Mótmæla fyrirhuguðum breytingum á skilgreiningu kyns

Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í New York og Washington til að að mótmæla fyrirhugum breytingum ríkisstjórnar Trumps á lagalegri skilgreiningu kyns.

Transfánanum haldið á lofti
Transfánanum haldið á lofti
Auglýsing

Nokkur hund­ruð manns söfn­uð­ust saman fyrir utan Hvíta húsið í gær til að mót­mæla fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum Banda­ríkja­stjórnar á laga­legri skil­grein­ingu kyns. ­Rík­is­stjórn Don­alds Trumps er nú með til skoð­unar að taka til baka ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem vilja skil­greina kyn sitt öðru­vísi en eftir líf­fræði­legu kyni. Ef af breyt­ing­unni verður mun hún hafa víð­tæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Banda­ríkja­manna kjósi að skil­greina sig sem annað kyn en líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna. 

Sam­kvæmt minn­is­blaði frá heil­brigð­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, sem New York Times hefur undir hönd­um, mun laga­legri skil­grein­ingu kyns verða breytt á þann veg að allir Banda­ríkja­menn telj­ist til þess kyns sem líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna við fæð­ingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skil­grein­ingu nema með óyggj­andi nið­ur­stöðum erfða­fræði­próf­ana. Í minn­is­blað­inu er kyn skil­greint sem „staða ein­stak­lings sem annað hvort karl eða kona sem bygg­ist á óbreyti­legum líf­fræði­legum eig­in­leik­um, grein­an­legum fyrir eða við fæð­ing­u.“

Í ­stjórn­ar­tíð Obama ­urðu ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem skil­greina sig sem annað en sitt líf­fræði­lega kyn. Gert var auð­veld­ara fyrir fólk að velja hvernig það skil­grein­ir sitt eigið kyn, ­sér­stak­lega í mennta­stofn­unum og innan heil­brigð­is­geirans. Trump ­sagð­ist standa með rétt­ind­um trans­fólks í kosn­­inga­bar­átt­unni og að hann ætl­­aði ekki að breyta reglu­­gerð­u­m Obama í þeim efn­­um. En þegar hann tók við emb­ætti for­­seta hefur hann einmitt gert þver­öf­ugt og til dæmis ógilt reglu­­gerðir um rétt­ind­i trans­fólks í skólum um að það megi nota þau kló­­sett sem því sýn­ist. Trump til­kynnti einnig á síð­asta ári á Twitt­er að hann vildi banna trans­fólki að ganga í her­inn. 

Auglýsing

Til­raunir til afneita til­veru trans­fólks

Strax síð­ast­liðið sunnu­dags­kvöld voru mót­mæl­end­ur, LGBT- aktí­vistar og stuðn­ings­menn þeirra, búnir að safn­ast sam­an­ í Was­hington Squ­are Park í New York. Í gær stóð einnig mik­ill fjöld­i ­mót­mæl­enda fyrir utan Hvíta húsið og lét heyra í sér með því að end­ur­taka í sífellu bar­áttu­ópið „We will not be e­ar­sed“. Fólk var hvatt til að kjósa í kom­andi þing­kosn­ingum og standa með rétt­indum hinsegin fólks.Myllu­merkið #Wont­BeE­ar­sed hefur verið notað mikið á sam­fé­lags­miðlum til að vekja athygli á mál­inu. Skila­boðin frá mót­mæl­endum eru skýr, sama hvað rík­is­stjórn Trumps reynir þá verður til­veru­réttur trans­fólks ekki þurrk­aður út úr sam­fé­lag­in­u. 

Biðlar til stjórn­mála­fólks á Íslandi

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir, stofn­andi Hinseg­in­leik­ans, gagn­rýnir fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar Banda­ríkja­stjórnar á Face­book og biðlar til stjórn­mála­fólks í öllum flokkum á Íslandi að for­dæma þetta. „Við erum öll mann­eskjur og eigum öll jafn mik­inn til­veru­rétt á þess­ari jörð­u.“ segir Ingi­leif.

Fyrr í vik­unni sýndi Áslaug Arna frá fagn­að­ar­látum þing­manna á þingi Alþjóða­þing­­manna­­sam­­bands­ins þegar til­laga um að...

Posted by Ingi­leif Frið­riks­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 21, 2018


Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiErlent