Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar

Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.

Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Auglýsing

Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri og stofn­andi United Sil­icon (USi), er grun­aður um að hafa falsað reikn­inga og und­ir­skrift­ir, átt við lána­samn­ing og búið til gervi­lén í við­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu. Alls er grunur um að Magnús hafi dregið að sér 605 millj­ónir króna.

Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir United Sil­icon og skil­aði til fyr­ir­tæk­is­ins í nóv­­em­ber. Skýrslan byggir á skoðun KPMG á gögnum úr bók­haldi United Sil­icon og upp­­lýs­ingum sem stjórn­­endur og end­­ur­­skoð­endur veittu KPMG við skoð­un­ina.

Í skýrsl­unni er meint fjár­­­mála­mis­­­ferli Magn­úsar rakið ítar­­lega, en United Sil­icon kærði hann til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna gruns um stór­­felld auð­g­un­­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014. Magnús hafn­aði þessum ásök­unum í yfir­­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 12. sept­­em­ber 2017. Þar sagði hann þær „bull og vit­­leysu“.

Brögðum beitt til að fela upp­lýs­ingar

Þorri þess fjár­dráttar sem talin er hafa átt sér stað hjá United Sil­icon var með þeim hætti að fyr­ir­tæk­inu bár­ust reikn­ingar sem sagðir voru vera frá ítalska fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­leiddi ljós­boga­ofn kís­il­málm­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík.

Í skýrslu KPMG segir að samn­ing­ur­inn um kaup á bún­aði og efni vegna ofns­ins hafi verið und­ir­rit­aður 21. maí 2014. Hann hljóð­aði upp á 28,5 millj­ónir evra, eða um 3,6 millj­arða króna á núver­andi gengi. Á sama tíma var gerður lána­samn­ingur þar sem Tenova lán­aði United Sil­icon fyrir kaup­verð­inu. Í honum var kveðið á um frestun á útgáfu reikn­inga sem nemur 20 pró­sent af reikn­ingum Tenova sam­kvæmt greiðslu­á­ætl­un.

Auglýsing
Stjórn United Sil­icon veitti Magn­úsi heim­ild til að gera  nauð­syn­legar ráð­staf­anir vegna samn­ings við Tenova. Í skýrslu KPMG segir að í sam­skiptum við stjórn­endur Tenova hafi komið fram að þar sem fyrr­nefndur kaup­samn­ingur við Tenova hafi vísað í þann lána­samn­ing, sem var und­ir­rit­aður sama dag og samn­ing­ur­inn var gerð­ur, hafi stjórn­endur Tenova litið svo á að í þeirri stjórn­ar­sam­þykkt fælist heim­ild til Magn­úsar að skrifa undir lána­samn­ing­inn.

Með stjórn­ar­sam­þykkt­inni fylgdi skannað ein­tak af lána­samn­ing­inum. Í við­auka 8 við samn­ing­inn mátti einnig sjá til­vísun í lána­samn­ing­inn. Í skýrslu KPMG seg­ir: „Ekki er að sjá neina til­vísun í lána­samn­ing­inn í við­auka 8 í því ein­taki af frum­riti samn­ings­ins sem varð­veitt er hjá USi en skjalið er að öðru leyti keim­líkt því ein­taki sem Tenova hefur undir hönd­um. Við­auki 8 er samt sem áður ólíkur öðrum skjölum samn­ings­ins og svo virð­ist sem um ljós­rit sé að ræða. Við nán­ari skoðun á frum­gagn­inu hjá USi má draga þá ályktun að átt hafi verið við skjalið í þeim til­gangi að falsa það. Þannig var brögðum beitt til að fela upp­lýs­ingar fyrir stjórn­end­um, starfs­mönnum og end­ur­skoð­anda um lána­samn­ing­inn. Í þeim sam­skiptum sem KPMG hefur átt við hlut­eig­andi aðila lítur út fyrir að Magnús hafi einn innan USi vitað af umræddum lána­samn­ingi.“

„Al­gjör­lega fals­að­ir“ reikn­ingar

Reglu­lega bár­ust reikn­ingar til United Sil­icon frá Tenova. Sá fyrsti er dag­settur 1. júlí 2014 og er ekki lækk­aður um 20 pró­sent líkt og átti að gera sam­kvæmt lána­samn­ingnum. Við nán­ari skoðun hafi komið í ljós að Magnús hafi óskað eftir því að 20 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar, 570.760 evr­ur,  yrði end­ur­greidd og lögð inn á danskan banka­reikn­ing í nafni United Sil­icon. „Fjár­hæðin var síðan tekin út af banka­reikn­ingi og verður ekki séð að hún hafi verið nýtt í þágu USi. For­svars­menn USI höfðu enga vit­neskju um þennan banka­reikn­ing og var hann ekki skráður í bók­hald félags­ins,“ segir í skýrslu KPMG.

Þeir reikn­ingar sem KPMG telur til­hæfu­lausa eiga að hafa borist frá öðru félagi, Pyromet Tecnologia Elettrod­ica S.R.L. (PTE). Alls voru greiddir sjö reikn­ingar til þess félags að fjár­hæð 4.231 þús­und evr­ur. Þegar aðal­lög­fræð­ingur Tenova, Giorgio Mel­ega, fékk sent afrit af þessum reikn­ingum við skoðun á bók­haldi United Sil­icon sagði hann þá vera „al­gjör­lega fals­aða“ og stað­festa grun­semdir um skipu­lagða föls­un. Orð­rétt sagði í tölvu­pósti sem hann sendi 1. sept­em­ber 2017: „Sorry to con­firm that these invoice app­ear comp­let­ely fake and con­firm our ini­tial percept­ion of a for­gery scheme.“

Greiðslur vegna reikn­ing­anna fóru inn á banka­reikn­ing á Ítalíu sem er talin tengj­ast Magn­úsi Garð­ars­syni eða félögum honum tengd­um. Sam­tals nemur hinn meinti fjár­dráttur 4,8 millj­ónum evra, eða 605 millj­ónum króna á núvirði.

Eitt þús­und færslur leið­réttar í bók­haldi

Í sam­an­tekt­ar­hluta skýrslu KPMG segir að við end­ur­skoðun árs­reikn­ings 2016 hafi end­ur­skoð­andi United Sil­icon kallað eftir stað­fest­ingum frá lána­drottnum. Þar segir enn fremur að til að villa um fyrir end­ur­skoð­anda „ þá greip Magnús til þess ráðs að stofna lén og lætur líta út fyrir að hann sé Mark Giese, Senior Project Mana­ger hjá þeim lán­ar­drottni sem lánið var frá og falsar yfir­lit. Þar stað­festir hann að skulda­staða USi sé lægri en raunin var sem nemur þeirri fjár­hæð sem hann hafði þá tekið ófrjálsri hend­i.“

Magnús hafi síðan falsað und­ir­skrift Mark Griese á stað­fest­ing­ar­bréfi vegna árs­ins 2016 til end­ur­skoð­anda.

Um tíma var íhugað að færa bók­hald United Sil­icon vegna árs­ins 2016 upp á nýtt vegna fjölda rang­færslna. Í skýrslu KPMG segir að það segi mikið um hver staða bók­halds­ins var. Sú ákvörðun hafi hins vegar verið tekin að fara í leið­rétt­ingar frekar en að færa bók­haldið allt aftur upp. Áætlað er að leið­rétt­ingar hefðu numið um eitt þús­und færsl­um. „Það verður að telj­ast mikið þar sem félagið var ekki komið í fulla starf­semi. Erfitt var að draga fram áreið­an­legar upp­lýs­ingar um hreyf­ingar í bók­hald­inu, t.d. á lán­ar­drottnum fyrir árin, vegna allra leið­rétt­ing­anna sem búið var að ger­a.“

Arion banki borgar 200 milljónir á mánuði vegna rekstursins

United Sil­icon glímir við mikla rekstr­­­ar­erf­ið­­­leika og mikil óvissa ríkir um hvort fyr­ir­tækið geti haldið áfram rekstri. Það er í greiðslu­­stöðvun sem rennur út á mán­u­dag. Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­­örð­um, sam­­­­kvæmt síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­­ur­inn á greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­inn hófst í ágúst.

Þá hafa nokkrir líf­eyr­is­­sjóð­ir, sem fjár­­­festu fyrir rúm­­lega tvo millj­­arða króna í verk­efn­inu, lík­­­ast til tapað fjár­­­fest­ingu sinni að stærstum hluta.

Utanríkisráðherra skipar í nýtt útflutnings- og markaðsráð
Fjöldi fólks úr atvinnu- og stjórnmálalífi mun vinna að útflutnings- og markaðsmálum.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Miðflokksmenn ætla að fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður flokksmenn um að taka vel á móti Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Stefanía G. Halldórsdóttir og Björgvin Ingi Ólafsson
Vinnum við íslenskuslaginn?
Kjarninn 22. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nova prófar 5G og ný Samsung Galaxy S-lína kynnt
Kjarninn 22. febrúar 2019
Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda
Kjarninn 22. febrúar 2019
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn – Smásagnafebrúar
Kjarninn 22. febrúar 2019
Ólafur og Karl Gauti ganga til liðs við Miðflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, sem voru reknir þaðan eftir Klaustursmálið, hafa gengið í Miðflokkinn.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Drífa Snædal,
Drífa Snædal: Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast
Drífa Snædal, forseti ASÍ , segir að nú stefni í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi og ábyrgðin sé þeirra sem hafi leyft misréttinu að aukast á síðustu árum þannig að hagsældin hér á landi hafi ekki skilað sér til allra.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar