Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?

Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.

Kísilver united silicon helguvík mynd: Skjáskot/Youtube
Auglýsing

Nýr kafli var ritaður í sögu kísilmálmverksmiðjunnar United Silicon í síðustu viku, þegar Arion banki, sem reynt hefur að selja hana um nokkuð langt skeið, færði niður virði verksmiðjunnar um 1,5 milljarða króna. Það gerist þrátt fyrir að bankinn hafi verið að fjárfesta í úrbótum á henni til að reyna að koma verksmiðjunni aftur í starfhæft, og söluhæft, ástand.

Rúm þrjú ár eru síðan að kísilmálmverksmiðjunni, sem er staðsett í Helguvík á Suðurnesjum, var lokað. Félagið utan um rekstur hennar var svo sett í þrot í janúar 2018. 

Fjölmargir töpuðu háum fjárhæðum á ævintýrinu. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­ónum króna í United Silicon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­launa­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­­­ur­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­sent­­­­­um. 

Líf­eyr­is­­­­­sjóð starfs­­­­­manna Bún­­­­­að­­­­­ar­­­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­­­­­festi einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­un­­­­­ar­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­ar­­­­túni.

Auglýsing
Sá sem stóð fyrir verkefninu, Magnús Garðarsson, hefur verið til rannsóknar vegna gruns um að hafa framið stórfelld auðgunarbrot og að hafa svikið út háar fjárhæðir. Þrotabú United Silicon hefur einnig stefnt honum fyrir meint fjársvik hans. Á meðal þess sem rökstuddur grunur er um er að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­stjóri United Silicon, falsað reikn­inga og und­ir­skrift­ir, átt við lánasamninga og búið til gervilén í við­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.

Eignir rekstrarfélags United Silicon, sem samanstanda af óstarfhæfri verksmiðju og öllu sem henni tengist, voru færðar yfir í félag í eigu stærsta kröfuhafa hennar, Arion banka, sem átti veð í undirliggjandi eignum. Hann afskrifaði 4,8 milljarða króna vegna verkefnisins en bókfærði verksmiðjuna á 5,2 milljarða króna í árslok 2017. Á þeim tíma var líka útistandandi lánsloforð og ábyrgðir upp á 900 milljónir króna.

Í reikningum bankans hefur gætt bjartsýni um að hægt verði að koma henni í rekstur að nýju og selja hana til nýrra eigenda. Opinberlega hefur Arion banki greint frá því að á þriðja tug aðila hafi lýst einhverskonar áhuga á kaupum á henni. 

Áfram veginn

Í lok árs 2018 hafði virði Stakkbergs, eignarhaldsfélagsins sem stofnað var utan um verksmiðjuna í Helguvík, hækkað í 6,5 milljarða króna. Í ársreikningi Arion banka fyrir það ár sagði að salan á Stakksbergi hefði seinkað nokkuð, ekki síst vegna flókins regluverks, en að bankinn ynni „ákveðið að framgangi sölunnar og að hún verði eins fljótt og kostur er.“

Mikil andstaða er hins vegar gagnvart því að verksmiðjan verði endurræst á meðal íbúa í Reykjanesbæ, við hlið Helguvíkur. Þar hafa félagasamtök krafist þess að fram fari bindandi íbúðarkosning um hvort að starfsemin fái að þrífast á svæðinu. Þau vilja enn fremur að starfsleyfi verksmiðjunnar verði afturkallað. 

Um miðjan desember það ár greindi Kjarninn frá því að Arion banki hefði engan hug á því að láta undan þeim óskum. Í bréfi sem Stakksberg sendi til Skipulagsstofnunar í fyrra sagði:  „Verksmiðjan hefur þegar verið byggð á lóðinni fyrir um 22 milljarða króna. Um er að ræða réttindi sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og atvinnuréttindi sem njóti verndar 75. gr. stjórnarskrár. Um slík réttindi verði ekki kosið í almennum kosningum að mati Stakksberg ehf.“

Auglýsing
Ef til kosninga kæmi þá taldi Stakksberg að Reykjanesbær hefði bakað sér bótaskyldu. Ef kosning myndi leiða til þess að ekki væri hægt að starfrækja þá verksmiðju sem þegar hefur verið byggð á lóðinni mun það að mati Stakksberg ehf. leiða af sér skaðabótaskyldu gagnvart eiganda lóðarinnar[...]Sökin væri nokkuð augljós enda um að ræða ásetning til þess að koma í veg fyrir tiltekna starfsemi/uppbyggingu sem þegar hafði verið fallist á og hefði þegar leitt til verulegrar fjárfestingar.“

Virðið hélt áfram að hækka

Í lok mars, þegar þriggja mánaða uppgjör Arion banka fyrir árið 2019 var birt, var virði Stakksberg komið upp í tæplega 6,9 milljarða króna. Unnið var að endurbótum á verksmiðjunni sem metnar voru á 4,5 milljarða króna. Þær endurbætur voru í samræmi við skilyrði sem Umhverfisstofnun hafði sett þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Á meðal þess sem stefnt var að því að gera vegna þessa var að byggja 52 metra háan skorstein sem draga ætti úr mengun frá verksmiðjunni, þar á meðal lyktamengun. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð. 

Í hálfsársuppgjöri Arion banka var ekki lengur hægt að sjá hvað bankinn metur Stakksberg á. Ástæðan er sú að Stakksberg er í eigu annars eignarhaldsfélags bankans, Eignabjargs, og inn í það félag var búið að bæta annarri eign, Sólbjargi ehf. Það félag heldur á eftirstandandi eignum TravelCo, sem Arion banki sat uppi með vegna annars viðskiptavinar sem hann hafði lánað mikið fé en farið hafði í þrot, Primera Air-samstæðunnar. Samanlagt virði þessara tveggja félaga var sagt 8,8 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. 

Virðið fært niður

Á mánudag var svo greint frá því, með afkomuviðvörun til Kauphallar Íslands, að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2019 næmi þremur milljörðum króna. Þar munaði mestu um alls 1,5 milljarða króna niðurfærslu á virði Stakksbergs. 

Í tilkynningunni segir orðrétt: „Vegna erf­iðra mark­aðs­að­stæðna, m.a. lágs sílikonverðs á heims­mark­aði, nið­ur­færir Arion banki eignir Stakks­bergs um 1,5 millj­arð króna. Stakks­berg er eign­ar­halds­fé­lag um sílikonverksmiðju í Helgu­vík sem er í sölu­ferli. Unnið hefur verið að und­ir­bún­ingi sölu verk­smiðj­unnar m.a. með umhverf­is­mati og nýjum samn­ingum við orku­fyr­ir­tæki.“

Benedikt Gíslason, sem tók við stöðu bankastjóra Arion banka í sumar, sagði í kjölfarið í samtali við RÚV að hann hefði enn trú á því að hægt yrði að selja kísilmálmverksmiðjuna. „Við verðum að láta á það reyna. Við eigum þessa eign í bókum og tókum hana yfir vegna rekstrarörðugleika og það er okkar hlutverk að reyna að koma henni í verð.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar