Mótmæla fyrirhuguðum breytingum á skilgreiningu kyns

Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í New York og Washington til að að mótmæla fyrirhugum breytingum ríkisstjórnar Trumps á lagalegri skilgreiningu kyns.

Transfánanum haldið á lofti
Transfánanum haldið á lofti
Auglýsing

Nokkur hundruð manns söfnuðust saman fyrir utan Hvíta húsið í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum Bandaríkjastjórnar á lagalegri skilgreiningu kyns. Ríkisstjórn Donalds Trumps er nú með til skoðunar að taka til baka ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem vilja skilgreina kyn sitt öðruvísi en eftir líffræðilegu kyni. Ef af breytingunni verður mun hún hafa víðtæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. 

Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“

Í stjórnartíð Obama urðu ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn. Gert var auðveldara fyrir fólk að velja hvernig það skilgreinir sitt eigið kyn, sérstaklega í menntastofnunum og innan heilbrigðisgeirans. Trump sagð­ist standa með rétt­indum transfólks í kosn­inga­bar­átt­unni og að hann ætl­aði ekki að breyta reglu­gerðum Obama í þeim efn­um. En þegar hann tók við emb­ætti for­seta hefur hann einmitt gert þver­öf­ugt og til dæmis ógilt reglu­gerðir um rétt­indi transfólks í skólum um að það megi nota þau kló­sett sem því sýn­ist. Trump tilkynnti einnig á síðasta ári á Twitter að hann vildi banna transfólki að ganga í herinn. 

Auglýsing

Tilraunir til afneita tilveru transfólks

Strax síðastliðið sunnudagskvöld voru mótmælendur, LGBT- aktívistar og stuðningsmenn þeirra, búnir að safnast saman í Washington Square Park í New York. Í gær stóð einnig mikill fjöldi mótmælenda fyrir utan Hvíta húsið og lét heyra í sér með því að endurtaka í sífellu baráttuópið „We will not be earsed“. Fólk var hvatt til að kjósa í komandi þingkosningum og standa með réttindum hinsegin fólks.


Myllumerkið #WontBeEarsed hefur verið notað mikið á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á málinu. Skilaboðin frá mótmælendum eru skýr, sama hvað ríkisstjórn Trumps reynir þá verður tilveruréttur transfólks ekki þurrkaður út úr samfélaginu. 

Biðlar til stjórnmálafólks á Íslandi

Ingileif Friðriksdóttir, stofnandi Hinseginleikans, gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar Bandaríkjastjórnar á Facebook og biðlar til stjórnmálafólks í öllum flokkum á Íslandi að fordæma þetta. „Við erum öll manneskjur og eigum öll jafn mikinn tilverurétt á þessari jörðu.“ segir Ingileif.

Fyrr í vikunni sýndi Áslaug Arna frá fagnaðarlátum þingmanna á þingi Alþjóðaþing­manna­sam­bandsins þegar tillaga um að...

Posted by Ingileif Friðriksdóttir on Sunday, October 21, 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent