Talinn hafa misnotað fjárfestingarleiðina sjálfum sér til hagsbóta

Í skýrslu KPMG, um meint efnahagsbrot fyrrverandi forstjóra United Silicon, kemur fram að grunur sé um að hann hafi misnotað fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Alls er maðurinn, Magnús Garðarsson, grunaður um fjárdrátt upp á 605 milljónir króna.

Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Auglýsing

Talið er að Magnús Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri og stofn­andi United Silicon, hafi misnotað fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands sjálfum sér til hagsbóta. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir United Silicon og skilaði til fyrirtækisins í nóvember. Skýrslan byggir á skoðun KPMG á gögnum úr bókhaldi United Silicon og upplýsingum sem stjórnendur og endurskoðendur veittu KPMG við skoðunina.

Í skýrslunni er meint fjármálamisferli Magnúsar rakið ítarlega, en United Silicon kærði hann til héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014. Magnús hafnaði þessum ásökunum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér 12. september 2017. Þar sagði hann þær „bull og vitleysu“.

Í skýrslu KPMG segir að hinn meinti fjárdráttur sé upp á 4,8 milljónir evra, eða 605 milljónir króna á núverandi gengi. Þorri hans var vegna reikninga sem sagðir voru vera frá fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­leiddi ljós­boga­ofn verk­smiðj­unn­ar. Þeir reikn­ingar voru greiddir en við end­ur­skipu­lagn­ingu United Silicon, sem nú stendur yfir, hafi komið í ljós að þeir væru alls ekki frá Tenova. Þess í stað hafi fjár­mun­irnir sem greiddir voru ratað inn á reikn­ing ann­ars félags. Stjórn United Silicon telur að Magnús Garð­ars­son hafi haft umsjón með því félagi. Kjarninn mun fjalla ítarlega um þann anga málsins í umfjöllun sem mun birtast á morgun.

Flókið félaganet eigenda

Magnús Garðarsson hefur lengi ætlað að byggja kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Á vormánuðum ársins 2012 keypti félag sem heitir Stakksbraut 9 (S9) lóð á samnefndu heimilisfangi á iðnaðar- og hafnarsvæðinu í Helguvík til þess að hanna, reisa og reka slíka verksmiðju þar. Helsti forsvarsmaður verkefnisins var Magnús Garðarsson.

Áformin gengu hins vegar ekki eftir vegna þess að bandarískur samstarfsaðili dró sig út úr því.

Auglýsing
Magnús fór aftur af stað og stofnaði United Silicon, eða Sameinað Silicon ehf., (USi) með það fyrir augum að láta verksmiðjuna verða að veruleika.

Nýja félagið var í 99,9 prósent eigu félags sem heitir Kísill Ísland ehf. og í 0,1 prósent eigu USI Holding B.V. Eigandi Kísill Íslands var félagið United Silicon Holding B.V., skráð í Amsterdam í Hollandi, og eigandi þess var síðan enn eitt félagið, Silicon Minerals Ventures B.V. (SMV). Það er dótturfélag hollenska fyrirtækisins Fondel, sem sérhæfir sig í að útvega hráefni fyrir alls kyns framleiðslu á Evrópumarkaði.

Þann 14. febrúar 2014 var gert samkomulag milli Silicon Mineral Ventures B.V. og USI Holding B.V. um að byggja kísilmálmverksmiðju í Helguvík undir merkjum United Silicon. Á meðal þess sem fjallað var um í samkomulaginu voru leiðir til að fjármagna verkefnið. Þar sagði meðal annars að aðilar máls ætluðu sér að nýta hina svokölluðu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem tryggði allt að 20 prósent virðisaukningu á það erlenda fjármagn sem skipt var í íslenskar krónur í gegnum leiðina.

Grunur um að misnotkun

Þann 1. september 2014 var félagið Stakksbraut 9 ehf., sem var stofnað utan um upprunalegu áform um kísilmálmverksmiðju, sameinað nýja félaginu, United Silicon, sem yfirtók um leið allar eignir og skuldbindingar fyrrnefnda félagsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að hlutafé fyrir samrunann hafi verið 224 milljónir króna en eftir hann 673,4 milljónir króna. Þar segir einnig að langstærsti hluti eignfærslu Stakksbrautar 9 hafi verið byggður á reikningum frá félagi sem heitir Pyromet Engineering B.V. (PE). Það félag var í eigu Magnúsar Garðarssonar.

Í samantekt KPMG segir að Stakksbraut 9 hafi alls greitt um 1.150 milljónir króna til Pyromet og 316 milljónir króna voru greiddar inn á reikning félagsins eftir að Stakksbraut 9 var sameinað United Silicon. Greiðslurnar áttu sér stað á tímabilinu 9. september 2014 til 27. ágúst 2015. Þeir reikningar virðast aldrei hafa verið bókaðir í bókhaldi United Silicon.

Í samantekt KPMG segir: „Án þess að hafa fyrir því staðfestingu eða gögn til rökstuðnings þá er hugsanlegt að tilgangurinn með þessum fjárhagsfærslum eftir að S9 er sameinað USi hafi verið að misnota fjárfestingarleið Seðlabankans. Mikilvægt er að það verði kannað nánar. Alls er um að ræða reikninga að fjárhæð 393 m.kr. sem þannig fara í gegnum bankareikning S9 eftir að það er sameinað, þ.e. 316 frá PE og 77 m.kr frá SMV. en sá reikningur er væntanlega falsaður.“

Umdeild aðferð á vegum Seðlabankans

Fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­ar­lega umdeild aðferð sem Seðla­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­hengju, krónu­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­magns­hafta og gerðu stjórn­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­ari losun þeirra hafta. Sam­kvæmt henni gátu þeir sem sam­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­stæð­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. Mun hag­stæð­ara gengi.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­fest­inga­leið­inni frá því í febr­úar 2012 til febr­úar 2015, þegar síð­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar, sem sam­svarar um 206 millj­örðum króna.

Auglýsing
794 inn­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­kerfi í gegnum útboð fjár­fest­ing­ar­leiðar Seðla­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­sent þeirrar fjár­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­kvæmt skil­málum útboða fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar. Afslátt­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­bank­ans er um 17 millj­arðar króna.

Seðla­bank­inn segir að sér sé ekki heim­ilt að greina frá nöfnum þátt­tak­enda í gjald­eyr­is­út­boðum sínum vegna þagn­ar­skyldu­á­kvæðis í lögum um Seðla­banka Íslands.

Peningaþvættisskrifstofu héráðssaksóknara bárust engar tilkynningar um að fjárfestar sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hefðu verið að koma illa fengnu fé inn í landið. Viðskiptabankarnir, sem komu að nýtingu leiðarinnar sem milliliðir, segjast allir hafa kannað viðskiptavini sína. Skattrannsóknarstjóri hefur fengið afhent lista yfir þá sem nýttu sér leiðina of samkeyrt þann lista við gögn úr Panamaskjölunum. Við þá samkeyrslu kom í ljós að 21 einstaklingur sem nýtti sér leiðina átti einnig félag í skattaskjólum sem tilgreind voru í gögnunum. Enn er verið að vinna úr þessum gögnum hjá embætti skattrannsóknarstjóra.

Milljarðar hafa tapast

United Sil­icon glímir við mikla rekstr­­ar­erf­ið­­leika og mikil óvissa ríkir um hvort fyr­ir­tækið geti haldið áfram rekstri. Það er í greiðslu­stöðvun sem rennur út á mánu­dag. Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­örð­um, sam­­­kvæmt síð­­­asta birta upp­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­ur­inn á greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­inn hófst í ágúst.

Þá hafa nokkrir líf­eyr­is­sjóð­ir, sem fjár­festu fyrir rúm­lega tvo millj­arða króna í verk­efn­inu, lík­ast til tapað fjár­fest­ingu sinni að stærstum hluta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar