Þverpólitískur vilji til að bæta réttindi hinsegin fólks

Í nýrri þingsályktunartillögu um stöðu trans fólks og intersex fólks er lagt til að Ísland taki forystu meðal þjóða heims þegar við kemur réttindum transfólks og intersex fólks en Ísland er 16. sæti í Evrópu þegar að kemur að réttindum hinsegin fólks.

Transfánanum haldið á lofti
Transfánanum haldið á lofti
Auglýsing

Í nýrri þingsályktunartillaga um stöðu trans fólks og intersex fólks er lagt til að Ísland taki forustu meðal þjóða heims þegar við kemur mannréttindum trans fólks og intersex fólks og sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Í tillögunni er einnig lagt til að Alþingi fordæmi þá aðför sem nú er gerð að réttindum transfólk víða um heim. Tillagan var lögð fram af Margréti Tryggvadóttur, varaþingmanni Samfylkingar og ellefu öðrum úr þingflokkum Samfylkingarinnar, Viðreisn og Pírata.

Í greinargerðinni er fjallað um hvernig réttindastaða transfólks og intersex-fólks hefur batnað á síðustu árum en að enn sé langt í land. Í þingsályktunartillögunni segir: „Sagan kennir okkur að fyrir öllum réttindum þarf að berjast. Víða um heim eru mannréttindi transfólks enn fótum troðin og hér á Íslandi mætti staðan svo sannarlega vera betri þótt ýmislegt hafi áunnist á síðustu árum. Mikilvægt er að standa vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og halda baráttunni áfram, innan lands sem utan.“

Ísland langt á eftir nágrannalöndum sínum

Ísland er í 16. sæti á hinu svokallaða regnbogakorti sem Evrópusamtök hinsegin fólks (e. ILGA-Europe) gefa út árlega um réttindi hinsegin fólks. Ísland hefur dregist aftur úr en landið var í 14. sæti árið 2016. Ísland mælist nú með 52 prósent þegar að það kemur að réttindum hinsegin fólks hér á landi og erum við langt á eftir öllum nágrannalöndum okkar. Landið sem stendur sig best er Malta með 91 prósent en þar í landi voru lög um réttindi transfólks og intersex-fólks samþykkt árið 2015.

Mynd: ILGA EUROPE (Ísland mælist nú með 52 prósent, eftir að löggjöf um jafna stöðu á atvinnumarkaði tók gildi 1. september)

Dregist aftur úr þegar kemur að lagasetningu

Í skýrslu ILGA um stöðu hinsegin fólks í Evrópu kemur fram að þó Íslandi mælist lægst allra í fordómum gagnvart hinsegin fólki samkvæmd OECD þá hefur Ísland hins vegar dregist aftur úr þegar það kemur að lagasetningu. Í skýrslunni segir að mikilvægt sé að uppfæra núverandi lagarammma um kyn­rænt sjálfræði og banna líkamleg inngrip hjá intersex börnum nema lífsnauðsynlegt þykja, í stað þess sé barni kleift að taka ákvörðunina sjálft seinna. Í skýrslunni kemur einnig fram að uppfæra þurfi lög um viðkvæma stöðu hinsegin fólks í leit að hæli.

María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ‘78, segir í samtali við Kjarnann að ekkert komi fram í íslenskum útlendingalögum um viðkvæma stöðu hinsegin fólks sem sækir hér um alþjóðlega vernd. María Helga segir að ekki sé til nein eiginleg stefna stjórnvalda á þessu sviði og mikilvægt sé að breyta því. Hún segir að samtökin hafi verið vonsvikin þegar staða hinsegin fólks var ekki tekin fyrir í nýjum lögum um útlendinga sem samþykkt voru árið 2016.

Ásamt því er á bent á í skýrslunni að engin lagaflokkur sé til staðar á Íslandi um hatursglæpi. María segir vanti umgjörð og refsiramma um hatursglæpi hér á landi því raunin sé sú að hatursglæpir gegn hinsegin fólki séu framdir hér á landi.  Þar sem skortur er á lagalegri skilgreiningu á hatursglæpum hér á landi þá séu þeir flokkaðir eins og aðrir ofbeldisglæpir, þrátt fyrir að ákveðnir glæpir séu í raun framdir vegna haturs á jaðarsettum hópum.

Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að þessi staða Íslands varðandi réttindi transfólks verði ekki við unað og gera verði gangskör að því að tryggja réttindi transfólks og intersex fólks hér á landi í hvívetna.

Auglýsing

Þverpólitísk sátt um kynrænt sjálfræði

Katrín Jak­obs­dótt­ir ­for­sæt­is­ráð­herra hefur ítrekað sagt að rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks sé ofar­lega á for­gangs­lista núver­andi rík­is­stjórn­ar. Í stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.

Í greinargerð fyrrnefndar þingsályktunartillögu er fjallað um fyrirhugað frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um kynrænt sjálfræði. Samkvæmt þingmálaskrá 149. löggjafarþings er gert ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram í febrúar á næsta ári.

María Helga segir að umrædd þingsályktunartillaga sýnir að þverpólitísk sátt sé um þetta málefni. Samtökin ‘78 fagna frumkvæði og stuðningi þessara tólf þingmanna, sem öll tilheyra stjórnarandstöðuflokkum. Nú þegar hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að bæta stöðu Íslands varðandi réttindi trans og intersex fólks, segir María.

Stjórnvöld viðurkenni líffræðilegan fjölbreytileika einstaklinga

Samtökin ‘78 hafa verið hluti af undirbúningsferli frumvarpsins sem félagssamtök sem málið varðar og María Helga segir nýja þingsályktunartillögu gefa fyrirheit um pólitískur vilji sé fyrir því að fyrirhugað frumvarp um kynrænt sjálfræði verði samþykkt á næsta ári.


María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna 78.Í fyrirhuguðu frumvarpi er réttur einstaklinga til að skilgreina kyn sitt færður frá stjórnvöldum til einstaklinga. Samkvæmt núgildandi lögum má einstaklingur ekki breyta skráðu kyni sínu í Þjóðskrá fyrr en hann hefur verið undir handleiðslu teymis á Landspítalanum í minnst gegnum 18 mánuði. Það þykir óþarflega íþyngjandi fyrir fólk þar sem það getur verið búið að lifa í fleiri ár í samræmi við kynvitund sína  en er enn með skilríki með nafni og kynskráningu sem gengur þvert á þeirra sjálfsmynd og daglegan veruleika. Þetta getur gert fólki erfitt að ferðast úr landi, nýta sér ýmsa þjónustu og taka fullan þátt í samfélaginu.

Í frumvarpinu verða einnig tekin fyrir réttindi intersex fólks, en á Íslandi er enginn lagarammi sem skilgreinir rétt intersex fólks til líkamlegrar friðhelgi. Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að mikilvægt sé að löggjöfin um kynrænt sjálfræði sé í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins um mannréttindi intersex fólks.

„Það þarf að tryggja það að samfélagið og stjórnvöld viðurkenni líffræðilegan fjölbreytileika einstaklinga og taki tillit til hans,“ segir María Helga.

Fordæma aðgerðir Trumps

Í þingályktunnartillögunni eru fyrirhugaðar breytingar á skilgreiningu á kyni í Bandaríkjunum fordæmdar. Rík­is­stjórn Don­alds Trumps er nú með til skoð­unar að taka til baka ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem vilja skil­greina kyn sitt öðru­vísi en eftir líf­fræði­legu kyni. Ef af breyt­ing­unni verður mun hún hafa víð­tæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Banda­ríkja­manna kjósi að skil­greina sig sem annað kyn en líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna.  

Í greinargerðinni er aðförin sögð verulegt bakslag í réttindabaráttu trans og intersex fólks um heim allan og sett hættulegt fordæmi. Sagt er þetta sé aðför að grundvallarmannréttindum trans fólks en breytingarnar muni auk þess leiða til aukinna fordóma og jaðarsetningar transfólks og hefta verulega aðgengi þess að þjónustu og jafnframt þátttöku trans fólks í samfélaginu

Samtökin ‘78 hafa einnig fordæmt aðgerðina í tilkynningu frá félaginu, auk þess að samtökin funduðu með bandaríska sendiráðinu, sem lofaði að koma áhyggjum þeirra áleiðis. María fagnar því að í þingályktunartillögunni sé lagt til að Alþingi fordæmi þessar fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Hún óskar jafnframt eftir því að Alþingi og ríkisstjórnin sendi þau skilaboð að þau fordæmi þessa aðför að réttindum trans og intersex fólks og taki afstöðu gegn því að voldugt vestrænt ríki sem hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda skuli ekki virða réttindi jaðarsettra hópa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent