Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?

Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.

Kísilver united silicon helguvík mynd: Skjáskot/Youtube
Auglýsing

Nýr kafli var rit­aður í sögu kís­il­málm­verk­smiðj­unnar United Sil­icon í síð­ustu viku, þegar Arion banki, sem reynt hefur að selja hana um nokkuð langt skeið, færði niður virði verk­smiðj­unnar um 1,5 millj­arða króna. Það ger­ist þrátt fyrir að bank­inn hafi verið að fjár­festa í úrbótum á henni til að reyna að koma verk­smiðj­unni aftur í starf­hæft, og sölu­hæft, ástand.

Rúm þrjú ár eru síðan að kís­il­málm­verk­smiðj­unni, sem er stað­sett í Helgu­vík á Suð­ur­nesjum, var lok­að. Félagið utan um rekstur hennar var svo sett í þrot í jan­úar 2018. 

Fjöl­margir töp­uðu háum fjár­hæðum á ævin­týr­inu. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­­launa­­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­­manna (EF­Í­A). Þar nemur nið­­­­­­ur­­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­­sent­­­­­­um. 

Líf­eyr­is­­­­­­sjóð starfs­­­­­­manna Bún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­­­­­festi einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­­un­­­­­­ar­­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­­ar­­­­­túni.

Auglýsing
Sá sem stóð fyrir verk­efn­inu, Magnús Garð­ars­son, hefur verið til rann­sóknar vegna gruns um að hafa framið stór­felld auðg­un­ar­brot og að hafa svikið út háar fjár­hæð­ir. Þrotabú United Sil­icon hefur einnig stefnt honum fyrir meint fjár­svik hans. Á meðal þess sem rök­studdur grunur er um er að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­­stjóri United Sil­icon, falsað reikn­inga og und­ir­­skrift­ir, átt við lána­samn­inga og búið til gervi­lén í við­­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.

Eignir rekstr­ar­fé­lags United Sil­icon, sem sam­an­standa af óstarf­hæfri verk­smiðju og öllu sem henni teng­ist, voru færðar yfir í félag í eigu stærsta kröfu­hafa henn­ar, Arion banka, sem átti veð í und­ir­liggj­andi eign­um. Hann afskrif­aði 4,8 millj­arða króna vegna verk­efn­is­ins en bók­færði verk­smiðj­una á 5,2 millj­arða króna í árs­lok 2017. Á þeim tíma var líka útistand­andi lánslof­orð og ábyrgðir upp á 900 millj­ónir króna.

Í reikn­ingum bank­ans hefur gætt bjart­sýni um að hægt verði að koma henni í rekstur að nýju og selja hana til nýrra eig­enda. Opin­ber­lega hefur Arion banki greint frá því að á þriðja tug aðila hafi lýst ein­hvers­konar áhuga á kaupum á henn­i. 

Áfram veg­inn

Í lok árs 2018 hafði virði Stakk­bergs, eign­ar­halds­fé­lags­ins sem stofnað var utan um verk­smiðj­una í Helgu­vík, hækkað í 6,5 millj­arða króna. Í árs­reikn­ingi Arion banka fyrir það ár sagði að salan á Stakks­bergi hefði seinkað nokk­uð, ekki síst vegna flók­ins reglu­verks, en að bank­inn ynni „ákveðið að fram­gangi söl­unnar og að hún verði eins fljótt og kostur er.“

Mikil and­staða er hins vegar gagn­vart því að verk­smiðjan verði end­ur­ræst á meðal íbúa í Reykja­nes­bæ, við hlið Helgu­vík­ur. Þar hafa félaga­sam­tök kraf­ist þess að fram fari bind­andi íbúð­ar­kosn­ing um hvort að starf­semin fái að þríf­ast á svæð­inu. Þau vilja enn fremur að starfs­leyfi verk­smiðj­unnar verði aft­ur­kall­að. 

Um miðjan des­em­ber það ár greindi Kjarn­inn frá því að Arion banki hefði engan hug á því að láta undan þeim ósk­um. Í bréfi sem Stakks­berg sendi til Skipu­lags­stofn­unar í fyrra sagð­i:  „Verk­smiðjan hefur þegar verið byggð á lóð­inni fyrir um 22 millj­arða króna. Um er að ræða rétt­indi sem njóti verndar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og atvinnu­rétt­indi sem njóti verndar 75. gr. stjórn­ar­skrár. Um slík rétt­indi verði ekki kosið í almennum kosn­ingum að mati Stakks­berg ehf.“

Auglýsing
Ef til kosn­inga kæmi þá taldi Stakks­berg að Reykja­nes­bær hefði bakað sér bóta­skyldu. Ef kosn­ing myndi leiða til þess að ekki væri hægt að starf­rækja þá verk­smiðju sem þegar hefur verið byggð á lóð­inni mun það að mati Stakks­berg ehf. leiða af sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart eig­anda lóð­ar­inn­ar[...]­Sökin væri nokkuð aug­ljós enda um að ræða ásetn­ing til þess að koma í veg fyrir til­tekna starf­sem­i/­upp­bygg­ingu sem þegar hafði verið fall­ist á og hefði þegar leitt til veru­legrar fjár­fest­ing­ar.“

Virðið hélt áfram að hækka

Í lok mars, þegar þriggja mán­aða upp­gjör Arion banka fyrir árið 2019 var birt, var virði Stakks­berg komið upp í tæp­lega 6,9 millj­arða króna. Unnið var að end­ur­bótum á verk­smiðj­unni sem metnar voru á 4,5 millj­arða króna. Þær end­ur­bætur voru í sam­ræmi við skil­yrði sem Umhverf­is­stofnun hafði sett þegar hún sam­þykkti úrbóta­á­ætlun fyrir verk­smiðj­una. Á meðal þess sem stefnt var að því að gera vegna þessa var að byggja 52 metra háan skor­stein sem draga ætti úr mengun frá verk­smiðj­unni, þar á meðal lykta­meng­un. Til sam­an­burðar er Hall­gríms­kirkja 74,5 metrar á hæð. 

Í hálfs­árs­upp­gjöri Arion banka var ekki lengur hægt að sjá hvað bank­inn metur Stakks­berg á. Ástæðan er sú að Stakks­berg er í eigu ann­ars eign­ar­halds­fé­lags bank­ans, Eigna­bjargs, og inn í það félag var búið að bæta annarri eign, Sól­bjargi ehf. Það félag heldur á eft­ir­stand­andi eignum Tra­velCo, sem Arion banki sat uppi með vegna ann­ars við­skipta­vinar sem hann hafði lánað mikið fé en farið hafði í þrot, Pri­mera Air-­sam­stæð­unn­ar. Sam­an­lagt virði þess­ara tveggja félaga var sagt 8,8 millj­arðar króna í lok júní síð­ast­lið­ins. 

Virðið fært niður

Á mánu­dag var svo greint frá því, með afkomu­við­vörun til Kaup­hallar Íslands, að nei­kvæð áhrif af aflagðri starf­semi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 næmi þremur millj­örðum króna. Þar mun­aði mestu um alls 1,5 millj­arða króna nið­ur­færslu á virði Stakks­bergs. 

Í til­kynn­ing­unni segir orð­rétt: „Vegna erf­iðra mark­aðs­að­­stæðna, m.a. lágs síli­kon­verðs á heims­­mark­aði, nið­­ur­­færir Arion banki eignir Stakks­bergs um 1,5 millj­­arð króna. Stakks­berg er eign­­ar­halds­­­fé­lag um síli­kon­verk­smiðju í Helg­u­vík sem er í sölu­­ferli. Unnið hefur verið að und­ir­­bún­­ingi sölu verk­smiðj­unnar m.a. með umhverf­is­mati og nýjum samn­ingum við orku­­fyr­ir­tæki.“

Bene­dikt Gísla­son, sem tók við stöðu banka­stjóra Arion banka í sum­ar, sagði í kjöl­farið í sam­tali við RÚV að hann hefði enn trú á því að hægt yrði að selja kís­il­málm­verk­smiðj­una. „Við verðum að láta á það reyna. Við eigum þessa eign í bókum og tókum hana yfir vegna rekstr­ar­örð­ug­leika og það er okkar hlut­verk að reyna að koma henni í verð.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar