Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar

Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.

Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Auglýsing

Magnús Garðarsson, fyrr­ver­andi for­­stjóri og stofn­andi United Silicon (USi), er grunaður um að hafa falsað reikninga og undirskriftir, átt við lánasamning og búið til gervilén í viðleitni sinni til að draga að sér fé úr fyrirtækinu. Alls er grunur um að Magnús hafi dregið að sér 605 milljónir króna.

Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir United Silicon og skil­aði til fyr­ir­tæk­is­ins í nóv­em­ber. Skýrslan byggir á skoðun KPMG á gögnum úr bók­haldi United Silicon og upp­lýs­ingum sem stjórn­endur og end­ur­skoð­endur veittu KPMG við skoð­un­ina.

Í skýrsl­unni er meint fjár­mála­mis­ferli Magn­úsar rakið ítar­lega, en United Silicon kærði hann til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna gruns um stór­felld auðg­un­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014. Magnús hafn­aði þessum ásök­unum í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 12. sept­em­ber 2017. Þar sagði hann þær „bull og vit­leysu“.

Brögðum beitt til að fela upplýsingar

Þorri þess fjárdráttar sem talin er hafa átt sér stað hjá United Silicon var með þeim hætti að fyrirtækinu bárust reikningar sem sagðir voru vera frá ítalska fyrirtækinu Tenova, sem framleiddi ljósbogaofn kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík.

Í skýrslu KPMG segir að samningurinn um kaup á búnaði og efni vegna ofnsins hafi verið undirritaður 21. maí 2014. Hann hljóðaði upp á 28,5 milljónir evra, eða um 3,6 milljarða króna á núverandi gengi. Á sama tíma var gerður lánasamningur þar sem Tenova lánaði United Silicon fyrir kaupverðinu. Í honum var kveðið á um frestun á útgáfu reikninga sem nemur 20 prósent af reikningum Tenova samkvæmt greiðsluáætlun.

Auglýsing
Stjórn United Silicon veitti Magnúsi heimild til að gera  nauðsynlegar ráðstafanir vegna samnings við Tenova. Í skýrslu KPMG segir að í samskiptum við stjórnendur Tenova hafi komið fram að þar sem fyrrnefndur kaupsamningur við Tenova hafi vísað í þann lánasamning, sem var undirritaður sama dag og samningurinn var gerður, hafi stjórnendur Tenova litið svo á að í þeirri stjórnarsamþykkt fælist heimild til Magnúsar að skrifa undir lánasamninginn.

Með stjórnarsamþykktinni fylgdi skannað eintak af lánasamninginum. Í viðauka 8 við samninginn mátti einnig sjá tilvísun í lánasamninginn. Í skýrslu KPMG segir: „Ekki er að sjá neina tilvísun í lánasamninginn í viðauka 8 í því eintaki af frumriti samningsins sem varðveitt er hjá USi en skjalið er að öðru leyti keimlíkt því eintaki sem Tenova hefur undir höndum. Viðauki 8 er samt sem áður ólíkur öðrum skjölum samningsins og svo virðist sem um ljósrit sé að ræða. Við nánari skoðun á frumgagninu hjá USi má draga þá ályktun að átt hafi verið við skjalið í þeim tilgangi að falsa það. Þannig var brögðum beitt til að fela upplýsingar fyrir stjórnendum, starfsmönnum og endurskoðanda um lánasamninginn. Í þeim samskiptum sem KPMG hefur átt við hluteigandi aðila lítur út fyrir að Magnús hafi einn innan USi vitað af umræddum lánasamningi.“

„Algjörlega falsaðir“ reikningar

Reglulega bárust reikningar til United Silicon frá Tenova. Sá fyrsti er dagsettur 1. júlí 2014 og er ekki lækkaður um 20 prósent líkt og átti að gera samkvæmt lánasamningnum. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að Magnús hafi óskað eftir því að 20 prósent upphæðarinnar, 570.760 evrur,  yrði endurgreidd og lögð inn á danskan bankareikning í nafni United Silicon. „Fjárhæðin var síðan tekin út af bankareikningi og verður ekki séð að hún hafi verið nýtt í þágu USi. Forsvarsmenn USI höfðu enga vitneskju um þennan bankareikning og var hann ekki skráður í bókhald félagsins,“ segir í skýrslu KPMG.

Þeir reikningar sem KPMG telur tilhæfulausa eiga að hafa borist frá öðru félagi, Pyromet Tecnologia Elettrodica S.R.L. (PTE). Alls voru greiddir sjö reikningar til þess félags að fjárhæð 4.231 þúsund evrur. Þegar aðallögfræðingur Tenova, Giorgio Melega, fékk sent afrit af þessum reikningum við skoðun á bókhaldi United Silicon sagði hann þá vera „algjörlega falsaða“ og staðfesta grunsemdir um skipulagða fölsun. Orðrétt sagði í tölvupósti sem hann sendi 1. september 2017: „Sorry to confirm that these invoice appear completely fake and confirm our initial perception of a forgery scheme.“

Greiðslur vegna reikninganna fóru inn á bankareikning á Ítalíu sem er talin tengjast Magnúsi Garðarssyni eða félögum honum tengdum. Samtals nemur hinn meinti fjárdráttur 4,8 milljónum evra, eða 605 milljónum króna á núvirði.

Eitt þúsund færslur leiðréttar í bókhaldi

Í samantektarhluta skýrslu KPMG segir að við endurskoðun ársreiknings 2016 hafi endurskoðandi United Silicon kallað eftir staðfestingum frá lánadrottnum. Þar segir enn fremur að til að villa um fyrir endurskoðanda „ þá greip Magnús til þess ráðs að stofna lén og lætur líta út fyrir að hann sé Mark Giese, Senior Project Manager hjá þeim lánardrottni sem lánið var frá og falsar yfirlit. Þar staðfestir hann að skuldastaða USi sé lægri en raunin var sem nemur þeirri fjárhæð sem hann hafði þá tekið ófrjálsri hendi.“

Magnús hafi síðan falsað undirskrift Mark Griese á staðfestingarbréfi vegna ársins 2016 til endurskoðanda.

Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon vegna ársins 2016 upp á nýtt vegna fjölda rangfærslna. Í skýrslu KPMG segir að það segi mikið um hver staða bókhaldsins var. Sú ákvörðun hafi hins vegar verið tekin að fara í leiðréttingar frekar en að færa bókhaldið allt aftur upp. Áætlað er að leiðréttingar hefðu numið um eitt þúsund færslum. „Það verður að teljast mikið þar sem félagið var ekki komið í fulla starfsemi. Erfitt var að draga fram áreiðanlegar upplýsingar um hreyfingar í bókhaldinu, t.d. á lánardrottnum fyrir árin, vegna allra leiðréttinganna sem búið var að gera.“

Arion banki borgar 200 milljónir á mánuði vegna rekstursins

United Sil­icon glímir við mikla rekstr­­­ar­erf­ið­­­leika og mikil óvissa ríkir um hvort fyr­ir­tækið geti haldið áfram rekstri. Það er í greiðslu­­stöðvun sem rennur út á mán­u­dag. Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­­örð­um, sam­­­­kvæmt síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­­ur­inn á greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­inn hófst í ágúst.

Þá hafa nokkrir líf­eyr­is­­sjóð­ir, sem fjár­­­festu fyrir rúm­­lega tvo millj­­arða króna í verk­efn­inu, lík­­­ast til tapað fjár­­­fest­ingu sinni að stærstum hluta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar