Talinn hafa misnotað fjárfestingarleiðina sjálfum sér til hagsbóta

Í skýrslu KPMG, um meint efnahagsbrot fyrrverandi forstjóra United Silicon, kemur fram að grunur sé um að hann hafi misnotað fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Alls er maðurinn, Magnús Garðarsson, grunaður um fjárdrátt upp á 605 milljónir króna.

Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Auglýsing

Talið er að Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri og stofn­andi United Sil­icon, hafi mis­notað fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands sjálfum sér til hags­bóta. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir United Sil­icon og skil­aði til fyr­ir­tæk­is­ins í nóv­em­ber. Skýrslan byggir á skoðun KPMG á gögnum úr bók­haldi United Sil­icon og upp­lýs­ingum sem stjórn­endur og end­ur­skoð­endur veittu KPMG við skoð­un­ina.

Í skýrsl­unni er meint fjár­mála­mis­ferli Magn­úsar rakið ítar­lega, en United Sil­icon kærði hann til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna gruns um stór­felld auðg­un­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014. Magnús hafn­aði þessum ásök­unum í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 12. sept­em­ber 2017. Þar sagði hann þær „bull og vit­leysu“.

Í skýrslu KPMG segir að hinn meinti fjár­dráttur sé upp á 4,8 millj­ónir evra, eða 605 millj­ónir króna á núver­andi gengi. Þorri hans var vegna reikn­inga sem sagðir voru vera frá fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­­leiddi ljós­­boga­ofn verk­smiðj­unn­­ar. Þeir reikn­ingar voru greiddir en við end­­ur­­skipu­lagn­ingu United Sil­icon, sem nú stendur yfir, hafi komið í ljós að þeir væru alls ekki frá Tenova. Þess í stað hafi fjár­­mun­irnir sem greiddir voru ratað inn á reikn­ing ann­­ars félags. Stjórn United Sil­icon telur að Magnús Garð­­ar­s­­son hafi haft umsjón með því félagi. Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um þann anga máls­ins í umfjöllun sem mun birt­ast á morg­un.

Flókið félaga­net eig­enda

Magnús Garð­ars­son hefur lengi ætlað að byggja kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík. Á vor­mán­uðum árs­ins 2012 keypti félag sem heitir Stakks­braut 9 (S9) lóð á sam­nefndu heim­il­is­fangi á iðn­að­ar- og hafn­ar­svæð­inu í Helgu­vík til þess að hanna, reisa og reka slíka verk­smiðju þar. Helsti for­svars­maður verk­efn­is­ins var Magnús Garð­ars­son.

Áformin gengu hins vegar ekki eftir vegna þess að banda­rískur sam­starfs­að­ili dró sig út úr því.

Auglýsing
Magnús fór aftur af stað og stofn­aði United Sil­icon, eða Sam­einað Sil­icon ehf., (USi) með það fyrir augum að láta verk­smiðj­una verða að veru­leika.

Nýja félagið var í 99,9 pró­sent eigu félags sem heitir Kís­ill Ísland ehf. og í 0,1 pró­sent eigu USI Hold­ing B.V. Eig­andi Kís­ill Íslands var félagið United Sil­icon Hold­ing B.V., skráð í Amster­dam í Hollandi, og eig­andi þess var síðan enn eitt félag­ið, Sil­icon Miner­als Ventures B.V. (SMV). Það er dótt­ur­fé­lag hol­lenska fyr­ir­tæk­is­ins Fondel, sem sér­hæfir sig í að útvega hrá­efni fyrir alls kyns fram­leiðslu á Evr­ópu­mark­aði.

Þann 14. febr­úar 2014 var gert sam­komu­lag milli Sil­icon Mineral Ventures B.V. og USI Hold­ing B.V. um að byggja kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík undir merkjum United Sil­icon. Á meðal þess sem fjallað var um í sam­komu­lag­inu voru leiðir til að fjár­magna verk­efn­ið. Þar sagði meðal ann­ars að aðilar máls ætl­uðu sér að nýta hina svoköll­uðu fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, sem tryggði allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á það erlenda fjár­magn sem skipt var í íslenskar krónur í gegnum leið­ina.

Grunur um að mis­notkun

Þann 1. sept­em­ber 2014 var félagið Stakks­braut 9 ehf., sem var stofnað utan um upp­runa­legu áform um kís­il­málm­verk­smiðju, sam­einað nýja félag­inu, United Sil­icon, sem yfir­tók um leið allar eignir og skuld­bind­ingar fyrr­nefnda félags­ins. Í skýrslu KPMG kemur fram að hlutafé fyrir sam­run­ann hafi verið 224 millj­ónir króna en eftir hann 673,4 millj­ónir króna. Þar segir einnig að langstærsti hluti eign­færslu Stakks­brautar 9 hafi verið byggður á reikn­ingum frá félagi sem heitir Pyromet Engineer­ing B.V. (PE). Það félag var í eigu Magn­úsar Garð­ars­son­ar.

Í sam­an­tekt KPMG segir að Stakks­braut 9 hafi alls greitt um 1.150 millj­ónir króna til Pyromet og 316 millj­ónir króna voru greiddar inn á reikn­ing félags­ins eftir að Stakks­braut 9 var sam­einað United Sil­icon. Greiðsl­urnar áttu sér stað á tíma­bil­inu 9. sept­em­ber 2014 til 27. ágúst 2015. Þeir reikn­ingar virð­ast aldrei hafa verið bók­aðir í bók­haldi United Sil­icon.

Í sam­an­tekt KPMG seg­ir: „Án þess að hafa fyrir því stað­fest­ingu eða gögn til rök­stuðn­ings þá er hugs­an­legt að til­gang­ur­inn með þessum fjár­hags­færslum eftir að S9 er sam­einað USi hafi verið að mis­nota fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans. Mik­il­vægt er að það verði kannað nán­ar. Alls er um að ræða reikn­inga að fjár­hæð 393 m.kr. sem þannig fara í gegnum banka­reikn­ing S9 eftir að það er sam­ein­að, þ.e. 316 frá PE og 77 m.kr frá SMV. en sá reikn­ingur er vænt­an­lega fals­að­ur.“

Umdeild aðferð á vegum Seðla­bank­ans

Fjár­­­fest­inga­­leið Seðla­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­ar­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­hengju, krón­u­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­ari losun þeirra hafta. Sam­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­stæð­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. Mun hag­­stæð­­ara gengi.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­fest­inga­­leið­inni frá því í febr­­úar 2012 til febr­­úar 2015, þegar síð­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­örðum króna.

Auglýsing
794 inn­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar Seðla­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­sent þeirrar fjár­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­kvæmt skil­­málum útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar. Afslátt­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­bank­ans er um 17 millj­­arðar króna.

Seðla­­bank­inn segir að sér sé ekki heim­ilt að greina frá nöfnum þátt­tak­enda í gjald­eyr­is­út­­­boðum sínum vegna þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæðis í lögum um Seðla­­banka Íslands.

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu héráðs­sak­sókn­ara bár­ust engar til­kynn­ingar um að fjár­festar sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands hefðu verið að koma illa fengnu fé inn í land­ið. Við­skipta­bank­arn­ir, sem komu að nýt­ingu leið­ar­innar sem milli­lið­ir, segj­ast allir hafa kannað við­skipta­vini sína. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fengið afhent lista yfir þá sem nýttu sér leið­ina of sam­keyrt þann lista við gögn úr Panama­skjöl­un­um. Við þá sam­keyrslu kom í ljós að 21 ein­stak­lingur sem nýtti sér leið­ina átti einnig félag í skatta­skjólum sem til­greind voru í gögn­un­um. Enn er verið að vinna úr þessum gögnum hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra.

Milljarðar hafa tapast

United Sil­icon glímir við mikla rekstr­­ar­erf­ið­­leika og mikil óvissa ríkir um hvort fyr­ir­tækið geti haldið áfram rekstri. Það er í greiðslu­stöðvun sem rennur út á mánu­dag. Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­örð­um, sam­­­kvæmt síð­­­asta birta upp­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­ur­inn á greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­inn hófst í ágúst.

Þá hafa nokkrir líf­eyr­is­sjóð­ir, sem fjár­festu fyrir rúm­lega tvo millj­arða króna í verk­efn­inu, lík­ast til tapað fjár­fest­ingu sinni að stærstum hluta.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar