Magnús neitar því að hafa dregið sér fé úr United Silicon

Fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon segir að það sé „bull og vitleysa“ að hann hafi dregið að sér hálfan milljarð króna og falsað umtalsvert magn skjala.

Magnús Garðarsson
Auglýsing

Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon, segir að það sé ekki satt að hann hafi dregið að sér um hálfan milljarð króna úr félaginu. Hann segir að þetta sé „nátt­úru­lega bara stærsta bull og vit­leysa sem ég hef nokk­urn tím­ann lesið“ og að það hafi ekki farið neinir peningar úr félaginu. Hann segist vera að skrifa fréttatilkynningu um málið í samstarfi við nýjan lögmann sinn. Þetta kemur fram á vef mbl.is

Magnús er grunaður um að hafa svikið út úr fyr­ir­tæk­inu yfir hálfan millj­arð króna. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans bár­ust United Sil­icon reikn­ingar sem sagðir voru vera frá fyr­ir­tæk­inu Tenova, sem fram­leiddi ljós­boga­ofn verk­smiðj­unn­ar. Þeir reikn­ingar voru greiddir en við end­ur­skipu­lagn­ingu United Sil­icon, sem nú stendur yfir, hafi komið í ljós að þeir væru alls ekki frá Tenova. Þess í stað hafi fjár­mun­irnir sem greiddir voru ratað inn á reikn­ing ann­ars félags. Stjórn United Sil­icon telur að Magnús Garð­ars­son hafi haft umsjón með því félagi.

Stjórn United Sil­icon til­kynnti um það í gær það hún hefði í sam­ráði við lög­­­mann sinn og aðstoð­­ar­­mann í greiðslu­­stöðvun sent kæru til Emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara um mög­u­­lega refsi­verða hátt­­semi Magn­ús­ar. Í til­­kynn­ingu segir að kæran byggi á „ grun um stór­­felld auð­g­un­­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í sam­ráði við aðra hags­muna­að­ila. Upp­­lýs­ing­­arnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við end­­ur­­skipu­lagn­ingu félags­­ins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febr­­ú­­ar. Hinn grun­aði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félags­­ins síðan í mars. Stjórn félags­­ins mun vinna með yfir­­völdum að rann­­sókn máls­ins svo að upp­­lýsa megi það sem fyrst.“

Auglýsing

United Sil­icon rekur kís­­­­il­­­­málm­­­­verk­smiðju í Helg­u­vík. Félagið óskaði eftir greiðslu­­­­stöðvun 14. ágúst síð­­­­ast­lið­inn. Ástæðan eru erf­ið­­­­leikar í rekstri kís­­­­il­­­­málm­­­­verk­smiðj­unni sem hóf fram­­­­leiðslu í nóv­­­­em­ber 2016, og rekja má til síend­­­­ur­­­­tek­inna bil­ana í bún­­­­aði sem hafa valdið félag­inu miklu tjóni. Nýfall­inn gerð­­­­ar­­­­dómur í deilu félags­­­­ins við ÍAV hf. eykur enn á óvissu félags­­­­ins. Sam­­­­kvæmt honum þarf United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­­­­arð króna. Greiðslu­­­stöðvun fyr­ir­tæk­is­ins var fram­­­lengd í vik­unni og gildir nú fram í des­em­ber.

Á meðal hlut­hafa og lán­veit­enda þess eru Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ir. Alls nam fjár­­­­­fest­ing líf­eyr­is­­­sjóða í verk­efn­inu um 2,2 millj­­­örðum króna. Þar af fjár­­­­­festu þrír líf­eyr­is­­­sjóðir sem eru í stýr­ingu hjá Arion banka í verk­efn­inu fyrir .1375 millj­­­ónir króna. Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn lagði til langstærstan hluta þeirrar upp­­­hæð­­­ar, eða 1.178 millj­­­ónir króna. Hinir tveir sjóð­irnir eru Eft­ir­­­launa­­­sjóður félags íslenskra atvinn­u­flug­­­manna (EFÍA) og Líf­eyr­is­­­sjóð starfs­­­manna Bún­­­að­­­ar­­­banka Íslands (LSBÍ). Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­un­­­ar­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­stöðvum hans í Borg­­­ar­­­túni.

Alls skuldar United Sil­icon Arion banka um átta millj­­arða króna. Auk þess færði bank­inn niður virði 16,3 pró­senta hluta­fjár­eign sinnar í fyr­ir­tæk­inu í hálfs­árs­upp­gjöri sínu í síð­asta mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent