Mótmæla fyrirhuguðum breytingum á skilgreiningu kyns

Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í New York og Washington til að að mótmæla fyrirhugum breytingum ríkisstjórnar Trumps á lagalegri skilgreiningu kyns.

Transfánanum haldið á lofti
Transfánanum haldið á lofti
Auglýsing

Nokkur hund­ruð manns söfn­uð­ust saman fyrir utan Hvíta húsið í gær til að mót­mæla fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum Banda­ríkja­stjórnar á laga­legri skil­grein­ingu kyns. ­Rík­is­stjórn Don­alds Trumps er nú með til skoð­unar að taka til baka ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem vilja skil­greina kyn sitt öðru­vísi en eftir líf­fræði­legu kyni. Ef af breyt­ing­unni verður mun hún hafa víð­tæk áhrif á fjölda manns en talið er að um ein og hálf milljón Banda­ríkja­manna kjósi að skil­greina sig sem annað kyn en líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna. 

Sam­kvæmt minn­is­blaði frá heil­brigð­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, sem New York Times hefur undir hönd­um, mun laga­legri skil­grein­ingu kyns verða breytt á þann veg að allir Banda­ríkja­menn telj­ist til þess kyns sem líf­fræði­legt kyn þeirra gefur til kynna við fæð­ingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skil­grein­ingu nema með óyggj­andi nið­ur­stöðum erfða­fræði­próf­ana. Í minn­is­blað­inu er kyn skil­greint sem „staða ein­stak­lings sem annað hvort karl eða kona sem bygg­ist á óbreyti­legum líf­fræði­legum eig­in­leik­um, grein­an­legum fyrir eða við fæð­ing­u.“

Í ­stjórn­ar­tíð Obama ­urðu ýmsar breyt­ingar á rétt­indum þeirra sem skil­greina sig sem annað en sitt líf­fræði­lega kyn. Gert var auð­veld­ara fyrir fólk að velja hvernig það skil­grein­ir sitt eigið kyn, ­sér­stak­lega í mennta­stofn­unum og innan heil­brigð­is­geirans. Trump ­sagð­ist standa með rétt­ind­um trans­fólks í kosn­­inga­bar­átt­unni og að hann ætl­­aði ekki að breyta reglu­­gerð­u­m Obama í þeim efn­­um. En þegar hann tók við emb­ætti for­­seta hefur hann einmitt gert þver­öf­ugt og til dæmis ógilt reglu­­gerðir um rétt­ind­i trans­fólks í skólum um að það megi nota þau kló­­sett sem því sýn­ist. Trump til­kynnti einnig á síð­asta ári á Twitt­er að hann vildi banna trans­fólki að ganga í her­inn. 

Auglýsing

Til­raunir til afneita til­veru trans­fólks

Strax síð­ast­liðið sunnu­dags­kvöld voru mót­mæl­end­ur, LGBT- aktí­vistar og stuðn­ings­menn þeirra, búnir að safn­ast sam­an­ í Was­hington Squ­are Park í New York. Í gær stóð einnig mik­ill fjöld­i ­mót­mæl­enda fyrir utan Hvíta húsið og lét heyra í sér með því að end­ur­taka í sífellu bar­áttu­ópið „We will not be e­ar­sed“. Fólk var hvatt til að kjósa í kom­andi þing­kosn­ingum og standa með rétt­indum hinsegin fólks.Myllu­merkið #Wont­BeE­ar­sed hefur verið notað mikið á sam­fé­lags­miðlum til að vekja athygli á mál­inu. Skila­boðin frá mót­mæl­endum eru skýr, sama hvað rík­is­stjórn Trumps reynir þá verður til­veru­réttur trans­fólks ekki þurrk­aður út úr sam­fé­lag­in­u. 

Biðlar til stjórn­mála­fólks á Íslandi

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir, stofn­andi Hinseg­in­leik­ans, gagn­rýnir fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar Banda­ríkja­stjórnar á Face­book og biðlar til stjórn­mála­fólks í öllum flokkum á Íslandi að for­dæma þetta. „Við erum öll mann­eskjur og eigum öll jafn mik­inn til­veru­rétt á þess­ari jörð­u.“ segir Ingi­leif.

Fyrr í vik­unni sýndi Áslaug Arna frá fagn­að­ar­látum þing­manna á þingi Alþjóða­þing­­manna­­sam­­bands­ins þegar til­laga um að...

Posted by Ingi­leif Frið­riks­dóttir on Sunday, Oct­o­ber 21, 2018


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent