10 færslur fundust merktar „helguvík“

Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
29. september 2022
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Arion útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna í Helguvík
Arion banki stefnir enn á að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík og segir meginmarkmiðið að hún verði áfram starfrækt þar en útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna. Áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa PCC stendur nú yfir.
8. maí 2022
Kísilverið í Helguvík er í eigu Stakksbergs, dótturfélags Arion banka.
Kísilverið „timburmenn sem þarf að hrista úr kerfinu“
Stóriðjudraumar síðustu ára í Helguvík hafa kostað Reykjanesbæ um 10 milljarða. Allir hafa þeir runnið út í sandinn. „Og samfélaginu blæðir,“ segir formaður bæjarráðs. Þingmaður Pírata segir kísilver í Helguvík „dreggjar“ stóriðjustefnunnar.
1. febrúar 2022
Kísilverið í Helguvík var starfrækt á nokkurra mánaða tímabili á árunum 2016-2017.
Áhrif kísilvers yrðu „talsvert neikvæð“ – hvað þýðir það?
Umhverfisstofnun metur áhrif endurræsingar og stækkunar kísilversins í Helguvík talsvert neikvæð. Hvað einstaka umhverfisþætti varðar telur hún áhrifin allt frá því að vera óviss í það að geta orðið verulega neikvæð. En hvað þýða þessar vægiseinkunnir?
25. júlí 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
16. febrúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
24. janúar 2020
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
14. desember 2018
Þórólfur Júlían Dagsson
Tifandi tímasprengja í Helguvík
30. mars 2018
Starfsemi United Silicon stöðvuð þar til úrbætur hafa verið gerðar
Umhverfisstofnun mun veita leyfi fyrir tilraunum á mengun en þar til úrbætur hafa verið gerðar fær United Silicon ekki að starfa.
26. apríl 2017
United Silicon gerir ekki athugasemdir við lokun
United Silicon í Helguvík gerir ekki athugasemdir við þá ákvörðun Umhverfisstofnunar að leyfa ekki gangsetningu að nýju. Félagið lýsir eindregnum vilja til að starfa með stofnuninni.
25. apríl 2017