Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi jákvæð

Ný rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka.

Mývatn
Mývatn
Auglýsing

Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi eru ótvírætt jákvæð en á árinu 2017 var beinn efnahagslegur ávinningur tólf svæða og nærsamfélaga þeirra um 10 milljarðar króna. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. Þetta eru niðurstöður fyrstu rannsóknar sem gerð hefur verið á landsvísu á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi.

Þetta kemur fram í frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Rannsóknin var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, og niðurstöður hennar voru kynntar á Umhverfisþingi í dag. Rannsökuð voru tólf svæði vítt og breitt um Ísland með það að markmiði að meta efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á nærsamfélög þeirra og á atvinnulíf á svæðinu.

Auglýsing

45% af eyðslu ferðafólks inni á friðlýstu svæðunum eða nálægt þeim

Samkvæmt rannsókninni eyða ferðamenn árlega samtals 10 milljörðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rannsökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðugildi. Um er að ræða bein störf í ferðaþjónustu, svo sem við gistingu, skipulagðar ferðir, akstur og veitingaþjónustu. 45 prósent af eyðslu ferðafólks var inni á friðlýstu svæðunum eða í næsta nágrenni þeirra.

Svæðin sem voru rannsökuð voru Ásbyrgi/Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell, sem öll eru í Vatnajökulsþjóðgarði, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk, Hengifoss og Hvítserkur. Tvö síðast töldu svæðin eru ekki friðlýst þótt svæðinu við Hengifoss sé stjórnað af Vatnajökulsþjóðgarði en voru tekin með í rannsóknina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um landið. Niðurstöður frá áður birtri rannsókn á Snæfellsjökulsþjóðgarði voru enn fremur uppfærðar, þannig að heildarfjöldi svæðanna varð tólf, segir í frétt ráðuneytisins. 

Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til skila 23 krónur sér til baka

Rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlutfallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10 á móti 1 við Dynjanda og upp í 158 á móti 1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25 á móti 1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15 á móti 1 og í Þórsmörk 21 á móti 1.

Í frétt ráðuneytisins segir að alls hafi verið rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september á þessu áari. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa hafi síðan verið bornar saman við tölur frá Ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda. Alls hafi verið rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn.

Jafnframt kemur fram að að meðaltali hafi friðlýstu svæðin í rannsókninni skilað áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent