Stjórnmálaleg fyrirgreiðsla, meintur fjárdráttur, milljarðar tapaðir og gjaldþrot

Milljarðar hafa tapast vegna United Silicon, sem var sett í þrot á mánudag. Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstigi, lögðu sig mjög fram um að greiða fyrir því að verksmiðja félagsins yrði að veruleika.

Forsvarsmenn United Silicon og þáverandi ráðherrar í ríkisstjórn taka skóflustungu að verksmiðju félagsins í ágúst 2014.
Forsvarsmenn United Silicon og þáverandi ráðherrar í ríkisstjórn taka skóflustungu að verksmiðju félagsins í ágúst 2014.
Auglýsing


„Uppbygging kísilversins í Helguvík  er dæmi um gríðarlega seiglu þeirra sem að stóðu. Með því að neita að gefast upp, finna lausnir á erfiðum tímum, hefur loks markmiðinu verið náð. Orkusamningar eru frágengnir, fjármögnun er tilbúin og byggingarframkvæmdir sem skapa hundruðum manna atvinnu eru að hefjast. Í kjölfarið hefst síðan framleiðsla þar sem á þriðja hundrað manns munu hafa vel launuð störf.“

Svona hófst grein sem Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skrifaði í staðarblaðið Víkurfréttir 31. ágúst 2014. Tilefnið var að nokkrum dögum áður hafði verið tekin skóflustunga að kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þremur árum síðar var rekstur verksmiðjunnar stöðvaður og á mánudag var United Silicon gefið upp til gjaldþrotaskipta.

Stóðu með Magnúsi á erfiðum tímum

Árni hélt áfram og sagði það hafa verið „ákvörðun okkar sem stýrðum bæjarfélaginu að standa með upphafsmönnum verkefnisins, Magnúsi Garðarssyni og félögum, í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar fór maður sem leitaði lausna þegar erlend fyrirtæki heltust ítrekað úr lestinni, fann nýja samstarfsaðila og hélt áfram. Það var úrslitaatriði að við stjórnendur bæjarins gæfum honum það svigrúm sem hann þurfti þegar allt virtist vera að slitna, til að ná endum saman, standa með honum á erfiðum tímum. Seigla og þolinmæði beggja aðila hefur nú skilað árangri.“

Auglýsing
Á meðal þeirra sem tóku skóflustunguna að verksmiðju United Silicon voru áðurnefndur Magnús Garðarsson, þá forstjóri United Silicon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Við það tilefni sagði Ragnheiður Elín að þetta væri stór dagur fyrir Suðurnesjamenn og Íslendinga alla. „Þetta er fyrsta stóra verkefnið af þessu tagi eftir hrun. Við erum vonandi að sjá þetta sem táknmynd þess að hjólin eru farin að snúast aftur í rétta átt.“

Í viðtali við Víkurfréttir sagði hún: „Það er búið að undirbúa þetta svæði vel af hálfu bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ, og það er á engan hallað þegar ég vil nefna Árna Sigfússon sérstaklega í því efni.“

Fjárfestingasamningur um skattaafslætti

Nokkrum mánuðum áður, í apríl 2014, hafði Ragnheiður Elín gert fjárfestingarsamning við United Silicon sem í fólst m.a. að félagið þurfti einungis að greiða 15 prósent tekjuskatt og fékk 50 prósent afslátt af almennu tryggingagjaldi í tíu ár frá því að gjaldskylda myndi myndast en að hámarki í 13 ár frá því samningurinn tæki gildi. Að auki veitti Reykjanesbær verkefninu ákveðnar ívilnanir til jafn langs tíma. Á árunum 2015 og 2016 fékk United Silicon um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð á grundvelli samningsins.

Þremur árum eftir að skóflustungan var tekin var United Silicon komið í greiðslustöðvun. Tæpt ár var þá frá því að kveikt var á verksmiðjunni. Þann 1. september 2017 var starfsemi hennar stöðvuð. Og á mánudag, þremur árum og tæpum fimm mánuðum eftir skóflustunguna, og rétt rúmu ári eftir að verksmiðja United Silicon var gagnsett, var félagið gefið upp til gjaldþrotaskipta.

Nú standa þau yfirgefin hlið við hlið í Helguvík, álverið sem aldrei varð og gjaldþrota verksmiðjan sem mengandi svo mikið að hún fékk ekki að starfa. Og hvorugt verkefnið er að skapa störf né tekjur fyrir samfélagið.

Skuldaklafa hlaðið á Reykjanesbæ

Það eru ansi margir sem sitja eftir með sárt ennið vegna United Silicon verkefnisins. Þar ber fyrst að nefna Reykjanesbæ. en United Silicon skuldar sveitarfélaginu um 200 milljónir króna í ógreidd gjöld. Auk þess gekkst það í ábyrgð fyrir milljarða króna uppbyggingu hafnar í Helguvík sem átti að þjónusta stóriðju.

Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon, er grunaður um að hafa beitt umfangsmiklum blekkingum til að draga að sér 605 milljónir króna.Sú áætlun fór ekki alveg eins og upp var lagt. Ekkert varð af álveri Norðuráls á svæðinu, United Silicon náði ekki að starfa í eitt ár. Þriðja verkefnið, kísilmálmverksmiðja Thorsil, mun í fyrsta lagi hefja framleiðslu árið 2020. Höfnin, sem Reykjanesbær gekkst í ábyrgð upp á marga milljarða króna fyrir, hefur því aldrei skilað þeim tekjum sem hún­ átti að gera og hvorki Reykja­nes­höfn né Reykja­nes­bær hafa ráðið við afborg­anir af lánum vegna hennar.

Þess í stað endaði Reykjanesbær sem eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins og rekstur árum saman var af­leit­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014, á meðan að Árni Sigfússon var bæjarstjóri, var A-hluti Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þessarar stöðu þurfti sveitarfélagið að leggja auknar skattbyrðar á íbúa sína til að laga hina afleitu fjárhagsstöðu. Og stór hluti þeirra skulda sem þurfti að semja um voru vegna lána sem tekin voru vegna uppbyggingu hafnarinnar í Helguvík.

Fyrir utan þær fjárhagslegu byrðar sem lagðar hafa verið á íbúa Reykjanesbæjar þá voru lífsgæði þeirra verulega skert á þeim skamma tíma sem verksmiðja United Silicon var starfrækt. Íbúarnir kvörtuðu nær linnulítið undan mengu, enda verksmiðjan staðsett mjög nálægt byggð, auk þess sem það kviknaði í verksmiðjunni.

Banki að hluta í eigu ríkis og lífeyrissjóðir tapa milljörðum

Hlut­hafar og kröf­u­hafar United Silicon hafa líka tapað miklu. Þeir hafa þurft að afskrifa stórar upp­­hæðir vegna verksmiðjunnar. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók að mestu yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­örð­um, sam­­­kvæmt síð­­­asta birta upp­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki ábyrgðist auk þess rekst­­­ur­inn á greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­inn hófst í ágúst og þar til að United Silicon var sett í þrot á mánudag. Íslenska ríkið á þrettán prósent hlut í Arion banka.

Auglýsing
Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn, sem fjár­­­­­festi 1.178 millj­­­ónum króna í United Silicon, hefur færð niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­ur­inn á í fyr­ir­tæk­inu um 90 pró­­­sent. Um var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu var að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­launa­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­manna (EFÍA). Þar nam nið­­­ur­­­færslan einnig 90 pró­­­sent­­­um. Líf­eyr­is­­­sjóð starfs­­­manna Bún­­­að­­­ar­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­un­­­ar­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­stöðvum hans í Borg­­­ar­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn Festa 875 millj­­ónir króna í United Silicon. Hann hefur einnig fram­­kvæmt var­úð­­ar­n­ið­­ur­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Fréttaskýringin birtist fyrst í Mannlífi sem kom út 26. janúar. 

Grunaður um að hafa dregið að sér 605 milljónir króna

Sá sem leiddi United Sil­icon-verk­efn­ið, mað­ur­inn sem for­svars­menn Reykja­nes­bæjar stóðu með á erf­iðum tím­um, er í miklum vanda. Magnús Garð­­ar­s­­son hefur verið kærður til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna þess að hann er grun­aður um að hafa falsað reikn­inga og und­ir­­skrift­ir, átt við lána­samn­ing og búið til gervi­lén í við­­leitni sinni til að draga að sér fé úr United Sil­icon. Alls er grunur um að Magnús hafi dregið að sér 605 millj­­ónir króna.

Þá telja rann­sak­endur að Magnús hafi mis­notað fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands sjálfum sér til hags­bóta með snún­ingi sem tengd­ist fjár­mögnun United Sil­icon.

Magnús neitar sök í mál­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar