Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi jákvæð

Ný rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka.

Mývatn
Mývatn
Auglýsing

Efna­hags­leg áhrif frið­lýstra svæða á Íslandi eru ótví­rætt jákvæð en á árinu 2017 var beinn efna­hags­legur ávinn­ingur tólf svæða og nær­sam­fé­laga þeirra um 10 millj­arðar króna. Ávinn­ing­ur­inn fyrir þjóð­ar­búið í heild var 33,5 millj­arðar króna. Þetta eru nið­ur­stöður fyrstu rann­sóknar sem gerð hefur verið á lands­vísu á efna­hags­legum áhrifum frið­lýstra svæða á Íslandi.

Þetta kemur fram í frétt umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Rann­sóknin var unnin af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, og nið­ur­stöður hennar voru kynntar á Umhverf­is­þingi í dag. Rann­sökuð voru tólf svæði vítt og breitt um Ísland með það að mark­miði að meta efna­hags­leg áhrif frið­lýstra svæða á nær­sam­fé­lög þeirra og á atvinnu­líf á svæð­inu.

Auglýsing

45% af eyðslu ferða­fólks inni á frið­lýstu svæð­unum eða nálægt þeim

Sam­kvæmt rann­sókn­inni eyða ferða­menn árlega sam­tals 10 millj­örðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rann­sökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðu­gildi. Um er að ræða bein störf í ferða­þjón­ustu, svo sem við gist­ingu, skipu­lagðar ferð­ir, akstur og veit­inga­þjón­ustu. 45 pró­sent af eyðslu ferða­fólks var inni á frið­lýstu svæð­unum eða í næsta nágrenni þeirra.

Svæðin sem voru rann­sökuð voru Ásbyrg­i/­Jök­ulsár­gljúf­ur, Laki og Skafta­fell, sem öll eru í Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Þing­vell­ir, Dynj­andi, Hraun­foss­ar, Land­manna­laug­ar, Mývatn, Þórs­mörk, Hengi­foss og Hvít­serk­ur. Tvö síð­ast töldu svæðin eru ekki frið­lýst þótt svæð­inu við Hengi­foss sé stjórnað af Vatna­jök­uls­þjóð­garði en voru tekin með í rann­sókn­ina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um land­ið. Nið­ur­stöður frá áður birtri rann­sókn á Snæ­fells­jök­uls­þjóð­garði voru enn fremur upp­færð­ar, þannig að heild­ar­fjöldi svæð­anna varð tólf, segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til skila 23 krónur sér til baka

Rann­sóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til frið­lýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlut­fallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10 á móti 1 við Dynj­anda og upp í 158 á móti 1 við Hraun­fossa. Á Þing­völlum er hlut­fallið 25 á móti 1, í Vatna­jök­uls­þjóð­garði 15 á móti 1 og í Þórs­mörk 21 á móti 1.

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að alls hafi verið rætt við ríf­lega 3.000 ferða­menn á tíma­bil­inu frá 6. júní til 10. sept­em­ber á þessu áari. Nið­ur­stöð­urnar úr við­töl­unum við ferða­menn­ina sjálfa hafi síðan verið bornar saman við tölur frá Rík­is­skatt­stjóra og kann­anir sem gerðar voru meðal atvinnu­rek­enda. Alls hafi verið rætt við 415 fyr­ir­tæki sem sam­tals eru með vel yfir 4.000 starfs­menn.

Jafn­framt kemur fram að að með­al­tali hafi frið­lýstu svæðin í rann­sókn­inni skilað átt­földum tekju­skatti miðað við rekstr­ar­kostnað þeirra.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent