Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi jákvæð

Ný rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka.

Mývatn
Mývatn
Auglýsing

Efna­hags­leg áhrif frið­lýstra svæða á Íslandi eru ótví­rætt jákvæð en á árinu 2017 var beinn efna­hags­legur ávinn­ingur tólf svæða og nær­sam­fé­laga þeirra um 10 millj­arðar króna. Ávinn­ing­ur­inn fyrir þjóð­ar­búið í heild var 33,5 millj­arðar króna. Þetta eru nið­ur­stöður fyrstu rann­sóknar sem gerð hefur verið á lands­vísu á efna­hags­legum áhrifum frið­lýstra svæða á Íslandi.

Þetta kemur fram í frétt umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Rann­sóknin var unnin af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, og nið­ur­stöður hennar voru kynntar á Umhverf­is­þingi í dag. Rann­sökuð voru tólf svæði vítt og breitt um Ísland með það að mark­miði að meta efna­hags­leg áhrif frið­lýstra svæða á nær­sam­fé­lög þeirra og á atvinnu­líf á svæð­inu.

Auglýsing

45% af eyðslu ferða­fólks inni á frið­lýstu svæð­unum eða nálægt þeim

Sam­kvæmt rann­sókn­inni eyða ferða­menn árlega sam­tals 10 millj­örðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rann­sökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðu­gildi. Um er að ræða bein störf í ferða­þjón­ustu, svo sem við gist­ingu, skipu­lagðar ferð­ir, akstur og veit­inga­þjón­ustu. 45 pró­sent af eyðslu ferða­fólks var inni á frið­lýstu svæð­unum eða í næsta nágrenni þeirra.

Svæðin sem voru rann­sökuð voru Ásbyrg­i/­Jök­ulsár­gljúf­ur, Laki og Skafta­fell, sem öll eru í Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Þing­vell­ir, Dynj­andi, Hraun­foss­ar, Land­manna­laug­ar, Mývatn, Þórs­mörk, Hengi­foss og Hvít­serk­ur. Tvö síð­ast töldu svæðin eru ekki frið­lýst þótt svæð­inu við Hengi­foss sé stjórnað af Vatna­jök­uls­þjóð­garði en voru tekin með í rann­sókn­ina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um land­ið. Nið­ur­stöður frá áður birtri rann­sókn á Snæ­fells­jök­uls­þjóð­garði voru enn fremur upp­færð­ar, þannig að heild­ar­fjöldi svæð­anna varð tólf, segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til skila 23 krónur sér til baka

Rann­sóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til frið­lýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlut­fallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10 á móti 1 við Dynj­anda og upp í 158 á móti 1 við Hraun­fossa. Á Þing­völlum er hlut­fallið 25 á móti 1, í Vatna­jök­uls­þjóð­garði 15 á móti 1 og í Þórs­mörk 21 á móti 1.

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að alls hafi verið rætt við ríf­lega 3.000 ferða­menn á tíma­bil­inu frá 6. júní til 10. sept­em­ber á þessu áari. Nið­ur­stöð­urnar úr við­töl­unum við ferða­menn­ina sjálfa hafi síðan verið bornar saman við tölur frá Rík­is­skatt­stjóra og kann­anir sem gerðar voru meðal atvinnu­rek­enda. Alls hafi verið rætt við 415 fyr­ir­tæki sem sam­tals eru með vel yfir 4.000 starfs­menn.

Jafn­framt kemur fram að að með­al­tali hafi frið­lýstu svæðin í rann­sókn­inni skilað átt­földum tekju­skatti miðað við rekstr­ar­kostnað þeirra.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent