Þverpólitískur vilji til að bæta réttindi hinsegin fólks

Í nýrri þingsályktunartillögu um stöðu trans fólks og intersex fólks er lagt til að Ísland taki forystu meðal þjóða heims þegar við kemur réttindum transfólks og intersex fólks en Ísland er 16. sæti í Evrópu þegar að kemur að réttindum hinsegin fólks.

Transfánanum haldið á lofti
Transfánanum haldið á lofti
Auglýsing

Í nýrri þingsályktunartillaga um stöðu trans fólks og intersex fólks er lagt til að Ísland taki forustu meðal þjóða heims þegar við kemur mannréttindum trans fólks og intersex fólks og sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Í tillögunni er einnig lagt til að Alþingi fordæmi þá aðför sem nú er gerð að réttindum transfólk víða um heim. Tillagan var lögð fram af Margréti Tryggvadóttur, varaþingmanni Samfylkingar og ellefu öðrum úr þingflokkum Samfylkingarinnar, Viðreisn og Pírata.

Í greinargerðinni er fjallað um hvernig réttindastaða transfólks og intersex-fólks hefur batnað á síðustu árum en að enn sé langt í land. Í þingsályktunartillögunni segir: „Sagan kennir okkur að fyrir öllum réttindum þarf að berjast. Víða um heim eru mannréttindi transfólks enn fótum troðin og hér á Íslandi mætti staðan svo sannarlega vera betri þótt ýmislegt hafi áunnist á síðustu árum. Mikilvægt er að standa vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og halda baráttunni áfram, innan lands sem utan.“

Ísland langt á eftir nágrannalöndum sínum

Ísland er í 16. sæti á hinu svokallaða regnbogakorti sem Evrópusamtök hinsegin fólks (e. ILGA-Europe) gefa út árlega um réttindi hinsegin fólks. Ísland hefur dregist aftur úr en landið var í 14. sæti árið 2016. Ísland mælist nú með 52 prósent þegar að það kemur að réttindum hinsegin fólks hér á landi og erum við langt á eftir öllum nágrannalöndum okkar. Landið sem stendur sig best er Malta með 91 prósent en þar í landi voru lög um réttindi transfólks og intersex-fólks samþykkt árið 2015.

Mynd: ILGA EUROPE (Ísland mælist nú með 52 prósent, eftir að löggjöf um jafna stöðu á atvinnumarkaði tók gildi 1. september)

Dregist aftur úr þegar kemur að lagasetningu

Í skýrslu ILGA um stöðu hinsegin fólks í Evrópu kemur fram að þó Íslandi mælist lægst allra í fordómum gagnvart hinsegin fólki samkvæmd OECD þá hefur Ísland hins vegar dregist aftur úr þegar það kemur að lagasetningu. Í skýrslunni segir að mikilvægt sé að uppfæra núverandi lagarammma um kyn­rænt sjálfræði og banna líkamleg inngrip hjá intersex börnum nema lífsnauðsynlegt þykja, í stað þess sé barni kleift að taka ákvörðunina sjálft seinna. Í skýrslunni kemur einnig fram að uppfæra þurfi lög um viðkvæma stöðu hinsegin fólks í leit að hæli.

María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ‘78, segir í samtali við Kjarnann að ekkert komi fram í íslenskum útlendingalögum um viðkvæma stöðu hinsegin fólks sem sækir hér um alþjóðlega vernd. María Helga segir að ekki sé til nein eiginleg stefna stjórnvalda á þessu sviði og mikilvægt sé að breyta því. Hún segir að samtökin hafi verið vonsvikin þegar staða hinsegin fólks var ekki tekin fyrir í nýjum lögum um útlendinga sem samþykkt voru árið 2016.

Ásamt því er á bent á í skýrslunni að engin lagaflokkur sé til staðar á Íslandi um hatursglæpi. María segir vanti umgjörð og refsiramma um hatursglæpi hér á landi því raunin sé sú að hatursglæpir gegn hinsegin fólki séu framdir hér á landi.  Þar sem skortur er á lagalegri skilgreiningu á hatursglæpum hér á landi þá séu þeir flokkaðir eins og aðrir ofbeldisglæpir, þrátt fyrir að ákveðnir glæpir séu í raun framdir vegna haturs á jaðarsettum hópum.

Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að þessi staða Íslands varðandi réttindi transfólks verði ekki við unað og gera verði gangskör að því að tryggja réttindi transfólks og intersex fólks hér á landi í hvívetna.

Auglýsing

Þverpólitísk sátt um kynrænt sjálfræði

Katrín Jak­obs­dótt­ir ­for­sæt­is­ráð­herra hefur ítrekað sagt að rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks sé ofar­lega á for­gangs­lista núver­andi rík­is­stjórn­ar. Í stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.

Í greinargerð fyrrnefndar þingsályktunartillögu er fjallað um fyrirhugað frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um kynrænt sjálfræði. Samkvæmt þingmálaskrá 149. löggjafarþings er gert ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram í febrúar á næsta ári.

María Helga segir að umrædd þingsályktunartillaga sýnir að þverpólitísk sátt sé um þetta málefni. Samtökin ‘78 fagna frumkvæði og stuðningi þessara tólf þingmanna, sem öll tilheyra stjórnarandstöðuflokkum. Nú þegar hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að bæta stöðu Íslands varðandi réttindi trans og intersex fólks, segir María.

Stjórnvöld viðurkenni líffræðilegan fjölbreytileika einstaklinga

Samtökin ‘78 hafa verið hluti af undirbúningsferli frumvarpsins sem félagssamtök sem málið varðar og María Helga segir nýja þingsályktunartillögu gefa fyrirheit um pólitískur vilji sé fyrir því að fyrirhugað frumvarp um kynrænt sjálfræði verði samþykkt á næsta ári.


María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna 78.Í fyrirhuguðu frumvarpi er réttur einstaklinga til að skilgreina kyn sitt færður frá stjórnvöldum til einstaklinga. Samkvæmt núgildandi lögum má einstaklingur ekki breyta skráðu kyni sínu í Þjóðskrá fyrr en hann hefur verið undir handleiðslu teymis á Landspítalanum í minnst gegnum 18 mánuði. Það þykir óþarflega íþyngjandi fyrir fólk þar sem það getur verið búið að lifa í fleiri ár í samræmi við kynvitund sína  en er enn með skilríki með nafni og kynskráningu sem gengur þvert á þeirra sjálfsmynd og daglegan veruleika. Þetta getur gert fólki erfitt að ferðast úr landi, nýta sér ýmsa þjónustu og taka fullan þátt í samfélaginu.

Í frumvarpinu verða einnig tekin fyrir réttindi intersex fólks, en á Íslandi er enginn lagarammi sem skilgreinir rétt intersex fólks til líkamlegrar friðhelgi. Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að mikilvægt sé að löggjöfin um kynrænt sjálfræði sé í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins um mannréttindi intersex fólks.

„Það þarf að tryggja það að samfélagið og stjórnvöld viðurkenni líffræðilegan fjölbreytileika einstaklinga og taki tillit til hans,“ segir María Helga.

Fordæma aðgerðir Trumps

Í þingályktunnartillögunni eru fyrirhugaðar breytingar á skilgreiningu á kyni í Bandaríkjunum fordæmdar. Rík­is­stjórn Don­alds Trumps er nú með til skoð­unar að taka til baka ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem vilja skil­greina kyn sitt öðru­vísi en eftir líf­fræði­legu kyni. Ef af breyt­ing­unni verður mun hún hafa víð­tæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Banda­ríkja­manna kjósi að skil­greina sig sem annað kyn en líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna.  

Í greinargerðinni er aðförin sögð verulegt bakslag í réttindabaráttu trans og intersex fólks um heim allan og sett hættulegt fordæmi. Sagt er þetta sé aðför að grundvallarmannréttindum trans fólks en breytingarnar muni auk þess leiða til aukinna fordóma og jaðarsetningar transfólks og hefta verulega aðgengi þess að þjónustu og jafnframt þátttöku trans fólks í samfélaginu

Samtökin ‘78 hafa einnig fordæmt aðgerðina í tilkynningu frá félaginu, auk þess að samtökin funduðu með bandaríska sendiráðinu, sem lofaði að koma áhyggjum þeirra áleiðis. María fagnar því að í þingályktunartillögunni sé lagt til að Alþingi fordæmi þessar fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Hún óskar jafnframt eftir því að Alþingi og ríkisstjórnin sendi þau skilaboð að þau fordæmi þessa aðför að réttindum trans og intersex fólks og taki afstöðu gegn því að voldugt vestrænt ríki sem hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda skuli ekki virða réttindi jaðarsettra hópa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent