti lagt fram yfirlýsingar frá fjármálafyrirtækjum um að fjármögnun sé tryggð, hafi útvegað öll tilskilin opinber leyfi, farið í gegnum umhverfismat og svo mætti lengi telja.  Jafnframt eru gerðar kröfur um að viðskiptavinur leggi fram trúverðuga viðskiptaáætlun.  Að lokum er gerð krafa um að viðskiptavinir leggi fram traustar ábyrgðir.   Allt er þetta gert í þeim tilgangi að tryggja áreiðanleika viðskiptavina og framgang þeirra verkefna sem þeir standa að. Samkvæmt þeim gögnum sem USi og forsvarsmenn þeirra lögðu fram voru öll skilyrði uppfyllt. 

Erlendir sérfræðingar sem Landsvirkjun hefur lengi unnið með eru þeirrar skoðunar að rekstur kísilvera á Íslandi sé mjög samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og raun sé hagkvæmara að reka kísilver á Íslandi en á mörgum öðrum stöðum.  Sú greining var í samræmi við viðskiptaáætlun USi,“ segir í svari Landsvirkjunar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent