Mynd: United Silicon

Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu

Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon. Í bréfinu er tekið fram að fjárfesting í verksmiðjunni nemi 22 milljörðum króna.

Stakks­berg, félag í eigu Arion banka sem heldur á kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, telur að íbúa­kosn­ing um breyt­ingar á skipu­lagi á svæð­inu sem félagið hefur óskað eftir að láta vinna sé ekki lög­mæt. Í bréfi sem félagið sendi Skipu­lags­stofn­un, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að „slíkar umsóknir verði að afgreiða á grund­velli lög­mætra og mál­efna­legra sjón­ar­miða en ekki í vin­sæld­ar­kosn­ing­u.“ Nú stendur yfir und­ir­skrifta­söfnun Í Reykja­nesbæ þar sem kraf­ist er bind­andi íbúa­kosn­ingar vegna starf­semi kís­il­málm­verk­smiðja í Helgu­vík.

Í bréf­inu segir lög­maður Stakks­berg að þegar hafi verið fall­ist á starf­sem­ina sem hafi fengið öll leyfi og sé meðal ann­ars með gilt starfs­leyfi. „Verk­smiðjan hefur þegar verið byggð á lóð­inni fyrir um 22 millj­arða króna. Um er að ræða rétt­indi sem njóti verndar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og atvinnu­rétt­indi sem njóti verndar 75. gr. stjórn­ar­skrár. Um slík rétt­indi verði ekki kosið í almennum kosn­ingum að mati Stakks­berg ehf.“

Verði kosið um mál­ið, og nið­ur­staða þeirrar kosn­ingar verði sú að starf­semi kís­il­málm­verk­smiðj­unnar verði hafn­að, þá telur Stakks­berg Reykja­nesbæ hafa bakað sér bóta­skyldu. Í bréf­inu segir að verði látin fara fram kosn­ing „og leiði hún til þess að ekki verði hægt að starf­rækja þá verk­smiðju sem þegar hefur verið byggð á lóð­inni mun það að mati Stakks­berg ehf. leiða af sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart eig­anda lóð­ar­inn­ar[...]­Sökin væri nokkuð aug­ljós enda um að ræða ásetn­ing til þess að koma í veg fyrir til­tekna starf­sem­i/­upp­bygg­ingu sem þegar hafði verið fall­ist á og hefði þegar leitt til veru­legrar fjár­fest­ing­ar.“

Ef skipu­lagi yrði breytt til að koma í veg fyrir starf­semi verk­smiðj­unnar myndi það leiða til veru­legs tjóns sem birt­ist meðal ann­ars í því að „verð­mæti fast­eign­ar­innar skerð­ist veru­lega, umfram það sem við á um sam­bæri­legar eignir í næsta nágrenni. Aug­ljóst má vera að skipu­lags­breyt­ing sem beind­ist beint gegn lóð­inni, einkum ef hún beind­ist ekki að lóð Thorsil, væri bóta­skyld. Mögu­legt væri einnig að krefj­ast yfir­töku eign­ar­innar í heild gegn greiðslu fulls verðs[...]Í þessu sam­bandi er minnt á að þegar unnin fjár­fest­ing í verk­smiðju Stakks­berg nemur um 22 millj­örðum króna.“Stofn­unin sendi erindi Reykja­nes­bæjar til Stakks­bergs

Skipu­lags­full­trúi Reykja­nes­bæjar sendi spurn­ingar sem lúta að deiliskipu­lags­breyt­ingum í Helgu­vík til Skipu­lags­stofn­unar 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Það var gert að beiðni bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæjar og í bréf­inu var óskað svara við alls níu spurn­ing­um.

Svar hefur ekki borist frá Skipu­lags­stofnun vegna máls­ins. En slíkt barst hins vegar frá Stakks­bergi. Bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar er ósátt við þessi vinnu­brögð og á síð­ast fundi þess, sem fram fór í gær, var bókað að bæj­ar­ráð óski eftir því að leitað verði svara hjá Skipu­lags­stofnun „hvers vegna lög­fræð­ingar hags­muna­að­ila í mál­inu þ.e. Stakks­bergs fengu afhentar spurn­ingar frá Reykja­nesbæ er lúta að deiliskipu­lags­breyt­ingum í Helgu­vík og heim­ild til þess að skila inn athuga­semdum áður en stofn­unin svar­aði Reykja­nes­bæ.“

Bæj­ar­ráðið sam­þykkti auk þess að leggja fram þrjár spurn­ingar fyrir stofn­un­ina:

  1. Eru þetta alvana­leg vinnu­brögð Skipu­lags­stofn­un­ar?

  2. Telur Skipu­lags­stofnun að með þessu sé verið að gæta hlut­leys­is?

  3. Á hvaða laga­grund­velli tók Skipu­lags­stofnun ákvörðun um að afhenda Stakks­bergi spurn­ingar Reykja­nes­bæj­ar?

Mikil óánægja vegna meng­unar

Hart hefur verið tek­ist á um upp­bygg­ingu stór­iðju í Helgu­víkur eftir að kís­il­verk­smiðja United Sil­icon, sem var gang­sett í nóv­em­ber 2016. Fljót­­­­lega eftir gang­setn­ingu fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­­­am­­­­legum ein­­­­kennum vegna þessa og voru meðal ann­­­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i.

Í apríl 2017 til­­­­kynnti Umhverf­is­­­­stofnun for­svar­s­­­­mönn­um United Sil­icon að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­­­semin var end­an­­­­lega stöðvuð 1. sept­­­­em­ber 2017 og fram­­­­leiðsla hefur legið niðri síð­­­­­­­an.

United Sil­icon ehf. fór í kjöl­farið í þrot og yfir stendur saka­mála­rann­sókn á starfs­háttum innan félags­ins. Magnús Garð­ars­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­stjóri félags­ins, er meðal ann­ars grun­aður um fjár­svik og að hafa dregið að sér yfir 600 millj­ónir króna. Sam­kvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir þrotabú United Sil­icon er rök­studdur grunur um  að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­­stjóri United Sil­icon, falsað reikn­inga og und­ir­­skrift­ir, átt við lána­samn­inga og búið til gervi­lén í við­­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.

Þrota­búið hefur einnig stefnt Magn­úsi til að reyna að end­ur­heimta það fé sem það telur að hann hafi stolið. Í októ­ber síð­ast­liðnum greindi Við­skipta­blaðið frá því að þrota­búið hefði einnig stefnt end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Ernst & Young sem sá um tíma um end­ur­skoðun United Sil­icon.

And­stæð­ingar vilja að starfs­leyfi verði aft­ur­kallað

Helsti kröfu­hafi United Sil­icon var Arion banki. Eftir gjald­þrotið tók félag í eigu bank­ans, áður­nefnt Stakks­berg, yfir kís­il­mál­verk­smiðj­una í Helgu­vík og lýsti því yfir að mark­mið þess væri að gera allar þær úrbætur sem nauð­­­syn­­­legar væru til að upp­­­­­fylla kröf­ur Um­hverf­is­­stofn­un­­ar, og koma verk­smiðj­unni aftur í gagn­ið. Í kjöl­farið væri hægt að selja hana.

Mikil and­staða er við öll frek­ari áform um rekstur kís­il­málm­vera í Helgu­vík á meðal hluta íbúa Í Reykja­nes­bæ, en auk verk­smiðju United Sil­icon hyggur félagið Thorsil á bygg­ingu slíkrar á svæð­inu. Vegna hennar hafa verið stofnuð félaga­sam­tökin „And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík“. Sam­tökin standa nú fyrir und­ir­skrifta­söfnun til að efna til bind­andi íbúa­kosn­inga vegna starf­semi Stakks­berg og Thorsil í Helgu­vík. Átakið fer m.a. fram á að beiðni Stakks­bergs um breyt­ingu á deiliskipu­lagi í Helgu­vík verði hafn­að.

Þá hafa sam­tökin falið lög­manni að óska eftir því við Umhverf­is­stofnun að starfs­leyfi Stakks­bergs verði aft­ur­kall­að. Í frétta­til­kynn­ingu vegna þessa sem send var út í dag segir að sam­tökin telji „ann­ars vegar að ákvörðun um útgáfu starfs­leyf­is­ins sé ógild­an­leg og hins vegar að alvar­leg til­vik og ítrekuð brot gegn lög­um, reglum og ákvæðum starfs­leyf­is­ins hafi komið upp á gild­is­tíma þess og að úrbótum hafi ekki verið sinnt. ASH benda á að áður en starf­semin var loks stöðvuð hafði Umhverf­is­stofnun borist á annað þús­und kvart­ana vegna lykta­meng­unar frá verk­smiðj­unni þar sem lýst var marg­vís­legum lík­am­legum ein­kennum af hennar völd­um. Þá telja ASH að annað hvort mat á umhverf­is­á­hrifum byggi á röngum for­sendum um fyr­ir­hug­aða starf­semi eða þá að hönnun og starf­ræksla verk­smiðj­unnar sé ekki í sam­ræmi við þær for­sendur sem lagðar voru til grund­vallar mat­inu og þar með útgáfu starfs­leyf­is­ins. Hvoru tveggja sé um að ræða veru­legan ann­marka á máls­með­ferð til und­ir­bún­ing útgáfu starfs­leyf­is­ins sem leiðir til þess að ákvörð­unin er ógild­an­leg og þar með aft­ur­kall­an­leg.“

Sam­tökin telja einnig ljóst að stöðvun starf­sem­innar ein og sér sé ekki til þess fallin að ná því mark­miði að tryggja nauð­syn­legar úrbætur þannig að frá­vikin end­ur­taki sig ekki heldur sé nauð­syn­legt að starfs­leyf­is­veit­ing­ar­ferlið sé end­ur­tekið á réttum for­send­um. Aft­ur­köllun starfs­leyf­is­ins sé eina úrræðið sem getur náð því mark­miði að tryggja til fram­búðar að starf­semi verk­smiðj­unnar verði í sam­ræmi við lög.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar