Mótmæla fyrirhuguðum breytingum á skilgreiningu kyns

Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í New York og Washington til að að mótmæla fyrirhugum breytingum ríkisstjórnar Trumps á lagalegri skilgreiningu kyns.

Transfánanum haldið á lofti
Transfánanum haldið á lofti
Auglýsing

Nokkur hund­ruð manns söfn­uð­ust saman fyrir utan Hvíta húsið í gær til að mót­mæla fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum Banda­ríkja­stjórnar á laga­legri skil­grein­ingu kyns. ­Rík­is­stjórn Don­alds Trumps er nú með til skoð­unar að taka til baka ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem vilja skil­greina kyn sitt öðru­vísi en eftir líf­fræði­legu kyni. Ef af breyt­ing­unni verður mun hún hafa víð­tæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Banda­ríkja­manna kjósi að skil­greina sig sem annað kyn en líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna. 

Sam­kvæmt minn­is­blaði frá heil­brigð­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, sem New York Times hefur undir hönd­um, mun laga­legri skil­grein­ingu kyns verða breytt á þann veg að allir Banda­ríkja­menn telj­ist til þess kyns sem líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna við fæð­ingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skil­grein­ingu nema með óyggj­andi nið­ur­stöðum erfða­fræði­próf­ana. Í minn­is­blað­inu er kyn skil­greint sem „staða ein­stak­lings sem annað hvort karl eða kona sem bygg­ist á óbreyti­legum líf­fræði­legum eig­in­leik­um, grein­an­legum fyrir eða við fæð­ing­u.“

Í ­stjórn­ar­tíð Obama ­urðu ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem skil­greina sig sem annað en sitt líf­fræði­lega kyn. Gert var auð­veld­ara fyrir fólk að velja hvernig það skil­grein­ir sitt eigið kyn, ­sér­stak­lega í mennta­stofn­unum og innan heil­brigð­is­geirans. Trump ­sagð­ist standa með rétt­ind­um trans­fólks í kosn­­inga­bar­átt­unni og að hann ætl­­aði ekki að breyta reglu­­gerð­u­m Obama í þeim efn­­um. En þegar hann tók við emb­ætti for­­seta hefur hann einmitt gert þver­öf­ugt og til dæmis ógilt reglu­­gerðir um rétt­ind­i trans­fólks í skólum um að það megi nota þau kló­­sett sem því sýn­ist. Trump til­kynnti einnig á síð­asta ári á Twitt­er að hann vildi banna trans­fólki að ganga í her­inn. 

Auglýsing

Til­raunir til afneita til­veru trans­fólks

Strax síð­ast­liðið sunnu­dags­kvöld voru mót­mæl­end­ur, LGBT- aktí­vistar og stuðn­ings­menn þeirra, búnir að safn­ast sam­an­ í Was­hington Squ­are Park í New York. Í gær stóð einnig mik­ill fjöld­i ­mót­mæl­enda fyrir utan Hvíta húsið og lét heyra í sér með því að end­ur­taka í sífellu bar­áttu­ópið „We will not be e­ar­sed“. Fólk var hvatt til að kjósa í kom­andi þing­kosn­ingum og standa með rétt­indum hinsegin fólks.Myllu­merkið #Wont­BeE­ar­sed hefur verið notað mikið á sam­fé­lags­miðlum til að vekja athygli á mál­inu. Skila­boðin frá mót­mæl­endum eru skýr, sama hvað rík­is­stjórn Trumps reynir þá verður til­veru­réttur trans­fólks ekki þurrk­aður út úr sam­fé­lag­in­u. 

Biðlar til stjórn­mála­fólks á Íslandi

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir, stofn­andi Hinseg­in­leik­ans, gagn­rýnir fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar Banda­ríkja­stjórnar á Face­book og biðlar til stjórn­mála­fólks í öllum flokkum á Íslandi að for­dæma þetta. „Við erum öll mann­eskjur og eigum öll jafn mik­inn til­veru­rétt á þess­ari jörð­u.“ segir Ingi­leif.

Fyrr í vik­unni sýndi Áslaug Arna frá fagn­að­ar­látum þing­manna á þingi Alþjóða­þing­­manna­­sam­­bands­ins þegar til­laga um að...

Posted by Ingi­leif Frið­riks­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 21, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent