Magnús neitar því að hafa dregið sér fé úr United Silicon

Fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon segir að það sé „bull og vitleysa“ að hann hafi dregið að sér hálfan milljarð króna og falsað umtalsvert magn skjala.

Magnús Garðarsson
Auglýsing

Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og stofn­andi United Sil­icon, segir að það sé ekki satt að hann hafi dregið að sér um hálfan millj­arð króna úr félag­inu. Hann segir að þetta sé „nátt­úru­­lega bara stærsta bull og vit­­leysa sem ég hef nokk­urn tím­ann les­ið“ og að það hafi ekki farið neinir pen­ingar úr félag­inu. Hann seg­ist vera að skrifa frétta­til­kynn­ingu um málið í sam­starfi við nýjan lög­mann sinn. Þetta kemur fram á vef mbl.is

Magnús er grun­að­ur um að hafa svikið út úr fyr­ir­tæk­inu yfir hálfan millj­­arð króna. Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans bár­ust United Sil­icon reikn­ingar sem sagðir voru vera frá fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­­leiddi ljós­­boga­ofn verk­smiðj­unn­­ar. Þeir reikn­ingar voru greiddir en við end­­ur­­skipu­lagn­ingu United Sil­icon, sem nú stendur yfir, hafi komið í ljós að þeir væru alls ekki frá Tenova. Þess í stað hafi fjár­­mun­irnir sem greiddir voru ratað inn á reikn­ing ann­­ars félags. Stjórn United Sil­icon telur að Magnús Garð­­ar­s­­son hafi haft umsjón með því félagi.

Stjórn United Sil­icon til­kynnti um það í gær það hún hefði í sam­ráði við lög­­­­­mann sinn og aðstoð­­­ar­­­mann í greiðslu­­­stöðvun sent kæru til Emb­ættis hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara um mög­u­­­lega refsi­verða hátt­­­semi Magn­ús­­ar. Í til­­­kynn­ingu segir að kæran byggi á „ grun um stór­­­felld auð­g­un­­­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í sam­ráði við aðra hags­muna­að­ila. Upp­­­lýs­ing­­­arnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við end­­­ur­­­skipu­lagn­ingu félags­­­ins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febr­­­ú­­­ar. Hinn grun­aði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félags­­­ins síðan í mars. Stjórn félags­­­ins mun vinna með yfir­­­völdum að rann­­­sókn máls­ins svo að upp­­­lýsa megi það sem fyrst.“

Auglýsing

United Sil­icon rekur kís­­­­­il­­­­­málm­­­­­verk­smiðju í Helg­u­vík. Félagið óskaði eftir greiðslu­­­­­stöðvun 14. ágúst síð­­­­­ast­lið­inn. Ástæðan eru erf­ið­­­­­leikar í rekstri kís­­­­­il­­­­­málm­­­­­verk­smiðj­unni sem hóf fram­­­­­leiðslu í nóv­­­­­em­ber 2016, og rekja má til síend­­­­­ur­­­­­tek­inna bil­ana í bún­­­­­aði sem hafa valdið félag­inu miklu tjóni. Nýfall­inn gerð­­­­­ar­­­­­dómur í deilu félags­­­­­ins við ÍAV hf. eykur enn á óvissu félags­­­­­ins. Sam­­­­­kvæmt honum þarf United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­­­­­arð króna. Greiðslu­­­­stöðvun fyr­ir­tæk­is­ins var fram­­­­lengd í vik­unni og gildir nú fram í des­em­ber.

Á meðal hlut­hafa og lán­veit­enda þess eru Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ir. Alls nam fjár­­­­­­­fest­ing líf­eyr­is­­­­sjóða í verk­efn­inu um 2,2 millj­­­­örðum króna. Þar af fjár­­­­­­­festu þrír líf­eyr­is­­­­sjóðir sem eru í stýr­ingu hjá Arion banka í verk­efn­inu fyrir .1375 millj­­­­ónir króna. Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn lagði til langstærstan hluta þeirrar upp­­­­hæð­­­­ar, eða 1.178 millj­­­­ónir króna. Hinir tveir sjóð­irnir eru Eft­ir­­­­launa­­­­sjóður félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­manna (EFÍA) og Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna Bún­­­­að­­­­ar­­­­banka Íslands (LSBÍ). Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­un­­­­ar­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­stöðvum hans í Borg­­­­ar­­­­túni.

Alls skuld­ar United Sil­icon Arion banka um átta millj­­­arða króna. Auk þess færði bank­inn niður virði 16,3 pró­­senta hluta­fjár­­­eign sinnar í fyr­ir­tæk­inu í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri sínu í síð­­asta mán­uði.

Meira úr sama flokkiInnlent