Þverpólitískur vilji til að bæta réttindi hinsegin fólks

Í nýrri þingsályktunartillögu um stöðu trans fólks og intersex fólks er lagt til að Ísland taki forystu meðal þjóða heims þegar við kemur réttindum transfólks og intersex fólks en Ísland er 16. sæti í Evrópu þegar að kemur að réttindum hinsegin fólks.

Transfánanum haldið á lofti
Transfánanum haldið á lofti
Auglýsing

Í nýrri þings­á­lykt­un­ar­til­laga um stöðu trans fólks og inter­sex fólks er lagt til að Ísland taki for­ustu meðal þjóða heims þegar við kemur mann­rétt­indum trans fólks og inter­sex fólks og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti ein­stak­linga til að skil­greina kyn sitt. Í til­lög­unni er einnig lagt til að Alþingi for­dæmi þá aðför sem nú er gerð að rétt­indum trans­fólk víða um heim. Til­lagan var lögð fram af Mar­gréti Tryggva­dótt­ur, vara­þing­manni Sam­fylk­ingar og ell­efu öðrum úr þing­flokkum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn og Pírata.

Í grein­ar­gerð­inni er fjallað um hvernig rétt­inda­staða trans­fólks og inter­sex-­fólks hefur batnað á síð­ustu árum en að enn sé langt í land. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni seg­ir: „Sagan kennir okkur að fyrir öllum rétt­indum þarf að berj­ast. Víða um heim eru mann­rétt­indi trans­fólks enn fótum troðin og hér á Íslandi mætti staðan svo sann­ar­lega vera betri þótt ýmis­legt hafi áunn­ist á síð­ustu árum. Mik­il­vægt er að standa vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og halda bar­átt­unni áfram, innan lands sem utan.“

Ísland langt á eftir nágranna­löndum sínum

Ísland er í 16. sæti á hinu svo­kall­aða regn­boga­korti sem Evr­ópu­sam­tök hinsegin fólks (e. ILGA-E­urope) gefa út árlega um rétt­indi hinsegin fólks. Ísland hefur dreg­ist aftur úr en landið var í 14. sæti árið 2016. Ísland mælist nú með 52 pró­sent þegar að það kemur að rétt­indum hinsegin fólks hér á landi og erum við langt á eftir öllum nágranna­löndum okk­ar. Landið sem stendur sig best er Malta með 91 pró­sent en þar í landi voru lög um rétt­indi trans­fólks og inter­sex-­fólks sam­þykkt árið 2015.

Mynd: ILGA EUROPE (Ísland mælist nú með 52 prósent, eftir að löggjöf um jafna stöðu á atvinnumarkaði tók gildi 1. september)

Dreg­ist aftur úr þegar kemur að laga­setn­ingu

Í skýrslu ILGA um stöðu hinsegin fólks í Evr­ópu kemur fram að þó Íslandi mælist lægst allra í for­dómum gagn­vart hinsegin fólki sam­kvæmd OECD þá hefur Ísland hins vegar dreg­ist aftur úr þegar það kemur að laga­setn­ingu. Í skýrsl­unni segir að mik­il­vægt sé að upp­færa núver­andi lag­ara­mmma um kyn­rænt sjálf­ræði og banna lík­am­leg inn­grip hjá inter­sex börnum nema lífs­nauð­syn­legt þykja, í stað þess sé barni kleift að taka ákvörð­un­ina sjálft seinna. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að upp­færa þurfi lög um við­kvæma stöðu hinsegin fólks í leit að hæli.

María Helga Guð­munds­dótt­ir, for­maður Sam­tak­anna ‘78, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekk­ert komi fram í íslenskum útlend­inga­lögum um við­kvæma stöðu hinsegin fólks sem sækir hér um alþjóð­lega vernd. María Helga segir að ekki sé til nein eig­in­leg stefna stjórn­valda á þessu sviði og mik­il­vægt sé að breyta því. Hún segir að sam­tökin hafi verið von­svikin þegar staða hinsegin fólks var ekki tekin fyrir í nýjum lögum um útlend­inga sem sam­þykkt voru árið 2016.

Ásamt því er á bent á í skýrsl­unni að engin laga­flokkur sé til staðar á Íslandi um hat­urs­glæpi. María segir vanti umgjörð og refsiramma um hat­urs­glæpi hér á landi því raunin sé sú að hat­urs­glæpir gegn hinsegin fólki séu framdir hér á landi.  Þar sem skortur er á laga­legri skil­grein­ingu á hat­urs­glæpum hér á landi þá séu þeir flokk­aðir eins og aðrir ofbeld­is­glæp­ir, þrátt fyrir að ákveðnir glæpir séu í raun framdir vegna hat­urs á jað­ar­settum hóp­um.

Í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar segir að þessi staða Íslands varð­andi rétt­indi trans­fólks verði ekki við unað og gera verði gang­skör að því að tryggja rétt­indi trans­fólks og inter­sex fólks hér á landi í hvívetna.

Auglýsing

Þverpóli­tísk sátt um kyn­rænt sjálf­ræði

Katrín Jak­obs­dótt­ir ­for­­sæt­is­ráð­herra hefur ítrekað sagt að rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks sé ofar­­lega á for­­gangs­lista núver­andi rík­­is­­stjórn­­­ar. Í stjórn­ar­sátt­máli rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að rík­is­stjórnin vilji koma Íslandi í fremstu röð í mál­efnum hinsegin fólks með metn­að­ar­fullri lög­gjöf um kyn­rænt sjálf­ræði í sam­ræmi við nýút­komin til­mæli Evr­ópu­ráðs­ins vegna mann­rétt­inda inter­sex fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að ein­stak­lingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kyn­vit­und þeirra njóti við­ur­kenn­ing­ar, ein­stak­lingar njóti lík­am­legrar frið­helgi og jafn­réttis fyrir lögum óháð kyn­hneigð, kyn­vit­und, kynein­kennum og kyntján­ingu.

Í grein­ar­gerð fyrr­nefndar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu er fjallað um fyr­ir­hugað frum­varp félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra um kyn­rænt sjálf­ræði. Sam­kvæmt þing­mála­skrá 149. lög­gjaf­ar­þings er gert ráð fyrir að frum­varpið verði lagt fram í febr­úar á næsta ári.

María Helga segir að umrædd þings­á­lykt­un­ar­til­laga sýnir að þverpóli­tísk sátt sé um þetta mál­efni. Sam­tökin ‘78 fagna frum­kvæði og stuðn­ingi þess­ara tólf þing­manna, sem öll til­heyra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Nú þegar hefur rík­is­stjórnin skuld­bundið sig til að bæta stöðu Íslands varð­andi rétt­indi trans og inter­sex fólks, segir Mar­ía.

Stjórn­völd við­ur­kenni líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika ein­stak­linga

Sam­tökin ‘78 hafa verið hluti af und­ir­bún­ings­ferli frum­varps­ins sem félags­sam­tök sem málið varðar og María Helga segir nýja þings­á­lykt­un­ar­til­lögu gefa fyr­ir­heit um póli­tískur vilji sé fyrir því að fyr­ir­hugað frum­varp um kyn­rænt sjálf­ræði verði sam­þykkt á næsta ári.



María Helga Guðmundsdóttir, formaður samtakanna 78.Í fyr­ir­hug­uðu frum­varpi er réttur ein­stak­linga til að skil­greina kyn sitt færður frá stjórn­völdum til ein­stak­linga. Sam­kvæmt núgild­andi lögum má ein­stak­lingur ekki breyta skráðu kyni sínu í Þjóð­skrá fyrr en hann hefur verið undir hand­leiðslu teymis á Land­spít­al­anum í minnst gegnum 18 mán­uði. Það þykir óþarf­lega íþyngj­andi fyrir fólk þar sem það getur verið búið að lifa í fleiri ár í sam­ræmi við kyn­vit­und sína  en er enn með skil­ríki með nafni og kyn­skrán­ingu sem gengur þvert á þeirra sjálfs­mynd og dag­legan veru­leika. Þetta getur gert fólki erfitt að ferð­ast úr landi, nýta sér ýmsa þjón­ustu og taka fullan þátt í sam­fé­lag­inu.

Í frum­varp­inu verða einnig tekin fyrir rétt­indi inter­sex fólks, en á Íslandi er eng­inn lag­ara­mmi sem skil­greinir rétt inter­sex fólks til lík­am­legrar frið­helgi. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum kemur fram að mik­il­vægt sé að lög­gjöfin um kyn­rænt sjálf­ræði sé í sam­ræmi við nýút­komin til­mæli Evr­ópu­ráðs­ins um mann­rétt­indi inter­sex fólks.

„Það þarf að tryggja það að sam­fé­lagið og stjórn­völd við­ur­kenni líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika ein­stak­linga og taki til­lit til hans,“ segir María Helga.

For­dæma aðgerðir Trumps

Í þingá­lykt­unn­ar­til­lög­unni eru fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á skil­grein­ingu á kyni í Banda­ríkj­unum for­dæmd­ar. Rík­­is­­stjórn Don­alds Trumps er nú með til skoð­unar að taka til baka ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem vilja skil­­greina kyn sitt öðru­­vísi en eftir líf­fræð­i­­legu kyni. Ef af breyt­ing­unni verður mun hún hafa víð­tæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Banda­­ríkja­­manna kjósi að skil­­greina sig sem annað kyn en líf­fræð­i­­legt kyn þeirra gefur til kynna.  

Í grein­ar­gerð­inni er aðförin sögð veru­legt bakslag í rétt­inda­bar­áttu trans og inter­sex fólks um heim allan og sett hættu­legt for­dæmi. Sagt er þetta sé aðför að grund­vall­ar­mann­rétt­indum trans fólks en breyt­ing­arnar muni auk þess leiða til auk­inna for­dóma og jað­ar­setn­ingar trans­fólks og hefta veru­lega aðgengi þess að þjón­ustu og jafn­framt þátt­töku trans fólks í sam­fé­lag­inu

Sam­tökin ‘78 hafa einnig for­dæmt aðgerð­ina í til­kynn­ingu frá félag­inu, auk þess að sam­tökin fund­uðu með banda­ríska sendi­ráð­inu, sem lof­aði að koma áhyggjum þeirra áleið­is. María fagnar því að í þingá­lykt­un­ar­til­lög­unni sé lagt til að Alþingi for­dæmi þessar fyr­ir­hug­aðar aðgerðir Banda­ríkja­stjórn­ar. Hún óskar jafn­framt eftir því að Alþingi og rík­is­stjórnin sendi þau skila­boð að þau for­dæmi þessa aðför að rétt­indum trans og inter­sex fólks og taki afstöðu gegn því að vold­ugt vest­rænt ríki sem hreykir sér af vernd frelsis og mann­rétt­inda skuli ekki virða rétt­indi jað­ar­settra hópa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent