Arion útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna í Helguvík

Arion banki stefnir enn á að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík og segir meginmarkmiðið að hún verði áfram starfrækt þar en útilokar ekki aðra nýtingu innviðanna. Áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa PCC stendur nú yfir.

Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá haustinu 2017.
Auglýsing

Áreið­an­leika­könnun vegna mögu­legra kaupa rekstr­ar­að­ila kís­il­vers­ins á Bakka á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík stendur yfir og á henni að vera lokið á þriðja árs­fjórð­ungi, þ.e. á tíma­bil­inu júlí-sept­em­ber. Þetta kemur fram í nýjum árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem á kís­il­verið og allt sem því fylgir eftir gjald­þrot United Sil­icon árið 2018. Hinn áhuga­sami kaup­andi er meiri­hluta­eig­andi kís­il­vers PCC á Bakka í nágrenni Húsa­víkur líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr á árinu. Arion banki og PCC skrif­uðu undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um mögu­leg kaup í jan­ú­ar.

Í grund­vall­ar­at­riðum er til­gangur áreið­an­leika­könn­unar að sam­ræma vit­neskju og upp­lýs­ingar kaup­anda og selj­anda á félag­inu sem um ræð­ir, í þessu til­viki Stakks­bergi, dótt­ur­fé­lagi Arion sem heldur utan um eign­irnar í Helgu­vík.

Auglýsing

Í árs­hluta­reikn­ingi Arion segir að mark­mið bank­ans sé að kanna þá mögu­leika að selja kís­il­verið á grund­velli þeirrar vinnu sem farið hafi fram „en einnig að kanna sölu á innviðum til ann­arrar starf­sem­i“.

Vinnan sem farið hefur fram er m.a. umhverf­is­mat á end­ur­ræs­ingu og stækkun kís­ils­vers­ins sem lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar um ára­mót­in. Þá hafa raf­orku­samn­ingar verið end­ur­nýj­að­ir, starfs­leyfi er enn í gildi og verk­smiðjan verið end­ur­hönnuð með til­liti til þeirra úrbóta sem gera þarf eigi að ræsa hana að nýju.

Grund­vall­ar­mark­mið­ið, eins og það er orðað í árs­hluta­reikn­ingi Arion, er að hámarka not eign­anna og að finna kaup­anda sem sér tæki­færi og hefur reynslu og sér­fræði­þekk­ingu til að halda rekstri kís­il­vers­ins áfram „í sátt við nær­sam­fé­lag­ið“.

Kís­il­verið í Helgu­vík hefur ekki starfað í um fjögur og hálft ár eftir að Umhverf­is­stofnun stöðv­aði starf­sem­ina eftir fjölda kvart­ana íbúa og ítrek­aðra mis­taka í rekstr­inum sem ekki tókst að bæta úr. Allir ell­efu full­trúar í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar sam­þykktu í jan­úar bókun þar sem skorað var á Arion banka að falla frá áformum um end­ur­ræs­ingu henn­ar.

Eng­inn odd­viti þeirra flokka sem nú eru í fram­boði í Reykja­nesbæ vill að verið verði end­ur­ræst og kann­anir hafa sýnt að íbúar eru á sama máli. „Við erum í því liði að við teljum þetta kís­il­ver full­reynt og von­umst til að það opni ekki aft­ur,“ sagði Mar­grét Sand­ers, bæj­ar­full­trúi og fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­nesbæ í leið­togaum­ræðum á RÚV nýver­ið. „Það er bara búið,“ sagði Frið­jón Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi og fram­bjóð­andi Sam­fylk­ingar og óháðra og benti á að full­trúar allra flokka hefðu sam­þykkt að setja í aðal­skipu­lag nýja stefnu fyrir Helgu­vík – að þar verði ekki meng­andi iðn­aður í fram­tíð­inni.

Val­gerður Björk Páls­dótt­ir, fram­bjóð­andi Beinnar leið­ar, sagði Helgu­vík kjör­inn stað fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og Ragn­hildur Guð­munds­dótt­ir, odd­viti Pírata og óháðra sagði: „Við viljum ekki meng­andi stór­iðju í Helgu­vík.“

Arion banki auglýsir græna stefnu sína með áberandi hætti í Leifsstöð. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Bæj­ar­yf­ir­völd fara með skipu­lags­valdið en Stakks­berg á lóð­ina, er með starfs­leyfi og í gildi er deiliskipu­lag sem Arion banki segir rúma allar nýjar bygg­ingar sem fyr­ir­hug­aðar eru til stækk­unar verk­smiðj­unn­ar. Bank­inn sagði í umhverf­is­mats­skýrslu sinni að ekki þurfi að gera nýtt deiliskipu­lag, aðeins breyta gild­andi skipu­lagi í sam­ræmi við þær bygg­ingar sem fyrir eru og voru ekki í takti við fyr­ir­liggj­andi leyfi á sínum tíma.

„Og þá skulum við vera alveg skýr með það: Það verður bar­átta,“ sagði Mar­grét Sand­ers, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í kosn­inga­þætti RÚV, um þá afstöðu bæj­ar­yf­ir­valda að úti­loka kís­il­ver­ið. „Arion banki heldur á þessu fyr­ir­tæki,“ sagði hún. „Við verðum að fara í sam­ræður og við­ræður við Arion banka um að þeir standi við sína sjálf­bærni stefn­u.“

Í sam­eig­in­legri bókun bæj­ar­full­trúa Reykja­nes­bæjar í jan­úar ítrek­aði bæj­ar­stjórn vilja sinn til sam­ráðs við Arion banka um aðrar leiðir og ann­ars konar starf­semi í Helgu­vík. Nýtt mat á umhverf­is­á­hrif­um, sem gefið var út um ára­mót­in, gerði lítið til að breyta skoðun bæj­ar­yf­ir­valda og íbúa sveit­ar­fé­lags­ins.

„Það er því ljóst að framundan gætu verið harðar langvar­andi deilur milli aðila, verði áfram haldið með þessi áform, sem gera ekk­ert annað en að valda öllum aðilum veru­legum skaða.“

Auglýsing

Full­trúar Arion banka sögðu á fundi umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis í byrjun febr­úar að það að flytja kís­il­verið úr Helgu­vík yrði „svo óskap­legt“ að það væri „raun­veru­lega ekki efna­hags­lega boð­legur kost­ur“. Ólafur Hrafn Hösk­ulds­son, fjár­mála­stjóri Arion banka og stjórn­ar­for­maður Stakks­bergs sagði að um 15-20 millj­arða króna fjár­fest­ingu væri að ræða í innviðum til kís­ilfram­leiðslu. „Það er ljóst að þrátt fyrir það að búið sé að færa þessar eignir að mestu niður í bókum bank­ans þá felst ábyrgð í því að halda á þess­ari 15-20 millj­arða fjár­fest­ingu og það er þessi ábyrgð sem hefur verið okkar leið­ar­ljós í verk­efn­inu. Þegar maður talar um þessa ábyrgð þá felst vissu­lega ábyrgð í því að skoða gang­setn­ingu á verk­smiðj­unni en það felst að sama skapi mikil ábyrgð og sóun í því að rífa niður þessa 15-20 millj­arða og ekki kanna til hlítar hvort að hægt sé að gang­setja þarna verk­smiðju sem hægt er að reka í eins góðri sátt við sam­fé­lagið og hægt er og í takti við kröfur eft­ir­lits­að­ila.“

Bók­fært virði Stakks­bergs var tæp­lega 1,4 millj­arðar króna í lok mars og hafði þar með lækkað um 177 millj­ónir frá því í lok síð­asta árs.

Í árs­skýrslu Lands­virkj­unar kom fram að hækkun á verði kís­il­málms milli 2020 og 2021 hafi numið um 450 pró­sent­um. Þar af hækk­aði það yfir 200 pró­sent á ein­ungis tveimur mán­uð­um, frá sept­em­ber og út októ­ber 2021.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent