Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi jákvæð

Ný rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka.

Mývatn
Mývatn
Auglýsing

Efna­hags­leg áhrif frið­lýstra svæða á Íslandi eru ótví­rætt jákvæð en á árinu 2017 var beinn efna­hags­legur ávinn­ingur tólf svæða og nær­sam­fé­laga þeirra um 10 millj­arðar króna. Ávinn­ing­ur­inn fyrir þjóð­ar­búið í heild var 33,5 millj­arðar króna. Þetta eru nið­ur­stöður fyrstu rann­sóknar sem gerð hefur verið á lands­vísu á efna­hags­legum áhrifum frið­lýstra svæða á Íslandi.

Þetta kemur fram í frétt umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Rann­sóknin var unnin af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, og nið­ur­stöður hennar voru kynntar á Umhverf­is­þingi í dag. Rann­sökuð voru tólf svæði vítt og breitt um Ísland með það að mark­miði að meta efna­hags­leg áhrif frið­lýstra svæða á nær­sam­fé­lög þeirra og á atvinnu­líf á svæð­inu.

Auglýsing

45% af eyðslu ferða­fólks inni á frið­lýstu svæð­unum eða nálægt þeim

Sam­kvæmt rann­sókn­inni eyða ferða­menn árlega sam­tals 10 millj­örðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rann­sökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðu­gildi. Um er að ræða bein störf í ferða­þjón­ustu, svo sem við gist­ingu, skipu­lagðar ferð­ir, akstur og veit­inga­þjón­ustu. 45 pró­sent af eyðslu ferða­fólks var inni á frið­lýstu svæð­unum eða í næsta nágrenni þeirra.

Svæðin sem voru rann­sökuð voru Ásbyrg­i/­Jök­ulsár­gljúf­ur, Laki og Skafta­fell, sem öll eru í Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Þing­vell­ir, Dynj­andi, Hraun­foss­ar, Land­manna­laug­ar, Mývatn, Þórs­mörk, Hengi­foss og Hvít­serk­ur. Tvö síð­ast töldu svæðin eru ekki frið­lýst þótt svæð­inu við Hengi­foss sé stjórnað af Vatna­jök­uls­þjóð­garði en voru tekin með í rann­sókn­ina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um land­ið. Nið­ur­stöður frá áður birtri rann­sókn á Snæ­fells­jök­uls­þjóð­garði voru enn fremur upp­færð­ar, þannig að heild­ar­fjöldi svæð­anna varð tólf, segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til skila 23 krónur sér til baka

Rann­sóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til frið­lýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlut­fallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10 á móti 1 við Dynj­anda og upp í 158 á móti 1 við Hraun­fossa. Á Þing­völlum er hlut­fallið 25 á móti 1, í Vatna­jök­uls­þjóð­garði 15 á móti 1 og í Þórs­mörk 21 á móti 1.

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að alls hafi verið rætt við ríf­lega 3.000 ferða­menn á tíma­bil­inu frá 6. júní til 10. sept­em­ber á þessu áari. Nið­ur­stöð­urnar úr við­töl­unum við ferða­menn­ina sjálfa hafi síðan verið bornar saman við tölur frá Rík­is­skatt­stjóra og kann­anir sem gerðar voru meðal atvinnu­rek­enda. Alls hafi verið rætt við 415 fyr­ir­tæki sem sam­tals eru með vel yfir 4.000 starfs­menn.

Jafn­framt kemur fram að að með­al­tali hafi frið­lýstu svæðin í rann­sókn­inni skilað átt­földum tekju­skatti miðað við rekstr­ar­kostnað þeirra.

Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Katrín Oddsdóttir
Austurvöllur okkar allra
Leslistinn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent